Morgunblaðið - 21.12.1995, Qupperneq 33
32 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 33
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
YOPNAÐIR
RÁNSMENN
VOPNAÐIR RÁNSMENN setja orðið svip sinn á höfuð-
borgarsvæðið. Þrír vopnaðir og grímuklæddir menn
rændu útibú Búnaðarbankans við Vesturgötu síðastiiðinn
mánudag. Fyrir aðeins tveimur mánuðum var gerð ránst-
ilraun í Háleitisútibúi Landsbankans. Fyrr á árinu voru
starfsmenn Skeljungs rændir - á leið með „helgarsölu“
af benzínstöðvum fyrirtækisins í útibú íslandsbanka í
Lækjargötu. Fyrir fáeinum árum urðu ránsmenn manni
að bana á benzínstöð við Stóragerði.
Fjarskipta- og samgöngutækni nútímans hefur nánast
þurrkað út ljarlægðir og fært þjóðir heims í nábýli. ís-
land er ekki lengur einangrað eyland yzt í veraldarútsæ.
Þetta nábýli hefur fært okkur fjölmargt jákvætt á menn-
ingar- og viðskiptasviðum, en einnig það neikvæða í
umheiminum, m.a. eiturlyf með tilheyrandi glæpum og
ofbeldi.
Byssuhlaupi var beint að höfði gjaldkera útibús Búnað-
arbankans við rán nú í vikunni. Sú staðreynd minnir
okkur ónotalega á að starfsfólk banka og annarra stofn-
ana, sem peninga og önnur verðmæti geyma, getur verið
í lífshættu við störf sín. Mikilvægt er að öryggi þeirra
verði tryggt sem kostur er. Sem og að fyrirbyggjandi
aðgerðir og öryggisbúnaður séu í samræmi við það sem
bezt þekkist.
Rán og þjófnaðir úr bílum, ibúðum, sumarbústöðum
og verzlunum, sem og árásir á fólk á förnum vegi, teng-
ist oftar en ekki kaupum og neyzlu eiturlyfja. Botnfall
erlendra stórborga speglast að þessu leyti í íslenzku
samfélagi dagsins í dag. Öll ábyrg þjóðfélagsöfl verða
að leggjast á árar í baráttunni gegn þessum ófögnuði.
Hún þarf að vera forgangsverkefni okkar næstu misser-
in og árin.
EES í UPPNÁMI?
MIKLAR vonir hafa verið bundnar við samninginn
um Evrópskt efnahagssvæði, meðal annars á þeim
forsendum að hann veiti hindrunarlausan aðgang að
markaði Evrópusambandsins fyrir langstærstan hluta
íslenzkra sjávarafurða. Samningurinn hefur nú þegar
skilað íslenzkum sjávarútvegi umtalsverðum ávinningi
og hefur útflutningur unninna sjávarafurða til dæmis
aukizt, en hráefnisútflutningur minnkað hlutfallslega
eftir að samningurinn gekk í gildi.
Ákvörðun Evrópusambandsins um að beita öryggis-
ákvæðum EES-samningsins - sem voru reyndar sett í
samninginn að kröfu EFTA-ríkjanna - til að ákveða lág-
marksverð á innfluttan lax frá íslandi og Noregi, snert-
ir ekki íslenzka hagsmuni til skemmri tíma litið, eins og
fram kom í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær. Hins
vegar skapar hún fordæmi til lengri tíma fyrir því að
ESB grípi til alls kyns geðþóttaákvarðana, sem geta
hindrað frjálsan aðgang íslenzkra sjávarafurða að Evr-
ópumarkaðnum.
EFTA-ríkin telja að öryggisákvæði EES nái ekki til
viðskipta með sjávarafurðir, þar sem almenn ákvæði
samningsins um frjáls vöruviðskipti taka ekki til sjávaraf-
urða heldur var gerð sérstök bókun við samninginn um
þær tegundir sjávarafurða, sem flytja má tollfrjálst inn
á Evrópumarkaðinn.
Verði ákvörðun Evrópusambandsins ekki hnekkt, er
því hætta á að samskipti EFTA-ríkjanna og ESB á sviði
viðskipta með sjávarafurðir verði í uppnámi, þótt ekki
sé nema vegna þess að það traust, sem nauðsynlegt er
að ríki, verður ekki fyrir hendi. Stjórnvöld í EFTA-ríkjun-
um, þar á meðal íslenzka ríkisstjórnin, mega því einskis
láta ófreistað að fá Evrópusambandið ofan af ákvörðun
sinni. Bezt er auðvitað að það gerist með viðræðum, en
ekki má heldur útiloka þann möguleika að vísa málinu
til gerðardóms.
Verði lagatúlkun Evrópusambandsins hins vegar ofan
á að lokum, er íslendingum vandi á höndum. Vandséð
er að ESB myndi vilja taka upp samninga að nýju til
að tryggja rétt EFTA-ríkjanna.
Norskir sérfræðingar í áfallastreitu og hjálp
Allir verða að
kunna eitthvað
Norsku geðlæknamir Lars Weisæth og Pál
Herlofsen, sem em sérfræðingar í áfalla-
streitu, sögðu Hiidi Friðriksdóttur frá því
að standi fólk frammi fyrir langvarandi streitu
og ótta eða verði fyrir miklu áfalli án þess
að hafa möguleika á að tjá sig um það, valdi
það sjúkdómum síðar á lífsleiðinni, allt að
10-40 ámm eftir atburðinn.
' Morgunblaðið/Reuter
MISMUNANDI er eftir starfsstéttum hversu mikið fólk þarf að
vita um áfailahjálp, en að sögn norsku geðlæknanna þurfa allir
að kunna eitthvað fyrir sér.
AFALLAHJÁLP er í hugum
íslendinga hjálp við að-
stæður þar sem fjöldi fólks
verður fyrir áfalli t.d. af
völdum náttúruhamfara eða slysa.
Norðmenn, sem eru komnir langt í
rannsóknum á áfallastreitu og áfalla-
hjálp, ræða um hvort tveggja í mun
víðtækara samhengi, eins og t.d. í
sambandi við nauðgun, umferðarslys,
ofbeldi og rán. í þeirra augum er
áfallahjálp í raun ferli sem bytjar
þegar fólki er kennd skyndihjálp og
nær allt til sérfræðihjálpar eftir stór-
slys.
Hér voru staddir í vikunni tveir
norskir geðlæknar, prófessor Lars
Weisæth og Pál Herlofsen, í tilefni
ráðstefnu Geðdeildar Landspítalans
um áfallastreitu og áfallahjálp þar
sem þeir fluttu fyrirlestra.
Lars Weisæth hefur í rúm tíu ár
verið prófessor í áfallastreitufræðum
við Óslóarháskóla og er einn af forset-
um Evrópska sambandsins um áfalla-
streitu. Hann hefur gert margar rann-
sóknir á afleiðingum stórslysa, svo
sem sprengingu stórrar málningar-
verksmiðju, hrunS olíuborpallsins
Alexander Kjelland, bruna ferjunnar
Scandinavian Star og Tsjernobylslyss-
ins.
Pál Herlofsen starfar á vegum
norska hersins í Ósló. Hann hefur
gert rannsóknir á afleiðingum
mannskæðs snjóflóðs, hópvinnu með
þolendum bankarána og aðlögun
norskra hermanna að streitu sem fylg-
ir starfi þeirra.
Forysta Norðmanna
Upphaf rannsókna Norðmanna á
áfallastreitu má rekja tii heimsstyij-
aldarinnar síðari, enda hafa Norð-
menn upplifað mikla streitu í fanga-
búðum, andspyrnuhreyfingu og skipa-
siglingum.
„Á sjötta áratugnum kom í ljós að
sálræn heilsa þessara sterku, hug-
rökku manna fór hnignandi. Þetta
þótti merkilegt og leiddi til þess að í
kringum 1957 var hafin rannsókn á
áfallastreitu. Þar kom í ljós í fyrsta
sinn að standi venjulegt fólk, sem
hefur ósköp eðlilegan bakgrunn,
frammi fyrir alvarlegu áfalli eða mik-
ilii streitu í umtalsverðan tíma, leiðir
það til langvarandi sálrænna vanda-
mála. Jafnvel 10-40 árum eftir atburð-
inn,“ sagði Weisæth.
Ekkí bara viðkvæmir
Weisæth benti jafnframt á að eftir
þessar rannsóknir hefði orðið nokkur
viðhorfsbreyting í geðlæknavísindum.
Fram að þeim tíma hafi verið litið svo
á, að þeir sem hlutu sálræn vandamál
í kjölfar áfalls eða streitu hlytu að
vera viðkvæmar sáiir eða hafa Ient í
einhveiju fyrr á ævinni.
Rannsóknir sýndu að svo
þurfti ekki að vera.
„í ljós kom að lítið er
hægt að gera þegar svo
langt er um liðið. Streitan
eða áfallið hafði þau áhrif
að heilsu fólks hrakaði. Stór hópur
fólks dó fyrir aldur fram vegna
krabbameins eða annarra sjúkdóma.
Margir áttu einnig við hvers konar
geðræn vandamál að stríða.“
Um miðjan áttunda áratuginn var
komið á fót stofnun sem Oslóarhá-
skóli og norski herinn stóðu að. „Hug-
myndin var að þróa inngrip strax eft-
ir áfall eða meðan á því stendur. Jafn-
vel væri hægt með fyrirbyggjandi
aðgerðum að draga úr líkum á alvar-
legum eftirköstum."
Fólk vill gleyma en það eykur
líkur á sjúkdómum síðar meir
Þeir Weisæth og Herlofsen bentu á
að þegar fólki var sagt eftir stríð að
gleyma hörmungunum og lifa lífinu
eins og ekkert hefði í skorist tók það
ráðleggingunum fegins hendi. „Þetta
er svipað og þegar manneskja verður
fyrir nauðgun. Hún vill gleyma og
Iáta eins og atburðurinn hafi ekki átt
sér stað. Það er mjög sársaukafullt
en óhjákvæmilegt að horfast í augu
við áfall og ræða um það,“ sögðu
þeir og lögðu áherslu á að því sé kom-
ið fyllilega tii skila að þegar fólk lend-
ir í sorg, langvarandi streitu eða áfalli
eigi það að leita til einhvers sem það
geti talað við. „Það þarf ekki að vera
sérfræðingur því vinnufélagi, fjöl-
skylda eða vinir eru oft besta hjálp-
in,“ sögðu þeir.
Til að leggja áherslu á orð sín um
hversu nauðsynlegt sé að tjá sig tekur
Weisæth sem dæmi Sonatorrek Egils
Skalla-Grímssonar og segir að slíkt
tjáningarform sé ekki nýtt af nálinni.
Hann tekur annað dæmi: „Edward
Munch varð fyrir áfalli sem ungur
drengur þegar hann horfði bæði á
móður sína og systur deyja úr berkl-
um. Það sést á myndum hans lengi
framan af að hann var að kljást við
þetta vandamál. Munch sagði að svo
lengi sem minningarnar sæktu á hann
yrði hann að fá útrás fyrir tilfinning-
amar, enda má líta á fyrstu 20 ár
hans sem málara sém tímabil lækn-
inga. Eftir 1908 fór hann fyrst að
mála fallegt landslag.
Það skiptir ekki höfuðmáli, hvort
tjáningaformið er að tala, skrifa eða
mála. Þetta eru hinar eðlilegu aðferð-
ir til að lækna sjálfan sig.“
Áhættuþættirnir fimm
- Hversu alvarlegir þurfa atburðir
að vera til að fólk verði að vinna sér-
staklega úr sínum málum?
„Við skiptum áhættuþáttum niður
í fimm flokka og getum t.d. ímyndað
okkur umferðarslys, árás eða annað
slíkt,“ sagði Weisæth.
„í fyrsta lagi í hversu mikilli lífs-
hættu viðkomandi var. í öðru lagi
hversu hroðalegum atburði manneskj-
an varð vitni að, þ.e. sá hún einhvern
deyja, alvarlega slasaðan mann eða
var hún hjálparlaust vitni að hræðileg-
um atburði. Þetta síðastnefnda getur
haft mjög alvarleg áhrif.
í þriðja lagi hversu alvarlegir lík-
amlegir áverkar eru. í fjórða lagi það
sem við köllum „hinn ómögulega val-
kost“, sem getur orsakað
djúpa sektarkennd. Fjórð-
ungur þeirra sem lent hafa
í stórslysum eins og t.d.
snjóflóði lentu í „hinum
ómögulega valkosti", þ.e.
að velja á milli þess hvort
þeir ættu að hefja hjálparstarf eða
sækja aðstoð og láta viðkomandi eiga
sig að sinni. Þetta getur Iíka verið
spurning um hvort bjarga eigi eigin
skinni eða stofna sér í lífshættu með
því að reyna að bjarga öðrum.
I fimmta lagi að verða vitni að
hryllilegum afleiðingum slysa eða
Allir veröa að
vita hvað gera
á þegar eldur
kemur upp
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
GEÐLÆKN ARNIR Lars Weisæth (t.v.)
og Pál Herlofsen.
náttúruhamfara, eins og að horfa upp
á og ganga frá illa förnum líkömum.
Lendi einhver í umferðarslysi þar
sem engir þessara þátta koma við
sögu er áhættan minni og lítil ástæða
til að hafa áhyggjur."
Þeir segja að auk fagfólks ætti al-
menningur að vita hvaða streituþættir
séu áhættumiklir. Þeir skýra frá því
að 50% kvenna sem verði fyrir nauðg-
un eða kynferðislegu ofbeldi eigi við
veruleg sálræn vandamál að stríða ári
eftir atburðinn fái þær enga hjálp
strax á eftir. j,Sama á við um ung-
barnadauða. Áhætta á að veikindi
taki sig upp síðar meir hjá foreldrum
og systkinum eru veruleg."
Getur fólk orðið varkárara
Þegar þeir ræða fyrirbyggjandi að-
gerðir gegn náttúruhamförum kemur
fram ákveðin gagnrýni á mannfólkið.
„Einn milljarður manna eða fjórðung-
ui' mannkyns hefur lent í náttúruham-
förum. Maður getur velt fyrir sér hvað
séu náttúruhamfarir og hvar sá þáttur
að vernda fólk hafi brugðist. Jafn-
sterkur jarðskjálfti veldur ólíkum
skemmdum t.d. í Armeníu og
Kalifomíu. í Armeníu deyja um 30
þúsund manns en í Kalifomíu um 60
manns. Þetta undirstrikar að jarð-
skjálftar drepa ekki fólk heldur deyr
það af völdum lélegra bygginga."
í framhaldi af því ræða þeir um
veðurspár og segja að í fyrri heims-
styrjöldinni hafí veðurspár frá íslandi
og Bretlandi verið hernaðarleyndar-
mál. Af þeim sökum voru norskir sjó-
menn í mun meiri hættu en ella. „Við
gleymum gjarnan hversu margar
milljónir manna hafa bjargast um all-
an heim eftir að veðurspár urðu full-
komnari. Þrátt fyrir þær deyja þús-
undir manna á hveiju ári vegna flóða
í Bangladesh. Því getur maður velt
fyrir sér, hversu jjiargir hlusta á veð-
urspár og hvernig bregðast menn við,
ef þeir heyra að eitthvað geti hugsan-
lega gerst?“
Þá bæta þeir við að í
Noregi sé búið að ákveða
að gefa stormum nöfn eins
og í Karíbahafínu. „Ástæða
þess að hvirfilvindar hafa
hver sitt nafn er að þegar
tilkynnt er að „Anna“ sé á
Auðveldara er
að vinna sig
út úr skyndi-
legu áfalli
leiðinni gera allir viðeigandi ráðstaf-
anir. Ef „Anna“ fer framhjá og veldur
litlum skaða er viðbúið að minni ráð-
stafanir verði viðhafðar næst þegar
tilkynnt er að hún nálgist. Þess vegna
er næsti hvirfilbylur nefndur
„David“.“
Jákvæð
varnaraðgerð
Þeim verður tíðrætt um
,jákvæða vamaraðgerð"
og nefna sem dæmi, að
allir verði að vera viðbúnir
því að eldsvoði bijótist út.
„Við ætlumst ekki til að
fólk hugsi um slíka hluti
dags daglega, heldur einu
sinni til enda. Þá er grunn-
þekkingin til staðar ef
eitthvað kemur upp á.
Með því t.d. að eyða tíu
sekúndum { að kanna út-
gönguleiðir þegar komið
er inn á nýtt hótel og jafn-
vel telja skrefin að út-
göngudyrunum, þá nægir
það. Menn þurfa auðvitað
ekki að velta sér upp úr því ailan
dvalartímann.“
Þó þeir leggi áherslu á að almenn-
ingur hugleiði áhættur ganga þeir þó
ekki svo langt að vilja fá sérfræðinga
til að fjalla um þessi mál í skóla. Hins
vegar segja þeir kennsla í hjálp í við-
lögum/skyndihjálp sé fyrsta skrefið í
þessa átt. Það kom þeim því verulega
á óvart að heyra að engin slík kennsla
fer fram í almennum skólum hér á
landi. Þeir bentu einnig á að áfalla-
streitufræði þyrfti að koma inn í
kennslu í hjálp í viðlögum.
Skyndihjálp í ökuskóla
Þá tóku þeir fram, að nauðsynlegt
væri að kenna skyndihjálp í ökuskóla,
en hér á landi er skyndihjálp einungis
kennd vegna meiraprófs. Þeir bentu
á að bílstjórar gætu verið fyrstir til
að koma að slysi og verði því að geta
veitt fyrstu hjálp. „Þetta er ekki
áfallahjálp í sjálfu sér en samt hluti
hennar,“ sögðu þeir. „Sumir verða að
læra heilmikið um áfallahjálp en allir
verða að læra eitthvað."
Þá sögðust þeir hafa rannsakað
hvers konar ástand eða áhættuþættir
leiði einna helst til vandamála síðar
meir. „Svo virðist sem þarna fari lang-
varandi ógnun verst með fólk, einkum
ef ef viðkomandi er stöðugt á varð-
bergi og getur aldrei slakað á. Þetta
getur t.d. átt við um barn sem á of-
beldisfullan föður. Þrátt fyrir að of-
beldi sé ekki beitt „nema“ annan hvern
mánuð nær barnið aldrei djúpum
svefni og er öryggislaust. Fólk lærir
að lifa við þetta ástand og erfítt getur
verið að sjá fyrir aðra en sérfræðinga
að bamið þjáist. Þegar barnið verður
fullorðið, eignast maka og byijar kyn-
líf þá geta vandamálin orðið viðkom-
andi ofviða," sögðu þeir.
„Sem betur fer á fólk auðveldara
með að vinna sig út úr skyndilegu
áfalli eins og snjóflóði. Viðbrögðin
láta ekki á sér standa á fyrstu dögum
og vikum, þannig að auð-
veldara er að sjá hveijir
þurfa á hjálp að halda og
hveijir komast af með
sjá]fshjálp.“
í lokin sögðu Pál
Herlovsen og Lars Weisæth
að þegar þeir spyrðu sjúklinga sína,
hvort þeir hefðu orðið fyrir áfalli ein-
hvern tíma á ævinni eða óeðlilega
mikilli streitu, kæmi í ljós að svo væri
í flestum tilfellum. „En það verður
að spyija sérstaklega að því, fólk seg-
ir ekki frá slíku að fyrra bragði,“
sögðu þeir.
Hvað verður um breytingar á Ítalíu?
Reuter
ÞRÁTT fyrir breitt bros og öflugt fjöltniðlaveldi þykir Silvio Berlusconi (t.h.), fyrrum forsætisráðherra Italíu, eiga mjög undir högg að sækja.
Bjartsýnin
hefur
gufað upp
Að venju eru ítalskar stjómmálafréttir eins
og kaflar í endalausri spennusögu. Sigrán
Davíðsdóttir var á ferð á Ítalíu og hugar
hér að baksviði stjómmálanna þar.
Af FJÖLMIÐLAUMRÆÐ-
UNNI ítölsku þessar vik-
urnar mætti halda að ítalir
hefðu leyst öll sín vanda-
mál að einu undanteknu: Hvenær á
að kjósa næst? Dómsrannsóknir og
Hreinar hendur njóta orðið lítillar at-
hygli, Evrópumálin eru látin fræðing-
um eftir og hagfræðingurinn Romano
Prodi þreifar fyrir um stuðning til að
þjappa saman vinstrivængnum og
miðjunni.
Á hægrivængnum reyna menn einn-
ig að þenja sig yfir miðjuna, en Silvio
Berlusconi fjölmiðlakóngur og fyrrum
forsætisráðherra á í vök að veijast.
Utanflokkastjórn Lamberto Dinis
berst fyrir að halda lífi eftir að verk-
efnum hennar lýkur fyrir áramót, þeg-
ar fjáriögin eiga að vera komin í gegn.
Þrátt fyrir tilhlaup til vantrausts á
stjórn Dinis er kosningatalið kannski
meira í munni en huga ýmissa stjórn-
málamanna. Dini er ekki einn um að
álíta heppilegast að stjórnin sitji áfram
fram á mitt næsta ár, þar sem Ítalía
fer með formennsku í Evrópusam-
bandinu frá áramótum og fram í júní-
lok.
Bjartsýnin, sem var svo áberandi
fyrir tveimur árum, á að nú yrði
hreinsað til í ítölsku þjóðfélagi hefur
gufað upp. Það er kannski táknrænt
að meðan að gamlir kommúnistar
skjóta upp kollinum í Austur-Evrópu
og hreiðra aftur um sig í valdastólun-
um þá hreiðrar gamla ítalska valda-
stéttin einnig um sig aftur. í Sikileyj-
arskáldsögunni Hlébarðanum eftir
Giuseppe Lampedusa reynir gamli
furstinn að finna leiðir til að láta und-
an kröfu um breytingar, án þess að
neitt breytist. Það er eins og ítölsk
stjórnmál hafí tekið furstann hans
Lampedusa sér að leiðarljósi og það
getur vart verið í mikilli óþökk þorra
landsmanna.
Skjólstæðingaþjóðfélagið er
kjölfestan
Ekki svo að skilja að kosningar og
kjördagur séu lítið mál, því það er
ekki lítið sem stendur til. Eftir hrun
gömlu valdafiokkanna
Kristilega demókrata-
flokksins og Sósíalista-
flokksins leita ítölsku flokk-
arnir og leiðtogar þeirra
sem ákafast að nýrri tví-
skiptingu í stað gamla hægri- og
vinstrivængsins. Það er eins og stjórn-
málalíf ítala sé svo rækilega steypt í
far þessarar tvenndar að annað virðist
óhugsandi. Kerfi án tveggja skýrlega
afmarkaðra blokka er ekki til um-
ræðu. Að baki þessarar viðleitni liggur
svo leitin að hinum sterka leiðtoga.
Þessi óstöðvandi þrá ítala eftir ein-
um sterkum leiðtoga er lögð út á
ýmsa vegu. Föðurímynd í þjóðfélagj,
sem er jafn grundvallað á fjölskyld-
unni og skipan hennar í kringum hinn
sterka föður kemur ekki á óvart. En
líklega kemur fleira til en feðrahyggj-
an. I ítalskri þjóðfélagsgerð kemur
íslendingi margt kunnuglega fyrir
sjónir. Kunningja- og vinargreiða-
þjóðfélagið gerir ráð fyrir áhrifa-
mönnum sem þekkja mann og annan
á hverjum stað, allt frá smæstu þorp-
um. Slíkir áhrifamenn hafa undir
verndarvæng sínum skjólstæðinga og
sjálfir eru þeir undir verndarvæng
annarra og þannig rekur keðjan sig
upp eftir öllu þjóðfélaginu. Efst þarf
svo helst að sitja einn sterkur leið-
togi með þjóðina undir styrkum
verndarvæng sínum.
Sem dæmi um skjólstæðingakerfið
má nefna að nýlega kom upp úr kaf-
inu að líkt og franskir stjórnmálamenn
þá sitja hinir ítölsku gjarnan í ódýrum
leiguíbúðum í eigu ríkisins. Þegar
leigumyllan varð fréttaefni lofuðu þeir
bót og betrun og sögðust auðvitað
fúsir til að greiða fullt markaðsverð.
Því mótmæltu hins vegar
samtök leigjenda í opinberu
húsnæði, þar sem margir
þeirra bjuggu einmitt í
íbúðum, sem þeir höfðu
fengið í gegnum góð kynni.
Berlusconi brást
Berlusconi var um tíma von margra
um hinn sterka leiðtoga nýrra tíma,
þegar hann kom fram í kjölfar umbylt-
inga gömlu flokkanna. Líklega hefur
trú kjósenda á leiðtogahæfíleika hans
fremur stafað af viðskiptavelgengni
hans en trú á að hann væri fulltrúi
nýrra tíma. Ekki þarf mikla djúphygli
til að sjá að hann stofnsetti veldi sitt
á tíma gömlu flokkanna og hefði ekki
verið neitt án stuðnings þaðan. En
Berlusconi hefur ekki staðist prófíð
sem stjórnmálaleiðtogi. Honum lætur
betur að skipa fyrir eins og forstjóra
er siður, heldur en rökræða að hætti
stjórnmálamanna.
Líklega er Ítalía eina Evrópulandið,
þar sem kommúnistagrýluna hefur
ekki dagað uppi. Berlusconi lætur
ekkert tækifæri ónotað til að ala á
henni. Hann segir óhikað að kommún-
istar gætu náð völdum á Ítalíu, rétt
eins og sé að gerast í Austur-Evrópu.
„Það er sama hættan, því þarna eru
á ferðinni sömu mennirnir með sömu
hugmyndafræðina og sömu and-
styggðina." Þó andstæðingar hans
segi að hann sé eins og japönsku her-
mennirnir, sem öðru hveiju koma í
leitirnar í skógum Japans og halda
að stríðið sé enn ekki búið, veit Berl-
usconi að margir ítalir trúa enn sem
fastast á kommúnistagrýluna.
Undanfarnar vikur hefur Gian-
franco Fini Ieiðtogi Þjóðfylkingarinn-
ar, endurbættrar útgáfu
gamla fasistaflokksins, lagt
sig fram um að bæta ímynd
sína og flokksins, bæði
heima og heiman. Hann
hafnar fasistahugmynda-
fræðinni, en reynir af alefli að treysta
flokkinn í sessi sem hægriflokk.
Verður Dini sá sterki?
Séð með norrænum augum er einn-
ig undarlegt að sjá að markaðshyggja
og Evrópuhugsjónir eru sterkari á
vinstri- en hægrivængnum. Romano
Prodi talar nánast eins og hægrimað-
urinn Helmut Kohl Þýskalandskansl-
ari, en slíkur málflutningur heyrist
varla á hægrivængnum. Prodi á að
vera sameiningarafl vinstrivængsins
og miðjunnar að nýrri breiðfylkingu
vinstri- og miðflokkanna. En einnig
það gengur hægt. Eftir því sem það
dregst á langinn veikist staða Prodis,
sem á fortíð tengda Sósíalistaflokkn-
um, en er annars utan flokka.
Ef hægt er að segja að einhver einn
stjómmálamaður styrki stöðu sína í
sífellu þessa dagana þá er það utan-
flokkamaðurinn Lamberto Dini for-
sætisráðherra og fyrrum seðlabanka-
stjóri. Þessi lágvaxni og veiklulegi
maður hefur sýnt að það em pólitísk-
ar töggur í honum. Formlega séð var
verkefni hans að koma saman fjárlög-
um næsta árs. Þrátt fyrir sífelldar
hótanir um vantraust þykir sennilegt
að fjárlögin komist í gegn. Um leið
dregur úr þrýstingi á að stjóm Dinis
segi af sér, heldur sitji áfram meðan
ítalir gegna ESB-formennskunni.
Að frágengnum fjárlögum stendur
Dini styrkari en aðrir. Stöðugt em
uppi vangaveltur um að hann muni
ganga til samstarfs við einhvem
stjómmálaflokk og þá helst ef tækist
að stofna styrkan miðflokk. En at-
hygli ítala beinist mjög að öðmm
hugsanlegum stjórnmálaframbjóð-
anda, nefnilega Tona litla. Antonio
Di Pietro fyrrum dómari og tákn bar-
áttunnar gegn hinu spillta pólitíska
kerfi er nú lagaprófessor í Bologna.
Hann gengur undir gælunafni eins og
svo algengt er með Itali, kallast Ton-
ino, sem þýðir Toni iitli. Afsögn hans
kom á óvart og hefur aldrei verið
skýrð til fullnustu. Sumir segja að
hann hafí verið kúgaður til afsagnar.
Nú er embættisfærsla hans til rann-
sóknar. Á honum má skilja að hann
hefði hug á stjórnmálaafskiptum og
af því em stöðugar fréttir. Ef hann
gerði alvöru úr stjórnmálaafskiptum
væri hann vafalaust sterkur keppi-
nautur um stöðuna sem sterki maður-
inn í ítölskum stjórnmálum. Meðan
hann hugsar sig um er Dini tvímæla-
laust öflugasti stjórnmálamaðurinn.
Stöðugleikinn horfinn
Kannanir sýna að ítalir vantreysta
stjórnmálakerfinu. En það vantraust
er ekki einstakt, því í flestum vestræn-
um lýðræðisríkjum minnkar tiltrúin á
það. ítalir hafa þó kannski sérstaka
ástæðu til vantrúar. Á þeirri
hálfri öld, sem liðin er frá
stríðslokum hefur meðal-
valdatími ítalskra stjóma
verið tiu mánuðir. ítalir hafa
því lifað góðu lífi án öflugra
eða stöðugra stjóma. Stöðugleikinn
fólst hins vegar í flokkskerfinu, sem
var samtvinnað ítalska skjólstæðinga-
kerfínu. Þar áttu ótrúiega margir ítal-
ir traúst sitt allt, bæði vinnu og hús-
næði. Eftir kollsteypu flokkakerfisins
er óreiðan mikil, líkt og eftir umbylt-
ingamar í Austur-Evrópu. Meðan
flokkamir leita nýs farvegar er niður-
staðan óljós, þó framtíðin virðist frem-
ur brosa við Dini en Berlusconi. Sá
stóri hópur ítala sem vantar gömlu
kjölfestuna hefur því vísast ráð gamla
greifans, Hlébarðans að leiðarljósi urn
að breyta, án þess að breyta í raun
neinu . . .
...án þess að
breyta í raun
neinu
Leitin að hin-
um sterka
leiðtoga