Morgunblaðið - 21.12.1995, Page 37

Morgunblaðið - 21.12.1995, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 37 AÐSENDAR GREINAR ... — ÚLFALDALEST að bíða eftir ferðamönnum á Gran Canaria. til Árósa í Þristi, eða DC-3. Lizzy Bonné, dönsk kona úr vinahópi afa míns, Haraldar Níelssonar, hafði verið í heimsókn á íslandi í boði foreldra minna. Til að endurgjalda þetta boð, bauð hún okkur bræðr- um, Sveini Kjartani og mér, í ferð til Jótlands. Bar þar hæst heim- sókn okkar til Ebeltoft, Molbúabæj- arins, enda fannst okkur bræðrum við vera þar á heimavelli, því margt er líkt með skyldum. f ár, 1995, er enn verið að endurbyggja í Ebel- toft, freigátuna Jylland, sem Krist- ján IX sigldi með til Islands árið 1874 og færði okkur stjómar- skrána. Reit ég um freigátu þessa í Lesbók Morgunblaðsins þann 6. júlí 1985, 25. tölublaði 60. árgangs. V. Flugstjórinn tilkynnir nú, að úti sé 63 stiga frost, en 25 stiga hiti í Las Pálmas. Flugáætlun var breytt skömmu eftir flugtak og seinkar fluginu því nokkuð. Enn rifjast upp fyrir mér þjóðhátíðin 1874. Tveir stúdentar, þeir Láms Halldóreson, síðar fríkirkjuprestur í Reykjavík og Sigurður Gunnarsson, síðar prófastur í Stykkishólmi, glímdu fyrir Kristján konung IX á Þingvöllum 1874. Fræg er setning konungs, er hann óttaðist, að slys yrði í glímunni: „Bræk ikke benet, Gunnarsson“, kallaði konungur. Sr. Lárus dó 1908, en í Tíman- um segir svo á bls. 156 þann 26. júlí 1930: „Meðal hinna göfugustu gesta á hátíðinni, má nefna Sigurð Gunnarsson fyrrv. prófast og al- þingismann. Hann glímdi fyrir konung á Þingvöllum á þjóðhátíð 1874 og núna 56 árum síðar, brá hann sér líka til Þingvalla. Ekki ríðandi eins og 1874, heldur fljúg- andi og var ca. 20 mínútur frá Reykjavík til Þingvalla. Hann er fjörugur enn 82 ára öldungurinn“. Farkosturinn hefur annað hvort verið Súlan eða Veiðibjallan, flug- vélar hins gamla Flugfélags Is- lands, og auðvitað lent á Þing- vallavatni. Ætt mín hefur því allt- af verið flugsækin og langafi þar brautryðjandi. Alþjóðlegt stúdentamót var haldið í sambandi við Alþingishá- tíðina 1930 og var Thor H. Thors síðar sendiherra forseti þingsins, en sr. Sigurður Gunnarsson ald- ursforseti. VI. Nú gerast farþegar skrafhreifn- ir, bjórinn farinn að verka og mik- ið teflt við páfann. Björn Guð- mundsson flugstjóri frá Grjótnesi sagðist alltaf fara í frí í nóvem- ber. Þá væri ekki sumar á ís- landi, ekki farið að ríða út ennþá, eiginlega allt ómögulegt. Ég hefi aftur á móti sagt: „Nóvember ætti ekki að vera til, ellefu mánuð- ir em alveg nóg fyrir okkur íslend- inga.“ Apríl er sá mánuður, sem sólríkastur er hér og er öllum ráð- lagt að velja hann til dvalar hér syðra. Sá galli er þó á gjöf Njarðar, að oftast eru páskar í aprílferðinni og þá mikið hærra verð en í öðrum mánuðum. Ferðin eftir páska er oftast hagkvæmust, þótt hún dragist eitthvað fram í maí. VII. Nú er stutt í lendingu. Ég lýk hér þessu sérstæða flugrabbi. Nú tekur við hjá okkur fjögurra vikna dvöl í íbúðarhótelinu Jardin del Atlantico á Ensku ströndinni í Gran Canaria. Bergljót dóttir okkar flýgur til móts við okkur frá Bologna á Ítalíu þann 13. nóvember. Þá verða fagnaðar- fundir. Höfundur er lögfræðingur. SAAASUNG SF-40 faxtœki er meðsíma, hógœða- upplausn, 10 númera minni, tenqjanlegt við símsvara, Tjósritunar- möguleikum o.m.fl. S Samsung SF-2800 er övenju-fallegt faxtœki. Það hefur innbyggðan stafrœnan símsvara, kirstalsskjó, 80 númera minni, 10 númera beinvalsminni, 16 gróskala hógœðaupplausn ð móttöku, Ijósrituharmöguleika, 10 blaosíðna arkamatara og ýmislegt fleira. Grensásvegi 11 Sími: 5 886 886 Fax:5 886 888 (Kostar innanbœjarsímtal og vörumor eru sendar samdœgurs) TIL ALLT AÐ 24 MANADA V RAÐCREIOSLUR m TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA DIMMRAUÐUR GRANAT /' OG SKÍNANDI DEMANTUR jF ■ GULLSMIÐJAN PYRIT-G15 SKÖLAVÖRÐUSTÍG 15 • SIMI 5511505

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.