Morgunblaðið - 21.12.1995, Page 40

Morgunblaðið - 21.12.1995, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 Keimilisins 1 ide line 743-036 er tveggja sneiða samlokugrill, með hita- og gaumljósi. 700 W. Ide line 161 er 800 W12 bolla kaffivél með dropaloku. Hvít, svört. Ide line 743-007 er tveggja sneiba brau&rist, 800 W rafeindastýrð ristun. Ide line Aqua-steam er gufustraujárn með hitastillingu.gaumljósi, úbarofa, gufuskoti o.fl. mZm 'MM mmm Ide line/40-006 er handsuga meb hlebslurafhlöbu, fyrir ^ bæbi ryk og vatn. Létt og handhæg hvar sem er I Ide line |K-200 er 1,5 Itr. hrabsubu- kanna, 2000 W, meb mælistiku á hlib. Ide line 746-012 er blandari sem blandar, kurlar og maukar hratt og árangursríkt. 3 hrabar, 1,4 Itr. Sendum í póstkröfu um allt land! Greiöslukjör til allt að 36 mánuðum Skipholti 19 ^5 Sími: 55^9800^ MIIMNIIMGAR HULDA ASTRID BJARNADÓTTIR + Hulda Astrid Bjarnadóttir var fædd í Reykja- vík 14. nóvember 1942. Hún lést í Landspítalanum 9. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru hjónin Bjarni Andrésson, f. 4.5.1897, fyrrver- andi skipstjóri og útgerðarmaður frá Hrappsey á Breiða- firði, og kona hans Karen f. Sörensen, f. 18.6. 1902, ættuð frá Arósum í Danmörku. Dóttir þeirra auk Huldu er Alda, f. 16.12. 1936, hárgreiðslumeist- ari, gift Kára Ævari Jóhannes- syni, f. 3.5. 1937, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Samein- uðu þjóðunum. Hulda giftist Krisjáni Óskarssyni, f. 17.5. 1943, rafeindavirkjameistara 30. september 1967. Þau eign- uðust tvo syni; Bjarna Inga, f. 14.10. 1965, bifvéla- virkja, sem er bú- settur í Haugasundi, Noregi, og Orn Ósk- ar, f. 16.12. 1969, kerfisfræðing í New York. Hulda lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og vor- ið 1982 útskrifaðist hún stúdent frá öld- ungadeild MH. Hún stundaði grunnnám í viðskiptagreinum við endur- menntunarstofnun HÍ veturinn 1993-1994. Starfsvettvangur hennar var lengst af við bók- halds- og skrifstofusljórastörf, m.a. hjá Miðstöð hf. og Blikk- smiðju J.B.P. Útför Huldu Astrid fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ÞAÐ VAR fyrir nokkrum vikum á haustmánuðum að við Hulda mág- kona sátum saman, spjölluðum og skoðuðum gömul albúm heima hjá henni. Þar á meðal var eitt frá heimsókn hennar til Oman í Aust- urlöndum fjær, en þar dvöldu um tíma systir hennar Alda og Kári maður hennar vegna starfá hans hjá Sameinuðu þjóðunum. Hulda virtist lifna öll við þegar hún rifj- aði upp þessa ævintýraferð. Hún gleymdi stað og stund og fræddi mig um lífið á þessum slóðum. Annars vegar fjölbreytileika lands- lagsins, þ.e. fjallanna, djúpra gilja, sléttnanna, þar sem sjá mátti bedú- ína rölta með dýr sín og hins vegar hreinna, nýtískulegra borga út við hafið með gylltum turnum og öllu því sem ríkidæmið þar býður upp á. Þetta minnti helst á ævintýri úr 1001 nótt. Hún minntist þessarar ferðar sem ferðar í „Paradís“. Þarna keypti hún margvísleg fata- efni, sem seinna urðu að skartklæð- um eftir hennar hugmyndum og handverki. Þetta augnablik sem ég rifja hér upp var stund á milli stríða. Þegar hér var komið sögu var hún orðin helsjúk og lá síðustu leguna heima í Trönuhólum 2, áður en hún fór í hinsta sinn á deild 11-E á Landspítalanum. Nú þegar hún er öll, leita á hug- ann minningabrot undanfarinna áratuga. Hulda var um margt sér- stök kona. Kannski voru það and- stæðumar í hennar eigin uppruna sem gerðu það að verkum. Faðirinn nú 98 ára gamall, breiðfirskur sjó- maður, dugnaðarforkur og móðirin, 93 ára gömul, dönsk (ungversk- tékknesk-ættuð) húsmóðir, opin og lífsglöð manneskja. Huldu sá ég fyrst sem flug- freyju, glæsilega, ljóshærða, há- vaxna stúlku, með bjartan svip og tignarlegt göngulag. Kristján bróð- ir minn hafði fundið sinn lífsföru- naut og kom nú með hana stoltur á heimili foreldra okkar. Hún var frekar dul um eigin hagi, ákaflega kröfuhörð á sjálfa sig og aðra og var mjög trygglynd. Við náðum oft vel saman, kannski vegna þess hve ólíkar við vorum. Ymislegt brölluð- um við saman, fórum á námskeið í fatasaumi o.fl. Einnig vorum við saman í samaklúbbi um árabil með vinkonum og skólasystrum Huldu. Henni var svo margt til lista lagt einkum og sér í lagi allt sem laut að handverki og námfús var hún með afbrigðum. Hulda fór í öld- ungadeild MH og þaðan útskrifað'- ist hún stúdent vorið 1982. Þá höfðu þau Kristján reist íbúðarhús- ið að Trönuhólum 2. Þetta var mik- ið afrek, því Hulda hafði alltaf unnið hálfa vinnu utan heimilisins með náminu, auk þess að ala upp tvo syni og hjálpa mikið til við sjálfa húsbygginguna. En þetta tókst allt með góðri samvinnu þeirra hjóna. Allt sem Hulda tók sér fyrir hendur var unnið af samviskusemi og vandvirkni. Hún var svo mikil ná- STEINAR WAAGE a SKOVERSLUN KRINGLUNNI Póstsendum samdœgurs STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Kringlan sími: 568 9212 kvæmnismanneskja, að mér þótti stundum alveg nóg um. Einnig höfðu þau hjónin mikinn metnað fyrir hönd sona sinna og vildu hag þeirra sem mestan og bestan. Starfsvettvangur hennar var að mestu leyti bókhalds- og skrifstofu- stjórastörf, lengst af hjá innflutn- ingsfyrirtækinu Miðstöð hf. og hjá Blikksmiðju J.B.P. Veturinn 1993-94 stóð henni til boða grunnnám í viðskiptagreinum við Endurmenntunarstofnun H.í. Henni sóttist námið vel og hún tók próf þá um vorið, en sökum veik- inda gat hún ekki haldið því áfram. Með náminu stundaði hún bók- haldsstörf hjá Pharmaco hf. og var það hennar síðasti vinnustaður. Þau hjónin ferðuðust heilmikið og mér er einkum minnisstæð ferð sem þau fóru fyrir nokkrum árum til systur okkar Svandísar sem býr í Fort Lauderdale í Flórída, Banda- ríkjunum. Þar leigðu þau sér skútu ásamt Svandísi og Sigurði Jóhanns- syni manni hennar og sigldu henni til Bahamaeyja, nánar tiltekið Bim- ini. Hulda var mjög sjóveik, en hún var ekki á því að gefast upp, lá í kojunni báðar leiðir, en Kristján og Sigurður mágur okkar stóðu vakt- ina til skiptis. En hún hafði mjög gaman af þessari ferð, þrátt fyrir sjóveikina. Nú er komið að kveðjustund, ófáar eru minningar úr ferðalögum, þegar börnin voru yngri, farin var kræklingaferð við Kjalarnes, tjald- ferð í Þjórsárdal og svo síðasta heimsókn þeirra hjóna norður í Skagafjörð í fyrra til okkar Bjarna. Eg bið góðan Guð að gæta bróð- ur míns, sona þeirra, aldraðra for- eldra Huldu, svo og systur og fjöl- skyldu hennar. Pjölskylda mín í Svíþjóð biður einnig fyrir saknaðar- og samúðarkveðjur. Ég sé Huldu mágkonu mína fyr- ir mér í sinni „Paradís" þar sem ríkir eilíft sumar og fjöllin ber við í fjarska og handan hafsins er ströndin langa, þar sem við hitt- umst síðar. Bryndís Óskarsdóttir. í dag er til moldar borin mág- kona mín Hulda Astrid Bjarnadótt- ir. Um nokkurra missera skeið hef- ur hún átt við erfið veikindi að stríða sem um síðir náðu yfirhönd- inni í hinni miskunnarlausu bar- áttu. Við fráfall hennar reikar hugur- inn aftur til þeirra ára þegar Krist- ján bróðir minn og Hulda hófu búskap. Þau voru bæði atorkusöm og komu sér upp íbúð í Efstalandi í Fossvogi eftir að hafa um nokk- urt skeið búið hjá foreldrum hennar á Vesturgötu. Lífið var bjart hjá þeim og óhikað stefndu þau að því marki að búa fjölskyldunni sem best húsnæði. Á næstu árum byggðu þau sér einbýlishús við Trönuhóla, en það hús var byggt af miklum stórhug. Mér segir svo hugur um að Hulda hafi alltaf haft ákveðnar hugmyndir um hlutina, hvort um var að ræða húsbygging- ar eða önnur verkefni og fylgdi hún skoðunum sínum alltaf eftir af mikilli festu. Þau hjón eignuðust tvo drengi sem báðir hafa hleypt heimdragan- um, en þeir eru Bjarni Ingi sem er bifvéjavirki og starfar í Noregi og Örn Óskar sem er kerfísfræðing- ur og starfar í New York. Kristján og Hulda nutu sín vel í hópi góðra vina og ferðuðust þau víða hin síðari ár, en unnu hörðum höndum þess á milli. Hulda vann alltaf með heimilisstörfum og allt fram til þess tíma að veikindi henn- ar fóru að skerða starfsþrekið, en aðalstarfsvettvangur hennar var við skrifstofu- og bókhaldsstörf í Reykjavík. Fyrir nokkrum árum hóf hún nám í öldungadeild MH og lauk því með stúdentsprófi. En hún lét ekki þar við sitja, heldur hóf hún nám í viðskiptagreinum við Endurmenntunarstofnun HÍ vorið 1994 en því námi náði hún ekki að ljúka. Hún lét þó aldrei deigan síga og var allt fram til þess síð- asta bjargfastur ásetningur hennar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.