Morgunblaðið - 21.12.1995, Síða 42

Morgunblaðið - 21.12.1995, Síða 42
-*Í2 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓNEGGERT SIG URGEIRSSON + Jón Eggert Sig- urgeirsson skip- stjóri fæddist í Bol- ungarvík 17. októ- ber 1937. Hann lést á Sjúkrahúsi ísa- fjarðar 15. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans yoru Sigurgeir Sigurðs- son útgerðarmaður og Margrét Guðf- innssdóttir húsmóð- ir. Systkini Jóns eru: Evlalía, Sigurborg og Erla, búsettar í Bolungarvík, Hall- dóra og Guðmundur Baldur, búsett á Seltjarnarnesi, Svenna Rakel, búsett í Kópavogi og Heiðrún, búsett í Kaup- mannahöfn. Tveir bræður Jóns, Guðfinnur og Þórarinn, eru látn- ir. Hinn 16. apríl 1960 kvæntist Jón eftirlifandi konu sinni, Jón- ínu Kjartansdóttur frá Bolungarvík, og hafa þau búið þar allan sinn búskap. Þeirra börn eru: Víðir, búsettur á ÓI- afsfirði, kvæntur Jónu Arnórsdóttur og eiga þau fjögur börn, Margrét, bú- sett í Reykjavík, gift Guðmundi Jóni Matthíassyni og eiga þau tvo syni, Guð- mundur, búsettur á Akureyri, kvæntur Vigdísi Hjaltadóttur og eiga þau þrjú börn, Friðgerður, búsett í Reykjavík, Svala, búsett á Akur- eyri, gift Birki Hreinssyni og eiga þau tvö börn. Utför Jóns Eggerts fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 11.00. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. _ Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. ^ ^ í dag verður Jón Eggert Sigur- geirsson skipstjóri, tengdafaðir minn, jarðsettur frá Hólskirkju í Bolungarvík. Hann var borinn og bamfæddur Bolvíkingur, bjó þar alla sína ævi, sjómaður og skipstjóri, náttúrubam sem unni víðáttum hafs- ins. í dag leggur Jón upp í sína hinstu siglingu, og með styrka hönd á stýri — r,ær hann landi eins og ávallt áður, í þetta sinnið í himnaríki þar sem hjartahreinir og góðir menn eiga vís- an stað. Kynni okkar Jóns, eða Nonna eins og hann var jafnan kallaður innan fjölskyldunnar, hófust fyrir hart nær tuttugu árum. Ég var þá lítið eldri en sonur minn Matthías er í dag og hafði stofnað til kynna við dóttur Jóns, Margréti. Kvöldstund eina þeg- ar við Nonni sáumst fyrsta sinni á heimili hans gleymi ég aldrei. Jón lagði áherslu á tvennt: Hvort ég meinti eitthvað með þessu og að ég skyldi ekki voga mér að fara illa með pabbastelpuna sína. Öskubakk- inn á eldhúsborðinu var fisklaga og stökk öðru hvoru eins og væri hann lax þegar Jón vildi undirstrika mál sitt. Á þessu heimili var svo margt sem snerist um fisk. Ég fullvissaði Jón um það að hvort tveggja gæti ég uppfyllt og lét hann sér það vel líka. Síðan hefur Jón verið mér yndis- legur tengdafaðir og vinur, og sonum mínum ástríkur afí. Sagan lýsir Nonna betur en flest annað það sem ég kann að segja frá og var einkennandi fyrir þennan hjartahreina mann; allir hlutir skyldu vera á hreinu, ekkert mátti vera undir borðum, engum vildi hann skulda neitt en öllum hjálpa sem hann gat, röð og regla var á öllu hans lífi, hann var drengur góður. Jón var farsæll sjómaður og 1960, þá kornungur, varð hann skipstjóri á einum af bátum Einars Guðfínns- sonar hf, og allar götur síðan, lengst af á Heiðrúnu IS-4, var styrk hönd hans við stýrið eða allt þar til illvíg- ur sjúkdómurinn náði yfírhöndinni. Svo mikill var sjálfsaginn og harkan, að þótt Nonni væri helsjúkur í sumar sem leið þá fór hann tvo túra á skipi sínu. Sjómennskan var hans ástríða, hafíð og góður fengur toppurinn á tilverunni. Það var ekki tilviljun að Jóni Egg- ert var sýnt það traust af frændum sínum hjá Einari Guðfínnssyni hf. að stjóma skipi; áhuginn, kappið og árangurinn var slíkur að fyrir Jóni báru menn virðingu. Ekki er hægt að láta hjá líða að nefna einstakt samstarf þeirra Jóns og Einars Hálf- dánssonar, samskipstjóra Jóns til margra ára á Heiðrúnu IS-4. Fyrir það skal þakkað. Sagt er að eplið falli ekki langt frá eikinni. Svo mikið er víst að synir Jóns, Víðir og Guð- + Elskuleg móðir okkar, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR frá Strönd í Vestmannaeyjum, síðast á Dalbraut 27, Reykjavík, lést í Landspítalanum 19. desember. Hulda Lárusdóttir, Ólafur Lárusson. » Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTURBLÖNDAL SNÆBJÖRNSSON, Kvistalandi 24, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 20. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Friða Kristín Gísladóttir, Snæbjörn Pétursson, Birna Guðjónsdóttir, Gísli Pétursson, Magni Blöndal Pétursson, Erla Vilhjálmsdóttir og barnabörn. mundur, sem báðir eru fengsælir skipstjómendur, bera föður sínum fagurt vitni og hafa mótast af því umhverfi sem var starfsvettvangur Jóns alla tíð. Sumarið 1994 átti ég þess kost að bjóða Jóni með í skemmtiferð til Noregs, til þess að heimsækja nokk- ur fyrirtæki sem framleiða og selja m.a. ýmiss konar búnað fyrir físki- skip. Með í för voru m.a. skipstjórar sem Jón var ve! málkunnugur í “stöð- inni“ en hafði ekki hitt. Þetta vom því fagnaðarfundir og Nonni hrókur alls fagnaðar og húmorinn sveik hann ekki. Erfið veikindi síðar gátu ekki rænt hann þeim eiginleika að gera grín að sjálfum sér. Minningin um þessa ferð mun lifa með mér sem var sú síðasta af ótal mörgum yndis- legum ferðalögum og samverustund- um sem við áttum saman. Árið 1960 steig Jón það gæfuspor að kvænast barnsmóður sinni Jónínu Rannveigu Kjartansdóttur frá Bol- ungarvík, eða Jónu eins og við köllum hana. Þau eignuðust fímm börn sem bera foreldrum sínum fagurt vitni. Án Jónu er erfítt að ímynda sér Jón. Nonni og Jóna voru ætluð hvort öðru og ást þeirra var hrein og tær. Nonni, þessi sæhaukur á sjó, var á stundum bjargarlaus á þurru landi ef Jónu naut ekki við. Þessi hláturmilda fjöl- skylda hefur oft hlegið að slíkum atvikum og Jón þá sýnu mest. Heimili þeirra hjóna var mitt heim- ili til margra ára og fyrir það vil ég þakka; hvernig þau hlúðu að ungl- ingsástinni sem bjó í hjörtum okkar Margrétar sem þau þekktu svo vel af eigin raun. Barnabörnum sínum hafa þau ver- ið einstök afi og amma. Hjá þeim var alltaf skjól og eitthvað gott að fá. Ég hygg að þeir frændur og bræð- ur Valdimar, Jón Eggert og Matthí- as, muni minnast sérstaklega hinna árlegu sumarferða inn í Reykjanes með afa og ömmu. Þær ferðir voru nánast helgiathöfn, Nonni afí setti skýrar og ákveðnar hegðunarreglur um umgengni í sínum Toyota Camry, sem var bifreið sem aðrar bifreiðar þessa jarðríkis, að hans mati, þoldu engan samanburð við. Með slíkum ágætum var þessi bíll. Kæri vinur. Ég er þakklátur for- sjóninni að hafa átt þig að öll þessi ár. Fyrr á þessu ári kvaddi ég föður minn, nú kveð ég þig, elskulegur tengdafaðir minn. Góður Guð blessi þig og varðveiti. Við sjáumst örugg- lega aftur. Elsku Jóna. Þú hefur sýnt fádæma styrk í erfiðum veikindum Nonna. Til þín sótti hann sinn styrk. Góður Guð styrki þig. Þú átt okkur öll að. Guðmundur Jón Matthíasson. Elskulegur tengdafaðir minn, Jón Eggert Sigurgeirsson, skipstjóri í Bolungarvík, hefur lokið dvöl sinni á „Hótel jörð“. Alvarleg veikindi drógu hann til dauða langt um aldur fram. Þótt vitað sé að hvetju stefnir kemur dauðinn ávallt að óvörum og skilur eftir sig spor sorgar og saknað- ar. Ég kynntist Jóni fyrst fyrir 12 árum og varð strax ljóst hversu mik- ill mannkostamaður hann var. Ég var svo lánsamur að vera með honum á sjó í ein fögur ár, sem voru mér kær og lærdómsrík. Enn í dag minn- ist ég góðra leiðbeininga hans og ráða. Jón var einn af þeim mönnum sem lét sér annt um hagi annarra og tók jafnan ríkan þátt í gleði þeirra og sorg. Sérstaklega eru mér minnis- stæð hans ljúfu viðbrögð og stuðn- ingur við mig og fjölskyldu mína þegar faðir minn, Hreinn Eggerts- son, lenti í alvarlegu umferðarslysi fyrir u.þ.b. 12 árum. fyrir þetta allt vil ég þakka honum látnum, um leið og ég þakka ástkærri tengdamóður minni, Jónu Kjartansdóttur, og börn- um þeirra hjóna fyrir alla þá hlýju sem þau hafa sýnt okkur Svölu, Hreini litla og Jónu Brynju. Heimili þeirra var og er okkur öllum ávallt opið og þar finnum við mikla hlýju og vináttu sem aldrei gleymist. Það, að tengjast stórri samheldinni fjöl- skyldu, er mikið gæfuspor og verður aldrei metið til fjár. Jóns Eggerts verður sárt saknað. Elsku Jóna, ég bið góðan Guð að gefa þér og öllum aðstandendum styrk til að mæta þessari miklu sorg. Ég veit að það er huggun harmi gegn að eiga minningu um góðan dreng, góðan eiginmann, föður, tengdaföður og afa. Blessuð sé minning Jóns Eggerts Sigurgeirssonar. Birkir Hreinsson. Með örfáum orðum viljum við minnast tengdaföður okkar, Jóns Eggerts Sigurgeirssonar, sem er lát- inn eftir erfið veikindi. Það var í apríl síðastliðnum sem hann greind- ist með krabbamein og þótti okkur aðdáunarvert með hve miklu æðru- leysi hann glímdi við þennan sjúk- dóm. Þótt við höfum vitað að hveiju drægi var fregnin um andlát hans þungt áfall. Fram í hugann streyma ótal minningar og erfítt að taka ein- hveija eina fram yfir aðra. Hann var ekki bara tengdapabbi okkar, heldur einnig vinur og félagi. Við minnumst þeirrar hlýju og ástúðar sem um- vafði okkur þegar við tengdumst þessari fjölskyldu. Tengdapabbi var einstaklega lífsglaður og léttlyndur maður og oft var glatt á hjalla í eld- húsinu í Völusteinsstræti. Oft þótti okkur tengdadætrunum samt nóg um þegar umræðurnar vildu eingöngu snúast um sjósókn og tengd mál en synirnir fetuðu í fótspor hans og eru skipstjórnar- menn. Við höfðum ekki áður kynnst þessum brennandi áhuga fyrir sjó- mennsku. Þegar hann hringdi vildi hann alltaf fá að vita hvernig skip- unum gekk sem synir hans eru á. Hann var ákaflega stoltur af fjöl- skyldu sinni. Barnabörnunum sínum var hann yndislegur afi og fylgdist grannt með hvernig þeim gekk í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Aðdáunarvert var að fylgjast með hversu samhent þau hjón voru að skapa sér fallegt og notalegt heimili. Við þökkum forsjóninni fyrir að fá að kynnast þér og kveðjum þig með trega og söknuði. Þín er sért saknað, en við eigum eftir dýrmætar minningar sem ylja um ókomin ár. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku tengdamamma. Missir þinn er mikill, en mundu að þú átt okkur öll að. Megi guð styrkja þig og styðja í þinni miklu sorg. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðy kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Jóna og Vigdís. Okkur systkinin langar til að kveðja elsku afa okkar, Jón Eggert Sigurgeirsson, sem okkur þótti svo vænt um. Afi var okkur mjög kær og heim- ili afa og ömmu var okkar annað heimili þar sem við fengum alltaf sömu hlýju móttökurnar þegar við komum þangað. Það var erfitt fyrir þau þegar við fluttum til Ólafsfjarðar fyrir rúmu ári, en við héldum samt áfram góðu sambandi við þau. Við bræður fórum í heimsókn til þeirra um síðustu jól og áttum mjög ánægjulegar samverustundir með þeim eins og ávallt áður. Þegar við kvöddum leystu þau okkur út með sjógöllum sem þau vissu að okkur vantaði og lýsir þetta því vel hvemig afi var. Hann fylgdist mjög vel með hvernig okkur gekk, hvort sem það var í skóla, íþróttum eða við vinnu og ef okkur vanhagaði um eitthvað reyndi hann alltaf að bæta úr því. Hann hugsaði alltaf mjög vel um ömmu og bað okkur um að slá garð- inn og moka frá þegar hann var úti á sjó. Hjá honum var alltaf allt í röð og reglu og þegar við ferðuðumst með afa og ömmu hengdi afi upp bílreglur sem voru nú kannski meira gerðar til gamans. Honum fannst gaman að hlusta á tónlist og þegar við vorum að hlusta á geisladiska kom hann stundum inn í stofu og söng með, sérstaklega þegar við spiluðum Undir bláhimni, en það lag var honum mjög kært. Það var fastur punktur á aðfanga- dagskvöld að Halldóra og Jón Egg- ert kæmu heim í Völusteinsstræti með hljóðfærin sín og spiluðu jólalög. Það verður skrýtið að koma í Völu- steinsstrætið og hitta ekki afa en við verðum að trúa því að hann sé kom- inn á annan og betri stað og fylgist með okkur. Við biðjum góðan guð að styrkja og styðja ömmu. Valdimar, Jón Eggert, Halldóra og Stella. Það er með trega að ég tek til við að skrifa þessar línur. En ég má til þó að mig skorti orð. Jón Eggert bróðir minn lést síðastliðinn föstudag eftir stutta en mjög harða baráttu við krabbamein. Hann hélt í vonina lengi og það gerðum við líka sem unnum honum. Jólabarn var hann og langaði að lifa fram yfir jólahátíðina og barðist hetju- lega til hinstu stundar. En ekkert gat linað þjáningar hans nema dauðinn. Við Jón Eggert vorum náin systkini allt frá barnsæsku og góð- ir vinir alla tíð. Aldrei féll skuggi á þann vinskap svo að ég viti. Reyndar erum við systkinin öll tengd sterkum böndum og er það ómetanlegt og sést best þegar sorg- in og erfiðleikar knýja dyra. Kannski mynduðust þessi sterku bönd af því að aðeins eitt ár var í milli okkar; kannski af því að við sátum saman sem krakkar á „litla bekknum" við matarborðið; kannski af því að við rifjuðum hey og rökuð- um saman í Vatnsnesinu eða kannski bara ... Grunnurinn að þessu sterka sambandi okkar systk- inanna var lagður af foreldrum okkar í þá gömlu góðu daga þegar setið var í eldhúsinu heima og rætt um landið og miðin. Sjómennska var aðaláhugamál og frá blautu barnsbeini fylgdist Jón Eggert, líkt og hinir bræður mínir, með bátun- + Ástkær faðir minn, JÓN HARALDSSON, Skeggjastöðum, Garði, lést á heimili sínu sunnudaginn 17. desember. Útförin auglýst síðar. Þórdís Jónsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MÁLFRÍÐUR EINARSDÓTTIR frá Hömrum, Þverárhlíð, síðasttil heimilis á Droplaugarstöðum, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudag- inn 22. desember kl. 15.00. Jóna Gunnlaugsdóttir, Reynir Haraldsson, Gyða Gunnlaugsdóttir, Hörður Pétursson, Ólfna Guðmundsdóttir, Einar Sigurbergsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.