Morgunblaðið - 21.12.1995, Side 53

Morgunblaðið - 21.12.1995, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSIIMS Andstyggilega kvikindislegt Frá Evu Benjamínsdóttur: ÞAÐ VAR dag einn seinnipart júlí- mánaðar að einhver var á símsvar- anum þegar ég kom heim til mín úr bæjarferð. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt, þar sem hlutverk símsvarans er einmitt það að taka við skilaboðum ef fólk af ýmsum ástæðum kemst ekki í símann. Það fer alltaf um mig kærkomin tilfinning þegar ég heyri þetta píp í símsvaranum á nokkurra sekúntu fresti, svona smá spenna, hver skyldi nú vera að reyna að ná í mig. Oftast fer ég ekki úr yfirhöfn- inni heldur dríf mig að símanum, ýti á „message playback" takkann og vona alltaf að það séu nú ekki slæmar fréttir. Þennan dag fór snældan í sím- svaranum á stað eins og aðra daga nema, þar hljómaði rödd konu sem ég kannaðist ekki við og þegar hún svo kynnti sig þá var ég alveg viss um að ég þekkti hana ekki. Röddin: Já, Eva Benjamínsdóttir, ég heiti Kristín Björk Svavarsdóttir og hringi fyrir hönd ferðaskrifstof- unnar Urval- Útsýn og tilkynni þér hér með að þú hefur unnið í mynda- samkeppni, ferð fyrir tvo til Florida. Þú getur vitjað vinningsins og náð í mig hjá Úrval-Útsýn í síma 569-9300'. Fleiri voru ekki skilaboðin þann daginn. Ég hengdi upp yfihöfnina og fór strax að hugsa hverjum ég ætti að bjóða með mér í ferðalagið. En æ,æ, það er svo íjári heitt á Flórida á þessum árstíma og ég er á kafí í málverkinu, sýningin geng- ur fyrir og verður að komast upp í september. Þetta gengur ekki, þetta er alveg ómögulegur tími fyr- ir mig, ég verð bara að reyna að semja við þá hjá Úrval-Útsýn og fara frekar þegar myrkrið skellur á hér á hjara veraldar, þó það kosti eitthvað smávegis í viðbót. Það er svo dýrðlegt að komast úr myrkrinu og kuldanum í birtuna og hlýjuna. Fantasían yfirtók allan raunveru- leika um stund, en svo var eins og í mig kippt ú hæðstu hæðum og skellt niður á jörðina. Ég áttaði mig nú á því að ég var alls ekki búin að senda umslagið með mynd- unum í samkeppnina. Þarna lá þá umslagið fyrir faman mig með ut- anáskriftinni: DV umhverfismynda- verðlaunasamkeppni, osfrv. Hvem- ig getur staðið á þessu? 569-9300 það hringir, Úrval - Útsýn góðan dag. Góðan dag, ég heiti Eva Benjamínsdóttir, gæti ég fengið samband við Kristínu Björku Svavarsdóttur? Það er engin Kristín Björk Svavarsdóttir starfandi hér að mér vitandi. Nú, er þetta ekki hjá ferðaskrifstofunni Úrval-Útsýn? Jú, jú, það er rétt. Hum, þannig er nefnilega mál með vexti að ég var að vinna myndasamkeppni, ferð fyrir tvo til Flórída á ykkar vegum, þetta voru mjög skýr skilaboð á símsvaranum mínum í dag. Augna- blik, sagði konan vinsamlega, ég skal athuga þetta betur, annars veit ég ekki til að hér á bæ hafi verið einhver myndasamkeppni í gangi, sendir þú okkur myndir í samkeppni? Neei, ég man nú ekki til þess, en ég tek óhemju mikið af ljósmyndum. Heyrðu Eva, má ég ekki bara fá símanúmerið þitt ? Jú jú, það er allt í lagi. Ég gaf henni upp símanúmerið og kennitölu líka að mig minnir, við kvöddumst og hún lofaði að hringja eftir stund. Konan kannaði allar deildir fyrir- tækisins og komst að því að Úrval -Útsýn hefði ekki boðið upp á neina myndasamkeppni, allavega ekki á þessu ári, það var á hreinu. Því miður verð ég að segja þér, Eva, að þú ert víst ekki sú fyrsta í dag sem hefur hlotið þannig vinning. Oj bara, en andstyggilega kvikind- islegt gabb. Já, því miður, sagði konan. Ég fleygði yfir mig yfirhöfninni, þreif umslagið með Ijósmyndunum og brenndi af stað með myndirnar í hina raunverulegu ljósmyndasam- keppni, staðráðin í því að vinna ferð fyrir tvo til Flórída. EVA BENJAMÍNSDÓTTIR, Hrísmóum 4, Garðabæ. Aðgát skal höfð í nær- veru sálar Frá Ingveldi Höllu Kristjánsdóttur: UM DAGINN var mér litið í Morg- unblaðið. Þar sem ég er mikil áhuga- manneskja um ræktun íslenskrar tungu las ég grein Stefáns Snævarr um hrörnun ástkæra málsins okkar. Ég var sammála Stefáni í því að efla þyrfti sókn íslenskunnar á heim- ilum, skólum og í fjölmiðlum en aft- ur á móti var ég mjög ósammála því sem hann sagði um íslenska ungl- inga. í grein hans segir orðrétt: „Engu líkara er en að unga fólkið sé hópur villimanna sem hefur skyndilega ráðist inn í landið. Líkt og villimenn er það nánast ólæst, ofbeldisgjarn, kann vart að draga til stafs og lifir í eilífu núi, hefur enga sögulega vitund." Þetta finnst mér einum of sterkt til orða tekið. En Stefán lætur sér þetta ekki nægja. Hann heldur áfram og segir: „Rétt- ast væri að rétta hyskið og senda ungviðið á einhveija Jótlandsheiðina í henni Ameríku. Þar getur það glápt á ofbeldismyndir þangað til það dett- ur niður dautt.“ Mér er spurn. Fyrst íslenskt ungviði er svona hræðilega illa statt málfræðilega, hver er þá rétta lausnin fyrir það? Ég veit ekki um neina heildarlausn í þessu máli. Héma fléttast svo margt saman. En hins vegar veit ég að rétta lausnin er ekki að upphefja sjálfan sig og vera með hroka eins og Stefán ger- ir. Ég tel mig og mína vini ágæta fulltrúa okkar kynslóðar, og unga og upprennandi menn. Þess vegna gat ég ekki annað en móðgast, þeg- ar ég las greinina hans Stefáns. Mér fannst hún ekki góð skilaboð til ís- lenskra ungmenna. Það er ekki gam- an að lesa að maður sé einskis nýtur og ætti helst að detta niður dauður. Mér fínnst að Stefán ætti að líta í eigin barm áður en hann tekur upp á því að dæma aðra. Dropinn holar harðan steininn og með þolinmæð- inni einni tekst okkur að bjarga ís- lenskunni. Okkur miðar ekkert áleið- is með hroka. Og í reynd fínnst mér Stefán bara bæta gráu ofan á svart. INGVELDUR H. KRISTJÁNSDÓTTIR, 17 ára nemi í Fjölbrautaskólanurn í Breiðholti. Við náðum ótrúlega hagstæðum samningum við HAKU M0BLER í Danmörku RÚM, SJÓNVARPSBORÐ, BLAÐAGRINDUR OG HJÓLAVAGNAR Við bjóðum nú takmarkað magn af vönduðum og fallegum húsgögnum frá HAKU á sérstöku jólatilboði. Láttu þetta einstaka tækifæri ekki renna þér úr greipum. ÍNGVAR&GYLFIP Grensásvegi3.108Reykjavík.S.5681144Fax5888144<t.540993-2119 HjÓlavagn kl". 15.309,- Stgi". FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 53 EGGERT feldskeri Sími 5511121 Grisporf gönguskór Srærðir 36-46. Vondaðir leðurskór. Varnsheldir. Grófur göngusóli. Höggdeyfor í sóla. Fórlaga innsóli. Grirex einangrun gegn kulda. Grirex einangrun gegn bleyru. Verð oðeins 5.950 Munið gjafQbréfin! Pósrsendum samdœgurs. Opiðídag kl.9-22. SKÚUERSLUN KÚPAV0GS HAMRAB0RG 3 • SÍMI 554 1754

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.