Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Kristinn
Tilboð frá Skandia og NHK Internation-
al í ökutækjatryggingar félaga í FÍB
15-30% lægri en
meðaliðgjöldin
TILBOÐ í ökutækjatryggingar félaga í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda
voru opnuð í gær. Tvö tilboð bárust, annað frá Skandia íslandi hf. og hitt
frá alþjóðlegu tryggingamiðlurunum NHK Intemational Ltd. Tilboðin eru
á bilinu 15-30% lægri en meðalipgjöld eru hérlendis, að sögn Runólfs
Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB. Auk þess barst FÍB tilboð frá ís-
lensku tryggingafélögunum sem Runólfur sagði að hefði verið óbreytt frá
iðgjaldaskrám félaganna. Á nítjánda þúsund manns eru skráðir í FÍB.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
Gjald fyrir út-
tektir bygg-
ingafulltrúa
í SKÝRSLU borgarstjóra með
fjárhagsáætlun Reykjavíkur kem-
ur fram að brúttókostnaður við
skrifstofur borgarverkfræðings,
byggingafulltrúa og borgarskipu-
lags er áætlaður 417,4 milljónir á
árinu 1996. Enn fremur að kostn-
aður við skrifstofurekstur er 322
milljónir, sem er 2,4% hækkun frá
útkomuspá liðins árs. Jafnframt
kemur fram að gert er ráð fyrir
að tekið verði gjald, eins og heim-
. ilt sé, fyrir margvíslegum úttekt-
um byggingafulltrúa er skili 8,2
milljónum króna á árinu.
Að sögn Magnúsar Sædal,
byggingafulltrúa Reykjavíkur-
borgar, er heimild í bygginga-
reglugerð, sem á sér stoð í bygg-
ingalögum frá árinu 1958, til að
taka gjald fyrir úttektir. Úttekt
er þegar fulltrúi frá embætti bygg-
ingafulltrúa er kallaður til á bygg-
ingastað til að fara yfir fram-
kvæmdir. „Menn eru að ræða það
að nota þessa heimild,“ sagði
Magnús. „Þetta þýðir að þegar
úttektarmenn okkar fara í hús til
að taka út, til dæmis burðarvirki
fyrir steypu eða þakviði og lagnir,
getum við tekið sérstakt gjald fyr-
ir slíka úttekt. Þetta hefur ekki
verið gert áður en heimildin hefur
verið fyrir hendi.“
Magnús sagði upphæðina ekki
það háa að hún kæmi til með að
hafa áhrif á byggingavísitöluna
svo afgerandi væri. „Það er verið
að hugsa um að þeir borgi sem
valdi kostnaðinum í stað þess að
skattgreiðendur geri það,“ sagði
hann. „Ef þú ert að byggja hús
þá færð þú þetta frítt í dag en
þarna er gert ráð fyrir að þú borg-
ir ákveðið gjald fyrir. Þetta verður
aðeins brot af okkar kostnaði við
úttektirnar sem við fengjum inn.“
Magnús sagði að ijöldi úttekta
við hveija byggingu færi eftir
stærð hússins en reikna mætti
með um allt að tíu úttektum vegna
einbýlishúss.
Ný félags-
miðstöð
opnuð
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri i Reykjavík afhenti í
gær nýja félags- og þjónustumið-
stöð aldraðra í Breiðholti til
rekstrar. Húsið er í Árskógum 4
í Mjódd og er í tengslum við um
100 íbúðir fyrir aldraða þar við
hlið og hjúkrunarheimili sem reist
verður á næstu misserum.
Félags- og þjónustumiðstöðin
er á þremur hæðum, rúmlega
1.100 fermetrar að flatarmáli og
þar verða aðalstöðvar félagslegr-
ar heimaþjónustu í hverfum Graf-
arvogs, Arbæjar og Breiðholts en
1. desember 1994 bjuggu 1.704
ellilífeyrisþegar í þessum hverf-
um. Guðmundur Gunnlaugsson er
arkitekt hússins og eru fimm ár
síðan undirbúningur hönnunar og
framkvæmda hófst. Heildarkostn-
aður við bygginguna ásamt búnaði
nemur um 170 milljónum króna á
verðlagi janúar 1996.
Þjónustumiðstöðin við Árskóga
í Mjódd er sjöunda stöð sinnar
tegundar í Reykjavík og með opn-
un hennar stendur öldruðum
Reykvikingum til boða félags- og
tómstundastarf af ýmsum toga á
fimmtán stöðum í borginni. Gert
er ráð fyrir að í Árskógum verði
boðið upp á kaffisölu og heitan
mat í hádegi, aðstoð við böðun,
hársnyrtingu, fótaaðgerðir, litla
verslun, og félags- og tómstunda-
starf af margvíslegum toga.
Farbann yfir
dæmdum Breta
Hæstirétt-
ur stytti
farbannið
HÆSTIRÉTTUR stytti í gær
farbann yfir 23 ára gömlum
Breta til 8. febrúar í stað 15.
apríl eins og héraðsdómur
hafði úrskurðað sl. mánudag.
Maðurinn var í desember
dæmdur í 12 mánaða fangelsi
fyrir nauðgun. Hann var úr-
skurðaður í farbann meðan á
rannsókn málsins stóð og rann
það bann út sl. mánudag. Þá
framlengdi Héraðsdómur
Reykjavíkur farbannið til 15.
apríl og var þeim úrskurði
áfrýjað til Hæstaréttar. Hæsti-
réttur staðfesti úrskurðinn en
stytti farbannið verulega eða
til 8. febrúar.
Fangelsisdómnum yfir
manninum var einnig áfrýjað
til Hæstaréttar á mánudag. í
úrskurði Hæstaréttar í gær
kom fram að það mál yrði tek-
ið fyrir innan fárra daga.
■ Flestum spurningum/10
Eldur í Lista-
skólanum
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík
var kvatt að Listaskólanum í
Laugarnesi um klukkan átta í
gærkvöldi þegar viðvörunar-
kerfi í húsinu gerði vart um eld.
Húsið var mannlaust. í ljós
kom að kviknað hafði í blikk-
tunnu með rusli í málarasal
hússins og lagði talsverðan reyk
um húsið.
Slökkvistarf tók skamma
stund og munu skemmdir ekki
vera teljandi.
Að sögn slökkviliðs er líklegt
að upptök eldsins megi annað
hvort rekja til sígarettuglóðar
eða sjálfsíkveikju, en í salnum
er unnið með eldfim efni á borð
við terpentínu og femisolíu.
NHK fékk leyfi íslenskra stjóm-
valda til starfsemi sem trygginga-
miðlari í öllum skaðatrygginga-
greinum hérlendis í febrúar 1995.
FÍB átti von á tilboðum frá a.m.k.
tveimur öðrum erlendum trygg-
ingafyrirtækjum, þar á meðal
bresku tryggingafélagi, sem, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins,
skoðar nú þann möguleika að koma
inn á íslenska markaðinn.
Runólfur sagði að við fyrstu sýn
virtust tilboð Skandia og NHK vera
15-30% undir meðaliðgjöldum ís-
lenskra tryggingafélaga. FÍB hafði
fengið umboð frá á fjórða þúsund
félagsmönnum til þess að leita eftir
tryggingum í ökutæki sín. Runólfur
vænti þess að afstaða yrði tekin til
tilboðanna fyrir næstu mánaðamót.
Hann kvaðst eiga von á því að gerð-
ur yrði samningur við annað hvort
tryggingafélagið.
Hann sagði að viðbrögð íslensku
félaganna sönnuðu að fákeppni ríkti
á þessum markaði hérlendis. „Það
er eitthvað mikið að í samkeppnis-
þjóðfélagi þar sem menn sjá ekki
ástæðu til þess að bjóða afslætti
af tryggingum fyrir samtök þar sem
félagsmenn eiga hátt í 20% allra
bifreiða í landinu,“ sagði Runólfur.
„ ^ Morgunblaðið/Ásdís
INGIBJORG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opnaði i gær nýja félags- og þjónustumiðstöð aldraðra
í Mjódd sem á m.a. að sinna heimaþjónustu fyrir ellilífeyrisþega í þremur hverfum austurborgarinnar.
Aðstoðarmannasjóði komið á fót við Háskóla íslands
50 aðstoðar-
menn ráðnir á
haustmisseri
HÁSKÓLARÁÐ ætlar að veija 2,9
milljónum til að koma á fót aðstoð-
armannasjóði við Háskóla íslands.
Féð dugir til að kennarar og vís-
indamenn geti ráðið 50 stúdenta
sér til aðstoðar á komandi haust-
önn. Guðmundur Steingrímsson,
formaður SHÍ, segir að stefnt sé
að því að allir fastráðnir kennarar
og vísindamenn við HÍ geti ráðið
sér aðstoðarmann úr hópi stúdenta.
Sveinbjöm Björnsson, rektor HÍ,
segir að 30 milljóna króna framlag
þurfi til þess.
Guðmundur sagði að aðstoðar-
mannakerfið hefði marga kosti í för
með sér. „Kennurum og vísinda-
mönnum við HÍ gefst tækifæri til
að ráða stúdenta sér til aðstoðar
fyrir tiltölulega lítið fé. Miðað við
háskóla í nágrannalöndum hefur
HÍ verið aftarlega á merinni varð-
andi aðstoð við kennara og vísinda-
menn og aðstoðarmannakerfið er
liður í að bæta úr því. Nemendur
fá á móti dýrmæta reynslu við að
komast í nálægð við kennslu- og
rannsóknarumhverfið og betri þjálf-
un í að takast á við akademísk verk-
efni,“ sagði hann.
Hann sagði að hafa bæri í huga
að með þriggja milljóna króna við-
bót í sjóðinn á vormisseri 1997
væri hægt að ijölga aðstoðarmönn-
um í 100. Markmiðið til lengri tíma
væri að allir 350 fastráðnir kennar-
ar og vísindamenn við Háskóla ís-
lands gætu fengið styrk úr sjóðnum
til að ráða sér aðstoðarmann.
Guðmundur sagði að þriggja
manna sjóðsstjórn myndi úthluta
framlögum til kennara og vísinda-
manna til að ráða aðstoðarmenn.
Hann sagðist eiga von á að kennar-
ar sæktust eftir að fá góða nemend-
ur sér til aðstoðar og vinna nemend-
anna gæti komið þeim til góða í
áframhaldandi námi og starfí.
Ágæt byrjun á samstarfi
kennara og stúdenta
Miðað er við að stúdent vinni 150
stundir á misseri. Fyrir þann tíma
fær hann greiddar um 50 þúsund
krónur.
Sveinbjörn sagði að þó svo að
15 milljóna króna hækkun á fjár-
framlagi til Háskólans dygði varla
til að mæta fjölgun nemenda hefði |
verið samþykkt að klípa tæpar 3
milljónir af upphæðinni til að koma
aðstoðarmannasjóðnum á fót. „Við
vonum svo auðvitað að reynslan
verði góð og hægt verði að auka
framlagið í framtíðinni. Ef framlag-
ið verður 30 milljónir lætur nærri
að allir kennarar geti átt kost á
aðstoðarmanni eða einhveijir, sem
á þurfa að halda, geti fengið tvo,“
sagði hann.
Hann sagðist telja að aðstoðar-
mannakerfið væri ágæt byijun á
samstarfi kennara og stúdenta.
„Næsta skrefið gæti verið að stúd-
entinn og kennarinn, ef þeim fellur
vel að vinna saman, sæktu um svo-
kallað nýsköpunarverkefni. Síðan
gæti sprottið af þessu rannsóknar-
verkefni þegar stúdentinn væri
kominn lengra í námi.“
Sveinbjörn sagði að góð reynsla
hefði verið af svipuðu kerfí erlendis
enda hefðu bæði kennarar og nem-
endur séð sér hag f því.