Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 33 - ; R ) J 1 I I m I CJ « i 1 J J « I I 4 4 4 4 MINNINGAR Fáðu þér miða fyrir kl. 20.20 í kvöld. enga afkomendur. Stefanía systir hans stóð fyrir búinu mestallan hans búskap í Kollabæ. Erlendur var nágranni minn og vinur frá bamæsku okkar beggja, stutt var milli bæja okkar og höfð- um við margt saman að sælda bæði í leik og starfí, þessi vinátta okkar hefur haldist alla tíð og aldr- ei borið þar skugga á. Erlendur var mjög góður nágranni, ávallt reiðubúinn að veita aðstoð og gera greiða ef þess var óskað, hann var hygginn bóndi, fóðraði búfé sitt svo til fyrirmyndar var og allar hans framkvæmdir voru unnar að vandlega athuguðu máli, þar var aldrei rasað um ráð fram. Hann var gestrisinn og góður heim að sækja, það var gaman að koma til þeirra Stefaníu og Erlends, þau voru bæði fróð um menn og mál- KOLLABÆRINN var talinn með betri bújörðum í Fljótshlíð, þar var sýslumannssetur um eitt skeið, Eiríkur Sverrisson bjó þar árið 1838 til 1843 og andaðist þar 4. júlí 1843. Erleftdur ólst upp í Kollabæ í glöðum systkinahópi, heimilið var fjölmennt og mörgu þurfti að sinna á stóru heimili, allt var unn- ið með handverkfærum á fyrri hluta aldarinnar bæði utan húss og innan. Þá voru beitarhúsin í Kollabæ alllangt frá bænum í út- högum og kom þá snemma í hlut Erlends að annast þar fjárgæslu og gat það reynt mjög á þrek og þol í miklum snjó og hríðarbyljum. Þá kom sér vel að hann var létt- fær göngumaður og glöggur fjár- maður. Erlendur var með hærri mönn- um, fremur grannur, ágætur verk- maður, greindur og gat verið ’glettinn og fljótur til svars ef að honum var vegið og fóru þá fæst- ir með sigur frá þeim orðaskiptum. Hann vann lengstum á búi for- eldra sinna meðan þau bjuggu, fór þó eina vetrarvertíð til Grindavík- ur og vann þar á útvegi frænda ERLENDUR SIG URÞÓRSSON efni, kunnu mikið af lausavísum og kvæðum og fylgdust vel með því sem var að gerast í þjóðlífínu. Um eitt skeið þjáðist Erlendur af liðagigt og var óvinnufær næstum heilan vetur, en komst svo að mestu yfir þennan sjúkdóm. Á síðari búskaparárum Erlends fór hann að þjást af heymæði, sem ágerðist mjög og varð það til þess að hann afréð að hætta búskap. Sveinn bróðir Erlends, sem hafði búið á hálfri jörðinni (austurparti), andaðist 1978, það ár hætti Er- lendur búskap og var jörðin þá seld Skógrækt ríkisins. Erlendur og Stefanía voru þó áfram í Kollabæ og unnu hjá skógræktar- stöðinni á Tumastöðum. Heilsu Erlends fór hnignandi og brugðu þau systkinin á það ráð að flytja á Holsvöll, þar festu þau kaup á íbúðarhúsi, Stefanía fékk vinnu hjá Kaupfélagi Rangæinga, en Erlend- ur var þá orðinn óvinnufær. Þegar heilsu hans hrakaði enn meira fluttu þau á Dvalarheimili aldr-^_ aðra, Kirkjuhvol, þá var heilsu Erlends komið svo að hann varð að nota súrefni svo líðan hans væri þolandi og kom svo að lokum að hann var fluttur á sjúkrahúsið á Vífilsstöðum. Vissulega var þessi sjúkdómur mjög þungbær, en aldr- ei heyrði ég Erlend kvarta, hann tók honum með miklu æðruleysi og karlmennsku. Að lokum vil ég og kona mín, Guðfinna, þakka honum af alhug vináttu og tryggð frá fyrstu tíð. Systkinum hans og fósturdætrum^. og öðrum aðstandendum vottuni við innilega samúð. Oddgeir Guðjónsson. - vertu viðbúinm) vinningi + Erlendur Sigurþórsson var fæddur 3. febrúar 1911 í Hlíðarendakoti í F(jótshlíð. Hann lést 9. janúar síðastliðinn á Vífilsstaðaspítala. Foréldrar hans voru hjónin Sigurþór Ól- afsson, f. 7. júlí 1870 í Múla- koti í Fljótshlíð, d. 6. apríl 1955 í Kollabæ, og Sigríður Tómasdóttir, f. 7. maí 1884 á Járngerðarstöðum í Grinda- vík, d. 5. febrúar 1965 í Reykjavík. Böm Sigurþórs og Sigríðar vora átta, fjórir synir, allir fæddir í Hlíðarendakoti, og fjórar dætur, allar fæddar í Kollabæ. Af þessum átta systkinum eru nú tvö á lífi, Tómas, f. 1906, og Stefanía Jórunn, f. 1917. Þau Sigurþór og Sigríður hófu búskap í Hlíðarendakoti árið 1903 og bjuggu þar til 1911, en það ár festu þau kaup á jörðinni Kollabæ í Fljótshlíð og bjuggu þar á allri jörðinni til 1935 en létu þá hálfa jörð- ina í hendur elsta syni sínum, Sveini, og konu hans, Ingileifu Steinsdóttur. Sigurþór og Sig- ríður bjuggu áfram á vestur- partinum til 1946, þau létu þá af búskap og tók Erlendur þá við þeirra jarðarhluta. Útför Erlends fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fijóts- hlíð og hefst athöfnin klukkan 14. Hvert fara Lottó- milljónamœringamir á veturna? sinna á Járngerðarstöðum, en kom svo aftur heim að Kollabæ að ver- tíð lokinni og starfaði áfram á búi foreldra sinna þar til þau hættu búskap. Eins og áður er sagt tók Erlend- ur við búinu árið 1946 og bjó með Stefaníu systur sinni, hún hafði búið í Reykjavík en kom þá aftur heim að Kollabæ með dætur sínar og þar ólust þær upp og hafði Erlendur á þeim miklar mætur, þær eru nú báðar giftar, býr önnur í Vestmannaeyjum en hin í Reykja- vík. Erlendur giftist ekki og átti Skilafrest- ur vegna minningar greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fímmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.