Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1996næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ „Mér finnst margt gott, fiskurinn til dæmis og lambakjötið og fátt jafnast á við fiskibollurnar hjá tengdamömmu minni. Það er helst , að mér gangi illa með allt þetta ' súrsaða á þorranum. Annars fínnst t okkur gott að blanda saman mexík- | óskri og íslenskri matargerð og jafnvel ítalskri líka. Það er helst, að ég sakni þess að heiman að fara ekki daglega á markaðinn, spjalla við kaupmanninn um matinn og velja úr fersku grænmetinu.“ Pollo Almendrodo eðo Möndlukjúklingur 1 -2 grillaðir kjúklingar w 100 g möndlur hálfur laukur 3 hvítlauksrif 1 dós tómatar ___________1 brauósneið___________ 2 bollar kjötsoó (af kjúklingi eða lambi) 1 tsk ólifuolia kanill og negull á hnífsoddi pipar og salt ' Þegar kjúklingarnir eru komnir vel á veg í ofninum er sósan búin til. Setjið allt nema soðið og olíuna í matvinnsluvél og blandið vel saman. Hitið olíu á pönnu og hellið mauk- inu úr matvinnsluvélinni á pönnuna. Bætið soði út í og látið sjóða við lágan hita í um það bil 20 mínút- ur. Hrærið vel í á meðan og berið kjúklinginn síðan fram með hrís- grjónum og þessari sósu. ■ 70-80 tonn af svína- kjötí á útsölu SVÍNAKJÖT er á útsölu þessa dagana og verslanir bjóða frá 30-50% afslátt af afurðum eins og beikoni, svínakótilettum og svínahnakkasneiðum. Kílóið af svínakótilettum kost- aði til dæmis 609 krónur í Bónus í gær, það var á 679 krónur í Hagkaup, 668 krónur hjá Fjarðarkaupum, og 698 krónur hjá Nóatúni. Lækkunin er komin til vegna mikils framboðs um þessar mundir og harðrar sam- keppni milli sláturleyfíshafa og smásala. 70-80 tonn af svínakjöti á útsölu „Það er mikið framboð af svína- kjöti og eftir því sem ég kemst næst eru það ná- lægt 70-80 tonn sem á að selja á næstu dögum,“ segir Jón Ásgeir Jóhannes- son í Bónus. „Þetta hlýtur að koma niður á sölu annarra kjötteg- unda og spuming hvernig framleiðendur ætla að bregðast við því,“ segir hann. Steinþór Skúlason, for- stjóri hjá Sláturfélagi Suð- urlands segir að fyrirtækið sé méð ákveðið söluátak í Nóatúni á unninni vöru og steikum og tímabundið verða ein- hver tilboð á svínakjöti uns jafn- vægi næst. Ekki er um útsölu í langan tíma að ræða. Svínakjöt sem seldist ekki umjólin „Þetta eru þeir hlutar af svín- inu sem seljast síður fyrir jól en aðrir, svona eins og beikon, skinka og hnakkasteikur," segir Júlíus Jónsson hjá Nóatúnsversl- ununum. Kjötið er frá nokkrum framleiðendum en aðallega frá Sláturfélagi Suðurlands. „Fram- leiðendur enl að bregðast við umframframleiðslu og við erum einungis tengiliður við neytand- ann.“ Júlíus segir að um visst magn sé að ræða og síðan hækki verð aftur. „Þessi lækk- un nær ekki yfír nýtt kjöt því svínabændur eru að taka á sig fóð- urhækkanir núna,“ segir Júlíus. Fjarðarkaup er með um 30% afslátt af svínakjöti þessa dagana og á þeim bæ búast menn við að lækkunin standi að minnsta kosti f viku. Hagkaup boðaði svínakjöts- lækkun í gær og stendur hún í þrjá daga eða á meðan birgðir endast. Að sögn Óskars Magnús- sonar, forstjóra Hagkaups, er kjöt- ið aðallega frá fjórum framleiðend- um, Höfn, Vallá, Sláturfélagi Suð- urlands og Kjarnafæði. „Það veltur á viðtökum neyt- enda hversu lengi útsalan stend- ur yfír. Þetta eru umframbirgðir af svínakjöti sem ekki hefur ver- ið fryst og við náðum hagstæðum samningum sem við viljum að neytendur fái að njóta," segir Óskar. Jón Ásgeir Jóhannesson í Bón- us segir að þeir hafi þegar verið búnir að lækka svínakjötið hjá Bónus þegar Nóatún og Hag- kaup tilkynntu sína lækkun. „Við bregðumst auðvitað við með því að lækka svína- kjötið enn frekar.“ Svínakjötið hiá Bón- us kemur frá Fersk- um kjötvörum, Kjamafæði og Bauta- búrinu. Ekki skipulagðar aðgerðir bænda Kristinn Gylfí Jónsson, formaður Svínaræktarfé- lags íslands, segir að lækkun á verði svínakjöts sé ekki komin til vegna skipulagðra aðgerða frá bænd- um. „Framleiðsla á svínakjöti hefur aukist og sala á svínakjöti er alltaf háð markaðnum, í augnablikinu er mikið framboð af svínakjöti. Auk þess er hörð samkeppni milli smásöluverslana og sláturleyfishafa," segir hann. Kristinn segir að það hafi sýnt sig að á nokkurra missera fresti lækki svínakjöt tímabundið og ekkert sé óeðlilegt við það. Þvert á móti seg- ir hann að sala á svínakjöti taki allt- af kipp í kjölfar tímabundinna lækkana. Það er dýrt að borða saltfisk í Mexíkó Morgunblaðið/Ámi Sæberg HILDA Torres Ortiz, Ásgeir Sighvatsson og sonurinn Andrés Gísli Ásgeirsson íkó bæði í súpur og aðra mat- reiðslu. Hilda segir að chilipipar sé aðalkryddtegundin í Mexíkó og til eru um 20 mismunandi tegundir af chili. „Það er alls ekki einkenni á mat hjá mexíkóskum fjölskyldum að hann sé sterkur. Mexíkóskur matur er bragðmikill en ekki alltaf mjög sterkur. Það veltur auðvitað á kryddmagninu sem notað er og fer auðvitað eftir smekk hvers og eins.“ Súkkulaðisósa með 14 kryddtegundum Eins og áður kom fram eru sós- urnar að uppistöðu úr maukuðu grænmeti. „Þegar mikið stendur til bjóðum við gjarnan upp á súkkul- aðisósu (molle). Hún er krydduð með chilipipar og fjölda kryddteg- unda (14-16 tegundir) sem eru malaðar saman og vatni blandað saman við. Það er ekkert súkkulaði- bragð af henni því suðusúkkulaðið er eingöngu notað til að deyfa bragðið. Saltfiskskílóið á tvö þúsund Jólamaturinn víða í Mexíkó er saltfiskur og jafnvel páskamáltíðin líka, þ.e.a.s. svo framarlega sem fólk hefur efni á því. Kílóið af norsk- um saltfiski kostar nefnilega um tvö þúsund íslenskar krónur. Það er auðvelt að sjá hversu há upphæð þetta er þegar eitt kíló af maístort- íu kostar um 10 krónur. - En hvað fínnst Hildu um ís- lenska matargerð? ÞAÐ er tvennt ólíkt að borða mexí- kóskan mat eða íslenskan. Á meðan margir íslendingar nota t.d. rjóma og hveiti í sósur eru mexíkóskar sósur að uppistöðu úr maukuðu grænmeti. Kryddin eru önnur en hér eru almennt notuð, hrísgijónin eru yfírleitt steikt með grænmeti og eftirréttirnir gjaman búnir til úr ferskum ávöxtum. Hilda Torres Ortiz er frá Mexíkó. Hún er gift íslendingi, Ásgeiri Sig- hvatssyni, og flutti með honum hingað til lands fyrir sex árum. Auk þess sem hún kennir spænsku við Verslunarskólann og málaskólann Mími kennir hún mexí- kóska matreiðslu við Tómstundaskólann. Hilda segir að dæmigerð mexíkósk húsmóðir eyði mun meiri tíma í að elda en til siðs sé að gera hérlend- is. Hún fer á markaðinn á morgn- ana og kaupir grænmeti og annað sem þarf í matinn og byijar svo að elda um ellefu. Klukkan eitt er eldamennskunni lokið og þá er aðal- máltíðin borðuð. Súpa kemur á undan aðalréttinum sem yfírleitt er kjöt, fískur eða kjúklingur með steiktum hrísgijónum, salati og maístortíu sem er alltaf borðuð með mat en það er nokkurskonar flat- kökur. Sérstakar „tortíubúðir" Hilda segir að það sé töluvert mál að búa til tortíur, að minnsta kosti ef það á að gera á hveijum degi og því eru víða sérstakar „tortíubúðir“ sem eru ekk- ert ólíkar okkar bakar- íum. „Það er ekki óal- gengt að meðalfjöl- skylda borði um tvö kíló af maístortíum á dag og al- gengt kílóverð er um 10 til 12 ís- lenskar krónur.“ Baunir eru líka algengar í Mex- Stjörnuávöxtur (Carambola) STJ ORNU A V OXTURINN er mjög ríkur af C-vítamíni og því hið besta mál að gæða sér á honum í skammdeginu. Þegar hann er þroskaður má eiginlega segja að hann sé gylltur. Bragð- ið hafa sumir talið nokk- urskonar sambland af epli og greip og það getur stundum orðið dálítið beiskt. Ávöxturinn þykir bestur vel kældur og margir nota hann í salöt. Þegar hann er ekki alveg þroskaður er til siðs í sumum löndum að súrsa hann eða nota í bragðsterkt mauk sem gert er úr ávöxtum og ýmsum krydd- tegundum. Dönsk skinka og norskir smurostar NÓATÚN selur danska skinku í dósum um þessar mundir og kostar kílóið 1.338 krónur. Hún er seld í hálfum kílóum og kost- ar hver dós því 669 krónur. Þá fást einnig norskir smurostar í Nóatúni núna. Um er að ræða osta með rækju-, beikon-, sveppa-, skinku- og pepparonibragði. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 16. tölublað (20.01.1996)
https://timarit.is/issue/128122

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. tölublað (20.01.1996)

Aðgerðir: