Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20.JANÚAR1996 9
FRÉTTIR
Óánægja meðal hleðslumanna vegna breytinga á rekstri
Telja breytingar
geta ógnað öryggi
Ekkidýrt
húsnæði
GUÐMUNDUR Malmquist, forstjóri
Byggðastofnunar, segir að það séu
ekki aðeins fjórir starfsmenn
Byggðastofnunar á Akureyri sem
nýti húsnæði stofnunarinnar þar,
sem er bókfært á um 55 milljónir
króna. Byggðastofnun leigi út mest-
an hluta hússins undir ýmsa starf-
semi og því séu um tuttugu starfs-
menn í húsnæðinu.
Guðmundur sagðist ekki kunna
að nefna alla þá starfsemi sem þarna
væri hýst, en mest væri þar um at-
vinnuþróunarstarf að ræða. „Þetta
hefur verið stefna Byggðastofnunar
að reyna ýta undir að fá svona starf-
semi af stað og þetta er ein aðferð-
in til þess,“ sagði Guðmundur.
Aðspurður sagði hann að hluta
til væri þetta þáttur í byggðastefnu
stofnunarinnar.
Guðmundur sagði að húsið hefði
verið keypt af Dagsprenti og það
hefði að hluta til verið fokhelt. Kaup-
verðið hefði verið eitthvað rúmar
þijátíu milljónir króna. Síðan væri
búið að klára húsið að utan og einn-
ig þriðju hæðina sem hefði verið
fokheld,
Aðspurður hvort ekki hefði verið
hagkvæmara að kaupa ódýrara hús-
næði undir starfsemina, sagði Guð-
mundur að þetta væri ekkert dýrt
húsnæði ef miðað væri við fermetra-
verð.
MIKIL óánægja ríkir nú meðal
hleðslumanna Flugleiða á Reykja-
víkurfiugvelli vegna boðaðra breyt-
inga á rekstrarfyrirkomulagi hlað-
deiidar. Flugleiðir hyggjast bjóða út
alla þá starfsemi sem hlaðdeild innir
af hendi, auk þess öll þrif á flugvél-
um og byggingum félagsins á flug-
vellinum, en ekki er búið að gefa
út útboðsgögn.
Forstöðumaður innanlandsflugs
Flugleiða tilkynnti hleðslumönnum
um þessar hugmyndir formlega fyrir
skömmu og ræddu þeir við verka-
lýðsfélag sitt í kjölfarið, sem hafði
samband við Flugleiðir.
Vilja rétta af halla
„Með þessu ætlar forstöðumað-
urinn að rétta af 200 milljóna króna
halla að mér skilst, en rekstur hlað-
deiidar kostar á milli 40 og 50 millj-
ónir árlega. Samkvæmt því sem
okkur er sagt er hægt að selja okk-
ur lægstbjóðanda eftir tilkomu EES-
samkomulagsins, en tæki verktaki
við myndi hann taka við okkur með
öllum þeim samningum sem í gildi
eru. Ef til breytinga kæmi, og verk-
taki getur tæplega rekið þessa starf-
semi með lægri tilkostnaði öðru vísi
en með breytingum, yrði hann vænt-
anlega að segja okkur upp..
Uppsagnir kæmu þá í hans hlut
en ekki Flugleiða, en ábyrgð fyrir-
tækisins gagnvart rekstri og öryggi
í flugi er ótvíræð og verður áfram.
Við teljum að erfiðara verði fyrir
fyrirtækið að gæta þessa öryggis
farþega, starfsmanna og véla ef
þeir fela verktaka reksturinn," segir
Sturla Frostason trúnaðarmaður
starfsmanna.
Guðmundur J. Guðmundsson for-
maður Dagsbrúnar fundaði í gær
með hleðsíumönnum og segir and-
Forstjóri Byggða-
stofnunar
„Austurríkisfarar“
Hjá okkur er hagstæðasta verð í Evrópu
skíðum og^ skíðafatnaði.
GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, fráfarandi formaður Dagsbrún-
ar, fundaði með hlaðmönnum vegna breytinganna.
stöðu þeirra við hugmyndirnar
mikla. „Þessir menn eru þrautþjálf-
aðir og veita afburða þjónustu og
því ósáttir við allt sem stefnt geti
því öryggi í hættu. Fundurinn var
haldinn til að ég gæti skýrt frá við-
ræðum við forsvarsmenn Flugleiða
á þriðjudag, auk þess að hlusta á
skoðanir hleðslumanna og sjónarmið
í þessu máli. Fylkingarnar eru ekki
farnar að síga saman enn, enda
aðeins um tillögur á teikniborðinu
að ræða enn sem komið er,“ segir
hann.
Að sögn Sturlu mun forstjóri
Flugleiða yfirfara tillögur forstöðu-
manns innanlandsflugs og hafi þeim
verið heitið að fá upplýsingar um
niðurstöður þeirrar athugunar með
góðum fyrirvara og hvort af útboði
verði.
Með langa
starfsreynslu
Hleðslumenn á Reykjavíkurflug-
velli eru 15-20 talsins en á þriðja
tuginn yfir sumartímann og þeirra
á meðal eru menn með yfir 30 ára
starfsreynslu og jafnvel 40 ára
reynslu, að sögn Sturlu.
Dömugallar
m/hettu.
Buxur og jakki
rennt saman.
einstök gæði
einstakur stíll
Hanskar,
bönd,
skíðapeysur.
Allt í stíl.
UTSALA - UTSALA
Ennþá mikið úrval
Opiðkl. 10-16
tískuverslun
Rauðarárstíg 1, sími 561 5077
Vörubíla
sýning
laugardag og sunnudag kl. 11 - 16
MAN, mest seldu vörubílar
á íslandi 1994 og 1995.
KRAFTUR • ÖRYGGI • ÞJÓNUSTA
KRAFTUR • VAGNHÖFDA1
- kjarni málsins!