Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLA ÐIÐ MINNIIMGAR LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 37 JAKOB VIGTÝR LEÓ ÓLAFSSON + Jakob Vigtýr Leó Ólafsson fæddist á Ytri-Bakka í Tálknafirði 26. febrúar 1925. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 3. janúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Askirkju 12. janúar. HANN Kobbi er dáinn! Ég læt hug- ann reika aftur í tímann er ég flutt- ist í sama hús og hann og hans fjölskylda bjuggu í. Fljótlega varð ég heimagangur heima hjá Kobba og Stebbu. Þetta varð fljótt mitt annað heimili, því dóttir þeirra varð mín besta vin- kona. Kobbi var mikill gleðimaður og því oft mikill hlátur og gleði í kringum hann og minnist ég þess hvað oft var setið í eldhúsinu á íjórðu hæðinni og hlegið yfir kaffi- bollanum. Alltaf gaf hann sér tíma til að rabba við okkur krakkana og hafði áhuga á því sem við vorum að gera. Hann hafði ákveðnar skoð- anir á hlutunum og fengum við að heyra þær, og mikið gátum við hleg- ið. Sterkar minningar um hlátur koma upp í hugskoti mínu þegar ég hugsa um Kobba. Það er erfitt að gera sér í hugarlund að eiga ekki eftir að hitta Kobba kátan og hressan. Nú síðustu árin voru það barna- börnin hans sem gáfu honum svo mikið og hann sá ekki sólina fyrir þeim og naut samvista við þau og voru þau mjög hænd að afa sínum. Honum leið hvergi betur en heima í faðmi fjölskyldunnar og það sem mér finnst einkenna Kobba og hans fjölskyldu eru sterk og náin fjöl- + Hilmar Þór Reynisson fæddist í Reykjavík 13. maí 1978. Hann lést af slysförum 7. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogs- kirkju 16. janúar. HILMAR Þór er dáinn. Þessi orð voru mér sögð þegar ég lá í sjúkra- rúminu rétt eftir slysið. Við kynntumst í október og má segja að það hafi verið ást við fyrstu sýn hjá okkur báðum. í fyrstu vor- um við feimin við tilfinningar okkar en undir það síðasta vorum við far- in að tala um framtíð okkar saman. skyldutengsl og er hans sárt sakn- að. Af hverju hann, af hveiju núna, þegar hann hugðist njóta hvíldar eftir áratuga lífsstarf bæði til sjós og lands, svarið kemur aldrei en spurningarnar og minningarnar verða með þeim sem sárt hans sakna. Hann fékk hvíidina of snemma því hann hafði svo mikla lífslöngun og var svo ósáttur við sjúkdóminn sem hetjaði á hann, vonaði hann að hann næði heilsu en sú von brást. Elsku Kobbi, meg- ir þú hvíla í friði. Hilmar Þór var traustur og góður vinur og reyndist öllum vel. Hann var hrókur alls fagnaðar og stolt foreldra sinna og bróður. Það er erfítt að vita að svona góður vinur sé farinn frá okkur fyrir fullt og allt og óhugsandi að nokkur taki hans sess. Og ég vona það að þú komir og takir á móti mér þegar minn tími mun koma. Móður hans, sjúpföður, bróður, föður og öðrum ættingjum votta ég samúð mína. Þín, Elín Oddrún. HILMAR ÞOR REYNISSON Jóhann og Hannes jafnir í þriðja sæti SKAK Linares, Spáni ALÞJÓÐLEGT OPIÐ SKÁKMÓT 8.—17. janúar. Jóhann Hjartarson og Hannes Hífar Stefánsson hlutu báðir 7 'h vinning af 10 mögulegum og urðu í þriðja sæti ásamt fleirum. ÍSLENSKU keppendurnir á sterku og fjölmennu opnu skák- móti i Linares á Spáni náðu góðum árangri og urðu í þriðja til sjötta sæti af 140 keppendum. Þar af voru hvorki meira né minna en 40 stórmeistarar og 40 alþjóðlegir meistarar. Þeir Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson hlutu báðir sjö og hálfan vinning af tíu mögulegum eftir góðan enda- sprett. Jóhann sigraði með yfir- burðum á mótinu í fyrra og fylgdi þeim árangri vel eftir, enda var breiddin miklu meiri nú. Röð efstu manna á mótinu: 1—2. Kozul, Króatfu og Dimitrov, Búigariu 8 v. 3—6. Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson, Malanjúk, Úkra- ínu og Akopjan, Armeníu 7'A v. 7—11. Hodgson, Englandi, Asejev, Rússlandi, Nogueiras, ioábu, Ilern- andcz, Mexikó og Marin, Rúmeniu 7 v. Jóhann Hannes Hlífar Hjartarson Stefánsson Hannes Hlífar tefldi úrslitaskák á mótinu í síðustu umferð við al- þjóðlega meistarann Dimitrov, sem kom gríðarlega á óvart. Eftir miklar sviptingar, þar sem hallaði á Hannes lauk skákinni um síðir með jafntefli. Einar Hjalti efstur á Skákþingi Reykjavíkur Aðeins einn keppandi vann fimm fyrstu skákir sínar á Skák- þingi Reykjavíkur. Það er Einar Hjalti Jensson, 15 ára, úr Kópa- vogi, sem kom einmitt rækilega á óvart á Guðmundar Arasonar mótinu í Hafnarfirði í desember. í fimmtu skákinni lagði hann Braga Þorfinnsson að velli, en þeir voru einmitt báðir í sigursveit- inni á Ólympíumóti 15 ára og yngri á Kanaríeyjum í vor. Staðan á mótinu eftir fimm umferðir var þessi: 1. Einar Hjalti Jensson 5 v. 2—5. Askell Orn Kárason, Heimir Ásgeirsson, Július Friðjónsson og Sigurður Daði Sigfússon 4'A v. 6—10. Bragi Þorfinnsson, Torfi Leósson, Björn Þorfinnsson, Sævar Bjarnason og Ogmundur Kristinsson 4 v. 11—19. Davíð Kjartansson, Páll Agn- ar Þórarinsson, Ágúst Ingimundar- son, Sigurjón Sigurbjörnsson, Jón Viktor Gunnarsson, Arnar E. Gunn- arsson, Amar Ingólfsson, Lárus Knútsson og Ólafur B. Þórsson 3 'h v. Teflt er á miðvikudags- og föstudagskvöldum kl. 19.30 og sunnudögum kl. 14. Atskákmót öðlinga Árlegt atskákmót fyrir 40 ára og eldri fór fram í. síðasta mánuði og var að venju vel skipað. Jóhann Örn Siguijónsson og Jón Þorvalds- son urðu jafnir og efstir en Jóhann var örlítið hærri samkvæmt sti- gaútreikningi. Þar munaði mestu um að þeir tveir mættust innbyrð- is strax í fyrstu umferð. Röð efstu manna: 1.—2. Jóhann Örn Siguijónsson og Jón Þorvaldsson 7 'h v. af 9 möguleg- um 3. Bragi Halldórsson 7 v. 4. Sveinn Kristinsson 5 'h v. 5. Sverrir Norðfjörð 5 v. 6—8. Halldór Garðarsson, Sigmjón Sigurbjörnsson og Hörður Garðars- son 4 'h v. 9—10. Gunnar Gunnarsson og Bjarni Magnússon 4 v. o.s.fi-v. Margeir Pétursson í GÓÐU EGLU BOKHALDI... ...STEMMI STÆRÐINl 5 KA! Hringdu í sölumenn okkar í síma 562 8501 eðs 562 8502 og þú færð möppurnar sendar um næl. ROf> OC RECLA Múlalundur Vinnustofa SÍBS Sími: 562 8500 Símbréf: 552 8819 Eitt bla6 fyrir alla! - kjarni málsins! Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Ég og mín fjölskylda sendum okk- ar dýpstu samúðarkveðjur og Guð gefí Stebbu, Óla, Kristjönu, Bjama Þór og fjölskyldum þeirra styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Matthildur. -------»-»-♦------- MESSUR Á MORGUN HVERAGERÐISPREST AKALL: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á Heilsustofnun NLFÍ kl. 11. Guðsþjón- usta á Kotströnd kl. 14. Flautuskóiinn kl. 11:00. ÆskulýSsfélagiö kl. 20:00. Sunnudagur: GuÖsþjónusta kl. 14:00. ÞriSjudagur: kl. 16:00: Kótir krakkar Cecil Haraldsson. /iU + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Stórhólmi, Leiru, lést á Droplaugarstöðum 8. þessa mánaðar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Dóttir, tengdasonur, börn, barnabörn og systkini. Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og útför GRÉTU ÓLAFSDÓTTUR kennara. Guð blessi ykkur. Sigurgeir Vagnsson, Trausti Sigurgeirsson, Ari Sigurgeirsson. + Innilegar þakkir fyrir samhúð og hlýhug vegna andláts og útfarar SVEINS SÆVARS VALSSONAR, Þinghólsbraut 50, Kópavogi. Sævar Valur Sveinsson, Hafþór Helgi Sveinsson, foreldrar, afi, systkini og ástvinir. + Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við and- lát og útför mannsins míns, föður okk- ar, tengdaföður og afa, JAKOBS VIGTÝS LEÓS ÓLAFSSONAR, Kleppsvegi 52. Guð blessi ykkur. Stefanía Önundardóttir, Ólafur Jakobsson, Guðrún Kristjana Jakobsdóttir, Birgir Ástráðsson, Bjarni Þór Jakobsson, Jóna Þuríður Ingvarsdóttir, Jakob Leó, Stefania Helga, Ásrún Lilja og Ásdfs. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall RÍKARÐS SIGMUNDSSONAR, Sundlaugavegi 20, Reykjavík. Karítas Karlsdóttir, Trausti Ríkarðsson, Þyri Laxdal, Margrét Rikarðsdóttir, Úlfar Haraldsson, Sigmundur Karl Ríkarðsson, Hildur G. Jónsdóttir, Linda Sólbjörg Ríkarðsdóttir og fjölskyidur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.