Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 41
BRÉF TIL BLAÐSINS
Frá Hlyni Guðjóni:
NOKKRU fyrir jól þurfti ég, starfs
míns vegna, að. hafa samband við
nokkra tónlistarmenn og leggja fyrir
þá spumingar. Viðmælendur mínir
virtust allir nokkuð glaðir, hamingju-
samir og sáttir við sitt. Mitt í allri
þessari gleðivímu hitti ég á stúlku,
mér ókunnuga, sem lá í flensu. Hún
var alls ekkert hamingjusöm og virt-
ist jafnvel óska jólasveininum annað
en eðlileg leið hans lá í það skiptið.
Mér þótti þetta verra og spurðist
frétta og sendi hluttekningu mína,
vegna veikinda hennar en þar hélt
ég að meinið lægi, í gegnum símalín-
una. En viti menn, það voru alls
ekki veikindin sem vom að plaga
hana heldur var það gagnrýni blaða-
manns á fyrsta geisladisk hljómsveit-
ar sem hún syngur með.
Gagnrýnin birtist í Dagblaðinu
Vísi hinn 24. nóvember 1995 og var
skrifuð af Sigurði Þór Salvarssyni.
Þetta var afskaplega skrýtinn dóm-
ur, stuttur en ekki að sama skapi
skiljanlegur. Sigurður líkir viðkom-
andi hljómsveit, Cigarette, við hljóm-
sveitina Spoon sem var vinsæl og
sendi frá sér plötu árið 1994. Hann
segir 'söngkonuna Heiðrúnu Önnu
reyna „meðvitað eða ómeðvitað að
líkja eftir söng Emilíönu Torrini"?
Hvað er maðurinn að tala um. Þetta
eru manneskjur á svipuðum aldri,
þær eru að stíga sín fyrstu spor í
tónlist samtímis og hafa afar ólíkar
raddir. Það getur vel verið að önnur
sé betri en hin en það er ekki til
umræðu. Sigurður heldur áfram og
segir: „Það tekst þó ekki sem skyldi
því Heiðrún Anna hefur tiltölulega
Vigdís
Finnboga-
dóttir besta
landkynn-
ingin
Frá Paul Sveinbjorn Johnson:
Þar sem ég kem oft til íslands las
ég með áhuga og mér til nokkurra
vonbrigða, verð ég að segja, að for-
seti ykkar hefur ákveðið að sækjast
ekki eftir endurkjöri. Ég er ekki
mjög kunnugur ferli hennar innan-
lands, en get talið af eigin reynslu
um þau áhrif sem hún hefur haft á
viðhorf fólks til íslands í öðrum lönd-
um, einkum Bandaríkjunum. Loft-
leiðir og arftaki þeirra opnuðu dyrn-
ar að íslandi, en hin merkilega Vig-
dís ykkar Finnbogadóttir sýndi
heiminum það sem var innandyra.
Flestir þeir sem læsir eru og skrif-
andi í heiminum hafa lært að hvíta-
birnir ráfa ekki um götur Reykjavík-
ur og nú orðið kannast flestir erlend-
ir ráðamenn við borgina um leið og
hún er nefnd, án þess að þurfa að
fletta upp í alfræðiorðabók.
Á fundi í Chicago fyrir nokkrum
árum barst talið að ferðaþjónustu
og ummælum breska rithöfundarins
Thomas Hardy í The Return of the
Native, sem fyrst kom út undir iok
19. aldar: „Sá tími virðist nálægur,
sé hann ekki þegar kominn, þegar
óbrotin tign lyngheiðar, hafs eða
fjalls verður það úr náttúrunni, sem
verður í fullkomnu samræmi við
skapferli þess hluta mannkynsins
sem hugsar. Og að lokum má vera
að í augum venjulegra ferðamanna
verði staðir á við ísland eins og vín-
ekrur og myrtugarðar Suður-Evrópu
eru í þeirra augum nú.“ Viðbrögð
Vigdísar forseta voru þau að gefa í
skyn að ef til vill væri þessi tími
kominn.
Þurrar tölur sýna að á hvejju ári
laðast æ fleiri ferðamenn að Islandi
og ég er sannfærður um að það er
síður tilviljun, sem því ræður, en
andríki, þokki og augljósar gáfur
Vigdísar forseta.
Islendingar, sem ég þekki erlend-
is, eru hreyknir af að sýna að þeir
geti tengt sig Vigdísi, jafnvel óbeint,
og óska henni gæfu og gengis á
árunum eftir að forsetatíð hennar
lýkur.
Skelfileg gagnrýni
lítið og einlitt raddsvið og þarf því
að láta „dubba“ sönginn talsvert til
að ná hæstu tónunum. Og þar sem
hún sér nánast um allan söng á plöt-
unni verður platan fyrir vikið mun
tilþrifaminni en hún gæti verið.“
Váhhá, hann byijar á því að sneiða
af söngkonunni útlimina og veitir
henni svo náðarhöggið með því að
segja henni að hún geti ekki sungið.
Hljómsveitin sé ágæt en þurfi að
losa sig við byijendabraginn sem á
henni er, þ.e.: strákar, leitið ykkur
að nýjum söngvara. Ég ætti kannski
að skjóta hér inn í að hann kvartar
jafnframt undan slæmum textum og
slökum enskum framburði sem er
réttmæt gagnrýni. Ég veit hinsvegar
ekki hvað það er að „dubba“ hluti
en geng hér út frá því að hann sé
að slangra og meini að hún „döbbi“
sönginn eða „dobbli“ sem gerir þetta
engu skiljanlegra.
Þar sem þetta dubb/döbb/dobbl
var ofar mínum skilningi í þessu
samhengi hafði ég samband við einn
af Islands mætustu hljóðmönnum og
spurði hvort hánn vissi hvert Sigurð-
ur gagnrýnandi væri að fara. Þessi
ágæti maður skildi það ekki en stakk
upp á því að kannski væri hann að
tala um að „droppa“ inn, þ.e. að
röddinni væri skotið inn á háu tónun-
um, en það myndi hinsvegar ekki
heyrast á diskinum og gagnrýnand-
inn því ófær um að tjá sig um það
einstaka atriði. Gagnrýnin er að öllu
leyti afar rýr en kannski er gagnrýn-
andanum vorkunn í því að hún er
skrifuð á frímerki og athugunarvert
fyrir stjórnendur dagblaðsins, að ef
ekki er metnaður fyrir hendi til að
veita tónlistinni verðugan sess á síð-
um þess, þegar kemur að gagnrýni,
hvort ekki sé betra að sleppa henni
algjörlega.
Það væri ósköp vinalegt ef þeir
sem gefa sig út fyrir að vera gagn-
rýnendur tækju það alvarlega og
köstuðu ekki til hendinni við gagn-
rýni sína, eins og gerðist í þessu til-
felli, þessi gagnrýni er ekki réttlát,
hún er meiðandi. Þessi gagnrýni er
niðurrifsgagnrýni þar sem dómarinn
stendur traustum fótum í fastmót-
aðri fávisku sinni. Það er frumskil-
yrði að menn vinni heimavinnuna
sína áður en þeir láta til skarar
skríða.
HLYNUR GUÐJÓN,
Víghólastíg 13, Kópavogi.
IMI55AN
1 m ^it
a96
Rúmgóði fjölskyldubíllinn
Verð frá kr. 1.335.000
og sannfœrist um kosti nýju fjölliðafjöðrunarinnar
K , jj, v'^ý. ?|k''L,
Bílasýning laugardag og
sunnudag kl. 14-17
Ihgvar
Helgáson hf.
Sævarhöfða 2
Sími 525 8000
PAUL SVEINBJORN JOHNSON,
Chicago, Illinois, U.S.A.
* Di a**1 Ra*na