Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 43
I DAG
Árnað heilla
80
ÁRA afmæli. í dag,
laugardaginn 20. jan-
úar, er áttræður Jóhannes
Þórður Jónsson, Hrafn-
istu, Reylqavík, fyrrver-
andi kaupfélagsstjóri á
Suðureyri við Súganda-
fjörð, síðar starfsmaður
hjá SÍS og Samábyrgð
íslands á fiskiskipum.
Eiginkona hans var Geir-
þrúður Svava Valdimars-
dóttir, en hún lést 1990.
Jóhannes býður vinum og
vandamönnum í kaffi í dag
kl. 15 í sal safnaðarheimil-
is Bústaðakirkju.
BRIPS
llmsjön Guðmundur Páll
Arnarson
Hvernig líst lesandanum
á fjóra spaða í suður? Út
kemur hjarta upp á ás og
meira hjarta:
Vestur gefur; NS á
hættu.
Norður
♦ 107
V 96
♦ 8753
♦ 98652
Vestur
♦ 842
y K108753
♦ 64
♦ G7
Suður
♦ ÁKG93
y d
♦ ÁD1092
♦ K3
Austur
♦ ÁD104
Vestur Norður Austur Suður
2 hjörtu Pass 4 hjörtu 4 spaðar
Pass Pass Dobl Pass
Pass Pass
Þótt blindur státi ekki af
neinu kóngafólki, þá er
tían í spaða konunglegt
spii. Suður trompar síðara
hjartað og spilar spaða-
gosa!!
Austur á nú nokkra
kosti og alla illa. Ef hann
drepur og spilar spaða
áfram, notar sagnhafi inn-
komu blinds á tromptíu til
að svína tíguldrottningu.
Síðan tekur hann tromp
einu sinni enn, leggur nið-
ur tígulás og spilar tígult-
vistinum inn á áttu biinds.
Og svo laufi á kóng.
Austur er engu bættari
með því að drepa á spaða-
drottningu og spila hjarta
út í tvöfalda eyðu. Sagn-
hafi trompar í .borði (hend-
ir laufi heima) og svínar í
tíglinum.
Besta tilraun austurs er
að gefa spaðagosann. En
sagnhafi bíður þá með
trompið og spilar tígulás
og hátígli (geymir tvist-
inn). Spaðatían heldur
valdi á hjartalitnum, svo
tími mun vinnast til að
spila laufi á kóng.
Þetta skemmtilega spil
kom upp í sveitakeppni á
haustleikum Bandaríkja-
manna í Atlanta í nóvem-
ber síðastliðnum.
Með morgunkaffinu
COSPER
og þau voru fyrir stríð.
HÖGNIHREKKVÍSI
„ L/tufót fyrírab hOnsi' langl í La*. !"
Farsi
Með morgunkaffinu
ÁSTRALI á miðjum aldri
sem safnar frímerkjum vill
komast í samband við ís-
lenska safnara:
W. Dunne,
6 Orona Crescent,
Brentwood 6153,
Western Australia.
TUTTUGU og þriggja ára
Ghanastúlka með áhuga á
ferðalögum, fþróttum, tón-
list og kvikmyndum:
Helena Laing,
Divine Church of
Christ,
P.O. Box 819,
Prospect Hill,
Cape Coast,
Ghana.
SAUTJÁN ára norsk stúlka
með áhuga á bréfaskrif-
utm, tónlist, teiknun og
málun, skíðun, kvondó o.fl.:
Nina Alexandra Lindq-
vist,
c/o Wenche Ryen,
Gamle Trysilveg 19,
2400 Elverum,
Norway.
SAUTJÁN ára finnsk
stúlka með margvísleg
áhugamál:
Tiina Tuononen,
Kuorcuaarantie 113,
83700 Polvijhrvi,
Finland.
FJÓRTÁN ára Ghanapiitur
með margvísleg áhugamál:
Emest K. Obeng,
P.O. Box 297,
Nkawkaw E/R,
Ghana.
FJÓRTÁN ára sænsk
stúlka með áhuga á íþrótt-
um, tónlist o.rn.fl.:
Annette Östrand,
Viírstigen 2,
77571 Krylbo,
Sweden.
STJÖRNUSPA
cftir Franccs Drake
VATNSBERI
Afmælisbarn dagsins:
Ef þú hefur áhuga á því
sem þú ert aðgera nærð
þú góðum árangri.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það markverðasta sem ger-
ist í dag er að þú eignast
nýja vini. Á næstu vikum
þarft þú verja nokkru fé til
umbóta heima fyrir.
Naut
(20. apríl - 20. maí) Iffö
Ágreiningur við félaga úr
vinnunni virðist torleystur í
bili. En vinur gefur þér góð
ráð, sem vert er að fara eftir.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) «1
Þú hefur gaman af að blanda
geði við aðra, og vinahópur-
inn fer stækkandi. Einhverj-
ar breytingar eru í vændum
hjá fjölskyldunni.
Krabbi
(21. júní — 22. júlí)
Vertu ekki með óþarfa
áhyggjur út af smá vanda-
máli. Tíminn vinnu með þér,
og þú finnur lausnina.
Reyndu að slaka á í kvöld.
Ljón
(23. júlí — 22. ágúst)
Láttu ekki nöldursaman ætt-
ingja koma þér úr jafnvægi.
Reyndu að hafa stjóm á
skapinu, og skemmtu þér í
kvöld í vinahópi.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) M
Þú þarft að leysa smá vanda-
mál, sem upp kemur heima
árdegis. Mundu í kvöld að
vinátta og peningar fara
ekki alltaf vel saman.
Vog
(23. sept. - 22. október) 1$$
Þú þarft að skoða vandlega
tilboð sem þér berst varðandi
vinnuna. Varastu tilhneig-
ingu til óhóflegs örlætis í
peningamálum.
Sporddreki
(2 3. okt. - 21. nóvember) ^jj0
Ástvinir leggjast á eitt við
að koma reglu á fjármálin í
dag. Ef þú lætur skynsemina
ráða ferðinni fínnur þú
lausnina.
Bogmadur
(22. nóv. - 21. desember) m
Láttu ekki smáatriði fara
framhjá þér í vinnunni, og
leitaðu ráða hjá starfsfélög-
um ef með þarf. Vertu sam-
starfsfús.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ástvinir eiga við smá vanda-
mál að stríða og hefðu gott
af að fara út og blanda geði
við aðra. Ferðalag er í undir-
búningi.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Þótt þú sért að íhuga leiðir
til að bæta afkomuna, er
óþarfi að sitja heima. Þú
ættir að þiggja heimboð sem
þér berst í kvöld.
Fiskar
(19. febrúar- 20. mars)
Sumir finna sér nýja tóm
stundaiðju í dag, sem getur
leitt til aukinna tekna síðar
Þér veitir ekki af hvíld í
kvöld.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Músik \ v
^ og Sport
Reykjavíkurvegi 60 Símar 555-2887 og 555-4487
Venezuela
21. febrúar
kr. 99.700
viðbótarsa>ti
Við þökkum ótrúlegar viðtökur á Venezuelaferðinni okkar.
Hún seldist upp og við höfum nú fengið 10 viðbótarsæti. Heimsferðir bjóða nú í
fyrsta sinn spennandi ævintýri til þessa heillandi lands, sem nær frá Karíbahaftnu
til fmmskóga Amazon og geymir stórfenglegar náttúruperlur, hæstu fossa
heimsins, Englafossa Los Roques, eyjamar sem Kólumbus kaliaði paradís, og
heillandi mannlíf. Dvölin skiptist á milli höfuðborgar Venezuela, Caracas, og perlu
Karíbahafsins, Margarita-eyjunnar sem í dag er einn vinsælasti áfangastaður ,
Karíbahafsins vegna einstaks loftslags, lágs verðlags og gullfallegra stranda.
Verð kr.
99.700
m.v. 2 í herbcrgi.
Aukagjald fyrir Caracas kr. 13.900
Aukagjald fyrir 5 kynnisferðir kr. 12.900
tslenskur famrstjórí: Þorsteinn Stephensen.
lnnifalið í verði: Flug, gisting, ferðir til og
frá flugvelli erlendis, flugvallarskattar á
íslandi og á Spáni og íslensk fararstjóm,
Forfallagjald kr. 1.200 ekki innifalið
Austurstræti 17,2. hæð. Stmi 562 4600.
ÚtS&l**
”eia«r *«*•**
OiomimífhMxdou! ocarniR
- Þú kaupir eiH kg af ýsuflökum
og faerö annat úkeypis
- Vorum að fú kútmaga tilbúna ■ pottinn
- Glæný hrogn og lifur
Inniskór frú kr. 400.- SII\0L¥§AILA
Kvennrúskinsstígvél kr. 1990,- ..hagsíœtt verð
Loðfóðraðir barnaskór frú kr. 990,-
Loðfóðraðir kuldaskór ú karlmonn kr. 1490,-
Þetta eru nokkur dæmi um frábær Kolaportsverð hátt í 200
seljenda um helgina. Gerðu hagkvæm innkaup og njóttu
stemmningarinnar á lifandi og skemmtilegu markaðstorgi.
VERÐ A SOLUBASUM FRA KR. 1100
Vinsamlega pantið í síma 562 5030
Spennandi
markadstorg
opid um helgar
kl. 11-17
KOLAPORTIÐ
MARKAÐSTORG