Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra segir kröfur ESB ekki koma íslandi við Staða Islendinga í Smugudeilunni sterk DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist þeirrar skoðunar að kröfur Evrópusambandsins á hendur Nor- egi um að fá aukinn kvóta fyrir eig- in skip, fari svo að Noregur semji við ísland um kvóta í Barentshafi, komi jslendingum ekki við og að staða íslands til að fá kvóta sé áfram sterk. „Ég tel að íslendingar hafi þarna mjög sterka stöðu,“ sagði forsætis- ráðherra í samtali við Morgunblaðið. „Þeir hafa veitt á þessu hafsvæði og enginn efast lengur um að veiðar þeirra á hinu alþjóðlega hafsvæði eru Íöglegar. Þeir hafa fengið þar afla ár eftir ár, sem er miklu meiri en menn bjuggust við áður. Það er al- veg ljóst að það eru allar forsendur fyrir því að við eigum að ná samning- um, sem tryggja okkur tiltekinn rétt. Ég sé engin vandamál fyrir okkur. Norðmenn eru hins vegar í einhveij- um vanda, af því að þeir ráða ekki við málið innanhúss hjá sér. Það er vandamálið." Davíð sagðist líta svo á að þrýst- ingur Evrópusambandsins á Norð- menn að láta skip ESB hafa aukinn kvóta, yrði samið við ísland um kvóta í Barentshafi, kæmi íslendingum ekki við. „Þetta kemur bara okkur ekkert við. Það er þeirra mál og menn eiga ekki að vera að búa sér til vandamál hér heima út af því,“ sagði Davíð Oddsson. ESB fylgist vel með Halldór Asgrímsson, utanríkisráð- herra, sagði að í það hefði verið lát- ið skína að Evrópusambandið fylgd- ist mjög vel með framvindu mála i Barentshafi og gerði kröfur ti! frek- ari veiðiheimilda þar ef samið verði við íslendinga. „Ég tel hins vegar að þetta sé út í hött og komi samn- ingum íslendinga, Norðmanna og Rússa ekkert við. Það hefur verið gengið frá málum við Evrópusam- bandið af hálfu Norðmanna og Rússa. Þetta er orðrómur sem hefur gengið en ég hef ekki heyrt að Evr- ópusambandið krefjist sama hluta af Norðmönnum í Barentshafi og íslendingar fái,“ sagði Halldór. Halldór sagði að þessi staða hefði ekki greitt fyrir í viðræðum milli ís- lendinga og Norðmanna fram að þessu. Hann kvaðst ekki sérstaklega bjartsýnn á árangur á fundinum í Moskvu nk. miðvikudag. „Verði ekki samið getum við ekki staðið í vegi fyrir því að íslensk skip og önnur sæki í þetta alþjóðlega hafssvæði. Ég tel að það séu hagsmunir allra að það náist samningar til þess að koma í veg fyrir stjómlausar veiðar. En það á við um fleiri svæði, m.a. á Reykjaneshrygg," sagði Halldór. Tíu hestar drápust í bruna ELDUR kom upp í hesthúsi í hest- húsahverfinu Fjárborgum fyrir ofan Rauðavatn í gær. Tíu hestar voru í tveimur húsum og drápust þeir allir. Að sögn varðsljóra á Árbæjar- stöð slökkviliðsins í Reykjavík eru þarna tvö hesthús sambyggð við hlöðu og voru flmm hestar í hvoru húsi. Eldur var í öðru hesthúsinu þegar að var komið og lagði reyk út úr þvi og hlöðunni en bæði hesthúsin voru full af reyk og voru allir hestamir dauðir þegar slökkvilið kom að. Vel gekk að slökkva eldinn og varð Htið sem ekkert tjón á hlöð- unni og öðm hesthúsinu. Hitt hesthúsið, þar sem eldurinn var laus, er hins vegar mikið skemmt. Eldurinn var mestur í kringum rafmagnstöflu, en ekki hefur ver- ið staðfest hvort eldsupptök vom þar. Rannsóknarlögregla rikisins hefur málið til rannsóknar. Reykjavíkurborg- Arðgreiðsl- ur um 1,5 milljarðar Hlutur hitaveitunn- ar hækkar í 6% í SKÝRSLU borgarstjóra með fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar er lagt til að arðgreiðsla Hitaveitu Reykjavíkur hækki úr 5,5% í 6%. Þá er gert ráð fyrir að arðgreiðsla malbikunarstöðvar og gijótnáms hækki úr 4,2% í 6%. Fram kemur að gert er ráð fyr- ir að arðgreiðslur af fyrirtækjum borgarinnar verða rétt innan við 1,5 milljarðar, sem er 64 milljóna króna lækkun miðað við árið 1995. Þá segir að arðgreiðsla vatns- veitunnar lækki úr 4,2% í 2,23%. Arðgreiðslu Rafmagnsveitu Reykjavíkur verður breytt þannig að hlutfall af eignarhlut í Landss- virkjun lækkar úr 3,2% í 2% en hlutfall af öðrum eignum hækkar úr 4,2% í 5%. Norska utanríkisráðuneytið Bakslag komið í Smugnviðræður KÁRE Bryn, skrifstofustjóri í norska utanríkisráðuneytinu, sem tekið hef- ur þátt í samningaviðræðum við ís- land um kvóta í Smugunni, sagði í norskum fjölmiðlum í gær að bakslag hefði komið í viðræðumar og sam- komulag gæti verið langt undan. Bryn sagði þó afstöðu Evrópusam- bandsins ekki vera ásteytingarstein í viðræðunum. Bryn sagði í samtali við NTB- fréttastofuna að bakslag hefði komið í viðræðurnar eftir samningafund Noregs, íslands og Rússlands í Moskvu í október. Bryn sagði að mörg atriði væru órædd, ekki sízt tæknileg útfærsla. Skrifstofustjórinn vísar því hins vegar á -bug að Evrópusambandið hafí krafizt viðbótarkvóta í Barents- hafí, ef samið verði við íslendinga. NTB hefur eftir honum að Evrópu- sambandið eigi hagsmuna að gæta í Barentshafí og hafí því að sjálf- sögðu áhuga á viðræðunum. Afstaða Evrópusambandsins standi hins veg- ar ekki í vegi fyrir samkomulagi við Island. Viðræður í Moskvu frestast Viðræður Islands, Noregs, Fær- eyja og Rússlands um fískveiðimál, sem hefjast áttu í Moskvu á þriðju- daginn í næstu viku, frestast um einn dag. Rússnesku samningamennimir þurfa að taka þátt í fundi rússneska sjávarútvegsráðsins á þriðjudag. Við- ræður heljast því ekki fyrr en á mið- vikudag. Aformað er að löndin fjögur þingi fyrst um veiðjstjómun á norsk- íslenzka síldarstofninum. Síðan munu ísland, Noregur og Rússland ræða veiðar íslenzkra togara í Smugunni. .. Morgunblaðið/Júlíus SLOKKVISTARF gekk greiðlega þegar eldur kom upp í hesthúsi fyrir ofan Rauðavatn í gær. Tíu hross drápust í eidsvoðanum. STJÓRNARKJÖR í Verkamannafé- laginu Dagsbrún hófst í höfuðstöðv- um félagsins á Lindargötu 9 í gær og verður kosið áfram í dag frá klukkan níu fyrir hádegi til níu í kvöld. Kosið er um A-lista stjómar og B-lista mótframboðs og höfðu 864 kosið þegar kjörkassamir voru innsiglaðir klukkan níu í gærkvöldi. Á kjörskrá eru tæplega 3600 manns. Síðast kom til stjórnarkosninga í Dagsbrún árið 1991. Þá var einn- ig um tvo lista að ræða, A og B, og var þátttaka 38,9% félagsmanna á kjörskrá, að sögn Snæs Karlsson- ar, formanns kjörstjómar, en þá stóð kosningin í þrjá daga. Þegar blaðamann Morgunblaðs- ins bar að garði á kjörstað milli fjögur og fímm síðdegis var nokkur erill fyrir utan höfuðstöðvar félags- ins á Lindargötu 9. Félagsmenn virtust sammála um að breytinga væri þörf í Dagsbrún, en þeir vom ekki á eitt sáttir um það hvort A- listi stjómar eða B-listi mótfram- boðs væri rétta verkfærið til að knýja þær fram. Hefur staðið í stað Magnús Lárusson, sem vinnur í löndun hjá Granda, kvaðst ekki vilja gefa upp hvorn listann hann styddi, en sagði kosningarnar af hinu góða þrátt fyrir skítkast í kosningabar- áttunni. Hann sagði að stjórn Dags- brúnar hefði ekki staðið sig vel „Setti kross á blað“ Hálft níunda hundrað Dagsbrún- armanna hafði greitt atkvæði við lokun kjörstaðar í gær undanfarið og launamál væru efst á baugi hjá sér. „Ég kýs B,“ sagði Jóhannes Lár- usson, vömbílstjóri hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur. „Ástæðan er sú að við emm með verkalýðsfélag, sem hefur staðið í stað í fjöldamörg ár.“ Jóhannes var þeirrar hyggju að framboð A-lista væri „alveg dautt“, en á B-lista væri öldin önn- ur. „Ég kýs A-lista vegna þess að hinn listinn er allt of byltingar- kenndur til að ég veiti honum at- hygli og greiði honum mitt at- kvæði,“ sagði Rúnar Stefánsson, atvinnulaus verkamaður. „Maður er aldrei ánægður með eitt hand- tak, sem forysta verkalýðshreyfíng- arinnar gerir, en menn þurfa að vera raunsæir. Það er ekki hægt að fá allt, sem maður óskar." Rúnar sagði að hann vildi 80 til 90 þúsund króna mánaðarlaun, en einhvers staðar yrði að draga lín- umar og hann vildi ekki verðbólgu. Ungir og efnilegir menn Guðmundur Magnússon, sem unnið hefur við húsbyggingar und- anfarin 20 ár og nú síðast við að reisa nýtt hús Hæstaréttar, sagði að sú barátta, sem fylgdi framboði tveggja lista, væri ágæt. Magnús Lárusson Guðmundur Magnússon Rúnar Stefánsson Jóhannes Lárusson Örn Hauksson Finnur Leifsson „Nú em ungir og efnilegir menn að skila sér í launabaráttuna," sagði Guðmundur og bætti við að henni hefði verið öðm vísi háttað á ámm áður. „Ég man eftir að hafa verið sex vikur á verkfallsvakt árið 1953 með slöngubút í hendi.“ Guðmundur vildi ekki gefa upp hveijum hann greiddi atkvæði sitt: „Ég setti kross á blað. Það er sem betur fer ennþá leynilegt hvað kos- ið er.“ Öm Hauksson, kranastjóri hjá ístaki, kvaðst vilja fá breytingar og því hefði hann kosið B-lista. „Það er ekkert að gerast hjá gamla listanum," sagði Öm. „Það vantar nýtt blóð í þetta, strákar.“ Om sagði að á sínum vinnustað væru „flestir óánægðir með gömlu stjómina", en hann vissi ekki hvern- ig það myndi skiia sér í stjómarkjör- inu. Ekkert leyndarmál „Það er ekkert leyndarmál að ég kýs A-lista,“ sagði Finnur Leifs- son, töflumaður í áburðarverk- smiðjunni. „Ég hef enga trú á B- lista vegna vissra manna, sem á honum eru. Það er kominn tími á breytingar, en ekki eins róttækar og B-listi boðar." Finnur sagði að á sínum vinnustað hefði straumur- inn legið til A-lista, en óvíst væri hvort félagar hans myndu streyma á kjörstað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.