Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 ■ MORGUNBLAÐIÐ
K
LbI#
Málsvari
hversdags-
Philippe Starck hefur verið kallaður
Picasso tíunda áratugarins, Gérard
Depardieu með reiknistokk og Pavarotti
arkitektúrsins
HÓTEL í 40 litbrigðum, hvít-
um, mótorhjól með eyrna-
löguð handföng, að fyrir-
mynd lamadýrsins, fljúgandi lamp-
ar og kyndillöguð viðtæki eru meðal
afreka franska arkitektsins
Philippe Starck, sem fyrst vakti
verulega athygli árið l982 í heima-
landinu. Tilefnið var beiðni
Mitterrands heitins Frakklands-
forseta, um að Starck tæki ásamt
fjórum kollegum þátt í endurgerð
Elysée-hallar. „Þetta er hneykslan-
legt,“ var haft eftir Starck á sínum
tíma, „líkt og að Bandaríkjaforseti
fengi Malcolm X til að endurgerá
Hvíta húsið.“
Tiltækið vakti líka mikla athygli,
einkum þegar spurðist að samskon-
ar stóll og hann hafði gert fyrir
svefnherbergi frú Mitterrand,
skaut upp kolli á vörulista póstversl-
unarfyrirtækisins Trois Suisses og
jafnframt er forsetinn benti
kurteislega á, að blýgluggatjöld sem
hönnuðurinn ætlaði að hanga í
svefnherbergi þeirra hjóna ættu
kannski betur við á skrifstofu emb-
ættisins.
Jafnan aéiruvísi
Philippe Starck fæddist 18.
janúar árið 1949 og ólst upp í einu af
álitlegri úthverfum Parisar,
Neuilly. Faðir hans var flugvéla-
verkfræðingur og minnist Starck
þess að hafa sem barn fylgst með
honum við teikniborðið og leikið sér
innan um skissurnar.
Skólakerfið átti ekki allskostar
við Starck. Hann var rekinn úr
nokkrum einkaskólum og fór mikið
einförum sem táningur, gjaman
teiknandi, djúpt sokkinn. Einn
kennara í æsku segir hann óneitan-
lega hafa virst vel gefinn og verið
ókleift að fara troðnar slóðir. •
Atján ára hóf Starck nám í innan-
hússarkitektúr við hinn mikils-
metna Ecole Nissim de Camondo,
en gaf það fljótlega upp á bátinn.
Ári síðar var hann fenginn til þess
að hafa yfirumsjón með framleiðslu
húsgagnalínu frá Pierre Cardin og
hafði þá þegar fastmótaðar hug-
myndir. Sakaði hann Cardin um
smekkleysi. „Kvenklæðskerar eiga
ekki að fara út fyrir verksvið sitt,“
var haft eftir honum þegar upp
sprattu deilur um hönnunina.
Árið 1968 stofnaði Starck fyrir-
tæki og hóf framleiðslu á uppblásn-
um múnum, þar á meðal lömpum
með lofthólfum fyrir helíum, sem
svifu í lausu lofti. Það fór svo á
hausinn en Starck lét ekki deigan
síga og hófst við að teikna
framúrstefnulegar innréttingar í
næturklúbba.
Hlaut hann viðurkenningu fyrir
klúbbana Le Main Bleue (1976) og
Les Bains-Douches (1978), og sótti
andagiftina meðal annars í verk
vísindaskáldsagnahöfundarins
Phillip K Dick, sem reyndar hafa
blásið fleirum í brjóst, til dæmis
leikstjóranum Ridley Scott við gerð
kvikmyndarinnar Blade Runner.
Fyrst utanyarðs
þá nfbnkaður
Tveimur árum eftir endurgerð
Elysée-hallar, eða 1984, teiknaði
Starck Café Costes skammt frá Les
Halles í París, og sló í gegn.
Fyrirmenni flykktust að í hrönnum,
mældu út salemin og þrífætta
stólana og þegar flóðbylgja vinsæld-
anna reis sem hæst sagði Starek,
viti sínu íjær, „eina stundina er ég
utanveltu, þá næstu gersamlega of-
bókaður".
Við tók samstarf handan hafsins
við klúbbeigendurna Steve Rubell
og Ian Schrager (Stúdíó 64 í New
York) sem fengu Starck 14 milljónir
bandaríkjadala til að endurgera
niðurnítt Royalton-hótelið á Man-
hattan (1988) og síðar Paramount í
sömu borg (1990).
Jafnframt sinnti Starck stórhuga
byggingarframkvæmdum í Tókíó,
margar hverra reyndust umdeildar.
Sem dæmi má nefna veitinga-
staðinn Manin (1985) en veggir hans
eru klæddir fagurrauðum flauels-
sessum og mahóní-plötum, Asahi-
bygginguna (1990), prýdda gylltum
eldtunguskúlptúr á þakinu og Nani
Nani (1989). Nani Nani, sem þýðir
Hvað er þetta? á japönsku, rís upp
úr malbikinu, tröllaukin og græn og
minnir einna helst á sæskrýmsli.
Starck hefur sætt ámæli fyrir að
fara yfir strikið, þótt margar
hugmynda hans séu útfærðar á
snjallan og kíminn hátt, og að láta
aðstoðarmönnum eftir að útfæra
óljósar tillögur og riss, í stað þess að
fylgja sjálfur eftir framleiðslunni og
leysa vandkvæði sem óhjákvæmi-
legt er að glíma við í hverri út-
færslu.
Hann fylgdist til dæmis með
smíði Nani Nani byggingarinnar
gegnum faxtækið sitt, sá hana ekki
fyrr en hún var tekin í notkun form-
lega og er stoltur af.
Kannshi lutfdari
„Kannski er ég loddari," sagði
hann nýverið í viðtali við The Timcs.
„Það tekur mig stundum tvær
mínútur að fá hugmynd að stól,
korter, ef um er að ræða byggingu
og þrjá klukkutíma að útfæra hana.
Að þeim tíma liðnum er ég búinn að
vera, ég hef bara ekki meira úthald
en þetta.“
Ekki hefur hann legið á liði sínu
við að ýta undir deilur um eigið
ágæti og sem dæmi má nefna að
þegar haldin var sýning á verkum
hans í Lundúnum fyrir fáeinum
árum var yfirskriftin að eigin ósk
Er Starek Hönnuður?
Jafnframt var haft eftir honum
öðru sinni. „Ég er ekki listamaður.
Markmið mitt er að betra tilverana,
gera hana einfaldari." Starck hefur
lika verið sakaður um að vera maður
hinna fjáðu og útvöldu, hönnuður
tískumuna sem vart séu til þess
fallnir að ganga í fjöldann.
Áhald til að kreista sítrónu, búið
til fyrir ítalska framleiðandann
Alessi, kostar kaupandann þúsundir
króna og þykir ekki gegna hlutverki
sínu sem skyldi. Önnur hugarsmíð,
ketOlinn Bertaa, (til í afleiddri mynd
sem skrifstofubygging í Osaka í
Japan), kostar á annan tug þúsunda
og hefur brennt hendur fjölda kaup-
enda. Einnig má nefna sparnaðar-
tannbursta fyrir Fluocaril, sem
kosta átti 200 krónur en er seldur á
ferfalt hærra verði í betri smá-
verslunum erlendis.
„Ég er ekki sáttur við allt sem ég
hef gert en ef verk mín era skoðuð í
hefld, kemur í ljós að ég hef ávallt
leitast við að auka áhuga fólks á
amstri hversdagsins," segir Starck.
„Ég vfl heldur að fólk leggi fæð á
það sem ég geri, en að það sýni
engin viðbrögð.“
Fyrir tveimur árum tókst Starck
á hendur ráðgjafarhlutverk hjá
franska ríkisfyrirtækinu Thomson
Consumer Electronics, fjórða
stærsta raftækjaframleiðanda
heims, sem farið hefur halloka í
samkeppni við austurlenska fram-
leiðslu.
Éy er Birtinyur
Nýja framleiðslan er einkum seld
undir þremur vörumerkjum, Saba,
Telefunken og Thomson og fremst
meðal framandi jafningja eru,
brosandi sjónvörp og útvörp í laginu
eins og steinvölur og kyndlar.
Thomson hefur aukið tekjur sínar
og markaðshlutdeild í kjölfarið og
enginn skyldi gera lítið úr hlut
Starcks, sem líkir sér helst við
Birting (Candide) í veröld stór-
fyrirtækisins.
Aðstoðarmaður hans, Matali
Crasset, gegnir fastri stöðu í
hönnunardeild Thomson, og Starck
stingur sjálfur inn nefi tvisvar í
viku. Samstarfið við forstjórann,
Alain Prestat, er og náið og vinsam-
legt.
„Mannleg samskipti eru forsenda
þess að geta hannað fyrir fólk. Með
Prestat er snúinn aftur hinn sanni
yfirmaður, sem hefur tilfinningu
fyrir hlutunum og getur myndað sér
skoðun án þess að þurfa að grípa til
markaðsrannsókna," segir Starck.
Einn hvatinn að samstarfinu er
líka sá að Thomson er franskt
fyrirtæki og Starck hefur einatt lagt
ríka áherslu á þjóðerni sitt. Því til
sönnunar fylgir franski fáninn og
flaggstöng, festi maður kaup á níu
milljóna króna póstverslunarhúsi
Starcks hjá Trois Suisses.
Síðust ár hefur Starck heldur
hægt á ferðinni. Kona hans,
Brigitte, lést úr krabbameini árið
1992, og um svipað leyti mátti kenna
nýjan tón í viðhorfi. „Gamli stíllinn,
dálæti fyrri tíma efniviðnum, verður
að víkja. Við getum ekki gengið á
náttúraauðlindir jarðar til þess eins
að gera sjálfum okkur til geðs. Við
höfum allt sem við þurfum og fjöl-
margt sem við getum verið án. Við
sem hönnum verðum að spyrja
okkur hvort það sem við erum að
skapa sé réttlætanlegt.“
Sumir vilja bera vinnu Starcks
við Terence Conran og Habitat-
hugsjónina. Munurinn er hins veg-
ar sá að meðan verk þess síðar-
nefnda sameina gæði og góð kaup,
höfða hlutir Starcks til fagurkerans
og heimspekingsins. Sá sem kaupir
verk Starcks er ekki bara að eigna
sér hlut heldur tiltekna lífssýn.
• á helgarblaði Finnncial Times
og bókinni Philippe Starck frá Taschen
forlaginu í Köln.
CONNIE Francis nú og þá. - Anna Vilhjálms á upphafsárum söngferils síns ogmeð dætrasonunum Stefáni Tómasi, Kristjáni Pétri og Herði Aroni.
Anna þótti líkjast Connie
CONNIE Francis varð fyrst
söngkvenna í heiminum til að rjúfa
skarð í raðir karlsöngvara sem
poppstjama. Hún kom fram á
sjónarsviðið á síðari hluta sjötta
áratugarins og náði heimsfrægð
aðeins 19 ára gömul með laginu
Who’s Sorry Now. Síðan komu lög
eins og Lipstick on Your Collar og
Where the Boys Are og 26 ára
hafði hún selt yfir 42 milljónir
hljómplatna. Um þetta tímabil
segir Connie, sem nú er 66 ára:
„Eg sat á toppi alheimsins og vissi
ekki að hann var fullur af vanda-
málum“. Hún átti síðar eftir að
reyna mikla erfiðleika í lífínu.
Árið 1964 gekk hún í gegnum
fyrsta hjónaskilnaðinn af fjórum,
árið 1974 fyrsta fósturlátið af
tveimur. Sama ár varð hún fyrir
hrottafenginni líkamsárás og
nauðgun á móteli á Long Island.
Árið 1977 missti hún röddina
tímabundið og árið 1981 var yngri
bróðir hennar drepinn af flokki
glæpamanna.
Connie Francis gerði tilraun til
að endurvekja feril sinn sem
söngkona á níunda
áratugnum, en tvisvar
var henni komið fyrir á
geðveikrahæli fyrir
tilstilli föður síns sem
hélt því fram að hún væri hættuleg
sjálfri sér. Sjálfsagt hefur hann
eitthvað haft til síns máls, því á
þessu tímabili reyndi hún að fyrir-
fara sér með því að gleypa of stóran
skammt af svefntöflum.
Þegar Anna Vilhjálms söngkona
kom fyrst fram á sjónarsviðið,
aðeins 16 ára gömul, þótti hún
sláandi lík hinni bandarísku stall-
systur sinni. „Ég var brúneygð og
dökkhærð eins og Connie, með
svipaða hárgreiðslu, sem þá var í
tísku, og svo þótti ég hafa svipaða
söngrödd," sagði Anna^þegar hún
rifjar þetta upp. „Ég byrjaði
snemma að syngja uppi á Velli og
Kanamir gerðu talsvert úr þessu
og auglýstu mig gjarnan sem „hina
íslensku Connie Francis". Ég gerði
nú samt aldrei neitt í því að stæla
hana, en söng að sjálfsögðu lögin
hennar því hún var mín uppá-
haldssöngkona. Þetta var á árum
Kanasjónvarpsins og eitt sinn kom
nágrannakona til mín og þakkaði
mér fyrir þáttinn í sjónvarpinu
kvöldið áður og „mikið ég hefði nú
________ verið í fallegum kjól“. Ég
kannaðist ekki við að
hafa verið í sjónvarpinu,
enda var þetta auðvitað
Connie Francis."
Anna söng inn ,á sína fyrstu
hljómplötu, ásamt Berta Möller og
hljómsveit Svavars Gests, snemma
á sjöunda áratugnum, það var lagið
Heimilisfriður, sem naut mikilla
vinsælda. Síðan söng hún með
mörgum þekktum hljómsveitum
áður en hún flutti til Banda-
ríkjanna árið 1972. Þar skrifaði hún
undir samning við MGM hljóm-
plötufyrirtækið og menn þar á bæ
töldu hana eiga góða möguleika á
að slá í gegn í Bandaríkjunum.
„Þegar ég kom á skrifstofuna til
þeirra í New York, að skrifa undir
samninginn, kom þar að maður
sem missti andlitið þegar hann sá
mig og nánast féll á hnén um leið
og hann stundi upp: „Ég hélt að þú
værir í Las Vegas.“ Eitthvað hefur
því verið hæft í þessari sam-
líkingu."
Auk útlitsins og raddarinnar á
Anna það sameiginlegt með Connie
Francis að hafa verið fjórgift. Hún
á tvær dætur, Hrefnu Guðrúnu og
Önnu Magneu Harðardætur, og
þrjá ömmustráka. Anna er enn að
syngja og hefur að undanförnu
komið fram á Garðakránni við
góðar undirtektir gesta.
HVAR ERU ÞÆR Nu?