Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1996næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 35 MINNINGAR + Jón Pétur Þor- steinsson var fæddur í Reykja- hlíð, Mývatnssveit, 29. okt. 1907. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 15. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guð- rún Friðrika Ein- arsdóttir, f. 9. maí 1876 í Svartárkoti, d. 24. mars 1964, og Þorsteinn Jóns- son bóndi í Reykja- hlíð, f. 19. júní 1874 á Grænavatni, d. 20. nóv. 1958. Börn þeirra auk Jóns Péturs, Jónasína Þuríður, f. 5. nóv. 1903, d. 6. sept. 1958, Einar Ulugi, f. 20. júní 1909, d. 24. feb. 1911, Einar, f. 30. sept. 1912, d. 14. okt. 1941, Maria, f. 29. okt. 1920. Utför Jóns Péturs fer fram frá Reykjahlíðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. JÓN PÉTUR var fæddur í Reykja- hlíð og átti heima þar alla tíð. Þar stunduðu foreldrar hans búskap. í Reykjahlíð bjuggu þá þrír bræður og ein systir undir sama þaki í nýbyggðu steinhúsi, hver fjölskylda í sinni íbúð. Jón Pétur ólst þannig upp í stórum barnahópi. Hann byijaði ungur að aldri að vinna öll venjuleg sveitastörf. Jón Pétur naut þeirrar menntunar sem barnaskóli þeirra tíma gat veitt og var i Alþýðuskólanum á Laugum. Þegar lítill drengur kom í Reykjahlíð fyrir hart nær fjörutíu árum var Jón Pétur tekinn við búi foreldra sinna ásamt Maríu systur sinni, hvert sumar eftir það höfðu orðið breytingar í sveitinni sem tekið var eftir, hægar í fyrstu en síðan með vaxandi hraða, en hjá Jóni Pétri breyttist ekkert. Öll störf unnin á sama hátt og áður. í fyrstu fannst nýjungagjörnum dreng þetta undarlegt en eftir því sem árin liðu og allar breytingar urðu örari var slík festa í lífsháttum eins og svalandi lind sem gott var að bergja á, var sem akk- eri í heimi sem allur er á ferð og flugi. Það sem einkenndi Jón Pétur fyrst og fremst var þolgæði og þrautseigja. Hann brú- aði bilið milli gamalla búskaparhátta og nú- tímans. Þau ár sem ég var í sveit í Reykjahlíð var ekki meiri umferð um þjóðveginn en svo að hægt var að þekkja hljóðin í þeim farar- tækjum sem óku hjá án þess að líta út. Eg get enn heyrt innra með mér, Jón Pétur koma á dráttarvélinni með heyvagninn á leið suður í sléttu, lágvært malið í Farmalnum, veg- hljóðið í vagninum og skröltið í lausum hrífum þegar vagninn fór yfir ójöfnur á veginum. Nokkru seinna kom Jón Pétur með fullhlað- inn vagninn að sunnan, á leið út á Hól. Það var ekki óðagot eða asi á Jóni Pétri, einungis verið að frá morgni til kvölds. Um heyskapar- tímann var þetta eins og gangverk í lífsklukku sveitarinnar, sumar eftir sumar og mundi vara að ei- lífu. Erfitt er að hugsa sér Reykja- hlíð án Jóns Péturs. Þannig háttaði til í Reykjahlíð að bændur höfðu samvinnu um margt og nytjuðu hlunnindi saman eftir föstu skipulagi. Við fórum því með Jóni Pétri og Maríu í varp á hverju ári, annað árið á Vesturland- ið og hitt í eyjarnar. Það eru ógleymanlegar ferðir, bátsferð á spegilsléttu vatninu, gengið varp, borðað nesti og fyrir heimferðina var skorinn njóli til að borða á leið- inni. Eitt árið heyjuðum við eyjarn- ar eins og forðum hafði verið gert. Margir ungir frændur hafa dval- ist hjá Jóni Pétri og Maríu á sumr- in, oft fleiri en einn í einu, þeim stjórnaði Jón Pétur af festu og hélt til vinnu eins og aldur þeirra og þroski leyfði. Þóttist vera strangur þegar ærslabelgirnir gleymdu sér og duttu út úr hlut- verkinu. Jón Pétur vildi að fólk héldi sér að vinnu á meðan unnið var. Þess á milli kom strákurinn upp í honum og stundum hamaðist hann með okkur í fótbolta, vestan við kálgarðinn, langt fram á kvöld. Jón Pétur var góður íþróttamaður á yngri árum og bjó að því alla tíð. Þegar aldraður einstaklingur fellur frá, glatast með honum hluti af sögunni, ekki bara hið ósagða orð, einnig þær myndir sem sá hinn sami geymir í hugskoti sínu. Jón Pétur hafði frá mörgu að segja, ferðum sínum og annarra, í fjár- leit, kaupstaðaferðum og frá gamla tímanum í Reykjahlíð og búskapar- háttum þar. Hann var mikill Mý- vetningur og fann sterkt til þeirra tengsla sem buridu hann jörðinni, sögu hennar og við sveitina alla. Honum var oft mikið niðri fyrir að koma þessari sögu forfeðra sinna og ættingja frá sér. Oft gætti einskonar óþolinmæði þegar honum virtist viðmælandinn ekki hafa at- hyglina óskerta við frásögnina. Við Jón Pétur áttum í mörg ár slík samtöl, á hverju hausti sagði Jón Pétur frá og ég hlustaði. í þeim frásögnum fórum við um fjöllin á Mývatnsöræfum í góðu veðri og slæmu, sumar sem vetur, stundum einir en oft í fylgd annara. Hann hafði verið gangnaforingi í marga áratugi, fór mjög ungur í fyrstu göngur og síðan á hveiju ári, síð- ast áttræður. Jón Pétur mundi afa sinn, Einar Friðriksson, vel og með frásögn sinni kom hann viðhorfi genginna kynslóða og lífsskoðun- um til nútímans. í júní á síðasta ári héldu afkom- endur Einars Friðrikssonar niðja- mót í tilefni hundrað ára búsetu Einars og afkomenda hans í Reykjahlíð. Þar hittust frændur og vinir á ógleymanlegri samkomu, Jón Pétur naut þeirrar samkomu og tók nokkur dansspor í tilefni dagsins. Jón Pétur var trúaður maður, var meðhjálpari í Reykjahlíðar- kirkju í marga áratugi og bar hag kirkjunnar mjög fyrir bijósti. Vegna heilsubrests varð hann að láta af því fyrir nokkrum árum. Heilsu hans hrakaði hægt og síg- andi síðustu árin, hann dvaldi þó alltaf heima í skjóli Maríu systur sinnar. Rétt eftir áramótin þurfti hann að fara á sjúkráhúsið á Húsa- vík, hafði dottið og átti erfitt með hreyfingar. Þar fékk hann hægt andlát 15. janúar, gamall maður hafði lokið sínu dagsverki, sá stóri hópur sem forðum bjó í Reykjahlíð er óðum að þynnast, þeir sem farn- ir eru á undan fagna nú Jóni Pétri viðendurfundina. Ég er þakklátur fyrir að hafa notið samfylgdar og vináttu þessa góða drengs og kveð hann klökkur í huga. Guð blessi minningu Jóns Péturs frænda míns og veiti Maríu styrk. Sigurður Jónas Þorbergsson. Mig langar að minnast með örfá- um fátæklegum orðum nafna míns og náfrænda, Jóns Péturs Þor- steinssonar bónda í Reykjahlíð, sem lést 15. janúar síðastliðinn í Sjúkra- húsinu á Húsavík. Ég átti því láni að fagna að fá að dveljast á heimili Jóns Péturs og systur hans Maríu frá unga aldri fram á unglings ár. Þvílík forrétt- indi að fá að njóta sveitalífsins með þeim systkinum og taka þátt í dag- legu lífi í sveitinni þeirra. Minningarnar streyma í gegnum huga minn þegar ég sit og skrifa þessar línur. Stúss Jóns úti í fjár- húsum í sauðburði á vorin, sitja yfir ánum út við Eldá, lambamerk- ingar, skráning í þar til gerða stíla- bók með nöfnum og merkingum, en Jón Pétur þekkti hveija einustu kind með nafni og sýnir það hvað hann var með afbrigðum fjárglögg- ur og minnugur á alla hluti. Ekið með kindur austur á milli brekkna, stungið út úr húsunum, gamli traktorinn settur í gang með til- heyrandi rafmagnsgjöf, það er svo margs að minnast þegar ég horfi til baka og rifja upp minningar sem tengjast Jóni Pétri frænda, en allt var svo skipulagt hjá honum, öll verk unnin í ákveðinni röð og á vissum hraða. Hann var ekki svo hrifinn af hraða og tækni á þeim árum, gerði flest verk með hand- afli. Oft þótti okkur bræðrum súrt í brotið þegar í heyskap var komið og þeir strákar suður á Hóteli, ásamt Jóni Bjartmar og Baldri, voru með öll nýjustu tækin í gangi og jafnvel Land Rover-jeppi settur fyrir snúningsvél, en við tveir bræð- urnir, ásamt Jóni, með gamla far- malinn og lítinn heyvagn og allt hey tekið í fangið og borið upp á vagn, borið inn í hlöðu á höndun- um, en Jón Pétur með sína hand- tækni var vanalega fyrstur með allan heyskap og allt hans hey var með afbrigðum gott. Einnig kemur upp í huga minn heyskapur úti í Geitey, slegið með orf og ljá, bornir baggar, borið upp hey sem síðan var sótt á ís næsta vetur. Dregið fyrir silung úr Geit- ey, heyjað á vesturlandinu. Mínar síðustu og fyrstu rúningsgöngur austur á Hlíðarhaga, en Jón Pétur var gangnaforingi til fjölda ára. Haustgöngur, staðið aftan á fjárbíl- um inn á Húsavík. Allt eru þetta ljúfar minningar unglingsáranna og tengjast þær allar frænda mín- um sem ég er að kveðja núna. Jón Pétur bar hag sveitar sinnar og sveitunga mjög fyrir bijósti. Rétti hann öllum sem máttu sín lítils hjálparhönd og studdi hvers konar málefni, sem honum þótti góð, dyggilega. Eitt kom mér á seinni árum á óvart, hvað hann var jákvæður til allra nýrra verka. Það er oft með eldra fólk að það dregst aftur úr og er frekar letjandi til margra verka, en það var nú öðru nær með frænda, studdi hann mörg nýverk í sveitinni með ráðum og dáð. Aftur á móti fór annað mjög fyrir bijóstið á honum það voru innansveitaeijur á milli norður- og suður-hluta sveitarinnar. Oft bar þetta mál á góma í samtölum okk- ar seinni ár og alltaf var hann að reyna að finna út hvemig mætti sætta menn og koma í veg fyrir sundrung í sveitinni hans. Jæja, Jón minn, ég veit að þú ert kominn í góðan hóp ættingja og vina, sem hafa kvatt jarðríki okkar, og veit ég líka að mikið er spjallað og öllum líður vel. Ég vil þakka þér allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu, það allt er ómetanlegt. elsku Mæja mín, ég veit að miss- ir þinn er mikill. Tómarúmið sem Jón Pétur skilur eftir stórt, söknuð- urinn sár, en eitt verður þú að vita að fjölskyldu áttu alltaf í Beykihlíð- inni. Megi sómamaðurinn og Mý- vetningurinn Jón Pétur Þo'rsteins- son hvíla í friði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Jón Pétur Jónsson. JONPETUR ÞORSTEINSSON ÞORVALDUR ÁRNASON Þorvaldur Arnason fædd- ist á Sauðárkróki 29. mars 1931. Hann lést á sjúkra- húsinu á Sauðár- króki 14. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Arni Arna- son og Sólveig Ein- arsdóttir á Stóra- Vatnsskarði í Seyluhreppi. Þor- valdur ólst upp á Stóra-V atnsskarði. 10. júlí 1958 kvæntist hann Ingibjörgu Hall- dórsdóttur á Halldórsstöðum. Hún er dóttir hjónanna Hall- dórs Gíslasonar og Guðrúnar Sigurðardóttur er þar bjuggu. Þorvaldur og Ingibjörg bjuggu á Stóra-Vatnsskarði, á Hall- dórsstöðum, í Sunnuhlíð í Varmahlíðarhverfi, en frá 1971 á Sauðárkróki. Þau eignuðust fjögur börn. 1) Sólveig, f. 12.3. 1960. Fyrri maður hennar var Kristján Alexandersson og eignuðust þau börnin Inga Björgvin og Hrafnhildi Sonju. Seinni maður Sól- veigar er Gunnar Pétursson og eiga þau dótturina Elínu Petru. 2) Guðrún Halldóra, f. 31.5. 1961. Maður hennar er Valgeir Þorvalds- son. Börn þeirra eru Þröstur Skúli, Linda Fanney og Sólveig Erla. 3) Kristín, f. 4.4. 1964. Maður hennar er Björn Pálma- son. Börn þeirra eru Sigríður Inga og Þorvaldur Ingi. 4) Halldór, f. 25.8. 1971. Sambýl- iskona hans er Sonja Hafsteins- dóttir og dóttir þeirra er Haf- rún Yr. Utför Þorvalds verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. FRÉTTIN um lát Þorvalds Árna- sonar, mágs míns, kom aðstand- endum hans ekki á óvart, úr því sem komið var. Hefði hins vegar einhver sagt mér fyrir tveimur árum eða svo að þessi hrausti og lífsglaði útivistarmaður ætti skammt eftir ólifað hefði ég trúað því varlega, nema þá að slys henti. En enginn má sköpum renna. Mað- urinn með ljáinn réðst til atlögu og hafði betur eins og svo oft. Eftir heiftarleg veikindi greindist sj aldgæf ur beinmergssj úkdómur sem læknavísindin áttu ekki svar við. Síðustu vikurnar voru aðeins bið eftir hinu óumflýjanlega. Það er komið á fjórða áratug síðan ég kynntist Þorvaldi. Þá var hann búandi á ættaijörð sinni, Stóra-Vatnsskarði, þar sem hann og Benedikt Benediktsson frændi hans voru að taka við búskap af feðrum sínum. Nýtt og reisulegt íbúðarhús hafði verið reist, eftir að gamli bærinn brann árið 1963, og Benedikt tókst með miklu harð- fylgi að bjarga feðrum þeirra og föðursystur úr eldinum. Tveimur árum áður höfðu Þorvaldur og Ingi- björg kona hans flust til foreldra hennar á Halldórsstöðum, en fluttu aftur að Stóra-Vatnsskarði árið 1964. Auk hefðbundins búskapar annaðist Þorvaldur mjólkurflutn- inga úr sveitunum út á Krók, og það urðu fyrstu kynni mín af sveit- um Skagafjarðar að fara með hon- um á mjólkurbílnum um þær, þar sem hann þekkti hvern mann og sagði mér deili á byggð og fólki. Á Stóra-Vatnsskarði bjuggu þau Þorvaldur og Ingibjörg í fjögur ár að þessu sinni. Þar kom að þau ákváðu að flytja búferlum að nýju, að þessu sinni niður í Varmahliðar- hverfið til 1971, en þá fluttu þau til Sauðárkróks, þar sem þau bjuggu síðan. Þar starfaði Þorvald- ur lengst af sem bílstjóri hjá Fisk- iðju Sauðárkróks. Á Stóra-Vatnsskarði hefur lengi verið afbragðs hrossakyn og þeir frændur miklir hestamenn. Ungur maður var Þorvaldur knapi á kapp- reiðunum á Vallabökkunum, sem voru sannkölluð héraðshátíð í hinu mikla hrossahéraði. Síðar meir varð hann ræsir þar á kappreiðum og síðar á Vindheimamelum, sem tóku við hlutverki Vallabakkanna og eru nú einn frægasti mótsstaður ís- lenskra hestamanna og draga til sín fólk úr fjarlægum heimshorn- um, sem vilja sjá úrval íslenskra gæðinga á heimavelli. Það þarf mikla þekkingu á eðli og skaps- munum hesta til að vera góður ræsir á kappreiðum. Hestarnir eru misjafnlega taugastrekktir, því þeir vita hvað til stendur, logandi af fjöri og ákafa, og ræsirinn verður að gæta þess að þeir fái sem jafn- asta aðstöðu í upphafi hlaups. Fyrir þessu trúnaðarstarfi var Þorvaldi oft trúað. Hestlaus gat Þorvaldur ekki verið á Sauðár- króki, og fljótlega kom hann sér upp hópi gæðinga sem hann tamdi og þjálfaði, enda áhugi barna og síðar barnabarna mikill á hestum, eins og þau eiga kyn til úr báðum ættum. Hann eyddi flestum frístundum sínum með hestunum sínum, en hann áttí fleiri áhugamál. Fyrir þrjátíu og fjórum árum gekk hann í karlakórinn Heimi, og með honum söng hann á meðan kraftarnir leyfðu og tók þátt i því mikla söng- ævintýri að gera karlakór úr dreifð- um byggðum að eijjum vinsælasta kór landsins. Hann tók þátt í flest- um eða öllum söngferðum hans, síðast í sumar eð leið, þá orðinn fársjúkur. Þoi-valdur var afskiptalítill um annarra hagi og hirti ekki um að Erfidrykkjur Kiwanishúsið, Engjateigi 11 s. 5884460 bera út sögur um náungann. Þó birtust á stundum brosviprur í augnakrókum, og þá gat maður bókað að einhver góð gamansaga væri á bak við. En ávallt voru þær græskulausar. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á mörgum hlut- um, þar á meðal þjóðmálum. Hann dansaði þar ekki eftir skoðunum annarra og vandaði landsfeðrum á stundum ekki kveðjurnar ef honum þótti þeir standa sig illa, og skiptí þá ekki máli hvar í flokki þeir stóðu. Öll mærð var honum fjarri skapi. Því verður hér mörgum hugljúfum minningum sleppt, en á kveðju- stundu er mér efst í huga minning um traustan og hreinskiptinn mann, sem miklaði ekki fyrir sér vandamál heldur leysti þau, og hafði fá orð um. Fari hann í friði. Ástvinum hans öllum votta ég einlæga samúð. Magnús Bjarnfreðsson.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55657
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.07.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 16. tölublað (20.01.1996)
https://timarit.is/issue/128122

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. tölublað (20.01.1996)

Aðgerðir: