Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samtök iðnaðarins lýsa yfir stuðningi við veiðileyfagjald
Sóknarnefnd
á rökstólum
SÓKNARNEFND Langholts-
kirkju tók afstöðu til bréfs sr.
Flóka Kristinssonar, sóknar-
prests, á hádegisfundi á föstu-
dag. Sr. Flóki óskaði eftir því að
sóknarnefndin leysti Jón Stef-
ánsson, organista, frá störfum.
Guðmundur E. Pálsson, formað-
ur sóknarnefndar, vildi ekki gefa
upp svar sóknarnefndar fyrr en
svarbréf hefði borist til þeirra
sem fengu afrit af bréfi sr. Flóka,
t.d. biskups, prestafélags, próf-
asts og vígslubiskups. Þó játti
hann því að niðurstaðan væri í
anda fyrri orð sinna um afstöðu
sóknarnefndarinnar og ekki
stæði til að reka Jón.
Ólöf Kolbrún Harðardóttir,
gjaldkeri sóknarnefndar og eig-
inkona Jóns Stefánssonar, vék
af fundi þegar málefni hans voru
rætt. Sr. Flóki var hins vegar
viðstaddur umræðurhar. Niður-
stöðu Eiríks Tómassonar, lög-
manns, sem tekið hefur að sér
að skoða deiluna, er að vænta í
næstu viku.
„ Andstaða á mis-
skilningi byggð“
SAMTÖK iðnaðarins lýsa yfir stuðningi við þingsályktunartillögu um að
taka beri upp gjald fyrir veiðirétt úr sameiginlegri auðlind landsmanna.
Samtökin byggja stuðning sinn annars vegar á réttlætisrökum og hins veg-
ar hagkvæmnisrökum og í bréfí, sem þau hafa sent Alþingi, segir að það
stríði gegn réttlætisvitund þjóðarinnar að „fámennur hópur fái gefíns stór-
kostleg verðmæti, sem lögum samkvæmt eru sameign okkar allra.“
Hagkvæmnisrök þau sem liggja
að baki eru aðallega tvenns konar.
Annars vegar telja forsvarsmenn SI
það skekkja samkeppnisstöðu at-
vinnugreina ef ein atvinnugrein fær
gefíns aðföng umfram aðrar.
Skekkir samkeppnisstöðu
atvinnuvega
„Við það myndast forskot sem
ómögulegt er fyrir aðrar atvinnu-
greinar að vinna upp og útkoman
fyrir þjóðarbúið verður lakari en ella.
Staða einstakra fyrirtækja innan
sjávarútvegs er einnig misjöfn með
tilliti til aðgangs að auðlindinni og
samkeppnisstaðan því skökk. Inn-
heimta veiðileyfagjalds væri því til
þess fallin að jafna starfsskilyrði at-
vinnugreina og fyrirtækja og koma
í veg fyrir sóun framleiðsluþátta
þjóðarinnar.
í öðru lagi má færa rök fyrir því
að ef veiðileyfagjald er lagt á með
tilteknum hætti, þá getur það virkað
til sveiflujöfnunar í þjóðarbúskapn-
um. Við markaðsaðstæður og virka
samkeppni myndi verðið fyrir aðgang
að auðlindinni hækka þegar vel árar
Morgunblaðið/Ásdís og lækka aftur þegar á móti blæs.
Það að draga úr sveiflum og skaðleg-
um áhrifum þeirra á verðmætasköp-
unina er ekki einkahagsmunamál
iðnaðar og ferðaþjónustu eins og
stundum er látið í veðri vaka. Sveiflu-
jöfnun nýtist öllu atvinnulífí og ékki
síst fyrirtækjum í fískvinnslu,“ segir
í bréfí samtakanna til Alþingis, en
efnahags- og viðskiptanefnd óskaði
eftir umsögn um áðumefnda tillögu
á haustmánuðum.
Samtökin andmæla þeim sjónar-
miðum að veiðileyfagjald sé ósann-
gjarnt þar sem það feli í sér auknar
álögur og muni leiða til aukinna ríkis-
umsvifa. Telja samtökin að tekjur
af veiðileyfagjaldi veiti tækifæri til
að lækka neysluskatta og þar með
verðlag og myndi lækkun vsk. vega
að mestu upp áhrif til hærra verð-
lags á innfluttum vörum, sem lægra
raungengi íslensku krónunnar vegna
veiðileyfagjalds hefði í för með sér.
Þröngir sérhagsmunir fárra
„Andstaðan við veiðileyfagjald er
að mestu leyti á misskilningi byggð
og ávinningurinn er ótvíræður fyrir
þjóðarbúskap íslendinga. Þeir, sem
eru kjömir til að fara með málefni
þjóðarinnar, eiga að hafa almanna-
hag að leiðarljósi en ekki ganga er-
inda þröngra sérhagsmuna fámenns
hóps,“ segir í bréfi samtakanna.
Hvatt er til að nefnd sem fjalli um
málið verði skipuð fulltrúum fleiri
aðila en hagsmunaaðila í sjávarútvegi.
Ragnar Jónsson
í forsetaframboð
RAGNAR Jónsson tón-
listarkennari hefur lýst
yfir framboði sínu til
forseta Íslands árið
1996. Ragnar sagði í
gær að meginástæðan
fyrir framboði sínu
væri að hann vildi
j,taka embætti forseta
íslands meira í notkun
en verið hefur“. '
„Með þessu er ég
alls ekki að kasta týrð
á störf Vigdísar Finn-
bogadóttur, sem hefur
gegnt forsetaembætt-
inu með sóma,“ sagði
Ragnar. „En þetta er tímabært eins
og málum er háttað nú því að emb-
ættið sjálft er eini öryggisventill
þjóðarinnar gagnvart stjórnmála-
mönnum."
Ragnar kvaðst í þessu sambandi
eiga við stór og veigamikil mál þar
sem stjómmálamenn hefðu ekki
tekið tillit til vilja þjóðarinnar þótt
þau vörðuðu hana alla og lýðveldið
Island. Tók hann inngöngu í Evr-
ópusambandið sem dæmi.
Forsetaframbjóðandinn sagði að
það yrði „að bíða síns tíma“ að
breyta lögum um forsetaembættið.
Hann vildi nýta það vald, sem for-
setinn hefði nú þegar.
Myndi nýta neitunarvald
„Forsetinn hefur neitunarvald,
sem ég sé í augnablikinu að ég
komi til með að nýta verði ég kjör-
inn,“ sagði Ragnar.
Hann kvaðst ekki mundu líta á
sjálfan sig sem stjómmálamann
þótt hann yrði kjörinn á þeirri for-
sendu að hann hygðist gera emb-
ættið pólitískara en nú er.
„Þá yrði ég fyrir þjóðina og
myndi líta á mig sem sameiningar-
tákn, þar sem ég stend vörð um
lýðræðið," sagði Ragnar. „Ég kæmi
ekki til með að skipta mér af dag-
legu amstri stjórnmál-
anna, svo sem kjara-
málum og launadeil-
um, og get því ekki lit-
ið beint á þetta sem
stjórnmálalegar at-
hafnir."
Ekkiskorað
á mig
„Það var ekki skorað
á mig að fara fram,“
sagði Ragnar og bætti
við að hann hefði viljað
tilkynna framboðið fyrst
og unnið yrði að undir-
búningi þar til fram-
boðsfrestur rynni út.
Ragnar fæddist í Reykjavík árið
1956 og verður fertugur 30. júní.
Hann gekk í Tónlistarskólann í
Reykjavík og lauk burtfararprófi
sem tónlistarkennari árið 1978 með
píanóleik að aðalgrein.
Hann kvaðst hafa starfað óslitið
síðan, bæði á höfuðborgarsvæðinu
og á landsbyggðinni. Hann hefði
verið skólastjóri tónlistarskóla á
Ólafsfirði, í Bíldudal og á Tálkna-
fírði. Hann væri nú nýfluttur til
Reykjavíkur úr Mývatnssveit. Nú
væri hann organisti í Langholts-
kirkju í afleysingum, en hefði að
öðru leyti tekið sér frí frá störfum
vegna framboðsins.
Ragnar sagði að hann hefði gef-
ið út jólakortið Kristur læknar sjúka
til styrktar Flateyringum nú fyrir
jólin og vildi færa þeim fjölmörgu
kennurum og grunnskólabörnum,
sem komu að þeirri útgáfú, þakkir
ásamt Háskóla íslands. 100 þúsund
króna ágóði af útgáfunni hefði ver-
ið sendur til Flateyrar 6. janúar.
Ragnar á fimm böm og eitt
fósturbarn. Hann er í sambúð með
Kristínu Hannesdóttur og eiga þau
tvö böm saman auk þess sem barn
hennar býr á heimilinu. Ragnar á
þijú böm af fyrra hjónabandi.
gfg§ji|
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Tók við happdrættis-
bflnnm á afmælisdaginn
Fjórir bílar í
árekstri
FJÓRIR bílar lentu hver aftan
á öðrum á aðalgötu Smiðjuveg-
ar rétt sunnan við söluturninn
Bláhornið síðdegis í gær.
Ekki urðu alvarleg meiðsl á
fólki en nokkurt tjón varð á
bílunum, sýnu mest á þeim
aftasta, sem árekstrinum olli.
Þá hefur lögreglan í Kópa-
vogi stöðvað tíu ökumenn, sem
höfðu verið sviptir ökuleyfi, síð-
ustu fjóra daga. Þegar menn
em staðnir að slíku eru þeir
færðir á lögreglustöð þar sem
framburðarskýrsla er tekin af
þeim. Sé ökumaður að bijóta
af sér í fyrsta sinn fær hann
35 þúsund króna sekt, við öðru
broti liggur 70 þúsund króna
fjársekt og 30 daga varðhald
við þriðja broti.
RAGNAR Ingimarsson, for-
stjóri Happdrættis Háskóla ís-
lands, afhenti Inga Einari Jó-
hannessyni, kirkjuverði á
ísafirði, Audi A-8 álbíl eða plús
vinning happdrættisins á föstu-
dag. Bifreiðin var dregin út á
gamlárskvöld 1995. Ingi sagðist
ekki hafa séð útdráttinn sjálfur
í sjónvarpinu. Hins vegar hafi
sonur hans talið sig þekkja
númer föðurins. Ingi var ekki
jafn viss og trúði því ekki að
hann hefði hreppt bílinn fyrr
en Jónína Einarsdóttir, um-
boðsmaður Happdrættisins á
Isafirði, tilkynnti honum form-
lega um vinninginn á annan í
nýári. Ingi hefur átt trompmiða
í happdrætti Háskóla íslands í
20 ár og tvisvar fengið vinning
á hann áður. Svo skemmtilega
vildi til að Ingi átti 64 ára af-
mæli í gær. Eiginkona hans er
Gunnur Guðmundsdóttir. Með á
myndinni eru fulltrúar frá bíla-
umboðinu Heklu.
Brutust
inn í bíla
SAMVINNA lögreglumanna úr
Hafnarfírði og Kópavogi leiddi til
þess að fjórir ungir menn sem brot-
ist höfðu inn í ijölda bíla voru hand-
teknir í fyrrinótt.
Piltarnir voru teknir í iðnaðar-
hverfínu í Hafnarfirði og höfðu brot-
ist inn í fjölmarga bíla og stolið úr
þeim útvarpstækjum, geisladiskum
og fleiru. Einnig er talið að þeir
hafi fyrr um nóttina brotist inn í
fjölda bíla í Reykjavík
Auk margs konar þýfis fannst í
fórum þeirra áfengi og tóbak, sem
talið er að þeir hafí fengið í skiptum
með þýfi við sjómenn á rússneskum
togara.
Undanfarnar vikur hafa lögreglu-
embættin í Hafnarfirði og Kópavogi
haft samvinnu um að manna óein-
kenndan lögreglubíl sem hefur eftir-
lit síðla nætur í umdæmum beggja.
Lögreglumenn á þessum bíl, einn
úr hvoru lögregluliði, handtóku fjór-
menningana, sem eru 16-19 ára
gamlir. Það vakti athygli lögreglu-
mannanna að ummerki í nýföllnum
snjó í iðnaðarhverfinu gáfu til kynna
mikla umferð og mannaferðir þar
síðla nætur.
-----».» ♦-----
Fékk trollið
í skrúfuna
Neskaupstað. Morgunblaðið
LOÐNUSKIPIÐ Þorsteinn EA fékk
loðnutrollið í skrúfuna á loðnu-
miðunum út af Austfjörðum aðfar-
arnótt fimmtudags Beitir frá Nest-
kaupstað var á sömu slóðum og tók
Þorstein í tog og dró hann til hafn-
ar í Neskaupstað.
Þangað komu skipin um morgun-
inn. Beitir var þá með um 1.000
tonn af loðnu og Þorsteinn með
þokkalegan slatta, en bæði skipin
stunda loðnuveiðar í troll með góð-
um árangri. Engin hætta var á ferð-
um vegna óhapps þessa.
I
I
*
>