Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1996næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hæstiréttur íslands kveður upp dóm um veiðireynslu og úthlutun veiðiheimilda Fyrri eigendur skips njóta veiðireynslu HÆSTIRETTUR kvað upp dóm á fimmtudag í máli útgerðarmanna í Keflavík um veiðireynslu og aflaúthlutun eftir eigendaskipti og staðfesti rétturinn dóm Héraðs- dóms um að seljanda skips beri að fá hluta af kvóta, sem úthlutað var eftir söluna. Hér birtist dómur Hæstaréttar í heild: Ár 1996, fimmtudaginn 18. jan- úar, var í Hæstarétti í málinu nr. 401/1994: Örn Erlingsson og Þorsteinn Erlingsson gegn Ragnari Ragnarssyni Uppkveðinn svohljóðandi dómur: Mál þetta dæma hæstaréttar- dómararnir Haraldur Henrysson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjendur hafa skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 21. september 1994. Krefjast þeir sý- knu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst stað- festingar á hinum áfrýj- aða dómi og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti. Mál þetta varðar ekki eignarrétt að fiskistofnum á íslandsmiðum, sbr. nú 1. gr. laga nr. 38/1990 um stjóm fiskveiða, heldur meðferð stefnda á þeim veiðiheimildum, er tengdar væru fiskiskipi hans að landslögum, þegar hann seldi áfrýj- endum skipið með kaupsamningi 15. júlí 1988. Er um það deilt, hvort hann geti krafið áfrýjendur um efndabætur eða aðra greiðslu fyrir þá sök, að þeir neituðu honum um atbeina sinn til þess, að hann fengi úthlutað aflahlutdeild í skar- kola frá 1. janúar 1991 handa nýju skipi hans á grundvelli aflareynslu, sem eldra skipið hafði öðlast meðan hann átti það. Stefndi hafði lengi lagt stund á skarkolaveiðar, þegar hann gerði kaup sín við áfrýjendur, og hugðist halda þeim áfram, svo sem hann gerði. Þessar veiðar voru háðar því, að skip hans hefði leyfi til botnfiskveiða, sbr. þá 3. og 4. gr. laga nr. 3/1988 um stjórn fiskveiða 1988-1990, en höfðu ekki verið bundnar sérstökum aflatak- mörkunum síðan á árunum 1984- 1985. Mátti búast við, að litið yrði í einhveijum mæli til afla- reynslu frá því tímabili, er veiðarnar voru óbundnar, ef til þess kæmi, að takmarkanir yrðu aftur settar, eins og raunin varð, þegar reglugerð nr. 465/1990 um veiðar í atvinnuskyni kom til skjalanna. Þó að þar væri byggt á ákvæðum nýrra laga nr. Keyptu ekki annað en skipið sjálft skipinu, þegar eftir út- hlutun samkvæmt fyrr- nefndri reglugerð í mars 1991. Jafnframt virðist Ijóst, að sjávar- útvegsráðuneytið hafi verið reiðubúið til að virða þetta tilkall á grundvelli laganna, ef fram kæmi staðfesting þess, að samningar hans og áfrýjenda stæðu því ekki í vegi. Að þessu athuguðu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur með skírskotun til for- sendna hans. Áfrýjendur greiði stefnda óskipt máls- kostnað fyrir Hæsta- rétti, svo sem um er mælt í dómsorði. Dómsorð Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjendur, Örn Erl- ingsson og Þorsteinn Erlingsson, greiði eru nytjastofnar á íslandsmiðum sameign íslensku þjóðarinnar, sam- kvæmt 1. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða, sbr. áður 1. gr. laga nr. 3/1988 um stjórn fiskveiða 1988-1990. Þegar aðilar málsins gerðu með sér kaupsamning um mb. Arnar KE-260 hinn 15. júlí 1988 sættu skarkolaveiðar ekki sérstökum tak- mörkunum. Þau réttindi, sem leiddi af takmörkunum þessa nytjastofns lögum samkvæmt á árinu 1990 og stefndi hefði getað öðlast vegna fyrri veiða sinna á skipinu, hefði hann átt það áfram, voru þá ekki til orðin. Áðilar sömdu ekki á þann veg, að til skjalanna kynnu að koma önnur réttindi en þá var vitað um og tengd væru aflareynslu stefnda. Samningurinn var fullefndur sam- kvæmt efni sínu, þegar lög nr. 38/1990 leystu lög nr. 3/1988 af hólmi. Samkvæmt 7. gr. yngri lag- anna skal veiðiheimildum úthlutað til einstakra skipa, en ekki einstakl- inga, sbr. og 6. gr. reglugerðar nr.. 465/1990 um veiðar í atvinnu- ur óskipt í málskostnað fyrir Hæstarétti. Sératkvæði 38/1990 um stjórn fiskveiða, var skýrt samhengi á milli þeirra og hinna eldri laga. Aðilar eru sammála um, að rétt- indi til skarkolaveiða hafi ekki ver- ið rædd við gerð kaupsamnings þeirra. Hins vegar er viðurkennt af hálfu áfrýjenda, að þeir hafi ekki verið að kaupa annað af stefnda en skipið sjálft. Fyrir Iigg- ur, að stefndi hafði uppi tilkall til aflahlutdeildar vegna þeirrar afla- reynslu, sem hann hafði áunnið skyni, en þar er svo kveðið á, að stefnda, Ragnari Ragn- leyfilegum heildarafla af skarkola arssyni, 200.000 krón- skuli úthlutað til einstakra skipa miðað við aflareynslu þeirra á tíma- bilinu frá 1. september 1987 til 31. ágúst 1990. Með hliðsjón af framansögðu er ekki unnt að fallast á, að stefndi geti átt einkaréttarlegt tilkall til þeirra réttinda,_ sem hann byggir kröfu sína á. Ákvæði kaupsamn- ingsins um fiskveiðaréttindi verður því ekki að mínum dómi Péturs Kr. Hafstein hæstaréttardómara í hæstaréttarmálinu nr. 401/1994: Örn Erlingsson og Þorsteinn Erlingsson gegn Ragnari Ragnarssyni Hagnýting veiðiheim- ilda er á hveijum tíma háð ákvörðunum í lögg- __________ jöf og fyrirmælum stjórnvalda. Uthlutun heimildanna skapar ekki eignarrétt yfir þeim, sem varinn er af eignarréttará- kvæðum stjórnarskrárinnar, enda Veiðiheimildir ský.rt svo, að það geti til skipa, ekki einstaklinga tekið til annarra réttinda en þeirra, er tengdust ________ hinu selda skipi við samningsgerðina. Ber því að sýkna áfrýjendur af öllum kröfum stefnda og dæma þeim málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Logfrædingur Þórhildur Sandholt Solumenn Gisli Sigurbjornsson Sigurbjorn Þorbergsson Ásgarður - raðhús Gullfallegt og vel staðsett 109,3 fm raðhús, kjallari og tvær hæðir. Skiptist í 3 svefnherb., stofu og baðherb. Gott fjölskylduherb. og þvottahús í kjallara. Suðurgarð- ur. Verð 8,2 millj. Opið í dag kl. 12-14 Stakfeil Fasteignasala Suðurlandsbraut 6 568-7633 if 11ÍH-W9 197ÍI f-ÁRUS k VALDIMARSSON, framkva.mdastjori |)()L I lulTlJvfc lu/U KRISTJAN KRISTJANSSON, lOGGHTUR FASItiGNASAtf Góðar eignir nýkomnar til sölu: Einbhús - gamli bærinn - vinnupláss Járnklætt timburhús með steyptum kjallara og 4ra herb. íb. á hæð og í risi. Mikið endurbætt. Geymslukj. Viðbygging-, verslunar/vinnuhús- næði um 40 fm. Góð eign á góðu verði. Suðuríbúð við Meistaravelli 4ra herb. íb. tæpir 100 fm á 4. hæð. Vinsæll staður. Langtímalán kr. 4,2 millj. Skipti möguleg á 2ja herb. íb. í nágr. Gott verð. Lítil - ódýr - austurbærinn Sólrík 2ja herb. íb. á 2. hæð, tæpir 50 fm í steinh. skammt frá Hlemm- torgi. Gott sturtubað, rúmg. herb., lítið eldh. Tilboð óskast. Úrvalsíbúð - Eskihlíð - tilboð á 4. hæð 102,5 fm. Gólfefni, eldhús, bað og skápar allt nýtt. í risi fylg- ir rúmg. herb. Snyrting í risinu. Ágæt sameign. Útsýni. Suðuríbúð - lyftuhús - fráb. útsýni Sólrík 3ja-4ra herb. íb. á 6. hæð við Æsufell. Sameign eins og ný. Mjög gott verð. Fjöldi fjársterkra kaupenda Sérstaklega óskast einbýlis- eða raðhús á einni hæð í borginni og nágr. Ennfremur góðar íbúðir í vesturborginni og miðborginni. Þá óska nokkrir eftir eignum í gamla bænum og nágr. sem þarfn. endurbóta. Margskonar hagkvæm eignaskipti. var stofnuð 12. júlí1944. UUBIVES1 18 5. 552 1158-552 1371 • • Opiðídag kl. 10-14. Margskonar eignaskipti. menna fasteignasalan. sf. ALMEIMMA FASTEIGNASALAIU Ósamræmi í niðurstöðum DNA-rannsókna á íslandi og í Noregi Flestum spurning- um enn ósvarað ENN hafa ekki fengist skýringar á því hvers vegna niðurstöðum DNA- rannsókna, sem gerðar voru á ís- landi annars vegar og Noregi hins vegar, í sakamáli gegn breskum manni ber ekki saman. Maðurinn var 18. desember sl. dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa nauðgað konu um borð í skipi í Reykjavíkurhöfn 8. október, m.a. á grundvelli niðurstöðu úr DNA- rannsókn, sem gerð var á Rann- sóknastofu Háskólans í meinafræði. í lýsingu málavaxta i dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur frá 18. des- ember kemur fram að Rannsóknar- stofu Háskólans var send beiðni um rannsókn að kvöldi 8. október. Sig- urði Ingvarssyni líffræðingi á frumulíffræðideild Rannsóknastofu Háskóla Islands í meinafræði var falið að rannsaka strok úr smokk. 20. október kom í ljós, að DNA- böpd höfðu fengist úr efnivið þeim, sem Sigurði var sendur, en þau voru óskýr vegna skamms tíma sem hann hafði og var rannsóknin end- urtekin á lengri tíma. Síðari hluta októbermánaðar voru sýni frá ytra og innra byrði smokks send Rettsmedisinsk Institut við Ríkis- spítalann í Osló svo og blóðsýni mannsins og konunnar. Kanna átti hvort ytra byrði tengdist kæranda, þ.e. konunni, og innra byrði smokks tengdist ákærða, þ.e. manninum. Smokkinn afhenti konan lögreglu eftir að hafa fundið hann á gólfi í herberginu þar sem hún vaknaði að morgni 8. október. Norski sérfræðingurinn tjáir sig ekki Niðurstaða íslensku rannsóknar- innar sýndi að sýnið úr smokknum kæmi úr ákærða en erfðagreining gaf ekki til kynna „merki um líf- sýni“ frá konunni, eins og segir í dómnum. 0,1% líkur voru taldar á að sæði væri úr öðrum manni en ákærða eða nánum ættingja hans. Ekki fundust sæðisfrumur í leg- göngum konunnar sem rekja mætti til nýlegs sáðláts. Niðurstöður norsku rannsóknar- innar voru á þá leið að sýni úr ytra byrði smokks væri úr konunni en sæði í smokknum geti ekki verið úr ákærða. Rannsóknin var undir yfirstjórn Bente Mevág, sem er einn helsti sérfræðingur Norðmanna í DNA-greiningu. Hún sagðist í gær, í samtali við Morgunblaðið, ekki geta tjáð sig um niðurstöðurnar meðan málið væri enn fyrir dóm- stólum. Skýringa beðið á áliti Gunnlaugs Gunnlaugur Geirsson, yfirmaður rannsóknastofu Háskóla Islands í meinafræði, hefur samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins sent frá sér endanlegt álit um DNA-rannsóknir í nauðgunarmálinu þar sem segir að niðurstaða byggð á norsku rann- sókninni sé fullnaðarrannsókn í málinu. Ekki hefur komið fram á hverju hann byggir það álit sitt. Sigurður Ingvarsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið á sunnudag að íslensku rannsóknirnar stæðu en til að tjá sig um norsku rann- sóknina þyrfti hann að sjá gögn yfir hana. Svara þurfi þeirri spurn- ingu hvort sömu sýni hafi verlð rannsökuð og hvort til séu sýni úr öllum sem hlut eigi að máli. Haiin hafði ekki milligöngu um sendingu sýnisins til Noregs. Skýringa Gunnlaugs Geirssonar á misræminu og svara hans við þeim fjölda spurninga sem hafa vaknað eftir að ljóst var að niður- stöðurnar voru ósamhljóða er því enn beðið. Ekki hefur náðst í Gunn- laug síðustu daga. Farbannið stytt Hinn dæmdi Breti, sem er 23 ára gamall fjölskyldumaður frá Hull, var úrskurðaður í farbann meðan á rannsókn málsins stóð. Héraðsdóm- ur framlengdi það til 15. apríl sl. mánudag þegar það rann út og var úrskurðinum áfrýjað til Hæstarétt- ar. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn í gær en stytti farbannið til 8. febr- úar. Fangelsisdómnum var einnig áfrýjað til Hæstaréttar. í úrskurði Hæstaréttar í gær kom fram að málið verður tekið fyrir innan fárra dag. Þá verða niðurstöður norsku rannsóknarinnar, sem Ásgeir Á. Ragnarsson, verjandi Bretans, segir ítarlegri en þá íslensku, lagðar fram sem ný gögn í málinu.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55657
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.07.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 16. tölublað (20.01.1996)
https://timarit.is/issue/128122

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. tölublað (20.01.1996)

Aðgerðir: