Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 27
26 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BATNANDISTAÐA
BORGARSJÓÐS
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur fylgt úr
hlaði frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir
árið 1996. Það tíundar 17,3 milljarða króna tekjur, þar af
11,2 milljarða skatttekjur, sem er um 400 m.kr. hækkun frá
áætlaðri útkomu liðins árs. Borgarstjóri undirstrikaði í máli
sínu að áætluð rekstrargjöld borgarinnar á nýbyrjuðu ári, 9,8
milljarðar króna, hafi lækkað sem hlutfall af skatttekjum, úr
93% 1994 í 79% 1996. Sem og að áætluð aukning skulda á
árinu 1996, 500 m.kr., sé minnsti halli borgarsjóðs síðan 1990,
gangi hann eftir.
í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir á hinn
bóginn að R-listinn hyggist auka enn skuldir borgarinnar um
hálfan milljarð króna 1996, þrátt fyrir hækkun þjónustugjalda
og 1,5 milljarða króna greiðslu fyrirtækja borgarinnar í borg-
arsjóð. Eftir sérstakt átak Reykjavíkurborgar 1992-1994 til
að mæta stórauknu atvinnuleysi, beri að nýta uppsveiflu í
efnahagslífinu til hagræðingar og s'parnaðar í borgarrekstrin-
um, niðurgreiðslu skulda og lækkunar skatta. Heildarskuldir
borgarinnar eru nú rúmir 13 milljarðar króna.
Ekki fer á milli mála að aukin umsvif og efnahagsbati í
þjóðarbúskapnum á liðnu ári hafa sagt til sín í verulega aukn-
um tekjum ríkissjóðs og sveitarfélaga. Efnahagsbatinn er
meginskýring á minnkandi halla ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar
og sveitarfélaganna í heild. Aukið aðhald, hagræðing og sparn-
aður hafa einnig komið til sögunnar, en betur má ef duga skal.
Minni halli hins opinbera er fagnaðarefni. Fyrst og fremst
í ljósi þess að útgjöld ríkis og sveitarfélaga uxu úr 33% í 40%
af vergri landsframleiðslu og hreinar skuldir sömu aðila úr 3%
í 33% af þjóðarframleiðslu á árabilinu 1980 til 1994. Mikil-
vægt er að nýta aukin umsvif og efnahagsbata til að snúa
þessari skuldaþróun við.
SAMDRÁTTUR
í ÞÝSKALANDI
FREGNIR af versnandi efnahagsástandi í Þýskalandi eru
áhyggjuefni fyrir umheiminn. Á undanförnum misserum
hefur einnig dregið úr hagvexti í Bandaríkjunum og Japan en
þróun efnahagsmála í þessum þremur ríkjum hefur hvað mest
áhrif á almenna hagsæld í heiminum.
Hagvöxtur í Þýskalandi var nær enginn og jafnvel neikvæð-
ur á síðari helmingi ársins 1995. Bjartsýnar efnahagsspár
benda til að hann verði einungis á bilinu 1-2% á þessu ári.
Þeir eru þó til sem spá því að samdrátturinn verði ekki langvar-
andi og að í lok ársins verði efnahagslíf Þýskalands komið á
skrið á ný. Nýjar hagtölur frá Bandaríkjunum í gær ýta einn-
ig undir bjartsýni.
Samdráttur í helstu iðnríkjum heims getur haft töluverð
áhrif á íslenskt efnahagslíf. Þessi ríki eru jafnframt helstu
viðskiptaríki íslendinga og því hætta á minni eftirspurn og
verðlækkunum á fiskmörkuðum. Reynsla síðustu ára sýnir að
samdráttur í efnahagslífi heimsins hefur bein áhrif á okkar
hag, þó svo að áhrifin skili sér ekki alltaf strax.
Þessar nýju hagtölur vekja upp spurningar um áformin um
sameiginlegan gjaldmiðil Evrópusambandsríkjanna. Þjóðveijar
hafa haft forystu um að sett verði ströng skilyrði um fjárlaga-
halla, verðbólgu og opinberar skuldir. Nú er komið í ljós, að
þeir uppfylltu ekki sjálfir öll skilyrðin á síðasta ári. Efasemda
er farið að gæta um það, hvort þeim takist að halda sig innan
settra marka á næsta ári, en það verður haft til viðmiðunar
þegar metið verður hvaða ríki fá aðild að sameiginlega gjald-
miðlinum í fyrstu lotu árið 1999. Ljóst hefur verið um nokk-
urt skeið að Frakkar munu eiga mjög erfitt með að uppfylla
skilyrðin og í gær greindi ríkisstjórn landsins frá því að erfitt
yrði að halda útgjöldum til velferðarmála í skefjum 1997.
Aðild þessara tveggja forysturíkja ESB er efnahagsleg og
pólitísk forsenda sameiginlegs gjaldmiðils. Án þeirra verður
ekkert úr efnahagslegum og peningalegum samruna Evrópu-
ríkja.
Það er ekki að ósekju að þróun þessi veldur áhyggjum.
Áformin um sameiginlegan gjaldmiðil hafa vissulega verið
umdeild. Það er hins vegar óumdeilt að hin ströngu skilyrði
hafa verið svipa á rikisstjórnir í Evrópu og hvati til að ná
tökum á ríkisfjármálum og draga úr skuldsetningu. Sé þessi
hvati ekki til staðar er hætta á að víða verði slakað á efnahags-
stjórninni. •
Ein helsta orsök efnahagsvanda flestra Evrópuríkja er að
um langt skeið hafa opinber útgjöld verið umfram þau mörk
sem efnahagslífið stendur undir. Maastricht-skilyrðin hafa
neytt ríkisstjórnir til að taka á þeim vanda þótt sársaukafullt
sé. Ætli Evrópuríki að verða samkeppnishæf í framtíðinni
verður að halda áfram á þeirri braut.
Óvissa ríkir á
bílaleigumarkaði
EINS og greint hefur verið frá
í Morgunblaðinu hefur
Hasso flutt til landsins sam-
tals 10 bfla og býður hann
fólksbfla í ódýrasta flokki á 2.500 kr.
á sólarhringinn án kflómetragjalds.
Hjá hinum bílaleigunum er verðið á
bflum í þessum flokki á bilinu 2.900-
3.900 kr. á sólarhring og þá oftast
miðað við 100 km akstur, en afsláttur
er siðan yflrleitt veittur ef um leigu
í lengri tíma er að ræða. Algengt
Verð yfir sumarmánuðina er svo í
kringum 4.000 kr. á sólarhring.
Áætlað er að á bilinu
1.000 til 1.100 bíla-
leigubflar séu í rekstri
hér á landi á háannatím-
anum yfír sumarmánuð-
ina, en um helmingi
færri á vetuma. Þetta
stafar af því að helm-
ingur flotans er seidur
á haustin en síðan end-
umýjaður aftur að vori.
Talið er að fimm
stærstu bílaleigumar
eigi að minnsta kosti um
80% bflanna, en það em
Höldur hf., Bflaleiga
Flugleiða, Bílaleigan
Geysir, Bflaleiga AVIS
og Bílaleiga ALP. For-
svarsmenn bílaleiganna
segja að þær séu í raun
og vera reknar með tapi
yfír vetrarmánuðina en
háannatíminn skili svo
inn þeim tekjum sem
þarf til að reksturinn
standi undir sér, enda
sé eftirspumin þá mun
meiri en framboðið.
Benda þeir á að yfír
vetrarmánuðina séu
bflaleigubílar á íslandi
með þeim ódýrastu í
Evrópu.
Samkeppnin
þarf að vera á
jafnréttisgrundvelli
Garðar Vilhjálmsson,
framkvæmdastjóri
Bflaleigunnar Geysis,
segist ekki vera hrædd-
ur við samkeppni af því
tagi sem Hasso-ísland Iw.
Þetta sé hlutur sem alveg megi bú-
ast við jafnvel í meira mæli í framtíð-
inni og þá frá stærri erlendum aðilum
en Hasso sem sé örsmár á alþjóða-
mælikvarða. Slíkum aðilum sé ekki
hægt að setja stólinn fyrir dymar og
aðalatriðið sé að samkeppnin sé á
jafnréttisgrundvelli.
„Það sem við hljótum að horfa
aðallega í er á hvaða forsendum þeir
eru að fljdja inn þessa bíla, t.d. hvaða
tolla þeir þurfa að greiða. Þeir flytja
inn notaða bíla og treysta sér ekki
til að bjóða upp á nýja bíla eins og
stærstu leigurnar gera, og kannski
verður það þróunin að bjóða upp á
eldri eða ódýrari bíla til að keppa við
svona menn,“ segir Garðar.
Hann segir að það sé hins vegar
alveg deginum ljósara að það lifi
enginn af því að leigja út bíl á 2.500
kr. á dag. Miðað við árleg afföll af
nýjum einnar milljón króna bíl, sem
séu um 200 þúsund kr., ____________
þá þýði þetta að 80 leigu-
dagar fari eingöngu í að
standa undir afföllunum.
Þetta sé því reikningsdæmi
sem gangi ekki upp. ^""""""
Óeðlilegir viðskiptahættir
„Ég hef aldrei vitað til þess í við-
skiptum að nokkur maður hafí grætt
eitthvað á því að vera að gefa hlut-
ina. Allavega í mínum bókum er
þetta fílósófía sem ekki gengur upp,“
segir Garðar.
Grétar Kristjánsson, fram-
Koma þýska auðkýfíngsins Hassos Schutzen-
dorfers inn á bílaleigumarkaðinn hér á landi
*
með stofnun Hasso-Island ehf. veldur nokkr-
um titringi meðal forsvarsmanna þeirra bíla-
leiga sem fyrir eru á markaðnum, en þeir
telja þó of snemmt að segja til um hvað undir-
boð Hassos hafi í för með sér.
í einn dag með 100 km akstri
Innifalinn
Bílaleiga Dagjald akstur umfram þaO SAMTALS:
Á.G. 3.250 kr. 50 km 32,5 kr/km 4.875 kr.
Höldur* 3.900 kr. 100 km 39 kr/km 3.900 kr.
Flugleiðir 2.900 kr. enginn 29 kr/km K5.800 kr.
Gullfoss 2.900 kr. 100 km 29 kr/km 2.900 kr.
Geysir 3.900 kr. 100 km 39 kr/km 13.900 kr.
AVIS 2.900 kr. 100 km 29 kr/km 2.900 kr.
ALP 2.900 kr. 100 km 29 kr/km 12.900 kr.
SH 2.900 kr. 100 km 29 kr/km 2.900 kr.
Hasso 2.500 kr. ÓTAKM. EKKERT i r 2.500 kr.
* Kaskótrygging innifalin
Og viO þetta bætist bensínkostnaður
Fullreynt að
verðið fari
ekki neðar
kvæmdastjóri Bílaleigu Flugleiða,
segist ekki hafa trú á þvi verði sem
-------- Hasso-ísland hafi boðað.
Hann segir að verðstríð sé
fyrir á bflaleigumarkaði hér
á landi yfir vetrarmánuðina
og 10 mánuði ársins sé
verðið lágt alveg sama við
hvaða lönd sé miðað.
Grétar segist ekki vita hvaða áhrif
tilkoma Hasso-ísland á markaðinn
hér hafi, en það fari nokkuð eftir
þeim fjölda bíla sem bílaleigan verði
með í notkun. „Við fylgjumst með
þessu og ég reikna með því að við
mætum hans verði,“ segir Grétar, en
segir þó í raun ekki svigrúm til þess
þar sem tap sé á rekstrinum yfir
vetrarmánuðina. Hann segist ekki fá
skilið hvemig sé hægt að ------------
gefa þjónustu af þessu tagi
og á bakvið slíkt hljóti að
vera einhverjir óeðlilegir
viðskiptahættir.
„Við eram fyrst að vita
núna verðið sem hann er að boða og
við vitum heldur ekki á hvaða gjöldum
hann fær þessa bfla og hvort hann
er að borga tryggingar erlendis. Það
er því lítið hægt að segja um þetta í
bilþ" segir Grétar.
ÁG bílaleigan er með 30 bíla og
því ekki meðal þeirra stærstu. Þor-
valdur Hauksson, stjórnandi bílaleig-
Ekkert annað
en gróðasjón-
armið að baki
unnar, segir það einkennilega fram-
setningu hjá Hasso-ísland að ætla
að vera með lægsta verðið og jafnvel
ókeypis og líta verði á þetta sem ein-
hvers konar hótun og tilgangurinn
sé að kýla niður starfsemina á Ís-
landi. Hann segir að það séu það
margar bíialeigur hér á landi að það
sé alveg fullreynt að verðið fari ekk-
ert neðar miðað við að reksturinn
standi undir sér.
‘,,Ég veit ekki hvort þetta varðar
samkeppnislög eða eitthvað slíkt og
það verður bara að reyna á það, en
við höfum engar sér-
stakar áhyggjur af
þessu í bili. En ef mað-
urinn ætlar að fara að
flytja hér inn kannski
1.000 bíla þá gæti
dæmið breyst,“ sagði
Þorvaldur.
Óheilbrigð þróun
Hafsteinn J. Reykja-
lín, eigandi Bílaleigu
AVIS, segir að bílaleig-
ur á íslandi búi við
mjög óhagstæð skilyrði
miðað við bílaleigur er-
lendis sem kaupi bíla
jafnvel undir kostn-
aðarverði og þurfi að
borga mun minni tolla
af þeim en hér, en geti
síðan eftir ákveðinn
tíma selt bílinn á al-
mennum markaði og
þá með hagnaði. Þetta
segir Hann að sé aðal-
starfsemi Hasso á
Mallorka og á þessu
græði hann en ekki á
því að reka bílaleiguna
sem slíka.
„Hann kemur með
þessa bíla til landsins
og gerir sjálfur reikn-
inginn og maður veit
ekkert á hvaða verði
hann selur þá þessu fyr-
irtæki sínu hérna. Ríkið
sjálft er að tapa, því
ekki kemur virðisauka-
skattur af þessum tekj-
um sem þetta á að gefa
því ekki getur þetta fyr-
írtæKi stadið undir sér á þessu verði,“
segir Hafsteinn, sem segir að þjóð-
hagslega hljóti þetta að koma þannig
út að allir tapi þegar upp sé staðið.
„Þetta er komið undir kostnaðar-
verð sem bílaleigurnar hér eru að
reka þetta á á veturna. Það er út
af því sem 2-3 bílaleigur eru að
leggja upp laupana á hverju ári og
ríkið þar af leiðandi að tapa stórfé
svo og margir aðrir. Þetta er því
ekki heilbrigð þróun sem þarna er
verið að fara inn á,“ segir Haf-
steinn, sem telur fulla ástæðu til
þess fyrir stjórnvöld að kanna með
hvaða hætti Hasso kemur inn á bíla-
Ieigumarkaðinn hér.
„Eftir því sem hann hefur sagt
má búast við því að hann komi með
miklu meira af bílum. í því um-
hverfi sem hann er hefur hann að-
gang að því að kaupa bíla á meira
en helmingi lægra verði en við þurf-
um að kaupa þá hér í gegnum um-
-------- boð. Maður væri ekki mik-
ið hugsandi ef maður hefði
ekki áhyggjur af þessu.
Þetta er það sama og með
________ aðra útlendinga sem kæmu
með einhvern ánnan rekst-
ur og yfírtækju áðra, en það er
reyndar það sem rútufyrirtæki og
fleiri í þessum rekstri hafa óttast.
Það er auðfenginn peningur hér í tvo
mánuði en síðan gætu menn farið
með sitt úr landi og hirt allt saman.
Það er ekkert annað en gróðasjón-
armið sem er á bakvið þegar upp
er staðið,“ segir Hafsteinn.
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 27
Fyrstu palestínsku kosningamar
i
i
i
PALESTÍNUMENN bera kassa með kjörgögnum í flutningabíl úr geymslu í Jerúsalem. Fyrstu kosningar
Palestínumanna fara fram á 1689 kjörstöðum í dag.
Reuter
Milljón Palestinumanna
gengnr að kjörborði 1
Palestínumenn ganga að kjörborði í dag og
kjörstjórnin lýsir kosningunum sem „upphafi
nýs lýðræðislegs kafla í sögu Palestínu“. And-
stæðingar Yassers Arafats, leiðtoga Frels-
issamtaka Palestínumanna, segja hins vegar
að kosningunum sé ætlað að staðfesta ein-
ræði hans í skugga hemáms ísraela.
KOSNINGARNAR á sjálf-
stjómarsvæðum Palest-
ínumanna í dag marka
þáttaskil í sögu friðaram-
ieitana Frelsissamtaka Palestínu-
manna (PLO) og ísraela. Rúm milljón
Palestínumanna gengur þá að kjör-
borði í fyrsta sinn til að kjósa 88
manna löggjafarráð og forseta. 600
eftirlitsmenn frá 16 löndum eiga að
ganga úr skugga um að kosningamar
verði frjálsar og lýðræðislegar.
ísraelsstjórn hefúr ákveðið að
banna umferð milli sjálfstjórnar-
svæðanna og ísraels þar til á sunnu-
dagsmorgun og það er liður í viða-
miklum öryggisráðstöfunum til að
hindra hermdarverk af hálfu hreyf-
inga sem leggjast gegn friðarsamn-
ingunum. Þúsundir ísraelskra lög-
reglumanna verða einnig í Austur-
Jerúsalem vegna hættu á að hægri-
sinnaðir gyðingar reyni að hindra
kosningamar.
Jimmy Carter, fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna, er á meðal erlendu
eftirlitsmannanna og kvaðst búast
við „heiðarlegum kosningum" þótt
hann kvartaði yfír því að nokkram
óháðum frambjóðendum hefði verið
meinað að kynna sjónarmið sín í
útvarpi og sjónvarpi. „Ennfremur
hafa komið fram dæmi um ógnanir,"
sagði Carter á blaðamannafundi í
Austur-Jerúsalem á fimmtudag.
„Nokkrir af atkvæðamestu baráttu-
mönnunum fyrir mannréttindum
meðal Palestínumanna og virtir
blaðamenn hafa verið
handteknir. Þessar þving-
anir hafa ekki hjálpað."
88 fulltrúar kjörnir
Palestínsk yfírvöld
segja að 1.028.280 Palestínumenn
séu á kjörskrá. Kjörnir verða 88 full-
trúar í löggjafarráð og um 20 þeirra
fá sæti í framkvæmdastjórn innan
ráðsins. Ennfremur verður kosinn
forseti, sem á að fara fyrir fram-
kvæmdastjórninni. Forsetinn velur
síðan fimm fulltrúa í löggjarráðið en
þeir hafa ekki atkvæðisrétt. Ijóð-
kjörnu fulltrúarnir kjósa formann
ráðsins.
Frambjóðendurnir í forsetakosn-
ingunum eru aðeins tveir, Yasser
Arafat og lítt þekkt kona, Samiha
Khalil, sem er 72 ára að aldri og
hefur lagst gegn friðarsamningunum
við ísraela.
‘672 eru í framboði til löggjafar-
ráðsins og að jafnaði eru sjö um
hvert sæti. Sjálfstjórnarsvæðunum
er skipt í sextán kjördæmi, sem hef-
ur verið úthlutað mismörgum sæt-
um. Miðað var við íbúafjölda kjördæ-
manna við úthlutunina en þó ekki
að fullu. Til að mynda eru íbúar
Hebron, kjördæmis 133.000 kjós-
enda, óánægðir með að þeir skuli fá
færri fulltrúa en Gaza-borg, sem er
með 123.000 kjósendur. 36% kjós-
endanna eru í Gazaborg, sem fær
42% sætanna.
Gazaborg fær 12 fulltrúa og Hebr-
on 10. Nablus og Khan
Yunis fá 8 fulltrúa hvor og
Norður-Gazasvæðið, Ra-
mallah og Jerúsalem sjö.
Ellefu stjórnmálahreyf-
ingar taka þátt í kosning-
unum en 506 frambjóðendanna eru
óháðir. 76 bjóða sig fram undir
merkjum Fatah, hreyfingar Arafats,
og hún nýtur einnig stuðnings
margra óháðu frambjóðendanna. 21
er í framboði fyrir íjóðarflokkinn,
sem aðhylltist áður kommúnisma,
og aðrir flokkar eru með færri fram-
bjóðendur.
Kjörstöðum verður lokað klukkan
17 að íslenskum tíma og talning
atkvæða hefst þar tveimur tímum
síðar. Kjörseðlarnir verða fluttir til
höfuðstöðva eftirlitsmannanna og
kjörstjórnarinnar í Ramallah og
Gaza-borgar í fylgd lögreglu. Búist
er við að úrslit forsetakosninganna
verði kunngerð seint í kvöld en fyrstu
tölur í kosningunum til löggjafar-
ráðsins komi snemma á sunnudag.
Lokatölurnar verða kynntar á sunnu-
dagskvöld.
Dýr barátta
Hagfræðingar áætla að frambjóð-
endurnir 672 hafí eytt sem svarar
tæpum tveimur milljörðum króna í
kosningabaráttunni, meðal annars í
þúsundir veggspjalda, síma og aug-
lýsingar í dagblöðum. „Þetta eru
miklar fjárhæðir, ekki síst vegna
þess að við höfum krafist aðstoðar
erlendra ríkja til að byggja
upp efnahaginn," sagði
Samir Hazboun, forstöðu-
maður hagfræðistofnunar
í Betlehem.
Flokkarnir fjármagna
kosningabaráttu frambjóðendanna
að hluta. Fatah hefur úthlutað hverj-
um frambjóðenda sinna jafnvirði
milljónar króna en að öðru leyti þurfa
þeir sjálfír að afla fjár til að standa
straum af kostnaðinum. Smáflokk-
arnir segjast varla hafa nægilegt
fjármagn til að prenta stefnuskrá
frambjóðendanna.
Arafat sakaður um linkind
\
Kosningabaráttan stóð í þijár vikur
og ekki varð vart mikils eldmóðs
meðal kjósenda. Róttækir andstæð-
ingar Arafats höfðu fremur hægt um
sig þótt þeir hefðu sagt að þeir myndu
beijast af hörku gegn kosningunum.
Hamas, hreyfíng herskárra múslima,
hefur lýst því yfír að hún sniðgangi
kosningamar þótt nokkrir af forystu-
mönnum hennar séu í framboði.
Kosningabaráttan á Gaza-svæðinu
hefur einkum snúist um galla sjálf-
stjómarsamninganna við Israela og
frammistöðu Arafats og samstarfs-
manna hans. Frambjóðendunum var
einnig tíðrætt um hvemig tryggja 5
ætti atvinnu fyrir tugþúsundir Palest- ’|
ínumanna sem fá ekki vinnu í ísrael.
Haider Abdel-Shafí, fyrrverandi ú
samningamaður PLO, kemst næst ■:
því að geta talist leiðtogi andstæð- |
inga Arafats á Gaza. Hann segir J
stefnu sína byggja á virðingu fyrir L
lýðræðislegum gildum og harðari |
afstöðu til friðarviðræðna við ísra- '
ela. Hann sakar Arafat um linkind .5
gagnvart ísraelum og segir að hon- >
um hafí orðið á mistök með því
láta hjá líða að mótmæla brotum L
ísraela á friðarsamningunum.
Arafat spáð stórsigri
Þrátt fyrir þessa gagnrýni er lík-
legt að Arafat vinni stórsigur í kosn-
ingunum. Ef marka má könnun, sem
birt var á miðvikudag, nýtur hann
stuðnings 80% kjósenda og
Samiha Khalil 7,2%. Hinii
sögðust ætla að skila auðu
eða höfðu ekki gert upp hug ;
sinn.
Arafat verður því að ölfe
um líkindum fyrsti þjóðkjörni leiðtogi á
Palestínumanna í dag. í augum hans rj
eru kosningarnar annar áfangi að
stofnun palestínsks ríkis. „Þetta er $
sögulegur atburður vegna þess af B
kosningarnar era góðs viti fyrii
stofnun Palestínuríkis með hint "
helgu Jerúsalem sem höfuðborg,1,
sagði hann í gær.
Yasser Arafat
spáð 80%
kjörfylgi
Þáttaskil í
sögu friAar-
umleitana