Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 18
 18 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ 1 1 1 T Varnar- samvinnu gegn Vest- urveldunum BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti heilsar hér Nursultan Naz- arbajev, forseta Kazakhstans, á fundi 12 aðildarríkja Samveldis sjálfstæðra ríkja í Moskvu í gær, á milli þeirra er Gajdar Alíjev, forseti Azerbajdzhans. Jeltsín var endurkjörinn formaður samtak- anna til næstu sex mánaða. Hann hvatti samveldisrikin til að efla samvinnu sína í varnarmálum gegn Bandarikjunum og Atlants- hafsbandalaginu, öll afvopnun síðustu ára hefði byggst á því að dregið hefði úr viðbúnaði sam- veldisríkjanna. Vesturveldin væru á hinn bóginn stöðugt að efla hernaðarmátt sinn og enn væri hætta á að til svæðisbund- inna átaka kæmi eða stríða þjóða- brota. Jeltsín sagði alrangt að Rússar stefndu að því að endur- reisa gamla heimsveldið með valdi; samstarfið myndi byggjast á frjálsum samningum og ekki yrði horfið til gömlu stjórnhátt- anna. Helmingur liðs gíslatakanna í Pervomaískoje komst undan Hörð gagnrýni frjáls- lyndra vegna blóðbaðsins Moskvu, í grcnnd við Pervomalskoje. Reuter, The Daily Telegraph. HÖRÐ hríð var gerð að Borís Jeltsín Rússlandsfor- seta vegna gíslamálsins í Pervomaískoje er forset- inn hélt blaðamannafund í gær. Hann fullyrti að aðgerðin gegn tsjetsjensku gíslatökunum hefði gengið eftir áætlun en 27 rússneskir hermenn hefðu fallið og 153 uppreisnarmenn. 24 óbreyttir borgarar hefðu fallið þegar í upphafi í borginni Kízljar þar sem gíslamir voru flestir teknir. Ljóst þykir að helmingur Tsjetsjenanna hafi komist undan frá Pervomaískoje, ef til vill var leiðtoginn, Salman Radújev, meðal þeirra. Fijálslyndir stjórn- málaleiðtogar og margir fjölmiðlar í Rússlandi fordæma blóðbaðið í þorpinu. Dagblaðið Sevodníja sagði að stjómvöld ættu enn eftir að útskýra hvers vegna aðgerðin hefði varað svo lengi, stjóm hennar verið svo laus í reipunum og blóðbaðið svo mikið. Ízvestíja sagði Rússa fínna til „mikillar beiskju, vonbrigða og getuleysis" vegna atburðanna. Helsti hemaðarleiðtogi uppreisnarmanna í Tsjetsjníju, Aslan Maskhadov, sagði í gær að um leið og ljóst var að stjórnvöld í Möskvu myndu beita valdi hefði verið ákveðið að hópurinn hefði sig á brott frá þorpinu. „Aðgerðinni er í reynd lokið. Radújev og hópur hans er nú uppi í fjöllun- um með gísla sína.“ Rússar komu í veg fyrir að blaðamenn og starfs- maður Rauða krossins gætu kannað aðstæður í Pervomaískoje í gær. Gíslamir vom upphaflega um 100 og segjast Rússar hafa frelsað 82 en óljóst er um örlög 18 manna, er jafnvel hugsanlegt að rétt sé hjá Maskhadov að Radújev og menn hans hafí tekið einhveija með sér á flóttanum til Tsjetsjníju. Ringulreið og flótti Æ fleiri vísbendingar sjást nú um að rússnesk stjómvöld hafí reynt að rugla almenning í ríminu með röngum eða villandi upplýsingum og óhróðri um gíslatakana. Helsta ástæðan fyrir því að ákveð- ið var að reyna ekki samninga heldur beita öflug- um þungavopnum og flugskeytum í Pervoma- ískoje var sögð sú að Tsjetsjenamir væru farnir að myrða gíslana. Þessum staðhæfíngum mót- mæla gíslar sem komust af, segja að gíslatakam- ir hafí engan tekið af lífí. „Þeir fóru ekki illa með okkur. Þeir blótuðu meira að segja ekki,“ sagði einn gíslinn, Díma Alexandrovítsj. Hann fagnaði ákaft að hafa komist lífs af, það væri eins og að „fæðast á ný“. Alexandrovítjs sagðist hafa komist á brott frá þorpinu ásamt hópi Tsjetsjena í gegnum ægilega skothríð Rússa og gefíð sig fram við rússneska hermenn í dögun. „Það var ringulreið. Tsjetsjen- arnir skutu af öllu sem þeir réðu yfír og það var skotið á okkur úr þrem áttum. Þeir gereyddu nokkmm vígjum Rússa. Þetta var algert helvíti". Að sögn Alexandrovítsj óttuðust gíslamir mest að rússnesku hermennimir myndu skjóta þá. Hershöfðinginn sem stjórnaði aðgerðum í Pervomaískoje, Míkhaíl Barsúkov, hefur stutt Jeltsín dyggilega síðustu árin, m.a. er harðlínu- menn þá þingi gerðu uppreisn haustið 1993 en forsetinn braut hana á bak aftur með vopnavaldi. Jeltsín segir Tsjetsjenana vera glæpamenn en Barsúkov virtist ekki geta stillt sig um að dást að ijendum sínum. „Þetta var frábær herflokkur, vel þjálfaður og og vel undirbúinn," sagði hann. „Mestu skipti að þeir börðust fyr'r hagsmunum sínum, fyrir hugmynd sinni - við viðurkennum það“. Reuter Arbeiderbladet hnýtir í íslenska kvikmyndagerð Sendiherrann til varnar „MÉR fannst þessi skrif einstaklega ómakleg og ómálefnaleg og ástæðu- laust að lesendur þessa ágæta blaðs héldu til dæmis að íslenska kvik- myndahátíðin væri haldin í 17 manna sal,“ segir Eiður Guðnason, sendi- herra íslands í Noregi í en í gær birtist í Arbeiderbladet grein eftir hann þar sem hann svarar skrifum blaðamanns blaðsins um íslenska kvikmyndagerð. Tilefni skrifa norska blaðamanns- ins var 66 síðna umfjöllum breska kvikmyndatímaritsins Premiere um kvikmyndir á 100 afmæli greinarinn- ar. Þar er ekki minnst einu orði á Noreg. „Hinir illa upplýstu blaða- menn hafa hvorki áhuga á Arne Skouen-, Nils Gaup eða kvikmynda- hátíðinni í Haugasundi. Þess í stað fara þeir fögrum orðum um íslenska kvikmyndaleikstjórann Friðrik Þór Friðriksson og íslensku kvikmynda- hátíðina, hátíð sem er öll haldin í 17 sæta kvikmyndasal." Fyrirsögn greinar Eiðs er „ísland, kvikmyndir og fáfræði" og þar seg- ist hann vel skilja að blaðamaðurinn, sé móðgaður yfír því að Noregur skuli ekki nefndur í umfjöllun kvik- myndatímaritsins. Flestir hafí metn- að fyrir hönd lands síns og menningu þess. Hins vegar sé erfítt að sjá sam- hengið á milli þess að ekki sé skrifað vel um norska kvikmyndagerð og að farið sé fögrum orðum um Friðrik Þór. Ef til vill hafí bresku blaðamönn- unum einfaldlega þótt myndir hans betri en þær norsku myndir sem þeir hafí séð. Sé það raunin, sé ekki um fáfræði að ræða heldur smekk manna. „Það kæmi mér ekki á óvart þó að einhveijir samlanda minna teldu að skrif af þessu tagi... endurspegli menningarlega minnimáttarkennd eða öfund. Jafnvel þó að ég sé ekki þeirrar skoðunar, á ég erfítt með að sjá tilgang skrifanna,“ segir í grein Eiðs, sem upplýsir lesendur að því búnu um að kvikmyndahátíðin ís- lenska sé yfirleitt haldin í stærsta kvikmyndahúsi landsins sem taki alls 2000 manns í sæti. Lýkur Eiður grein sína á spurningunni um hvort „fá- fróða blaðamenn sé kannski ekki aðeins að finna í Englandi?" Frumskilyrði lífs á tveimur stjömum? VÍSINDAMENN hafa uppgötvað tvær reikistjörnur þar sem vatn og önnur frumskilyrði lífs kann að vera að fínna. Eru stjörnurnar í 35 ljós- ára fjarlægð frá jörðu að sögn vís- indamanna sem tilkynntu um upp- götvun sína á ráðstefnu stjarnvís- indamanna sem haldin var í vikuni í San Antonio í Texas. Stjarnvísindamenn voru margir yfir sig spenntir er sagt var frá fundi stjarnanna en tilkynnt hefur verið um mikinn fjölda nýrra stjarna, stjörnuþoka og smástirna að undanförnu. „Nýtt tímabil er að renna upp,“ sagði Alan P. Boss hjá Carnegie-stofnuninni í Washington. Umræddar reikistjörnur teljast tiltölulega nálægt jörðu. Önnur þeirra er á braut umhverfis stjörnu í Meyjarmerkinu, sem kallast 70 Virginis, en hin er á braut umhverf- is stjörnu í Stóra Birni, 47 Ursa Majoris. Báðar eru stjörnurnar sýni- legar með berum augum, að því er segir í The International Herald Tribune. Stjarnan í Meyjarmerkinu er ekki ósvipuð sólinni, en þó nokkur hund- ruð gráðum kaldari og þremur millj- örðum árum eldri. Stjarna sem hef- ur nífaldan massa Júpíters fer um- hverfis hana á sporöskjulaga spor- baug á 116 dögum. Telja vísinda- mennimir sem rannsökuðu stjörn- una að hitinn á yfirborði hennar sé um 85°. Við það hitastig geti sam- eindir þrifíst, allt frá koltvísýringi til flókinna líffræðilegra sameinda, t.d. þeirra sem mynda frumur, sagði einn vísindamannanna sem uppgöt- vaði stjörnurnar. Hann heitir Geof- frey Marcy og vinnur við ríkis- háskólann í San Fransiskó. Sam- starfsmaður hans er Paul Butler, sem vinnur að rannsóknarverkefni Berkeley-háskóla og San Franciskó. Butler og Marcy hafa leitað að stjömum sem líf þrífst á frá árinu 1987. Hafa þeir safnað upplýsingum um 120 stjörnur og hafa þegar unn- ið úr upplýsingum um 60 þeirra. Um þijár vikur eru síðan þeir upp- götvuðu möguleikana á lífi á stjörn- unum tveimur en þeir þakka það örri tækniþróun að það var mögu- legt. Massi stjörnunnar í Stóra-Bimi er þrefalt meiri en massi Júpíters. Smástirni á sporbaug hennar eru 1.100 daga að fara hringinn. Talið er að yfirborð hennar sé kaldara, um -80° og að undir yfirborðinu sé nógu heitt til að vatn fijósi ekki. Segja vísindamennirnir að plánetan gæti vel ,átt heima í okkar sólkerfi. Stjörnurnar eru líkt og Júpíter, aðallega myndaðar úr gastegundum, og andrúmsloftið þykkt. Vísinda- menn eiga eftir að rannska hvers konar líf geti þrifist á stjörnunum. Þá getur einnig verið að tungl séu umhverfis stjömurnar og að á þeim þrífist einhvers konar líf. Alcor Dubhe NÝJAR REIKISTJORNUR BANDARÍSKIR stjarnvísindamenn hafa uppgötvað tvær nýjar reikistjörnur þar sem líf kann að þrífast. Stjörnurnar eru í um 35 Ijósára fjarlægð frá jörðu og eru á sporbaug umhverfis stjörnur sem kallast 70 Virginis og 47 Ursa Major STÓRI BJÖRN (URSA MAJOR) \ / / Phecda •----• •. / Merak^v \ Mizar ® • 47 Ursa Majoris Massi jarðar (= 1) 1 2862 954 Hiti á yfirborði -70°C til+55°C 85°C Vatn flýtur Ásporbaug 365daga 116 daga 1.100 daga TÖLUR Jörðin 70 Virginis 47 Ursa Majoris Massi reikistjarnanna er margfalt meiri en massi Júpiters og þær eru á sporbaug um stjörnur í svipaðri fjarlægð og gerist í okkar sólkerfi, Þar sem yfirborð þeirra er kaldara en svo að vatn sjóði, er mögulegt að þar rigni eða að þar séu úthöf. REUTER Amnesty Áhyggjur af Panchen Lama Peking. Reuter. MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty International lýstu í gær yfir áhyggjum sínum af afdrifum sex ára gamals drengs sem Dalai Lama hefur útnefnt Panchen Lama en sá kemur næst Dalai Lama að völdum hjá búddamunkum. Ekkert hefur spurst til drengsins og for- eldra hans í átta mánuði. í yfirlýsingu sem Amnesty Inter- national sendi frá sér segir að sam- tökin óttist að kínversk yfirvöld haldi drengnum og foreldrum hans nauðugum. Segja þau að um fímm- tíu munkar og aðrir Tíbetar séu í haldi vegna harðra deilna þeirra við Kínveija vegna endurholdgunar Panchen Lama. Kínversk yfirvöld hafa ítrekað fullyrt að drengurinn sé óhultur í Tíbet en hafa neitað að gefa frek- ari upplýsingar um hann. Dalai Lama útnefndi drenginn, Gedhun Choekyi Nyima, sem ellefta Panchen Lama. Kínveijar for- dæmdu ákvörðun Dalai Lama og sögðu hana brot á samningi yfir- valda í Peking og Tíbeta um sam- ráð við útnefninguna. Sögðu kín- 4ersk yfirvöld annan sex ára dreng, Gyainchain Norbu, næsta Panchen Lama.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.