Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Venjulegur dagur
í lífð Magnúsar
Vers Magnússonar
aflraunamanns
Morgunveröur, kl. 09:00:
Próteindrykkur.
Alls 2.000 hitaeiningar
Hádegisverður, kl. 12:00:
Kínverskur matur,
gjarnan nautakjöt, hrísgrjón
og tilheyrandi.
Alls 2.000 hitaeiningar
Síðdegiskaffi, kl. 16:00:
Próteindrykkur.
Alls 2.000 hitaeiningar
Kvöldverður, kl. 20:00:
Pasta.
Alls 2.000 hitaeiningar
Kvöldsnarl, 22:00-23:00 :
Brauó með ýmsu áleggi.
Alls 1.000 hitaeiningar.
Æskilegur fjöldi
hitaeininga
í daglegri fæðu
samkvæmt
Næringarfræði-
stofnun Bretlands:
'íV’
ELVISinnbyrti allt að tvæi' slíkar GlópaguJlssamlokur á
dag og innihélt hvor um 42.000 hitaeiningar.
Elvis Presley borðaði
mánaðarskammt á einum degi
ÞRJÁTÍU sentimetra hár
brauðbátur, fylltur fleski,
hnetusmjöri og jarðarberja-
sultu bættist nýlega í stóran hóp
meintra morðingja Blvis Presley.
Hver slík samloka inniheldur 42.000
hitaeiningar, sem duga venjulegum
manni í hálfan mánuð. Elvis innbyrti
tvær á dag undir það síðasta. Kóng-
urinn borðaði meira en meðal Asíu-
fHl. Auk samlokanna hélt hann sjálf-
um sér miðnæturveislur þar sem
hamborgarar og djúpsteiktair fransk-
brauðssamlokur voru á boðstólum.
Löngum hefur verið Ijóst að ofátið
dró Elvis til dauða, en fyrst núna eru
smáatriðin og lýsingar á átveislum
hans að koma fram í dagsljósið.
Erfingjum Elvis þykir reyndar nóg
um þessar upplýsingar og reyna
hvað þeir geta til að halda þeim
leyndum fyrir umheiminum.
Hryllilegar upplýsingar um
mataræði kóngsins koma fram í
heimildarmynd BBC-sjónvarps-
stöðvarinnar. Þær fengust hjá
kokkum og læknaliði sem umkringdi
Elvis í Gracelandi áður en hann lést
árið 1977,42ja ára gamall og 160 kfló
að þyngd.
Húta málssúkn
Dánarbú Presleys hefur hótað að
höfða mál á hendur hverri sjón-
varpsstöð sem hyggst sýna þáttinn í
Bandaríkjunum, vegna einkaleyfis
þess á nafninu Elvis Presley. BBC
Worldwide hafði samið við Cinemax,
bandaríska kapalstöð, um að sýna
myndina, en hætti við vegna hótunar-
innar.
Þáttagerðarmenn hjá BBC segja
að stofnunin hafi látið undan þrátt
fyrir að hafa lýst því yfir að kæra
Graceland myndi aldrei standast
fyrir rétti. „Lionheart [Ljónshjarta],
söludeild BBC, stendur ekki undir
nafni,“ sagði einn þeirra. „Hún hætti
við þegar hálaunaðir lögfræðingar í
fínum fötum stóðu andspænis kær-
unni.“
BBC sendi þó þáttinn út í
Bretlandi um jólin, en viðurkennir að
ekki standi til að selja hann banda-
rískri sjónvarpsstöð.
Hafði mikla
matarlyst í æsku
Þátturinn rekur sögu matvenja
kóngsins frá byrjun. Annie, frænka
hans, lýsir hvernig þá fátæk Presley-
fjölskyldan lifði á grænmeti, sætum
kartöflum, djúpsteiktum íkorna og
soðinni eða bakaðri pokarottu.
„Strax þá hafði Elvis mikla, mjög
mikla matarlyst,“ segir hún. Arið
1956, þegar Elvis var orðinn
milljónamæringur og naut Ijúfa líf-
sins í Memphis, Tennessee, byrjaði
móðir hans að gefa honum „góðgæti"
af ýmsu tagi. Meðal annars gaf hún
honum hamborgara, 500 hitaeiningar
hvem og „rétt hússins“, sultusam-
lokuna. Hún samanstóð af ristuðu
franskbrauði, jarðarberjasultu og
hnetusmjöri. Hver slík innihélt um
Venjulegur dagur
í lífi kóngsins
Morgunverður, kl. 17:00:
Sex spæld egg steikt í smjöri,
velsöltuð. Tæplega hálft kíló
af fleski og 200 gr. af pylsum.
12 kexkökur.
Alls 5.000 hitaeiningar
Kvöldverður, 22:00—24:00:
Tvær „Fool's Gold“ samlokur,
sem innihalda eina krukku af
hnetusmjöri, eina krukku af
jaróarberjasultu og tæplega
hálft kíló af fleski hvor.
Alls 84.000 hitaeiningar
Kvöldsnarl, 04:00-05:00:
Fimm tvöfaldir hamborgarar
og nokkrar samlokur með
hnetusmjöri og jarðarberjasultu.
Alls 5.000 hitaeiningar
PRESLEYhafði alltafmikla matarlyst. Síðustu árín voru
matarvenjur Elvis farnar að setja svip sinn á hann.
það bil 800 hitaeiningar og torgaði
Elvis nokkrum á dag.
Anthony Wall, ritstjóri Arena,
deildar innan BBC sem gerði mynd-
ina, segir að um leið og Elvis hafi
þróast frá því að vera ungur rokkari,
sem breytti tónlistarheiminum, yfir í
Las Vegas-raulara, hafi matarástin
haldið kyrru fyrir í Memphis. „Hann
lærði aldrei almennilega að nota hníf
og gaffal og lét útbúa mat sem hann
gat borðað með höndunum, auk þess
sem steikumar voru skomar niður í
hæfilega litla bita. Hann fór aldrei út
að borða, fór sjaldan í boð og fékk
aldrei tækifæri til að þroskast and-
lega,“ segir Anthony.
Á fyrri hluta áttunda áratugarins,
þegar einkalíf hans var í stöðugu
uppnámi, var aðalnautn Elvis að
borða og þyngd hans sveiflaðist milíi
80 og 160 kílógramma. Mary Jenkins,
sem var í afleysingahópi matreiðslu-
manna í Gracelandi, segir: „Hann
sagði oft að eina ánægja
hans í lífinu væri að borða.“
Venjulegur „dagur“ byr-
jaði á 5.000 hitaeininga
morgunverði klukkan 17.
Hann samanstóð af sex
stórum harðsoðnum eggj-
um, steiktum í smjöri og söl-
tuðum, tæplega hálfu kílói af
brenndu fleski, 200 gröm-
mum af pylsum og 12
kexkökum. Allt þetta var
sett á bakka og fært kóng-
inum í rúmið.
' Um miðnætti varð hann
svangur aftur. Buck Scott,
eigandi veitingastaðar í
Denver, minnist þess að
Elvis var gjarn á að fljúga
þangað seint á kvöldin og
taka með sér 12 Glópagulls-
eða „Fool’s Gold“-samlokur
heim. „Ein slík inniheldur
um það bil 42.000 hita-
einingar,“ segir Scott.
Vitni sögðu framleiðen-
dum þáttanna, að vísu ekki í
mynd, að Presley hefði sjál-
fur borðað tvær þeirra. „Þá
loksins deildi hann hinum sem eftir
voru með félögum sínum, sem voru
hræddir við skapofsa hans,“ segir
Anthony Wall.
Áður en hann fór í háttinn um
morguninn borðaði Elvis allt upp í
fimm hamborgara og fimm samlokur
með hnetusmjöri og bananastöppu.
Samtals innihélt maturinn sem
Elvis innbyrti á dag allt að 100.000
hitaeiningum. Aðilar hjá Næringar-
fræðistofnun Bretlands segja slíkt
magn „algjörlega ógeðslegt“.
„Ég veit ekki hvernig hann fór að
þessu,“ segir talsmaður stofnunar-
innar. „Jafnvel heimskautafarar geta
aðeins náð 10.000 hitaeiningum þeg-
ar þeir byggja sig upp fyrir leiðang-
urinn. Dagskammtur Elvis myndi
nægja venjulegum manni í mánuð.“
Starfsmenn stofnunarinnar gera
ráð fyrir að Presley hefði dugað að
borða fjóra íkorna eða sex pokarottur
á dag til að ná fullorðinshæð. „íkorni
KJAFTÆÐI
í samtali við Morgunblaðlð
seglr Magnús Ver
Magnússon, sterkasti maður
heims, að þessar staðhæf-
ingar um matarvenjur
kóngsins hljóti að vera
„kjaftæði. Enginn maður
getur á einum degi lagt sér
til munns mat sem inniheld-
ur 94.000 hitaefnlngar. Ég
verð seint talinn vera mat-
grannur, en dagskammtur
minn er um það bil 9.000
hitaeiningar og ég hef senni-
lega aldrei farlð yfir 15.000
hitaeiningar á dag.“
bragðast líkt og villtur héri og þótt
hann hafi ekki verið á borðum Breta í
mörg ár er hann sennilega bragð-
betri en rotta“.
iðnstður aú rægja
kúnginn___________________
Elvis reyndi að fara í megrun, en
lítil alvara var í tilraunum hans í þá
áttina. Hann bætti sér hitaeininga-
tapið upp með leynilegum máltíðum,
þar sem hann neyddi vini sína til að
smygla risaflatbökum inn á herbergi
sitt á spítalanum.
Að lokum þoldi líkaminn þetta
líferni ekki lengur og opinber dánar-
orsök hans var hjartaáfall. Læknir-
inn sem krufði kónginn kallar dánar-
orsökina „banvænt salemis-óhapp“ í
viðtali við að-standendur heimildar-
myndarinnar.
Meðlimir aðdáendaklúbba kóngs-
ins um allan heim hafa sætt sig við
orðinn hlut. „Þetta er bara enn eitt
kvikmyndaliðið sem græðir peninga
á að rægja Elvis,“ segir Mike Davis,
ritari Suður-Essex klúbbsins.
„Enginn talar um höfðingsskap hans,
eða hversu vel hann hélt röddinni allt
til endalokanna. Þetta er iðnaður, að
rægja kónginn. Og Elvis er sagður
hafa verið sjúkur?“
• Byggt i The Sunday Times.