Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fréttir af ótrúlegri þorskgengd á vetrarvertíöarslóöinni: Plágan mikla! Úrskurður skipulagsstjóra ríkisins Fallist á lagningn hring- vegar um Fljótsheiði Halldór Ásgrímsson vill styrkja nýsköpun Ríkiðseljihlutíjárn- blendiverksmiðjunni SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hef- ur fallist á fyrirhugaða lagningu hringvegar um Fljótsheiði með þeim skilyrðum að engin fram- ræsla fylgi vegagerðinni á eða nærri votlendissvæðum Fljótsheið- ar og tryggt verði að áhrifum vegagerðarinnar á grunnvatns- stöðu verði haldið í algjöru lág- marki. Þá verði öll umferð vinnu- véla og annarra tækja utan veg- stæðis bönnuð meðan á vegagerð stendur, og tryggt verði í samráði við landeigendur á Rauðá að sum- arbústöðum í landi Rauðár verði tryggt vatnsból af sambærilegum gæðum og magni komi í ljós að vegagerð skerði núverandi vatns- ból bústaðanna. Framkvæmdum Ijúki árið 1997 Fyrirhugað vegarstæði um Fljótsheiði liggur frá Fosshóii við Skjálfandafljót yfir Fljótsheiði að vegamótum við Aðaldalsveg við Jaðar. Nýi vegurinn verður 9,77 km og er liður i bættu vegarsam- bandi á Norðurlandi, en vegurinn fær forgang, þar sem núverandi vegur um Fljótsheiði er einungis sumarvegur, brattur og hættuleg- ur vegna blindhæða. Vegurinn ber auk þess ekki þá umferð sem um hann fer á sumrin en hann er hluti af leiðinni á milli Akureyrar og Mývatnssveitar og er fjölfarinn af ferðamönnum. Stefnt er að því að framkvæmd- ir hefjist vorið 1996 og að þeim ljúki sumarið 1997. Vegurinn ligg- ur um lönd Fosshóls og Rauðár í Ljósavatnshreppi og lönd Ingjalds- staða, Heiðarbrautar, Einarsstaða, Jaðars og Kvígindisdals í Reyk- dælahreppi. Samkvæmt 14. grein laga nr. 63/1993 má kæra úrskurð skipu- lagsstjóra ríkisins til umhverfís- ráðherra innan fjögurra vikna frá því hann er birtur eða kynntur viðkomandi aðila. HALLDÓR Ásgríms&on utanríkis- ráðherra hefur lýst yfir því að hann sé þeirrar hyggju að ríkið eigi að selja hlut sinn í fyrirtækjum, sem standi traustum fótum, og leggja í nýjar framkvæmdir. Hann tók járn- blendiverksmiðjuna á Grundartanga sem dæmi um þetta, en ríkið á rú- man helming í henni. Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið á fimmtudag að ríkið hefði á sínum tíma Iagt fram verulegt fjár- magn í jámblendiverksmiðjuna og hún hefði ekki verið reist án þess að ríkið hefði komið inn ásamt er- lendum aðiljum, en nú stæði fyrir- tækið traustum fótum og ríkið gæti því dregið sig í hlé. Utanríkisráðherra sagði að þörf væri á því að byggja upp fyrirtæki annars staðar á landinu og auðveld- ara væri að fá samstarfsaðila ef rík- ið legði til hlutafé. Halldór sagði að í Kanada legði ríkið fram hlutafé í ný iðnfyrirtæki í orkufrekum iðnaði og íslendingar mættu taka sér það til fyrirmyndar. „Jámblendiverksmiðjan er komin yfir sína erfiðleika," sagði Halldór. „Hún er traust og gott fyrirtæki, sem skapar miklar tekjur og atvinnu á því svæði. Það er engin ástæða fyrir ríkið að vera lengur í þeim rekstri. Hins vegar er hlutverk ríkisvaldsins að hjálpa til við nýjungar og nýsköp- un.“ Halldór vildi ekki leiða getum að þvi hvers virði hlutur ríkisins í jámblendiverksmiðjunni væri, en kvað enga ástæðu til að eiga hlut í fyrirtækjum um aldur og ævi. Þetta ætti einnig við um önnur fyrirtæki en jámblendiverksmiðjuna. Þá sagði Halldór að staða ríkissjóðs væri þannig að ekki væri unnt að leggja fé í fyrirtæki, nema með þessum hætti. Tónlistarskólinn á Akureyri 50 ára Rík áhersla á hlj óms veitarstarf Guðmundur Óli Gunnarsson ÓNLISTARSKÓL- INN á Akureyri er fimmtíu ára í dag, laugardaginn 20. janúar, og verður afmælisins minnst með samkomu í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju en auk þess verður tímamót- anna minnst með ýmsum hætti síðar á árinu. Tón- listarskólinn á Akureyri eV einn elsti og stærsti tónlist- arskóli landsins og þar er boðið upp á fjölbreytt nám. Fyrsti skólastjóri hans var Margrét Eiríksdóttir, þá tók Jakob Tryggvason við en hann var skólastjóri frá 1950-1974 þegar Jón Hlöð- ver Áskelsson tók við starf- inu sem hann gegndi til ársins 1991. Guðmundur Óli Gúnnarsson hefur stjórnað skólanum frá árinu 1992. Fleiri hafa komið að stjórn skólans um skemmri tíma. „Það var Tónlistarbandalag Ákureyrar sem stofnaði skólann, en að bandalaginu stóðu Tónlist- arfélag Akureyrar, Karlakórinn Geysir, Karlakór Akureyrar, Kantötukór Akureyrar og Lúðra- sveit Akureyrar. Hlutverk þessa bandalags var að stofna og reka tónlistarskóla á Akureyri, hafa forgöngu um stofnun hljómsveit- ar og að efla tónlistarlíf í bæn- um. Skólinn var settur í fyrsta sinn 20. janúar 1946, en það gerði Þórarinn Björnsson, skóla- meistari Menntaskólans á Akur- eyri, sem var í skólanefnd Tón- listarskólans á Akureyri úm 20 ára skeið. Það var stórhugur í mönnum þegar starfsemi skólans hófst og m.a. kemur fram í fund- argerð um húsnæðismálin að ef byggð verði tónlistarhöll á Akur- eyri muni skólinn vera þar til húsa,“ sagði Guðmundur Óli Gunnarsson skólastjóri um að- draganda þess að stofnaður var tónlistarskóli á Akureyri. Hvað voru margir nemendur við skólann í upphafi og hversu m.argir eru þeir núna? „Starfsemin hefur vaxið ár frá ári, fyrstu árin voru nemendur um 20 til 30 talsins, þeir voru orðnir á þriðja hundrað árið 1972 og nú eru þeir um 500 talsins. Auk þess erum við með um 70 nemendur í tveimur tilraunaverk- efnum í Bamaskóla Akureyrar og Oddeyrarskóla.“ Það hafa væntanlega orðið miklar breytingar á þeirri hálfu öld sem liðin er frá stofnun Tónlistarskól- ans á Akureyri? „Námsframboð við skólann hefur vaxið mjög. Í fyrstu vom píanónemendur kjarni nemenda- hópsins, en nú er kennt á nánast öll hljóðfæri klassískrar tónlistar. Þá erum við með alþýðutónlistar- deild við skólann þar sem áhersla er lögð á djass og rokktónlist. Eitt af fyrstu hljóðfærunum sem kennt var á við skólann var orgel en á síðari árum höfum við bætt við námskeiðum þannig að nem- endur okkar geti betur búið sig undir að starfa sem kirkjuorgan- istar. Söngdeild okkar hefur líka eflst mjög á síðari árum. Nemend- ur í deildinni eru milli 60 og 70, við höfum sett upp óperur og síð- asta haust var stofnaður kór við skólann. Það má líka nefna að við starfrækjum tónlistarbraut við skólann í samvinnu við Mennta- skólann á Akureyri og brautskrá- um stúdenta. Það er iögð rík áhersla á hljóm- ►Guðmundur Óli Gunnarsson fæddist í Reykjavík árið 1961. Hann var við nám í tónlistar- skólum í Reykjavík og Kópa- vogi, stundaði nám við Tónlist- arháskólann í Utrecht í Hol- landi 1982-’89 og tók lokapróf í hljómsveitarsljórnun frá skól- anum 1990 og sótti námskeið í Nacka, Östersund og Norrköp- ing árið 1989. Þá stundaði hann framhaldsnám í hljómsveitar- stjórn hjá prófessor Jorma Pan- ula í Kaupmannahöfn 1989 og í Helsinki 1990-’92. Guðmundur hefur sljórnað m.a. Háskóla- kórnum, Caput frá stofnun hópsins og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í Utrecht. Kam- merhljómsveit Akureyrar og síðar Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands hefur hann stjórnað frá árinu 1992. Hann hefur komið fram sem stjórnandi með Sinf- óníuhljómsveit íslands, Kamm- ersveit Reykjavíkur og íslensku hljómsveitinni. Eiginkona Guð- mundar Óla er Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og eiga þau tvö börn. sveitarstarf við Tónlistarskólann á Akureyri. „Já, hljómsveitarstarfið hefur verið mjög öflugt. Þeir nemendur sem lengst eru komnir í námi fá tækifæri til að spreyta sig með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og leika þá með atvinnumönnum. Það er starfandi um 40 manna Kammerhljómsveit við skólann sem í sumar ætlar að taka þátt í tónlistarhátíð í menningar- höfuðborginni Kaupmannahöfn og eldri blásarasveitin okkar hyggur á tónleikaferð til Skot- lands í sumar. Allir nemendur skólans fá mikla þjálfun í starfi með hljóm- sveitum, en strax á fyrsta ári fara þeir að leika m'eð hljómsveitum. Þannig leggjum við sérstaka áherslu á félagslega þáttinn í tónlistarupp- eldinu." Hvernig ætlið þið að halda upp á 50 ára afmæli skólans? „Það verður samkoma í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju þar sem m.a. fulltrúar þeirra sem stóðu að stofnun skólans flytja erindi auk skólameistara Menntaskólans á Akureyri og bæjarstjóra. Síðari hluti þeirrar dagskrár er málþing sem haldið er að frumkvæði foreldrafélaga við skólann þar sem fjallað verð- ur um gildi tónlistarmenntunar, þýðingu skólans fyrir Norðurland og stöðu hans í íslensku tónlistar- lífi. Þá verður boðið upp á kaffi- veitingar í boði bæjarstjórnar." Einn elsti tón- listarskóli landsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.