Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Júlíus ÖKUMAÐUR fólksbílsins er alvarlega slasaður eftir árekstur við vörubíl. Vörubíll og fólksbíll í árekstri ÖKUMAÐUR fólksbíls slasaðist al- varlega í gær þegar hann lenti í árekstri við vörubíl í Hafnarfírði. Areksturinn varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Hlíðarbergs skömmu fyrir hádegi. Vörubílnum var ekið norður Reykjanesbraut og fólksbílnum vestur Hlíðarberg. Ökumaður vörubílsins meiddist ekki við áreksturinn en ökumaður fólksbílsins var fluttur á slysadeild. Að sögn læknis þar er maðurinn alvarlega slasaður. ♦ ♦ ♦------ Gæslulaun kennara á Austurlandi Samkomu- lag talið ólíklegt GUÐGEIR Ragnarsson oddviti í Hlíðarhreppi segir hreppa þá á Aust- urlandi sem Kennarasamband ís- lands hefur stefnt vegna þess að þeir neituðu að greiða kennurum laun fyrir gæslu á heimavist í verkfalli kennara í fyrra, staðráðna í að fá lagalegan úrskurð á réttmæti ákvörðunar sinnar. Því sé ekki útlit fyrir að samkomulag náist. Lögmaður hreppanna skilar máls- vöm þeirra á þriðjudag og verður málið væntanlega tekið fyrir í kjöl- farið. Um tvo skóla er að ræða og lýtur annar þeirra, Brúarásskóli, umsjón Hlíðarhrepps, Tunguhrepps og Jökuldalshrepps. Hvarflar ekki að öðrum Nemendur mættu ekki í skólann enda var ekki um neina kennslu að ræða í verkfallinu og því var engin gæsla á heimavist. Kennarar mættu því ekki til starfa en telja sig samt eiga að fá greiðslu fyrir, þar sem þeir hefðu verið tilbúnir til að sinna gæslu. Verkfallinu hafí verið beint gegn ríki en ekki sveitarfélögunum sem réðu þá til annarra starfa. Guð- geir kveðst telja að kennarar hefðu átt að mæta til starfa þrátt fyrir fjar- veru nemenda. „Við teljum að hafí þeir ekki mætt í vinnu vegna verkfalls, eigi ekki að greiða þeim fyrir óunnin störf og lítum svo á að krafa þeirra sé ósanngjörn. Málið hefur fordæmis- gildi að okkar mati og því er ástæða til að draga þetta skýrt fram í dags- ljósið,“ segir Guðgeir. I Brúarásskóla hafa fímm kennn- arar gert kröfu um greiðslur fyrir umræddan tíma, og er upphæðin mismunandi eða frá 40-65 þúsund krónur, eða alls á þriðja hundrað þúsund króna. „Ég sagði kennurunum að ef þeir gætu bent á einhver rök fyrir því að okkur bæri að borga þetta, mynd- um við gera það. Rökstuðningurinn kom hins vegar ekki, aðeins stefna og þá er ekki um annað að ræða en að fá lagalegan úrskurð. Kennurunum datt þetta fyrst í hug eftir verkfall og í ýmsum öðrum skól- um, t.d. á Eiðum, hefur ekki einu sinni hvarflað að kennurum að fara fram á þetta,“ segir Guðgeir. AKUREYRI Bændur í Eyjafirði óánægðir með hátt verð á mjólkurflutningum Ihuga að selja mjólkína út fyrir samlagssvæðið Bændur reka mjólkurbílana en ráða litlu um rekstur þeirra MIKIL óánægja er meðal mjólkur- framleiðenda á samlagssvæði Mjólkursamlags Kaupfélags Ey- fírðinga vegna verðs á flutningi mjólkurinnar og eru bændur farn- ir að íhuga aðrar leiðir við að selja mjólkina. Samlagið tekur á móti um 20 milljónum lítra af mjólk á ári og er kostnaðurinn við flutn- ingana um 40 milljónir króna eða um 2 krónur á hvern lítra. Miklu ódýrara að flytja mysuna en mjólkina Benedikt Hjaltason bóndi á Hrafnagili sagði að mjólkurbílarn- ir væru alfarið reknir á kostnað bænda, en þeir fengju lítið að skipta sér af rekstrinum. Þeir væru inni í mjólkursamlagsrekstr- inum en á sérreikningi. Hann bendir á að ekki kosti nema tæp- lega 500 þúsund krónur að flytja um 7 milljónir lítra af mysu og þykir honum það mikið ósam- ræmi. „Það virðist vera svona miklu ódýrara að flytja mysuna en mjólkina og okkur þykir það nokkuð einkennilegt,“ sagði Bene- dikt. „Það eru notaðir. sömu bílarnir við þessa flutninga. Þessi mysa er seld á nokkrar milljónir króna en af því skila sér ekki nema tæp- lega 500 þúsund krónur inn á mjólkurbílareikninginn." Greiðir hátt í hálfa milljón fyrir flutninginn Mysuna sagði hann keyrða út til svínabænda, en henni yrði að öðrum kosti hent. „Þarna fær samlagið dágóða upphæð fyrir mysu sem annars færi í svelg- inn.“ Benedikt sagði að hann hefði þegar rætt við forsvarsmenn mjólkursamlagsins á Húsavík og hafa þeir áhuga á að kaupa mjólk af Eyjafjarðarsvæðinu. „Það er hins vegar viðbúið að þeir verði stöðvaðir, en það eru þá til aðrir kaupendur," sagði Benedikt. Benedikt sagði að hann hefði greitt hátt í hálfa milljón króna fyrir flutning á mjólk á síðastliðnu ári og ekki væri óalgengt að bænd- ur á svæðinu greiddu 300-500 þúsund krónur fyrir mjólkurflutn- ing á ári. Fimm hand- teknir vegna fíkniefnamála RANNSÓKNARLÖGREGLAN á Akureyri handtók 4 aðila á fímmtudag vegna gruns um aðild að fíkniefnamáli. Ekki var lagt hald á fíkniefni en tveir hinna grunuðu viðurkenndu að hafa ætl- að að verða sér úti um fíkniefni til neyslu og sölu. Einnig viður- kenndu þeir neyslu fíkniefna fyrir skömmu. í framhaldi málsins var ungur maður handtekinn í gær og í fórum hans fundust rúmmlega 12 grömm af hassi og 3 töflur af alsælu. Gunnar Jóhannsson, rannsóknar- lögreglumaður sagði að allir aðilar þessara mála hafí verið látnir laus- ir og að þau teljist upplýst. Fjöldi fíkniefnamála nær tvöfaldaðist milli ára Á SÍÐASTA ári kom 21 fíkniefna- mál upp á Akureyri og tengdust þeim fjörutíu aðilar, að sögn Gunn- ars Jóhannssonar, rannsóknarlög- reglumanns í rannsóknadeild lög- reglunnar á Akureyri. í þessum málum var lagt hald á ýiass, amfet- amín, alsælu og læknislyf. Árið áður komu upp ellefu fíkniefnamál og tengdust þeim rúmlega tuttugu aðil- ar. Fíkniefnamálum fjölgaði töluvert á síðasta ári en innbrotum, rúðubrot- um og tékkafalsi fækkaði milli ár- anna 1994 og 1995. Alls 68 innbrot voru kærð til rann- sóknarlögreglunnar á síðasta ári en 105 slík mál voru kærð árið áður. Þá var 61 rúðubrot kært til lög- reglunnar á síðasta ári en árið áður voru þau 94. Tékkamisferlum fækkaði einnig á milli ára og er það að mestu skýrt með því að debetkort hafa leyst ávísnahefti af hólmi. í fyrra var tékkamisferli kært fjórtán sinnum til lögreglu en árið áður voru þau 52. Samninorir OLÍS við KA NÝLEGA var formlega gengið frá samningi OLIS við handknatt- leiksdeild KA en OLÍS hefur ver- ið aðalstyrktaraðili félagsins und- anfarin ár. Þessi nýji samningur gildir til loka handknattleikstíma- bilsins 1997. Sú nýbreytni er í þessum samn- ingi að handknattleiksdeild KA nýtur ávinnings í beinum tengsl- um við eldsneytisviðskipti félags- manna og stuðningsmanna sinna á þjónustustöð OLIS á Akureyri. Að auki eru árangurstcngdar greiðslur í samningnum þannig að ef KA vinnur helstu mót ársins hækkar stuðningur OLÍS við fé- lagið. Myndin var tekin er Árni Krist- jánsson, ritari handknattleiks- deildar KA, t.v. og Tómas Möller, framkvæmdastjóri markaðssviðs OLÍS, skrifuðu undir samninginn í KA-heimilinu. Fyrir aftan þá standa f.v. Alfreð Gíslason, þjálf- Morgunblaðið/Kristján ari meistaraflokks og stjórnar- mennirnir Benedikt Olafsson, Sveinn Rafnsson, Kristján Sverr- isson, Björgólfur Jóhannsson, for- maður, Páll Alfreðsson og Alfreð Almarsson. Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli kl. 11 á morg- un, vináttudagur, munið kirkju- bílana. Guðsþjónusta kl. 14, Jóna Lísa Þorsteinsdóttir guð- fræðingur prédikar, Natalia Chow sópran og Helgi Péturs- son orgel sjá um tónlistarflutn- ing. Æskulýðsfélagsfundur kt. 15.30. Biblíulestur á mánu- dagskvöld kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Biblíu- lestur og bænastund kl. 13 í dag, laugardag. Lesið verður úr Markúsarguðspjalli. Barna- samkoma á morgun kl. 11, þema dagsins er vinaátta. Guðsþjónusta kl. 14 á sunnu- dag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30 á morgun, almenn samkoma kl. 20. Heimilasamband kl. 16 á mánudag, krakkaklúbbur á miðvikudag, biblíulestur á fimmtudag kl. 20.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks í kvöld kl. 20.30. Safnaðarsam- koma kl. 11 á sunnudag, vakn- ingasamkoma kl. 15.30, barna- blessun, ræðumaður Michael Fitzgerald. Krakkaklúbbur kl. 17.30 á miðvikudag, biblíulest- ur sama dag kl. 20.30. Krakka- klúbbur á föstudag og bæna- samkoma sama dag kl. 20.30. HÚSAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskólinn hefst í Mið- hvammi á morgun kl. 11, for- eldrar hvattir til að koma með börnunum. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Eyr- arlandsvegi 26. Messa kl. 18 í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, kl. 11. Fjórir árekstrar FJÓRIR árekstrar urðu á Akureyri í gærdag. Töluvert eignatjón varð í þessum ákeyrslum en ekki urðu slys á fólki. Götur bæjarins eru nánast auðar en Ingimar Skjóldal, varðstjóri hjá lögreglunni, segir að ökumenn eigi það til að aka óþarflega greitt við slíkar aðstæður. -----♦ ♦ ♦-- Skíðasvæðið lokað NÁNAST allur snjór er nú horfinn úr Hlíðarfjalli og því ekki hægt að hafa skíðasvæðið opið fyrr en all- verulega hefur snjóað þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.