Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Erlendar skuldir íslenskra fyrirtækja
fara minnkandi
Hafa greitt 17
milljarða á
tveimur árum
ÍSLENSK fyrirtæki hafa lækkað
erlendar skuldir sínar um 17 millj-
arða króna á undanförnum tveimur
árum. Að hluta er um hreina skulda-
lækkun að ræða en fyrirtæki hafa
einnig endurfjármagnað erlend lán
með lánum hérlendis.
Að sögn Hannesar G. Sigurðsson-
ar, aðstoðarframkvæmdastjóra
Vinnuveitendasambandsins, er
ástæða þessarar þróunar sú að fyr-
irtækjunum hafa boðist hagstæðari
lán hér á landi en erlendis, sér í lagi
árið 1994. Hins vegar segir hann
þessa þróun hafa stöðvast vegna
vaxtalækkana erlendis að undan-
förnu. Því hafi vaxtahækkanir
Seðlabankans að undanförnu, til
þess að stöðva gjaldeyrisútstreymi,
í raun verið óþarfar.
Hannes segir að lántökuskilyrði
hérlendis hafi batnað mikið á árinu
1994. „Vextir lækkuðu mikið í árslok
1993 auk þess sem iausafjárstaða
bankanna var þá nokkuð góð. Því
ríkti mikil samkeppni um stærri við-
skiptavini og lánskjör urðu hagstæð-
ari hér á landi en erlendis. Þessi þró-
un hélt áfram á árinu 1995, en fyrir-
tækin greiddu þó minna upp af lán-
um, heldur breyttu frekar skuldasam-
setningunni. Með þeim hætti gátu
þau dregið úr þeirri gengisáhættu
sem fylgir erlendum lántökum."
Hannes segir að VSÍ hafi kynnt
sín sjónarmið í þessum málum fyrir
Seðlabankanum í vikunni og bent á
að ofangreind þróun hafi þegar
stöðvast vegna vaxtalækkana er-
lendis á síðari hluta ársins 1995.
„Við teljum því ekki ástæðu til að
hafa áhyggjur af þessu gjaldeyris:
útstreymi nú.“ Hann segir að VSÍ
telji því að vaxtalækkanir þær sem
Seðlabankinn hafi beitt sér fyrir í
desember hafi í raun verið óþarfar.
Vaxtalækkanir framundan?
í nýjasta fréttabréfi Samvinnu-
bréfa - Landsbréfa er gert ráð fyrir
því að vextir muni fara lækkandi
hér á landi að nýju eftir hækkanir
undanfarinna vikna. Ýmis teikn eru
sögð á lofti um vaxtalækkanir á
næstunni, en hins vegar megi gera
ráð fyrir þvi að hækkunaráhrif
Seðlabankans séu ekki enn komin
fram að fullu á öllum sviðum.
Þau rök sem nefnd eru fyrir
vaxtalækkunum eru helst þau að
vextir muni að öllum líkindum halda
áfram að lækka í helstu viðskipta-
löndum á næstunni og vextir hér á
landi séu tiltöluiega háir í saman-
burði. Þá stefni í mun betri afkomu
ríkissjóðs á þessu ári samkvæmt
fjárlögum og að auki séu horfur á
sæmilegum friði á vinnumarkaði út
árið. Ennfremur bendi ekkert til
verulegs launaskriðs á árinu.
Stærsti bflaleigu-
samningurinn í höfn
TOYOTA-umboðið P. Samúels-
son hf., gerði í gær sinn stærsta
bílaleigusamning frá upphafi
við Bílaleigu Flugleiða sem
kaupir nú 114 Toyota-bíla. Hér
er um að ræða 105 Toyota Co-
rolla-bíla og 9 Toyota jeppa af
Hilux og RAV4 gerðum. Bílarn-
ir verða afhentir í vor.
Samkvæmt frétt frá Toyota-
umboðinu er þetta líklega
stærsti samningur sinnar teg-
undar sem gerður hefur verið
hér á landi. Þá segir að Toyota
Corolla hafi verið mest seldi
bíll á íslandi sl. 9 ár og sé reynd-
ar mest seldi bílinn í heiminum
með yfir 20 milljón eintök.
Á síðasta ári sló Toyota fyrri
met sem Ford og Volkswagen-
verksmiðjurnir höfðu átt vegna
mikillar sölu á T-módel og
„Bjöllunni" á sínum tíma.
Á myndinni eru frá vinstri
þeir Halldór Vilhjálmsson,
framkvæmdastjóri fjármála-
sviðs Flugleiða, Grétar Krist-
jánsson, forstöðumaður bíla-
leigu Flugleiða, Bogi Pálsson,
framkvæmdastjóri P. Samúels-
sonar og Skúli K. Skúlason,
sölusljóri P. Samúelssonar.
IBM eykur
hagnaðum
500 millj. dala
New York Reuter.
IBM jók hagnað sinn um 500 milljón-
ir Bandaríkjadala í 1.7 milljarða dala
á fjórða ársfjórðungi að sögn fyrir-
tækisins.
Hagnaðurinn stafaði að miklu leyti
af því að þjónustutekjur jukust um
25% og hann kemur öllum á óvart
nema bjartsýnustu mönnum í Wall
Street. Hlutabréf í fyrirtækinu
hækkuðu um 8,625 dollara í 96,25
dollara við lokun kauphallarinnar í
New York.
„IBM hefur breytzt úr risaeðlu í
uppgangsfyrirtæki,“ sagði sérfræð-
ingur Gruntal & Co.
Erlend umsvif vaxandi þáttur í starfsemi Eimskips
Aætlað að 30% hagnaðar
komi að utan íár
Forstöðumenn Eimskips erlendis ásamt yfirmönnum félagsins:
efri röð(f.v.):Jón B. Stefánsson, Hörður Sigurgestsson, Þórður
Sverrisson, Höskuldur H. Olafsson, Róbert V. Tómasson og Er-
lendur Hjaltason. Neðri röð: Guðjón Auðunsson, Hjörtur Hjartar,
Benedikt E. Elíasson, Jóhann V. Olafsson og Garðar Þorsteinsson.
GERT er ráð fyrir því að um 30% hagnaðar af rekstri Eimskips komi
frá starfsemi félagsins erlendis á yfirstandandi starfsári. Umsvif fyrir-
tækisins erlendis hafa aukist verulega á undanförnum tíu árum og á
árinu 1995 komu um 18% af heildartekjum félagsins frá þessari starf-
semi. í rekstraráætlunum félagsins er gert ráð fyrir því að þetta hlut-
fall verði komið í 25% um aldamót. Eimskip rekur nú um 20 starfsstöðvar
í 11 löndum og eru starfsmenn fyrirtækisins erlendis um 250 talsins.
Þar af eru 14 Islendingar en gert er ráð fyrir því að þeim fari fjölgandi
á næstunni. Félagið rekur nú starfsstöðvar í Bandaríkjunum, Færeyjum,
Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Lettlandi, Eistlandi, Nýfundna-
landi og Rússlandi. Auk þess var nýlega tekin ákvörðun um að opna
nýjar markaðsskrifstofur í Tromsö í Noregi og Boston í Bandaríkjunum.
Fyrirhuguð formbreyting Búnaðarbankans
Brostnar forsendur samstarfs-
samninga við sparisjóði?
FRIÐJÓN Þórðarson, fyrrverandi ráðherra og
bankaráðsmaður Búnaðarbankans, telur að til
greina komi að endurreisa Sparisjóð Dalasýslu í
Búðardal, verði Búnaðarbanka íslands breytt í
hlutafélag. Búnaðarbankinn tók við rekstri spari-
sjóðsins árið 1965. Segir Friðjón að þetta þurfi
að skoða áður en formbreyting verði gerð á Búnað-
arbankanum, þar sem fjölmargir sparisjóðir á
landsbyggðinni hafi gert samstarfssamning við
Búnaðarbankann á svipaðan hátt og Sparisjóður
Dalasýslu. Forráðamenn sparisjóðanna hafi geng-
ið til sarrininga í trausti þess að Búnaðarbankinn
nyti ríkisábyrgðar til frambúðar en með með breyt-
ingu á eignarhaldi kunni forsendur fyrir slíku
samstarfí að vera brostnar.
Sparisjóður Dalasýslu var starfræktur sem hver
annar sparisjóður til ársins 1965 og er fjallað um
sögu hans í ritinu Sparisjóður Dalasýslu - Alda-
hvörf, sem kom út á síðasta ári undir ritstjórn
Friðjóns. Árið 1965 var gerður samstarfssamning-
ur við Búnaðarbankann þar sem kveðið var á um
að bankinn yfirtæki reksturinn og ábyrgð á innlán-
um og útlánum. Á þessum tlma runnu margir
aðrir sparisjóðir á landsbvggðinni saman við Bún-
aðarbankann með svipuðum hætti.
í tíundu grein samstarfssamningsins segir að
ef útibú bankans verði lagt niður skuli það samein-
ast Sparisjóði Dalasýslu ef það verður þá ósk for-
ráðamanna sjóðsins og fari þá fram yfirtaka á
starfsemi útibúsins, eignum þess og skuldum með
svipuðum hætti og þama var gert af hálfu Búnað-
arbankans.
Friðjón segir aðspurður í samtali við Morgun-
blaðið að forráðamenn Sparisjóðsins hafi gert
samninginn með því hugarfari að stór ríkisbanki
gæti betur sinnt þörfum byggðarlagsins en lítill
sparisjóður. „Samningurinn var gerður við
Búnaðarbankann vegna þess að hann var ríkis-
banki og menn töldu sig því geta treyst að hann
starfaði á sama grunni til frambúðar. Hann hefði
hins vegar ekki verið gerður við hlutafélags-
banka. Verði breytingar gerðar á eignarhaldi
bankans kunna forsendur samningsins að vera
brostnar."
Sparisjóðurinn endurreistur?
Friðjón telur að ef Búnaðarbankanum verði
breytt í hlutafélag komi vel til álita að endurreisa
Sparisjóð Dalasýslu. „'Með sama hætti og Búnaðar-
bankinn yfirtók Sparisjóðinn 1965 myndi hinn nýi
sparisjóður yfirtaka eignir og skuldir útibús Bún-
aðarbankans í Búðardal. Að sjálfsögðu þyrfti hinn
nýi sparisjóður þó að kaupa hús útibúsins og aðr-
ar eignir eftir samningsverði."
Góð reynsla af erlendri
starfsemi félagsins
Hörður Sigurgestsson, forstjóri
Eimskips, segir að félagið hafí haft
góða reynslu af þessari útrás. Hann
segir það leggja metnað sinn í að
vera framúrskarandi á sínu sviði,
enda dugi ekkert minna. Þá hafi
reynslan berlega sýnt að íslensk
fyrirtæki eigi fullt erindi út fyrir
landsteinana með sína reynslu og
þekkingu. Rekstur fyrirtækisins
erlendis hafi gengið vel og án nokk-
urra stóráfalla. „Aðalatriðið er að
takmarka sig og vera að fást við
eitthvað sem menn þekkja og þetta
er sú tegund af flutningastarfsemi
sem að við þekkjum hvað best til.“
Hörður segir að áhersla Eim-
skips í dag sé fyrst og fremst á
að veita alhliða upplýsingaþjón-
ustu. „Þar lítum við meira á ein-
staka viðskiptavini og spytjum okk-
ur að því hvernig við getum leyst
hans þarfir. Við erum í dag að
fylgja vörunni frá vöggu til grafar,
frá því hún verður til hjá framleið-
anda og því sem næst þar til hún
er komin til þess aðila sem dreifír
henni á markað."
Hörður segir þó að þrátt fyrir
mikla áherslu félagsins á uppbygg-
ingu á starfsemi þess erlendis sé
langt því frá að það hafi dregið
úr áherslunni á markaðinn hér
heima. Enn sé mikið svigrúm til
aukningar hér heima fyrir og segir
hann að með nýjum áherslum í
starfsemi félagsins megi reikna
með því að umfang starfseminnar
hér á landi geti vaxið úr um 12
milljörðum í dag í um 19-20 millj-
arða.