Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1996næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 13 LANDIÐ Skagfirðingar senda Flateyringum aðstoð Húsavík - Heilsuefling hefst hjá þér var kjörorð verkefnis sem heilbrigðismálaráðuneytið og landlæknisembættið standa fyrir og hófst 1994 og á að ljúka á þessu ári. í því sambandi voru valin 4 bæjarfélög til að hefja sérstakt framtak til heilsueflingar og var eitt þeirra Húsavík. Markmið verkefnisins er meðal annars að vekja almenning til ábyrgðar og umhugsunar um heil- brigða lífshætti. Bæta þekkingu almennings á áhættuþáttum land- vinnra sjúkdóma og slysa og auka vilja og möguleika til að lifa heilsusamlegu Kfí og þar með að fyrirbyggja sjúkdóma. Bent er á að stór hluti kvilla og sjúkdóma megi rekja til þess lífsmunsturs, sem menn temja sér, til dæmis hvers við neytum, hvernig við hreyfum okkur, Jón Arnar íþróttamað- ur Sauðár- króks 1995 Sauðárkróki - í samsæti sem haldið var á veitingastaðnum Króknum sunnudaginn 14. janúar sl. af Sauðárkrókskaupstað og Umf. Tindastóli var kunngert val íþróttamanns ársins á Sauðárkróki fyrir árið 1995 og einnig val á íþróttamanni Tindastóls sama ár. Ekki þarf að koma á óvart að í báðum tilvikum var um að ræða frjálsíþróttakappann Jón Arnar Magnússon sem nú hefur skipað sér í röð tíu bestu tugþrautar- manna heims og hefur einnig hlot- ið viðurkenninguna íþróttamaður ársins í vali íþróttafréttamanna. Hilmir Jóhannesson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs ávarpaði afreksmanninn Jón Arnar og gerði grein fyrir kjöri hans sem íþrótta- manns Sauðárkróks. I ávarpsorð- um Snorra Björns Sigurðssonar, bæjarstjóra, kom fram að frábær árangur Jóns Arnars á sl. ári, sem vakið hefði verðskuldaða athygli innan lands sem utan, og verið staðfestur með kjöri hans sem íþróttamanns ársins, væri glæsi- legt upphaf á afmælisári Sauðár- króks, en þetta er í fyrsta sinn sem þessi viðurkenning kemur í hlut Sauðárkróksbúa. Þá tilkynnti Snorri Björn að Sauðárkrókskaup- staður hefði ákveðið að veita Jóni Arnari nokkra fjárupphæð í viður- kenningarskyni auk nýrrar stang- ar að eigin vali til stangarstökks. Þá flutti Helga Þórðardóttir, full- trúi Ungmennasambands Skaga- fjarðar, Jóni Arnari árnaðarósk og gjöf sambandsins. Allir þeir sem til máls tóku luku lofsorði á Gísla Sigurðsson, þjálf- ara Jóns Arnars, og bárust þeim báðum blóm og fjöldi heillaóska. Jón Amar tók að lokum til máls og þakkaði góðar gjafir og þann heiður sem sér væri sýndur. Heilsuefling áHúsavík Fjöldi fólks sýndi sam- hug vegna snjóflóðanna Sauðárkróki - Sveitarstjórn Flat- eyrarhrepps hefur verið sendur af- rakstur söfnunar sem hófst með kvöldstund undir kjörorðinu Sýnum samhug, sem fram fór í Bóknáms- húsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í nóvember sl. nokkru eftir snjóflóðin miklu á Flateyri. Hilmar Sverrisson tónlistarmað- ur og Ársæll Guðmundsson, aðstoð- arskólameistari Fjölbrautaskólans, stóðu fyrir samkomunni en þar sameinuðu kraftana í söfunarátak- inu sr. Gísli Gunnarsson sem flutti hugvekju og bæn, einsöngvararnir Jóhann Már Jóhannsson og Sigríð- ur Elliðadóttir, Karlakórinn Heimir, Nemendakór Fjölbrautaskólans, Rökkurkórinn og Kirkjukór Sauðárkróks, hljómsveitirnar Geir- mundur Valtýsson, Norðan þrír + Ásdís og Herramenn en einnig kom fram Blásarasveit Tónlistarskól- ans, félagar úr Leikfélagi Sauðár- króks og ávörp fluttu Jón Fr. Hjart- arson, skólameistari og Eyþór Ein- arsson, forseti nemendafélags Fjöl- brautaskólans. Á samkomunni flutti Ásdís Guð- mundsdóttir lag eftir Hilmar Sverr- isson við texta eftir Ársæl Guð- mundsson og var lag og texti til- einkað minningu fórnarlamba snjó- flóðanna en einnig frumflutti Kirkjukór Sauðárkróks texta Hilm- is Jóhannessonar við lag Eyþórs Stefánssonar, Bæn. Kristján Stef- ánsson frá Gilhaga, lék á harmon- iku áður en samkoman hófst og kynnir var Jón Hallur Ingólfsson. Um það bil sjö hundruð manns sóttu Kvöldstundina, rituðu nöfn sín í gestabók og sýndu á þann veg íbúum Flateyrar samhug, en einnig lögðu nemendur tiunda bekkjar grunnskólans fram allverulega fjár- hæð í söfnunina úr ferðasjóð sínum. Gert hefur verið ráð fyrir að framlag Skagfirðinga verði á Flat- eyri notað til uppbyggingar á leik- skóla staðarins. Morgunblaðið/Silli Tæki í baráttu við svellbunka hvernig við ræktum fjölskyldulíf- ið, njótum eigin hæfil'eika, fáum útrás fyrir tilfinningar og spennu og njótum hvíldar. í sambandi við þetta verkefni hefur framkvæmdanefndin á Húsavík hafíð sérstakt átak að loknu miklum hátíðahöldum jóla og nýárs og þeim fylgjandi mis- jafnlega hollt matarræði og líf- erni. Samband hefur verið haft við matvöruverslanir og þær hvattar til að vekja sérstaka eftir- tekt á þeim matvörum, sem hollar eru og auka heilbrigði og vellíðan. Bókabúðir hvattar til að auglýsa sérstaklega bækur með fræðslu- efni varðandi hollt matarræði og þá sérstaklega bent á bókina Af bestu list, sem gefín er út í sam- vinnu við Hjartavernd, Krabba- meinsfélagið og Manneldisráð. Ýmis fræðsluerindi er fyrirhug- Morgunblaðið/Silli Byggingaframkvæmdir á Húsavík * Húsavík - Þótt stórframkvæmd- ir húsbygginga hafi ekki verið mjög miklar á Húsavík á sl. ári var atvinnuástand í þeim iðnaði frekar gott. Stærsta bygginga- framkvæmdin var 2. áfangi Borgarhólsskóla að Skólagarði 1. Fullgerð nýbyggð íbúðarhús voru fjögur og fokheld voru sjö hús. Bílageymslur, viðbygging- ar og endurbætur voru gerðar við níu hús. Aðrar byggingar, atvinnuhúsnæði, voru níu ýmis fullgerðar eða í smíðum. Tæki þetta dreifir sandinum bet- ur en gert hefur verið með fyrri aðferðum. Jafnframt þarf minni sand og af því leiðir að ekki þarf að hreinsa eins mikið að vori og minna af sandi fer í frárennsli. Læknar segja að ekki hafi enn borið á umtalsverðum beinbrot- um vegna hálku sem oft vill fylgja því ástandi sem hér hefur verið undanfarið. Morgunblaðið/Silli FRAMKVÆMDANEFND heilsueflingarinnar á Húsavik f.v.: Ingólfur Freysson, Elín B. Hermannsdóttir og Sveinn Hreinsson. að að flytja á vinnustöðum, í skól- um og víðar og Sigurður V. Guð- jónsson, læknir, mun halda áfram rannsókn á einstaklingum fædd- um 1955-1959. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in hefur ákveðið að hinn 7. apríl næstkomandi verði helgaður heilsuborgum og bæjum í öllum aðildarríkjum sínum og eru íbú- arnir hvattir til að helga daginn og jafnvel árið slagorðinu „Heil- brigðar borgir og bærir — betra líf.“ í framkvæmdanefnd á Húsavík eru Elín B. Harmannsdóttir, hjúkrunarforstjóri, Ingólfur Freysson, formaður Völsunga og Sveinn Hreinsson, tómstundafull- trúi. Morgunblaðið/Bjorn Bjomsson PÁLL Ragnarsson, formaður Umf. Tindastóls, afhendir Jóni Arnari viðurkenningu félagsins sem íþróttamanni ársins. Húsavík - Það eru ekki allir jafn- sterkir eða stöðugir á svellinu sem nú er og hefur verið á götum Húsavíkur. Þó veturinn hafi ver- ið snjólaus að kalla, það sem af er, hefur þó það mikið snjóað að myndast hafa svellbunkar á göt- um og gangstéttum. Húsavíkurbær hefur fengið lít- ið og sérstaklega hentugt tæki til að dreifa sandi á gangstéttir. UTSALA ÚTSALA »hummél ^ ® ^^**™*® SPORTBÚÐIN 10-60% alsláttur • Opió tn hi. 16 i dað ”

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55657
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.07.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 16. tölublað (20.01.1996)
https://timarit.is/issue/128122

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. tölublað (20.01.1996)

Aðgerðir: