Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ] ||[j|| LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 23
1 m
/
Á skíðum skemmti
ég mér ... trallallala
KOMIN er á
tnarkað ný
tegnnd af svig-
skíðum sem
vonast er til að
geri íþróttina
auðveldari fyrir þá
sem til þekkja og
laði enn fleiri að til
iðkunar í ofanálag.
Skíðin sem hér uni
ræðir voru til uni-
fjöllunar í Newsweek
fyrir skönimu og koma
frá fyrirtækinu Glan. Eru
þau af gerðinni SCX og
voru valin á þeirri forsendu
að vera inndregnari en sam-
bærileg frá öðrun skíðafram-
leiðendum.
Lögun Elan SCX minnir
helst á fleygboga eða stunda-
glas og lýsa talsmenn fyrirtæk-
isins yfir ótrauðir að innan
tveggja til þriggja ára verði
hefðbundin skiði, eins og flestir
þekkja þau, sýnd á söfnum.
Nýju skíðin hafa lilotið lofsam-
lega umfjöllun í erlendum fagtíma-
ritum og jafnframt liafa skíðaskólar
og aðrir þeir sem tekjur liafa af
íþróttinni fest kaup á fjölda para í
von um aukinn gróða eftir áratuga
ládeyðu.
...Og niáur
brekkur fer...
Sérfræðingar segja nýju lögunina
mestu byltingu í skiðaiðkun frá því
plastskórnir og stálkantarnir komu
til sögunnar og megi helst bera
saman við kaflaskipti sem urðu í
tennisíþróttinni þegar risa-
spaðarnir frá Prince komu á
markað. Það sem helst greinir Elan
SCX skíði frá hefðbundnum er lög-
■unin, eins og fyrr er getið. Öll skíði
Elan SCX skíði eru styttri, indregnari um
■ - miðbikið og breiðari í hvorn endann.
Beygjuradíusinn styttist sem gerir krapp-
\ ar beygjur auðveldari en helst er varað
við því að þau séu sleipari í bröttum
- brekkum og harðfenni. Elan MBX, til
hægri, eru af hefðbundinni gerð.
eru breiðari í endann en um miðbik-
ið þar sem þau eru fest á fæturna
svo hægt sé að sveigja þeim til
hvorrar áttar.
Þráðbeinum skíðum rennir
maður einungis beint áfram,
sem ekki er ýkja góð
hugmynd nema maður vilji
enda í ofsafengnum faðm-
lögum við tré eða lyftu-
staur.
Nýja gerðin er
styttri, breiðari að aft-
an- og framanverðu
og hlutfallslega
mun inndregnari
um miðbikið en
venja er til.
Áhrifin eru í
stuttu máli
þau að því
inndregnari
_________sem skiðin
eru, því
auðveldara er
að stýra þeiin til
hvorrar hliðar og
skíðamaðurinn þarf ekki að beita
jafn miklu líkamlegu afli.
Nokkurn tíma tckur að venjast
svörun nýju skíðanna og er því
haldið fram að þeir sem ekkert
kunna sem og keppnismenn meti
þau best í fyrstu.
Þeir sem konmir séu áleiðis við
að að renna sér með gamla laginu
séu ekki allskostar sáttir til að byrja
með en þegar tökum sé náð verði
þeir fyrir einskonar opinberun.
Hvað er eðlilegt ?
GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR FJALLAR UM SÁLFRÆÐILEQ EFNI
Furður
sálarlífsins
HÉR á þessum síðum verður á
næstunni fjallað um sálfræðileg
efni og sálræn vandamál, sem
koma fyrir í daglegu lífi fólks.
Lesendum er velkomið að bera
fram spurningar eða óska eftir
að rætt sé um tiltekið efni.
Þáttum þessum er þó ekki ætl-
að að veita lesendum persónu-
leg ráð eða lausnir, enda er slíkt
vafasöm þjónusta, þegar lítið
eða ekkert er vitað um
spyrjandann. Þótt vandamálin
geti virst hin sömu hjá mörg-
um, er fólk sem á við þau að
glíma mjög misjafnt hvað snert-
ir aðstæður og persónugerð,
þannig að bæði orsakir og
úrlausnir slíkra vandamála geta
verið jafnmargar og
einstaklingarnir.
Því er skynsamlegra að leita
beint til þeirra sem fást við sál-
ræna meðferð eða ráðgjöf, ef
vandamálið er þess eðlis að það
valdi viðkomandi áhyggjum og
sálarstríði. Hins vegar má fjalla
almennt um fjölmargt, sem fólk
veltir fyrir sér, og gæti það ver-
ið upplýsandi og fræðandi bæði
fyrir spyrjendur og aðra. Sá er
tilgangurinn með þessum þátt-
um.
Oft eru sálfræðingar spurðir
að því hvort eitt og annað í fari
manna sé eðlilegt eða normalt,
einkum ef það fellur ekki að
þeirri hegðun eða þeim hugs-
anagangi, sem viðgengst í vina-
og kunningjahópnum, eða fer
ekki saman við það sem al-
mennt er álitið eðlilegt í sam-
félaginu á hverjum tíma. Eitt
sinn kom til mín kona, sem
hafði áhyggjur af syni sínum 13
ára. Hann væri ekki eins og
unglingar á hans reki og hagaði
sér undarlega. Sem dæmi
nefndi hún að hann lægi yfir
Landnámabók og ekki nóg með
það heldur hefði hann Islands-
kortið sér við hlið og fylgdist
með því við lesturinn. Ekkert
kom fram annað en að pilturinn
væri að líkindum vel gefinn
bókaormur, e.t.v. fremur ein-
rænn og innhverfur, en i alla
staði heilbrigður og efnilegur.
Að hann skyldi ekki eyða
tímanum að hluta á pop-músík
eða spila fótbolta, eins og aðrir
strákar, olli móðurinni hins
vegar ómældum áhyggjum.
Ung stúlka kom að máli við
mig og hafði áhyggjur af til-
hneigingu sinni til að leggjast í
dagdrauma. Hvort það væri
eðlilegt. Dagdraumar geta verið
af ýmsu tagi. Hugsanlega er
þessi stúlka innhverf, eins og
pilturinn hér að ofan, hefur
auðugt ímyndunarafl og býr sér
til hugarheim sem veitir henni
innri fullnægju. Slíkt er oft
einkenni skapandi einstaklinga
og i besta falli gætu draumar
hennar fengið framrás í list-
rænu starfi. Að hinu leytinu
kynni hún að vera að bæta sér
upp hversdagsleikann eða jafn-
vel að flýja veruleikann sem
hún á erfitt með að horfast í
augu við og takast á við. Þá er
þetta varnaraðferð. Öll beitum
við varnarháttum í meira eða
minna mæli gegn óþægindum
sem annaðhvort stafa frá
umhverfinu eða innri kenndum.
Varnarhættirnir eru fjölmargir
og það fer eftir skapgerð og
persónuleika hvers og eins
hverjum hann beitir fyrir sig.
Varnarhættirnir fela oftast í sér
nokkra brenglun á veru-
leikanum og séu þeir notaðir
um of geta þeir leitt til geð-
rænna sjúkdómseinkenna, en
innan hóflegra marka verða
þeir að teljast eðlileg og jafnvel
hagnýt viðbrögð.
• Lesendur Morgunbhiðsins geta
spurt sálfræðinginn um það sem
þeim liggur i hjarta. Tekið er á
móti spurningum á virkum dögum
milli kl. 10:00 og 17:00 í síma
5691100 og bréfum eða símbréfum
merkt: Vikulok, Fax: 5691222
Kynningarfundur
Kynningarfundur verður í dag kl. 14.00 á starfi
Sálarrannsóknarskólans í kennslustofu skólans
í Vegmúla 2. Allt áhugafólk um sálarrannsóknir
og handanheimafrœði er velkomið.
EH Langar þig í skemmtilegan og svo sannarlega spennandi skóla í
glaðværum og jákvæðum hópi nemenda eitt kvöld í viku eða eitt
laugardagseftirmiðdegi í viku, þar sem farið er ítarlega, í máli og
myndum sem og í námsefni, yfir allt sem lýtur að framhaldslífi okkar
jarðarbúa eins og mest og best er vitað um það á hnettinum í dag?
Ef svo er þá áttu ef til vill samleið með okkur og hundruðum ánægðra
nemenda sl. fjögur misseri hjá okkur.
Þrír byrjutiarbekkir hefja brátt nám t sálarrannsiknutn 1 nú á vorönn
'96. Skráning stenduryfir. Hringdu ogfáðu allar nátiari upplýsingar utn
mest spennandi skólann setn í boði er í dag. Yfir skráningardagana út
jattúar er að jafitaði svarað i síma Sálarrannsóknarskólans alla daga
vikunnar kL 14.00 til 19.00. Kynningarfunduritin verður endurtekinn
á rniðvikudaginn kemur kl. 20.30 i kennslustofu skólans.
Sálarrannsóknarskóliitn
- frumlegasti skólinn í bænum -
Vegmúla 2, símar 561 >9015 og 588-6050.
DUNDUR
ÚTSALA
25-70% afsláttur
OPIÐ
MÁNUDAG - FÖSTUDAG
frá kl. 10-18
LAUGARDAG
frá kl 10 - 16
Gísli
Ferdinandsson hf
SKÓVERSLUN
Lækjargötu 6a ■ 101 Reykjavík
Sími 551 471 I
DÚða
íepp
m
SYNING
í PERLUNNI
Það fremsta í íslenskri
umbúðahönnun og
-framleiðslu helgina
20.-21. janúar 1996.
Opið kl.13.00-18.00.