Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 52
MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S>CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Olíufélagið Irving Oil til íslands
Framkvæmdir tefjast
KANADÍSKA fyrirtækið Irving Oil
hyggst enn ryðja sér til rúms í sölu
eldsneytis á íslandi, að sögn tals-
manns þess, en framkvæmdir hafa
tafist um óákveðinn tíma vegna
annarra verkefna.
„Við vildum helst hefjast handa
á íslandi fyrr en síðar,“ sagði Colle-
en Mitchell, stjómandi almanna-
tengsla í höfuðstöðvum Irving Oil
í St. Johns í New Brunswick. „Okk-
ur hefur hins vegar boðist fjöldi
nýrra verkefna, sem nú er verið að
vinna að, og ekkert þeirra sækist
jafnhratt og við hefðum kosið."
Mitcheil sagði að um væri að
ræða verkefni um allan heim og
skipulagning þeirra væri tímafrek.
Á meðal þessara verkefna væru
bensínstöðvar fyrir flugvélar á
flugvöllum í Kanada og Bandaríkj-
unum.
Vetrarleikur á
leikskólanum Sólborg
YNGRI kynslóðin kann öðrum
fremur að meta snjóinn og er
ekki lengi að taka við sér þeg-
ar réttar aðstæður skapast.
Ekki er hins vegar víst að sæl-
unnar njóti lengi við hjá borg-
arbörnunum því spáð er skúr-
um eða rigningu með köflum
í dag. Börnin á leikskólanum
Sólborg léku sér í snjónum án
þess að velta veðurspánni mik-
ið fyrir sér.
Asdís Auðunsdóttir, veður-
fræðingur, segir hætt við því
að snjó taki að mestu upp. Hit-
inn verði rétt yfir frostmarki
og frekar hæg suðaustlæg átt
ráði ríkjum. Veður fari kóln-
andi á sunnudag. Spáð er élja-
gangi, en ekki nóg til að gera
skíðasnjó, á mánudag og
þriðjudag.
Veður verður víða á landinu
svipað og suðvestanlands um
helgina. Bjart og fallegt gæti
orðið um austanvert landið á
morgun. Miðað við árstíma
hefur veður verið fremur
meinhægt í janúar.
Morgunblaðið/Sverrir
Hákon Hákonarson formaður Húsnæðisstj órnar ríkisins
Rétta þarf hag Bygg-
"ingasjóðs verkamanna
FJÁRHAGUR Byggingasjóðs ríkis-
ins stendur traustum fótum en hins
vegar er staða Byggingasjóðs
verkamanna veikari og ljóst að
grípa þarf til einhverra aðgerða til
að rétta hag sjóðsins. Þetta kom
fram á fundi Húsnæðisstjórnar rík-
isins í vikunni. Á fundinn mætti
Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðing-
ur í Seðlabankanum, en hann vann
að beiðni fyrrverandi stjórnar Hús-
næðisstofnunar könnun um stöðu
byggingasjóðanna.
Hákon Hákonarson, formaður
«úsnæðisstjórnar ríkisins, segir að
stjórnin hafi áhyggjur af því að
framlag ríkisins til Byggingasjóðs
verkamanna hafi verið að minnka
mjög mikið að verðgildi. „Frá árinu
1992 hefur t.d. verðgildi framlags
ríkisins til sjóðsins rýrnað um 66%
og er komið niður í 400 milljónir
króna á fjárlögum 1996. Þetta gerir
það að verkum að sjóðurinn kemur
til með að eiga í erfiðleikum á næstu
árum ef ekkert verður að gert.“
Hákon segir að skýrslan, sem
kynnt var stjórn í vikunni, verði þar
áfram til skoðunar á næstunni. Ljóst
sé að gera þurfi einhveijar ráðstaf-
anir til að vernda eigið fé sjóðsins
og tryggja að hann geti staðið við
sínar skuldbindingar í framtíðinni.
Tillagna þar að lútandi sé að vænta
frá stjórninni áður en langt líði.
byggja íbúðir í félagslega kerfínu."
Samkvæmt könnuninni er staða
Byggingasjóðs ríkisins mjög sterk
eins og áður segir og ljóst að hann
kemur ekki til með að verða í neinum
vandræðum með að standa við þær
skuldbindingar sem á honum hvíla.
Hins vegar hefur hlutverk sjóðsins
minnkað mikið með tilkomu húsbréf-
anna, að sögn Hákonar.
Ein leiðin að sameina sjóðina
„Þær leiðir sem til greina koma
eru nokkrar. Ein þeirra er hækkun
á ríkisframlagi, önnur leið er að
hækka vexti, sem ég tel reyndar
ófæra eins og staðan er í dag. Þriðja
leiðin er að skoða hugsanlega samein-
ingu og/eða samvinnu sjóðanna
tveggja. Einnig verða aðrar leiðir
skoðaðar með það að leiðarljósi að
byggingasjóðirnir geti staðið við sitt
og að menn geti haldið áfram að
* Fjórir menn í haldi vegna gruns um tryggingasvik
Grunaðir um að svið-
setja umferðarslys
Rannsókn hófst eftir að einn þeirra
sveik út bætur fyrir búslóð
FJORIR menn hafa verið úrskurð-
aðir í 14 daga gæsluvarðhald grun-
aðir um að hafa sviðsett fjögur
umferðaróhöpp og haft á annan tug
milljóna króna af fjórum trygginga-
félögum. Rannsókn málsins hjá
tryggingafélögunum hófst í fram-
haldi af því að upp komst að einn
mannanna hafði tvívegis reynt að
svíkja bætur af tryggingafélögum
vegna stolinna búslóða.
Um var að ræða þijú umferðar-
slys og íkveikju í bfl sem tilkynnt
var að stolið hefði verið af bílasölu.
1 tveimur tilvikum var þyrla Land-
helgisgæslunnar kvödd á slysstað.
—-jgnginn mannanna hlaut alvarlega
áverka á borð við beinbrot í slysun-
um, sem eiga það sameiginlegt að
bílar fóru fram af háum hömrum.
Þeir hlutu hins vegar margs konar
ytri áverka, svo og það sem einn
viðmælandi Morgunblaðsins kallaði
huglæg meiðsl.
Maður sem rannsakað hefur málið
-^agði í samtali við Morgunblaðið í
gær að talið væri að mennirnir hefðu
ekki verið inni í bílunum þegar þeir
fóru út af vegi heldur hefðu veitt
sjálfum sér eða hver öðrum áverka
meðan hjálpar var beðið. í einu til-
vikanna væri nánast útilokað að
maður hefði sloppið lifandi ef hann
hefði farið niður með bíl.
Atvikin fjögur gerðust með eftir-
farandi hætti:
15. maí sl. var þyrla Landhelgis-
gæslunnar send að sækja tvo menn
eftir að bíll sem þeir voru í fór út
af veginum skammt norður af Botn-
skála í Hvalfirði. Mennirnir voru
með áverka víðs vegar um líkamann
en óbrotnir. Þeir voru til eftirlits á
sjúkrahúsi yfir nótt en síðan útskrif-
aðir. Bíllinn eyðilagðist.
29. janúar á síðasta ári var til-
kynnt að Mercedes Benz bíl, árgerð
1991, hefði verið stolið af bílasölu í
Reykjavík. Hann fannst sfðan
skammt frá Straumsvík og hafði þá
verið kveikt í bílnum, sem var brunn-
inn til kaldra kola. Eigandi bílsins
fékk hann bættan af tryggingafé-
lagi.
Milli jóla og nýárs 1994 sá fólk á
leið um Hvalfjörð glitta í bílljós í
fjöruborðinu. Við flak bflaleigubíls
var maður, sem var orðinn aðfram-
kominn vegna ofkælingar, kenndi tfl
í höfði og var með hálsáverka. í
umfjöllun fjölmiðla eftir slysið kom
fram að hann þætti hafa sloppið
ótrúlega lítið meiddur miðað við að-
stæður.
í október 1993 fór bíll út af Grinda-
vfkurvegi og stórskemmdist. Maður
í bjlnum var fluttur á sjúkrahús.
í slysamálunum þremur er, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins, ekki komið að því að meta varan-
lega örorku þeirra sem fyrir slysi
urðu en útlagður kostnaður trygg-
ingafélaganna nemur rúmlega 10
milljónum króna. Þar á meðal eru
bætur til mannanna vegna vinnutaps
en að sögn starfsmanns tryggingafé-
laganna hafa þeir allir framvísað
læknisvottorðum um að þeir hafi
verið óvinnufærir um tíma og hafa
lögfræðingar lýst bótakröfum fýrir
þeirra hönd á hendur tryggingafé-
lögunum.
Fjögur tryggingafélög eiga hlut
að máli: Sjóvá-Almennar, VÍS,
Trygging og Tryggingamiðstöðin.
Þau kærðu málið sameiginlega til
RLR þann 10. janúar sl.
Upphaf málsins var, samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins, að
grunur vaknaði um að einn mann-
anna hefði tvívegis sviðsett innbrot
í eigin íbúð í því skyni að svikja
bætur af tryggingafélögum. í fram-
haldi af því hófst rannsókn á öllum
tryggingaviðskiptum hans og beind-
ist þá einnig grunur að hinum mönn-
unum, sem nú eru í haldi og eru
kunningjar hans. Játning liggur fyrir
um búslóðarsvikin og er það mál nú
til meðferðar hjá Ríkissaksóknara.
Heilahimnubólga
Færri til-
felli í fyrra
Heilahimnubólgutilfellum fækk-
aði mikið á síðasta ári frá árinu á
undan þegar óttast var að faraldur
kynni að vera í uppsiglingu. Fjórtán
greindust með heilahimnubólgu í
fyrra, en þeir voru þijátíu árið 1994.
Einn lést af völdum veikinnar á síð-
asta ári, en tveir árið 1994.
Nokkrar orsakir geta verið fyrir
heilahimnubólgu. Þannig geta men-
ingokokkar af stofni a, b og c vald-
ið sjúkdómnum. Þau tilfelli sem hér
greindust á síðasta ári voru af stofni
b og c. Heilahimnubólga getur einn-
ig orsakast af hemopilus influanze
b, en hér á landi hefur ekkert slíkt
tilfelli greinst frá því farið var að
bólusetja ungbörn við sjúkdómnum
fyrir 1990.
Faraldur 1975-77
Heilahimnubólgutilfellum hefur
fjölgað ár frá ári, frá árinu 1988
þar til í fyrra. Sex tilfelli voru 1988,
en þeim fjölgaði hægt og sígandi í
tæp tuttugu 1990 og 1991 og síðan
í 30 1994 en hefur nú farið fækk-
andi. Faraldur gekk hér á landi síð-
ast á árunum 1975-77, en 1976
sýktust 82 af heilahimnubólgu. Al-
mennt er talið að um 10% heila-
himnubólgusjúklinga látist af völd-
um sjúkdómsins.