Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 39
Alþjóðlega bænavikan
hefst á morgiin
Beðið fyrir einingxt kristinna manna
ALÞJÓÐLEG bænavika um einingu
kristinna manna er haldin í janúar
ár hvert um allan heim. Hér á landi
hefur Samstarfsnefnd kristinna trú-
félaga staðið fyrir samkomum í
tengslum við bænavikuna og verða
þær að þessu sinni dagana 21.-27.
janúar nk.
Bænavikan hefst með guðsþjón-
ustu í Dómkirkjunni á morgun,
sunnudaginn 21. janúar, og predik-
ar þar sr. Jakob Rolland í Landa-
koti.
Miðvikudaginn 24. janúar verður
í . samkoma í Kristskirkju í Landakoti
i. kl. 20.30 og verður ræðumaður hinn
I nýi biskup kaþólska safnaðarins hér
Um öldunga-
deild á Reyk-
hólum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Guðna Björgólfs-
' syni, kennara við öldungadeild á
l Reykhólum:
„Vegna fréttar í Morgunblaðinu
af ísafirði hinn 18. janúar í tilefni
af útskrift nemenda frá Framhalds-
skóla Vestfjarða um að öldunga-
deild á Reykhólum hafi verið lögð
niður vegna minnkandi aðsóknar,
skal eftirfarandi tekið fram:
Öldungadeild starfaði á Reykhól-
, um frá því í september í haust og
fram að jólum. Aður hafði slíkt nám
fallið niður sökum ónógrar þátttöku
á Patreksfirði. Það kom því í hlut
íbúa á Reykhólum, þar sem íbúar
eru aðeins 350 talsins, að vera sá
útvörður menningar sem Fram-
haldsskóli Vestfjarða hefur svo
dyggilega stutt við í hinni dreifðu
og fámennu byggð þessa útskaga.
Er skemmst frá því að segja að
í ensku stunduðu 16 nemendur nám
en í þýsku 14.
Það var samdóma álit allra er
hlut áttu að máli og ekki síst með
tilliti til veðráttu frá fyrra vetri að
ráðlegt mundi að bíða haustsins
með frekara nám.“
UTFARARSTOFA Kirkjugarð-
anna, Fossvogi, hefur tekið í notkun
nýja líkbifreið og var hún afhent
16. janúar sl. Bifreiðin er af gerð-
inni Cadillac og mun tilkoma henn-
ar bæta þjónustu Utfararstofunnar.
„Áhersla hefur verið lögð á virðu-
lega og góða þjónustu við útfarir
og gegna líkbifreiðar þar miklu
hlutverki. Útfararstofan hefur
starfrækt þijár líkbifreiðar við jarð-
arfarir undanfarin ár og var tíma-
bært að endurnýja elstu bifreiðina
sem er frá árinu 1981. Auk nýju
bifreiðarinnar hefur Útfararstofan
til umráða tvær sérútbúnar bifreið-
á landi, herra Johannes Gijsen.
Fimmtudaginn 25. janúar kl.
20.30 verður samkoma í Herkastal-
anum og verður ræðumaður þar
Eric Guðmundsson, forstöðumaður
Aðventsafnaðarins.
Föstudaginn 26. janúar verður
samkoma í Aðventkirkjunni við Ing-
ólfsstræti kl. 20.30. Ræðumaður
verður sr. Örn Bárður Jónsson,
fræðslufulltrúi Þjóðkirkjunnar.
Seinasta samkoma bænayikunn-
ar að þessu sinni verður í Fíladelfíu-
kirkjunni laugardaginn 27. janúar
kl. 20.30 og verður ræðumaður sr.
Magnús Björnsson, starfsmaður
Kristilegs félags heilbrigðisstétta
Kennsla í
tungumálum í
Kvöldskólanum
í Kópavogi
NÚ ER að hefjast kennsla í tungu-
málum hjá Kvöldskólanum í Kópa-
vogi. Kennt verður og Islenskt mál
I, II og III og stærðfræðiupprifjun.
Ýmis önnur námskeið í verkleg-
um greinum, s.s. matreiðslu, tré-
smíði, fatasaumi o.fl., hefjast í byrj-
un febrúar.
Vitna að
árekstri í
Kópavogi leitað
LÖGREGLAN í Kópavogi lýsir eftir
vitnum að árekstri sl. fimmtudag.
Áreksturinn varð með tveimur
bílum, Nissan sendibifreið, RX-706,
og Toyota Corolla, 1-3410, á gatna-
mótum Kársnesbrautar, Nýbýla-
vegar og Dalbrekku sl. fimmtudag
klukkan 18.05.
Þeir sem kynnu að hafa orðið
vitni að árekstrinum eru beðnir að
gefa sig fram við lögregluna í Kópa-
vogi.
ar af Buick-gerð,“ segir í fréttatil-
kynningu.
Útfararstofa Kirkjugarðanna,
Fossvogi, er í eigu Kirkjugarða
Reykjavíkurprófastsdæma og var
hún stofnuð í janúar 1994 eftir
samþykkt laga frá Alþingi þar sem
kveðið var á um að rekstur útfarar-
þjónustu skyldi aðskilinn lögbundn-
um verkefnum kirkjugarða. Útfar-
arstofan annast meginhluta allra
útfara á höfuðborgarsvæðinu og
þar starfa nú 15 manns við útfarar-
þjónustu, kistuframleiðslu og al-
mennt skrifstofuhald.
Trúnaðarráð Hlífar
Vilja ekki
erlent
vinnuafl
TRÚNAÐARÁÐ Verkamannafé-
lagsins Hlífar hefur sent frá sér
ályktun þar sem skorað er á stjórn-
völd að leyfa ekki innflutning á
erlendu vinnuafli, nema í ítrustu
neyð og „hafna algjörlega öllum
beiðnum um innflutning á verka-
fólki meðan fyrirtækin "hundsa það
íslenska".
Ályktun þessi er að mestu sam-
hljóða ályktun stjórnar Hlífar frá
11. janúar sl. Einnig vísar trúnað-
arráðið á bug „athugasemdum og
aðdróttunum sem Þórarinn Viðar
Þórarinsson framkvæmdastjóri
VSÍ lét frá sér fara í fréttatíma
Ríkissjónvarpsins þann 16. janúar
sl. varðandi fyrrgreinda ályktun".
Laun 50% lægri hér
Trúnaðarráðið telur hugmyndir
atvinnurekenda um að flytja til
landsins erlent vinnuafl meðan hér
ríkir atvinnuleysi „vera árás á kjör
verkafólks og sýna prýðisvel þann
blákalda veruleika að sumir at-
vinnurekendur svífast einskis til
að viðhalda láglaunastefnunni.
Ósannindi úr herbúðum Vinnuveit-
endasambandsins um formann
Hlífar fegra þau áform ekki neitt,“
segir í ályktuninni.
Ráðið segir laun íslensks verka-
fólks í flestum tilvikum vera meira
en 50% lægri en hliðstæð laun á
hinum Norðurlöndunum. „Þær
fullyrðingar Þórarins Viðar að
meðallaun verkafólks í fiskvinnslu
séu 82-85 þúsund krónur á mán-
uði fyrir dagvinnu og tekjurnar
geti jafnvel farið hærra, þegar
öllu er til skila haldið, eru athygli
verðar og Verkamannafélagið Hlíf
lýsir sig reiðubúið að taka upp
samningaviðræður við Vinnuveit-
éndasamband Islands um þau
laun.“
-leikur að Itera!
Vinningstölur 19. jan. 1996
3«7*9» 10*14»17*21
Eldri úrslit á símsvara 568 1511
GETRAUN
GULU BÓKARINNAR
Vísbending 7.
Síöasti stafur í nafni
fyrirtækis meö síma:
588-1200 á bls. 255.
Vísbending 8.
Fyrsti stafur í götuheiti á
korti nr. 60-C5.
GULA BÓKIN
-Yellow pages-
- kjarni málsins!
JÚLÍUS Vífill Ingvarsson, framkvæmdastjóri hjá Bílheimum,
afhendir ísleifi Jónssyni, útfararstjóra Útfararstofu Kirkjugarð-
anna, nýju líkbifreiðina.
Ný líkbifreið
Kynning á skatta-
lagabreytingum
ENDURMENNTUNARSTOFN-
UN HI gengst þann 23. janúar
nk. fyrir kynningu á nýlegum
breytingum á lögum um tekju- og
eignaskatt. Auk þess verður farið
yfir helstu breytingar á öðrum lög-
um sem varða skatta og nokkur
atriði sem tengjast framtalsgerð
vegna tekjuársins 1995.
Kynningin er ætluð öllum sem
hafa með skatta- og fjármál fyrir-
tækja að gera. Fyrirlesari verður
Árni Tómason, viðskiptafræðing-
ur, endurskoðandi hjá Löggiltum
Endurskoðendum hf. og stunda-
kennari við HÍ.
Upplýsingar og skráning hjá
Endurmenntunarstofnun.
Athugasemd frá Slát-
urfélagi Suðurlands
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi athugasemd frá
Sláturfélagi Suðurlands.
„í Morgunblaðinu 19. janúar
sakar Kjötiðja KÞ „risann" um
þjófnað á vörumerkinu „Nagg-
ar“ og leynist engum að hér er
átt við Sláturfélag Suðurlands
svf. Jafnframt er rætt um mis-
notkun á áralangri vöruþróun
KÞ á nöggum.
í þessum fullyrðingum er far-
ið með rangt mál og skulu hér
raktar staðreyndir málsins:
Flestir íslendingar þekkja
vöru sem McDonald’s fyrirtækið
hefur selt um allan heim undir
vörumerkinu „Nuggets“. Um er
að ræða bita af kjúklingakjöti.
Þegar Kjötiðja KÞ setur sína
vöru á markað undir vörumerk-
inu „Naggar“ eftir áralanga
vöruþróun er því ekki um mikil
frumlegheit að ræða en ágæta
samsvörun við þetta erlenda
nafn sem margir þekkja.
Kjötiðja KÞ sækir síðan um
einkaleyfi á heitinu „Naggar“.
Um slík einkaleyfi gilda þau lög
að hægt er að skrá sérheiti eða
myndmerki en ekki lýsandi orð
úr málinu spm öllum er heimil
notkun á. íþróttaverslun gæti
til að mynda ekki skráð heitið
reiðhjól og bannað öðrum notk-
un þess orðs við sölu á reiðhjól-
um. Þetta var Kjötiðju KÞ að
sjálfsögðu kunnugt enda hafa
þeir ekki svarað efnislegum at-
hugasemdum okkar til Einka-
leyfastofu iðnaðarráðuneytisins
heldur tekið upp óhróður í fjöl-
miðlum.
Varðandi vöruþróunina sjálfa
og öll þau ár sem KÞ varði til
vöruþróunarinnar er því til að
svara að sú vara sem þeir fram-
leiða og við einnig er vel þekkt
erlendis og kallast endurmótað
kjöt. Eftir að ákvörðun var tek-
in hjá SS um að heíja fram-
leiðslu þessa vöruflokks liðu
þijár vikur uns uppskrift og
hjálparefni höfðu fengist frá
erlendum birgja.
Gagnvart neytendum er sá
munur helstur að KÞ selur sína
vöru frosna í stórum pakkning-
um en við okkar sem kælivöru
í hæfílegum pakkningum sem
einungis tekur fimm mínútur
að matreiða. Að öðru leyti læt
ég neytendur um að dæma um
gæði varanna.
F.h. Sláturfélags
Suðurlands svf.
Steinþór Skúlason."
Leiklistarstúdíó
Eddu Björgvins
Gísla Rúnars
Skráning er hafin á janúar/febrúar námskeiðin
SÍMAR 588-2545, 581-2535, 551-9060