Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Ert þú í þeim vítahring að hvíla í þig þreytu og sofa í þig svefn? Auður
Ólafsdóttir, Soffía St. Sigurðardóttir og Sólrún Óskarsdóttir úr faghópi
um endurhæfingu hjartasjúklinga benda á leiðir út úr þessum vítahring.
Sjúkra-
þjálfarinn
segir . . ,
Ertu
þreyttur,
þarftu
hvíld?
LÍKAMINN er gerður fyrir hreyf-
ingu. Áður fyrr fékk fólk næga
hreyfingu út úr daglegu amstri.
Aukin þægindi og vélvæðing
fækka tækifærum okkar til að fá næga
hreyfmgu og fjölbreytni við dagleg störf,
en hefur oft að sama skapi streitu og
andlegt álag í för með sér. Álag getur
bæði verið andlegt og líkamlegt og þreyt-
an því verið afieiðing af hvoru tveggja.
Kannast þú ekki við það að koma
þreyttur heim úr vinnunni og þrá það
heitast að henda þér upp í sófann með
tærnar upp í loft? Kvöldinu eyðir þú fyr-
ir framan sjónvarpið, dormar og drattast
loks inn í rúm.
Þú vaknar næsta morgun vel úthvíldur
eða hvað?? Upp úr hádegi ertu farinn að
finna fyrir þreytu og einbeitingarleysi og
sérð sófann í hillingum. Þegar þú hugsar
aftur í tímann uppgötvar þú að þetta
hefur verið svona s.l. vikur eða mánuði.
Hvað er að gerast?? Þú sem ert alltaf að
hvíla þig. Hvíldin er nauðsynleg en það
er auðvelt að lenda í þeim vítahring að
hvfla í sig þreytu og sofa í sig svefn!!
Ef maður bregst alltaf við þreytu með
því að hvíla sig þá smám saman minnkar
afkastagetan og þá finnum við fyrr fyrir
þreytu.
Auður
Ólafsdóttir
Sólrún
Óskarsdóttir
Soffía St.
Sigurðardóttir
o
Afleiðingar
hreyfingarleysis
Afleiðingar hreyfingarleysis eru ekki
bara minnkuð afkastageta, heldur einnig
minni vöðvastyrkur, aukin hætta á ýms-
um sjúkdómum, s.s. beinþynningu, sykur-
sýki, hjarta- og æðasjúkdómum, melting-
arsjúkdómum, vöðvagigt, andlegri vanlíð-
an og streitu.
Auðvitað hefur margt áhrif á þreytu
og þar með úthald. Þættir eins og aldur,
kyn, líkamlegt og andlegt heilbrigði hafa
þar mikið að segja. Eðli vinnu og vinnuað-
stæður hafa einnig áhrif. Þekkt er að
þreytutilfinning gerir vart við sig ef álag
fer upp fyrir 30-40% af hámarksafkasta-
getu miðað við 8 klst, vinnudag. Há-
marksafkastageta er einstaklingsbundin
þannig að það sem einum finnst auðvelt,
getur verið mjög krefjandi fyrir aðra.
Kjarni málsins
Hér erum við komin að kjarna máls-
ins. Fólk er misjafniega á sig komið. Ef
þú ert í þessari aðstöðu þá átt þú í raun
bara einn valkost. Að ijúfa vítahringinn
og komast þar með út úr þessu kyrrsetu-
munstri. Hvernig væri að byija á því að
taka stutta göngutúra í lok vinnudags í
stað þess að halla sér. Farðu í huganum
yfir verkefni dagsins og athugaðu hvort
þú getur náð þér í meiri og fjölbreyttari
hreyfingu á vinnustaðnum og á heimilinu.
Það er t.d. ágætis regla að ganga í stað
þess að taka lyftuna. Reyndu að velja það
þjálfunarform sem hentar þér og þú hef-
ur gaman af. Settu þér raunhæf mark-
mið sem þó eru í stöðugri endurskoðun.
Þannig byggir þú upp sjálfstraust og
trúna á það að þú getir gert heilmikið í
þínum málum og þannig haft áhrif á
andlega og líkamlega líðan þína.
Höfundar starfa allir viðendurhæfing-u
iyartasjúklinga. Auður Ólafsdóttir og
Sólrún Óskarsdóttir starfa á HL-stöðinni
í Reykjavík og Soffía St. Sigurðardóttir
á M.T.-stofunni.
Gott verk Don Juan
ÞAÐ ER gaman í
leikhúsinu þegar vel
tekst til. Og það var
gaman að sjá jóla-
leikrit Þjóðleikhúss-
ins. Uppsetningin á
Don Juan er glæsi-
legt vitni þess að þar
á bæ megi finna lif-
andi og margbreyti-
úegt leikhús þar sem
stjórnendur og leik-
arar séu óragir til
nýbreytni og hafi dug
til að takast á við
nýjar hugmyndir og
aðferðir.
Hætt er þó við að
öll framsýni og ný-
breytni sem finna má
innan leikhúsa verði til einskis ef
v áhorfendur eru ekki vel með á
nótunum og tilbúnir til þátttöku.
En hvemig er hægt að virkja og
'vekja áhuga áhorfenda og fá þá
til þess að taka þátt í nýbreytni
innan þeirrar töfraveraldar sem
leikhúsið er þegar best tekst til.
Mikinn stórhug þarf til að ráðast
í slíkt og áhorfendur mega vera
stoltir af því trausti sem þeim er
sýnt þegar slíkar sýningar eru
^ settar á svið.
Það er mikil dirfska af útlendum
leikstjóra að ráðast í
svo kröftuga og
óvenjulega upp-
færslu, án þess að
þekkja út í hörgul
sögu og þróun leik-
listar í landinu og vita
glögg deili á áhorf-
endum. Og vera þess
utan ókunnur leikur-
unum og stöðu þeirra
innan leikhússins.
Ef til vill er það
þó einmitt styrkur
sýningarinnar að
utan að komandi
maður setti verkið
upp.
Við erum vönust
því að allt sé matreitt
fyrir okkur á hefðbundinn hátt og
annaðhvort er garnan eða okkur
leiðist. Don Juan er öðruvísi, svið-
ið er fráhrindandi og kalt (endur-
speglar sálarlíf Don Juans?) og
hann fer með veggjum og minnir
helst á gamalt blint innilokað ljón
sem leitar á rimlana fremur af
gömlum vana en vænta nokkurs
fyrir utan.
Til þess að halda áhorfendum
föngnum þrátt fyrir kuldalega
umgjörð verksins - sem eru gaml-
ir og þreytulegir borgarmúrar -
Gott væri ef einhver
sjónvarpsstöðin
myndaði þessa nýstár-
legu sýningu, segir
Egill Guðmundsson
í umfjöllun um
Don Juan.
er boðið upp á skrautsýningu þar
sem allt getur gerst sem prýða
má gott leikhús. Ærslum og hraða
oft teflt gegn textanum, sem hlýt-
ur að eiga að undirstrika að text-
inn einn er ekki leiksýning. Viðtek-
in túlkun á aðstæðum og sálarang-
ist er snúið upp í andstæðu sína.
Svikin eiginkona sem eltir uppi
brotthlaupinn mann sinn hvorki
grætur né æpir, hún fer með þurra
tilfinningalausa rullu á þann hátt
að áhorfandinn situr gáttaður eft-
ir og veit vart sitt ijúkandi ráð.
Eitt beittasta gamanatriði verks-
ins, þar sem almúgamaður ætlar
að skemmta félögum sínum með
gamansögu af aðdraganda að
björgun aðalsmanns frá drukknun,
snýst upp i andstæðu sína. Félag-
amir sofna eða laumast í burtu,
Egill
Guðmundsson
en áhorfendur vita ekki hvort þeir
eigi að hlæja eða gráta.
Eftir því sem líður á verður
sýningin margræðari og um leið
ágengari við áhorfendur. Leiktj-
öldin eða öllu heldur íjarvera
þeirra vekja áreiti, en hárfín blæ-
brigði í leik ásamt hlutverkaskipan
og framsögn leikaranna, hrista
upp í áhorfandanum og draga
hann smám saman inn í verkið
þannig að hann verður á köflum
þungamiðja leiksins. Eða hvernig
má annars skilja allan þann við-
snúning á hefðbundnum efnistök-
um ef þeim er ekki ætlað að hreyfa
við okkur leikhúsgestum. Á einum
stað verður þessi samruni leik-
hússins og áhorfenda alger. Ein
persónan hleypur út í sal og kast-
ar sér grátandi í fang gestanna.
„Láttu fólkið vera,“ hrópar þjónn
Don Juans á eftir honum og minnir
þannig á hefðbundinn skilning
okkar á leikhúsinu og þá sem eru
veitendur og hina sem þiggja.
Smáatriðin sem í senn gleðja
augu og vekja hughrif og eru
mörg. Má þar nefna nunnurnar
tvær sem fylgja föður Don Juans
og eru fínleg dansspor þeirra og
skyndilegur söngur kostulegt inn-
skot. Einnig vekur margt í svið-
setningunni athygli og áreiti. Stóll
nokkur gengur sem rauður þráður
í gegnum sýninguna og er nánast
eina hægindið sem finna má á
senunni (tákn sem hver getur túlk-
að að vild sinni), en í lokin er flest
það dót sem búast má við í hefð-
bundinni uppsetningu borið að
kistu Don Juans og brennt á tákn-
rænan hátt. Dót sem eftir á að
hyggja er óþarft þegar tekst að
virkja hugarflug allra sem taka
þátt í sýningunni. Bæði leikara og
áhorfenda.
Stundum er sagt að lifandi leik-
hús sé galdur og með sanni má
segja að jólaleikrit Þjóðleikhúss-
ins sé fágætur galdur sem hristir
upp í okkur áhorfendum og fær
okkur til að ganga inn í heillandi
veruleika þar sem allt getur gerst
og gerist. Stjörnur verða statistar
og gamlir skapgerðarleikarar fara
með rullur sínar á svo framandi
hátt að ný sýn opnast á mögu-
leika leikhússins og um leið fáum
við leikhúsgestir tækifæri til að
upplifa leikhúsið sem stað þar sem
hægt er í senn að njóta og nema.
Þökk hafi leikstjórinn fyrir góða
sýningu og vonandi fá sem flestir
tækifæri til að sjá þessa upp-
færslu, ekki síst þeir sem eru að
kynnast leiklistinni í fyrsta sinn,
vegna þess að þessi sýning er
kennslubók í hvernig gott leikhús
verður enn betra. Gaman væri ef
einhver sjónvarpsstöðin tæki sig
til og myndaði þessa frábæru og
nýstárlegu uppfærslu, sem með
hugmyndaauðgi og natni við smá-
atriði minnir helst á meistaraverk
á borð við kvikmyndina Gestaboð
Babettu.
Höfundur cr bókmenntafræðing-
ur.