Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Að borga sig
út af biðlista
SÉRA Hjálmar
Jónsson alþingismað-
ur birtir stutta um-
fjöllun um heilbrigðis-
mál í Morgunblaðinu
20. 12. sl. þar sem
hann fjallar m.a. um
forgangsröðun í heil-
brigðisþjónustunni.
► Hann tekur réttilega
fram, að tæknifram-
farir í læknisþjónustu
hafi haft í för með sér
vandamál, þar sem
„bilið breikkar jafnt
og þétt milli þeirrar
þjónustu, sem ríkið
getur greitt fyrir og
þeirrar þjónustu, sem
verður í boði.“ Þetta þýðir, að við
höfum ekki efni á að veita alla þá
þjónustu, sem er tæknilega mögu-
leg, ef ótakmarkað fjármagn væri
fyrir hendi. Þetta er staðreynd,
sem hefur valdið mönnum heila-
brotum um alllangt skeið.
Þegar svo er komið, að menn
hafa ekki efni á að beita þeim
lækningum„sem tæknin býður upp
á, þá þarf að fara að forgangs-
raða, en það þýðir í einföldu máli,
að við læknum suma sjúkdóma en
Skeytingarleysi um
hag hinna fátækarí,
segir Guðmundur
Helgi Þórðarson,
virðist ágerast.
aðra ekki, af því að við höfum
ekki peninga til að lækna allt.
Þarna hyllir undir vandamál, sem
er siðferðilegs eðlis og mun verða
því erfiðara sem lengra líður og
tækninni fleygir fram. Það vill svo
til, að við höfum reynslu af for-
gangsröðun af svipuðu tagi, þar
sem eru launamálin, en þau eru í
raun einn þáttur heilbrigðismála,
ef grannt er skoðað. Við forgangs-
röðun þeirra mála hafa menn
gjarnan beitt þeirri aðferð að troða
, upp í eyrun, taka fyrir nefið og
loka augunum. Mig grunar, að
gripið verði til þeirrar aðferðar,
þegar harðnar á dalnum í heil-
brigðismálunum. Umfjöllun séra
Hjálmars gefur þar vissar bend-
ingar.
Alþingismaðurinn leggur til, að
hluti af vandanum verði leystur
með því að fólk fái að eiga þess
kost að „borga sig út af biðlista“.
Það virðist eiga að fara fram á
þann hátt, að þeir, sem eru aftar-
lega á listanum, en hafa efni á að
greiða tiltekna fjárupphæð, skuli
teknír fram fyrir þá, sem framar
eru á listanum, en ráða ekki við
að greiða gjaldið. Þessa yfirborg-
uðu aðgerðarþjónustu kallar séra
Hjálmar „einkarekna kostinn".
Hann leggur til, að þessi þjónusta
fari fram utan hefðbundins vinnu-
tíma, þ.e. væntanlega á.kvöldin,
nóttunum eða um helgar.
Ég skil orð þingmannsins svo,
að þessi einkarekna, yfirborgaða
eftirvinna eigi að fara fram á
stofnunum hins opinbera heil-
brigðiskerfis og verði væntanlega
greidd af því opinbera að verulegu
leyti. Annars gerir hann ekki fylli-
lega grein fyrir því, á hvern hátt
þessi þjónusta tengist opinbera
heilbrigðiskerfinu.
Samkvæmt þessum hugmynd-
um á að skipta sjúklingum á bið-
listum í tvo hópa, í fyrsta lagi þá,
sem eru efnaðir og geta greitt
fyrir sig aukalega og í öðru lagi
þá, sem eru fátækari, ráða ekki
við aukagjaldið og verða því að
bíða. Hvort menn eru skornir upp
Guðmundur Helgi
Þórðarson
á nóttunni eða milli 8
og 5 skiptir ekki máli.
Þessi aðferð að
veita fólki breytilega
þjónustu eftir efna-
hag, hefur verið
reynd víða um lönd
og alls staðar endað
með því að heil-
brigðiskerfið hefur
skifst í tvennt, annars
vegar fyrsta flokks
þjónusta fyrir efnaðar
forréttindastéttir og
hins vegar annars
flokks þjónusta fyrir
þá, sem fátækari eru.
Um þessar mundir
er það að gerast hér
á landi eins og víðar um heim,
ekki síst í iðnþróuðum löndum, að
bilið milli ríkra og fátækra er að
stækka en jafnframt virðist áger-
ast skeytingarleysi um hag hinna
fátækari. Þeirra vandamál eru
ekki inni í umræðunni. Þegar slík-
ir vindar blása í þjóðfélaginu al-
mennt, er hætta á að útspil eins
og það, sem séra Hjálmar kemur
með, geti á stuttum tíma leitt af
sér tilfinnanlega mismunun í heil-
brigðiskerfinu,þar sem tekjuhærri
hópar heimta forgang en hinir fá-
tækari sitja á hakanum.
Ef til þess kemur, að beita þurfi
forgansröðun í heilbrigðisþjón-
ustunni í framtíðinni, þá á að for-
gangsraða verkefnum en ekki ein-
stökum sjúklingum. En fyrst og
fremst verður það að vera alger
forgangskrafa, að þjónusta hins
opinbera heilbrigðiskerfis sé jafn-
aðgengileg fyrir alla þegna þjóðfé-
lagsins, að þar verði ekki for-
gangsraðað eftir efnahag
Höfundur er fyrrverandi heilsu-
gæslulæknir.
„Óþekkti vinur!“
FYRIR hönd al-
þjóðastofnunarinnar
Friður 2000, langar
mig að þakka íslensk-
um börnum samhug
við jólagjafasöfnun-
ina til Sarajevo um
síðustu jól. Hátt í
50.000 gjafir söfnuð-
ust og sýnir það virki-
legan samhug í verki.
Við vorum fimm tals-
ins sem fórum í þessa
ferð ' á vegum
stofnunarinnar og
dreifðum sjálf aðeins
litlum hluta jólagjaf-
anna vegna þess að
við fengum aðeins 24
klukkustundir til þessarar ferðar,
sem nýttust þó vel, þar sem stríðs-
ástand varir enn.
Við settum upp íslenskt jólátré á
torginu í miðborginni og þar
söfnuðust hátt í 2000 manns á einni
klukkustund, sem vildu sjá jóla-
sveininn og verða sér úti um gjafir
í leiðinni. Okkur tókst einnig að
gefa okkur tíma til að koma við á
munaðarleysingjahæli sem hýsir 16
munaðar'.aus börn á aldrinum 7
mánaða upp í 9 ára og það var
handagangur í öskjunni þegar jóla-
sveinninn mætti með pakka. Stór-
um hluta gjafanna dreifði Rauði
krossinn í Sarajevo til þeirra sem
minna mega sín, en það var aðal-
lega til barna, sem misst hafa for-
eldri eða forelda í þessu fáránlega
stríði.
Einn piltur, 13 ára, vék sér að
mér þar sem ég stóð í hópi erlendra
blaðamanna og bað mig um eigin-
handaráritun, sennilega vegna þess,
að ég var með jólasveinahúfu. Við
skiptumst á nokkrum orðum gegn-
um túlk og þar sem hann minnti
mig svo á son minn sem er 12 ára,
gaf ég honum nafn hans og heimil-
isfang í von um að koma á skrif-
legu sambandi og fá að vita meira
um líf barna sem sum hver Iifðu
Harpa Karlsdóttir
ósköp venjulegu lífi eins
og íslensk börn. Bréfið
lét ekki á sér standa og
var skrifað samdægurs
og birtist það hér með.
Sarajevo 22.12. 1995
„Oþekkti vinur!“
Ég heiti Muamer
Mehmetovic og er
fæddur í Sarajevo
2.1.82 og er í áttunda
bekk grunnskóla. Síð-
ustu þtjú skólaár hef
ég lifað í stríðshörm-
ungum sem mannkynið
hefur ekki áður þekkt
og mín ósk er sú, að
enginn þurfi að upplifa
slíkt og að öll börn heimsins geti
lifað í friði og við frelsi.
Elskulegi óþekkti vinur Franz,
mér finnst óþægilegt að við skulum
kynnast svona en svona kynni eru
mér mjög mikilvæg. Af þessu sé
ég, að börnin í Bosniu-Hercegovinu
eru ekki gleymd á þessum erfiðu
stríðstímum.
Ég kynntist mömmu þinni óvænt
þegar hún var að gefa börnunum
jólagjafir og hún tók mig úr hópi
barna, að ég held, annaðhvort
vegna þess að ég er líkur þér eða
eitthvað í mínu fari hefur minnt
hana á þig og það fyllti mig gleði.
Hún sýndi mikinn áhuga á að við
kæmum á skriflegu sambandi og
gaf mér heimilisfangið þitt. Ég fékk
strax áhuga og ákvað að skrifa þér
strax.
Forlögin réðu því að með jóla-
pakkanum fékk ég það dýrmætasta
í lífi mínu og það er vin, sem býr
langt frá. Á íslandi.
I þessu brjálaða stríði missti ég
mikið af skólabræðrum en ég er svo
heppinn að ég er á lífi í dag. Skrið-
drekaflaug lenti beint í miðri skóla-
stofunni minni og varð mörgum
börnum að bana. I þeirra hópi var
uppáhaldskennslukonan mín. Þessi
hörmungarsjón, sundurtætt lík af
Bréf frá Muamer, 12
ára í Sarajevo, er um-
fjöllunarefni Hörpu
Karlsdóttur í þessari
grein, þar sem hún
þakkar íslenzkum börn-
um jólagjafirtil stríðs-
hij áðra j afnaldra sinna.
saklausum börnum í blóði sínu, og
á meðan ég riija þetta upp storknar
í mér blóðið af vanlíðan og hræðslu.
Elsku Franz, sögur af svona
upplifunum gæti ég skrifað þér
endalaust. Vinur, ég veit að það
er mikill munur á barnæsku mjnni
og þinni, því líf mitt byggist á
hræðslu, ég er meira að segja
hræddur við að loka augunum þeg-
ar ég fer að sofa því þá_ birtast
mér óhuggulegar sýnir. Ég yrði
þakklátur ef þú vildir skrifa mér
og segja frá þinni barnsæku því
þá gæti ég ímyndað mér hvernig
mitt líf hefði orðið ef stríðið hefði
ekki brotist út. Mín ósk er sú, að
fá mynd af þér svo ég viti hvernig
þú lítur út. Með þessu bréfi sendi
ég gamla mynd af mér sem er í
raun heppni að ég átti eftir, því
allar hinar brunnu þegar gerð var
árás á íbúðina okkar.
Elsku Franz, ég vona að þú slít-
ir ekki þessu sambandi og jafnvel
einhvern tíma gætum við hist. Ég
bið þig að þetta bréf haldi okkar
vináttu og að þetta samband slitni
ekki, því ef það mundi gerast legð-
ist það þungt á sálina í mér.
Með bestu kveðju,
Muamer.
Höfundur er talsmaður samtak-
anna Friður 2000.
Ósnortin náttúra -
fjársjóður framtíðar
í ÞARFRI umræðu
um umhverfismál í
Rey kj avíkurbréfi
Morgunblaðsins 13.
janúar sl. koma fram
athyglisverðar stað-
reyndir sem án efa
eiga eftir að verða til-
efni mikillar umfjöll-
unar á komandi árum.
Eins óg greinarhöf-
undur kemst að orði
er hér stórmál á ferð-
inni sem getur ef rangt
er að staðið haft alvar-
legar afleiðingar um
ókomna tíð. íslensk
náttúra, ósnortin og
ómenguð er okkar dýrmætasta eign
og fjársjóður framtíðarinnar. Allt
sem við gerum til þess að rýra
þetta gildismat á eftir að koma
okkur í koll. Mér fínnst stundum
eins og íslendingar haldi það að
menning okkar og náttúruleg
auðæfi séu óþijótandi. Ræktuðu
eða ræktanlegu landi er eytt undir
mannvirki sem allt eins gætu verið
staðsett annarstaðar. Afrennsli
sundlauga er beint út í laxveiðiárn-
ar með tilheyrandi eituráhrifum af
klórmengun og almenn umgengni
við náttúruna oft og tíðum til stór-
skammar. Því hefur verið haldið
fram að hagsmunir heildarinnar
verði að ráða, það sem sé þjóðhags-
lega og efnahagslega hagkvæmt.
Þá er í tísku að taka sér það al-
ræði að ákveða einfaldlega hvað
eru „meiri“ hagsmunir því þeir eru
Jón Kjartansson
sjálfsagt meiri en þeir
minni. Náttúruvernd
hefur liðið fyrir þetta
hagsmunamat. Vand-
inn er sá að mjög fáir
virðast skilja hvað átt
er við með hugtakinu
umhverfisvernd. Það
er vinsælt á hátíðar-
stundu að tala um
nauðsyn umhverfis-
vemdar en oftast er
þó gengið á landsins
gæði og náttúran
þrautpínd.
í umræðum um
vandamál hefðbundnu
atvinnuveganna horfa
menn gjarnan til ferðaiðnaðarins
sem á marga ónýtta möguleika.
Spurningin er hvernig getum við
laðað fleiri ferðamenn til landsins
og haft af þeim tekjur. Nauðsyn-
legt er að átta sig vel á því hvað
það er sem eriendir ferðamenn
sækjast eftir. Reynsla mín af sölu
íslandsferða til Svisslendinga vakti
mig oft til umhugsunar um þessi
atriði. Mér kom það fyrst í stað
einkennilega fyrir sjónir hversu
eftirsóttar ferðir um hálendið eru.
Ég tók það sem gefinn hlut að
hálendið er óbyggt og að mestu
ósnortið. Töfrar óbyggðanna eru
ólýsanlegir. Fjöllin, árnar, vötnin,
gróðurinn eða gróðurleysið og þar
sem einmanaleikinn heldur ferða-
langnum í greipum sér er söluvar-
an. Hér er um dýrmætustu eign
okkar að ræða, landið ósnortið og
Peningasjónarmið eiga
ekki að ráða, segir Jón
Kjartansson á Stóra-
Kroppi, á kostnað nátt-
úru og mannlífs.
ómengað. Þeir sem til þekkja í
heiminum umhverfis okkur vita að
ósnortin_ náttúra fyrirfinnst ekki
lengur. I anda óskilgreindra hags-
muna hafa verið gerð mistök sem
ekki er hægt að leiðrétta. Fullyrð-
ingar um að enginn „vafi“ sé um
„jákvæð“ áhrif tiltekinna fram-
kvæmda fyrir samfélagið eru bein-
línis hættulegar. Umhverfissjón-
armið og hefðbundnir atvinnuþætt-
ir eru miklu sterkari rök til aðhalds
heldur en þeir óskilgreindu hags-
munir sem framkvæmdaaðilar
tönnlast á. Hlutverk Náttúruvernd-
arráðs þarf að skilgreina betur og
starfsemi þess þarf að efla.
í Reykjavíkurbréfi segir m.a.:
„Það er nauðsynlegt að stefnu-
markandi umræður fari fram á
Alþingi og meðal almennings um
það hvernig ber að standa að vernd-
un óbyggða og öræfa.“ Hér er um
lífsspursmál að ræða. Jafnvel þótt
löggjafinn hafi sett lög um mat á
umhverfisáhrifum virðast skipu-
lagsyfirvöld og framkvæmdaaðilar
ekki fara eftir þeim. I lögunum
segir m.a.: „í mati á umhverfís-
áhrifum skal tilgreina á viðeigandi
hátt, bein og óbein, jákvæð og nei-
kvæð, skammtíma og langtíma,
afturkallanleg og óafturkallanleg
áhrif sem framkvæmdir og fyrir-
huguð starfsemi, sem þeim fylgir,
kunna að hafa á menn, samfélag
og menningu, menningararf, dýr,
plöntur og aðra þætti lífríkis, jarð-
veg, vatn, loft og veðurfar, jarð-
myndanir og landslag og samverk-
an þessara þátta. Þar skal gera
grein fyrir áhrifum framkvæmda á
efnisleg verðmæti og hvaða for-
sendur liggi til grundvallar mat-
inu“. Þetta er fögur framtíðarsýn.
Hefur þessi vilji löggjafans verið í
heiðri hafður við gerð svokallaðra
matsskýrslna framkvæmdaaðila
eins og Vegagerðar ríkisins eða
Landsvirkjunar? Var þetta gert við
gerð frummatsskýrslu vegna skipu-
lags Hveravallasvæðisins? Eða er
hætta á því að í þessu tilfelli fram-
kalli menn áhrif sem eru óafturkall-
anleg fyrir óbyggðir þessa lands.
Dæmin sanna það að undantekn-
ingarlítið verða hagsmúnir náttúru
og lífríkis undir. Þá er óheppilegt
að eitt ákvæði þessara laga skuli
kveða á um að „framkvæmdaraðili
sér um mat á umhverfisáhrifum".
Það er mjög sérkennilegt svo ekki
sé meira sagt að láta sama aðilann
leggja fram hugmyndir sem hann
metur svo sjálfur. Það er mjög
brýnt að almenningur geri sér grein
fyrir því að hver og einn hefur rétt
ti! þess að veita framkvæmdaaðil-
um og stjórnvöldum aðhald. Ef
okkur á að takast að lifa í sátt og
samlyndi við náttúruna verðum við
að breyta þeirri skilgreiningu á
hagsmunum okkar að peningasjón-
armið fái að ráða á kostnað nátt-
úru og mannlífs.
Höfundur er bóndi.