Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 42
12 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUINI I DAG Guðspjall dagsins: Jesús gekk ofan af fjallinu. (Matt. 8.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á Hrafnistu kl. 14. Árni Bergur Sigurþjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátt- töku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11 við upp- haf samkirkjuiegu bænavikunnar. sr. Jakob Roland prédikar. Fulltrúar hinna ýmsu safnaða lesa ritningar- lestra. Dómkirkjuprestarnir þjóna fyr- ir altari. Barnastarf í safnaðarheimil- inu á sama tíma og í Vesturbæjar- __^kóla kl. 13. Bænaguðsþjónusta kt. 14. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón- usta kl. 14. Prestur sr. Lárus Hall- dórsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam- koma og messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prest- _^ur sr. Flóki Kristinsson. Almennur safnaðarsöngur. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Báru Friðriksdótt- ur og Sóleyjar Stefánsdóttur. Kaffi- sopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Drengjakór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti Gunnar Gunnarsson. Kaffi- veitingar eftir messu. Akstur til og frá kirkju. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Munið kirkjubíl- inn. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðs- _^þjónusta kl. 14. Sr. Halldór Reynis- son. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. F’restur sr. Hildur Sigurðar- dóttir. Organisti Violetta Smid. Barnastarf á sama tíma. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Org- anleikari Sigrún Steingrímsdóttir. Kol- beinn Bjarnason leikur á flautu. Vænst þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra í guðsþjónustunni. Fundur með foreldrum fermingarbarna eftir guðs- þjónustuna. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Organisti Smári Óla- son. Sunnudagaskóli kl. 11. Léttur ■•íiádegisverður að lokinni messu. Gunnar Sigurjónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþjónusta á sama tíma í umsjón Ragnars Schram. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Barnaguðsþjónusta í Rima- skóla kl. 12.30 í umsjón Jóhanns og Ólafs. Guðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Ágúst Ármann Þorláksson. Fund- ur með foreldrum fermingarbarna úr Rimaskóla eftir guðsþjónustuna. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér- aðsprestur þjónar. Barnaguðsþjón- 4JSta kl. 13 í umsjá sr. Bryndísar Möilu og Dóru Guðrúnar. Organisti Oddný Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sveinbjörn Reynir Einarsson guð- fræðingur prédikar. Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ág- úst Einarsson prédikar. Organleikari Jakob Hallgrímsson. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: í dag, laugardag, Jd. 11 flautuskólinn í Safnaðarheimil- inu. Sunnudag barnaguðsþjónusta kl. 11.15. Guðsþjónusta kl. 14. Org- anisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. FRÍKIRKJAN, Rvík: í dag, laugardag, kl. 11 flautuskólinn. Æskulýðsfélagið kl. 20. Sunnudag kl. 14 guðsþjón- usta. Þriðjudag Kátir krakkar kl. 16. Organisti Pavel Smid. Cecil Haralds- son. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma í dag kl. 17. KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Sam- koma á morgun kl. 17. Erla Björg Káradóttir, Kristinn Guðnason og Steinar Waage tala. Barnasamverur á sama tíma. KSS-ingar selja veiting- ar að lokinni samkomu. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðumaður Kristinn Ásgrímsson. Allir velkomnir. HJALPRÆÐISHERINN: Hjálpræðis- samkoma sunnudag kl. 20. Áslaug Haugland stjórnar. Fanney Sigurðar- dóttir talar. MOSFELLSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Lágafellskirkju kl. 14. Sr. Jón Hagbarður Knútsson messar. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Bíil frá Mosfellsleið fer venjulegan hring. Jón Þorsteinsson. KAPELLA St. Jósefssystra, GarðabæfÞýsk messa kl. 10. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnu- daga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Aliir velkomnir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Ólafur W. Finnsson. Kirkjukórinn syngur. Gunnþór Ingason. VÍDALÍNSKIRJA: Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Poppmessa kl. 20.30. Hljómsveit og kór: Óskar Einarsson, píanó, Páll Elvar Pálsson, bassi, Hannes Pétursson, trommur. Gospelhópur leiðir söng. Sóknar- prestur og héraðsprestur þjóna fyrir altari. Ungmenni taka þátt í mess- unni. Athöfn fyrir alla fjölskylduna. Léttar veitingar að athöfn lokinni. Bragi Friðriksson. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Sigríður Valdimarsdóttir, djákni, prédikar. Eldri borgarar í Bessastaða-, Garða- og Víðistaða- sókna sérstaklega velkomnir. Veit- ingar og samkoma í Víðistaðakirkju að athöfn lokinni. Bragi Friðriksson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kristjana Þ. Asgeirs- dóttir. Kaffiveitingar í safnaðarheim- ili að lokinni guðsþjónustu. Einar Eyjólfsson. VIÐISTAÐAKIRKJA. Barnamessa kl. 11. uðsþjónusta kl. 14. Sigurður Helgi Guðmundsson. GRINDAVÍKURKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Helgistund í Víðihlíð kl. 12.30. Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarbörn taka þátt í helgihaldinu. Kór kirkjunn- ar syngur. Organisti Siguróli Geirs- son. SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 14. Úlfar Guðmundsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Úlfar Guðmundsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 14. HVALSNESKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 13. Baldur Rafn Sig- urðsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Messa, með altarisgöngu sunnudag kl. 11. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinars Guðmundssonar. Sunnu- dagaskóli kl. 12. Baldur Rafn Sig- urðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðs- þjónusta kl. 14. Prestur: Sigfús Bald- vin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti: Einar Örn Einars- son. Prestarnir. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvols- velli. Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Sigurður Jónsson. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Sunnudagaskólinn hefst á nýju ári kl. 11. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Barnasamvera meðan á prédikun stendur. Boðið upp á akstur frá Hraunbúðum. Að lokinrii guðsþjón- ustu verður haldinn aðalsafnaðar- fundur. Unglingafundur KFUM og K í Landakirkju ki. 20.30. AKRANESKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta í dag, laugardag, kl. 11. Stjórn- andi Sigurður Grétar Sigurðsson. Fjölskylduguðsþjónusta sunnudag kl. 11 í kirkjunni. Ath. breyttan tíma. Vænst er þátttöku fermingarbarna og fjölskyldna þeirra. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Barnaguðs- þjónusta verður í Borgarneskirkju kl. 11.15. Messa kl. 14. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason. SKÁK llmsjón Margcir Pctursson Svartur leikur og vinnur ÞAÐ gerast ekki öllu lag- legri lok en í þessari skák tveggja ungra hollenskra stórmeistara á Hoogovens skákmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi. Loek Van Wely (2.570) var með hvítt, en Jeroen Piket (2.570) hafði svart og átti leik. Fyrst kemur riddarafórn og síðan klykkir Piket út með stór- kostlegri drottningarfórn. Full ástæða til að setja stöð- una upp á skákborði! 25. - Rd4! 26. exd4 - Hh6 27. Hgl (27. Bfl var lík- lega betri vöm, en hvernig gat hvítur séð drottningar- fórnina?) 27. - Rf4 28. Hg4 - Dh5 29. h4 (Nú virðist hvítur með sitt á þurru, en nú kemur hún: 29. - Dxh4+!! (Flétturnar verða ekki mikið glæsilegri. Svartur vinnur!) 30. Hxh4 - Hxh4+ 31. Kgl - Hd6 og hvítur gafst upp, því hann á ekki önnur ráð til að forða máti en leika drottningunni beint í dauðann með 32. Dc6. Helgi Ass Grétars- son, stórmeistari, er á meðal keppenda í B-flokki á Hoog- ovensmótinu. Hann gerði fyrst jafntefli við stórmeistarana Gildardo Garcia, Kólumb- íu, og síðan með svörtu við stigahæsta keppand- ann í flokknum, Tony Miles frá Englandi. í þriðju _ umferð tapaði Helgi Ass síðan fyrir al- þjóðlega meistaranum Stripunsky frá Úkraínu. Staðan í B-flokknum er nú þessi: 1.-2. Bologan, Moldavíu, og Stripunsky 2 72 v. 3. Delemarre, Hollandij 2 v. 4.-8. Oní- sjúk, Ukraínu, Miles, Antunes, Portúgal, Van der Wiel og Van de Mort- el, báðir Hollandi, 172 v. 9.-11. Helgi Áss, Kuijf og Nijboer, báðir Hol- landi, 1 v. 12. Garcia 72 v. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Einn í Grímsey BRÉF frá Lars Heitmuller í Þýskalandi barst Velvakanda ný- verið. í bréfinu lýsir Lars veru sinni hérlend- is yfir áramótin og !æt- ur vei af. Hann fór til Grímseyjar á nýársdag og fannst mikið til um að vera þar ein: ferða- maðurinn á svæðinu. Lars er mjög hrifinn af landi og þjóð og talar um hve allir hafi verið vingjarnlegir við sig, þannig að ekki hafi komið að sök að vera einn á ferð. Lars fannst áramótabrennurnar og flugeldarnir mjög til- komumiklir þar • sem ekki er eins mikið við haft á hans heimaslóð- um. Lars er ákveðinn í að endurtaka ævintýrið og biður kærlega að heilsa öllum sem hann kynntist á ferðalaginu. Tapað/fundið Eyrnalokkur fannst BLÁR og hvítur eyrna- lokkur fannst við Suður- götu í Reykjavík í nóvember sl. Úppl. í síma 552 9338. Húfa fannst SKEMMTILEG barna- húfa fannst neðarlega _í Stórholti sl. þriðjudag. Á húfunni eru myndir af krökkum. Upplýsingar í síma 552 8332 fyrir há- degi. Gæludýr MAÐURINN sem fann svarta köttinn bak við Hagkaup á Laugarvégi, Hverfisgötumegin, er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Sig- ríði Heiðberg í Kattholti í síma 567 2909. Maður- inn skilaði eiganda katt- arins rauðri ól sem hafði verið um háls kattarins. Með morgunkaffinu Ást er ... ['Jo 7-16 þungt hjarta. TM Rog. U.s. P*1. Off. — *N right* resorvod (c) 1995 Lo* Angelos Tknes Syndicate Þetta mynstur veldur því ekki aðeins að þú virðist vera grennri, heldur virðistu líka vera hærri. Ég veit ekki hvort þú ert kominn af öpum. Eg er ekki nógu vel að mér í ættum mömmu þinnar. Þú ættir að hvíla þig á þorskalýsi um tíma. Gættu þín kæri félagi. Sumarfuglarnir í þess- um hluta skógarins eru mjög árásargjarnir. Ekki býrðu svo vel að geta lánað mér bolla af olíu? Þú tryllist úr hlátri þeg- ar ég segi þér hvað ég er búin að dunda mér við í dag. Víkverji skrifar... EÐURFRÉTTIR sjónvarps- stöðvanna eru sífellt undrun- arefni Víkveija. Hvorug stöðin virð- ist hafa tekið tölvutæknina í þjón- ustu sína við gerð veðurkortanna — á Stöð tvö líma veðurfréttamenn einhverja miða á kort af íslandi og Norður-Atlantshafinu, sem virðast hafa verið'límd á gamlan skáp með rennihurðum. Á Ríkissjónvarpinu eru notuð stöðluð veðurkort, sem stundum eru með þvílíkum viðvan- ingsbrag hvað útlitið varðar, að Víkverja er til efs að annað eins tíðkist á nokkurri sjónvarpsstöð í Vestur-Evrópu. Oft virðast þrýsti- línur, vindáttar- og úrkomutákn og önnur merki teiknuð fríhendis inn á veðurkortin með breiðum tússlit. Hvað fyndist fólki ef til dæmis skýr- ingamyndir og -kort í Morgunblað- inu birtust með þeim hætti á þess- ari tækni- og tölvuöld? Er meira mál fyrir Veðurstofuna að teikna veðurkort í töivu en það er fyrir kortadeild Morgunblaðsins, sem vinnur veðurkort á hverjum útgáfu- degi? xxx IMORGUM nágrannalöndunum hefur tölvugrafíkin verið notuð með góðum árangri til þess að gera veðurkortin bæði líflegri og skiljan- legri fyrir áhorfendur. Þannig eru litir notaðir til að tákna hitamun, og hreyfingar veðurkerfa sýndar með sannfærandi hætti á sjónvarps1 skjánum. Veðurfréttamenn eru þrautþjálfaðir og horfa sjaldnast upp í loftið eða út úr myndinni. Miðað við alla þá tækni og kunn- áttu, sem til er á íslandi, bæði á sjónvarpsstöðvunum og í tölvufyrir- tækjum, hlýtur að vera hægt að standa jafnfætis nágrönnunum í þessu efni eins og á öðrum sviðum. xxx MARGT jákvætt má þó segja um dagskrá Sjónvarpsins og vill Víkveiji sérstaklega hrósa RÚV fyrir góða morgundagskrá fyrir yngstu kynslóðina á laugardags- og sunnudagsmorgnum. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar í þeim efnum frá því Víkveiji var sjálfur í þeim hópi er fylgdist með barna- dagskránni í hlutverki barns. Efnið var af skornum skammti (auðvitað ekkert á helgarmorgnum) og ekki man Víkveiji eftir því að nokkurt efni hafi verið talsett. Nú er svo komið að allt efni er talsett og sam- setning þess virðist einnig hafa heppnast einstaklega vel. Efnið er fjölbreytt, á köflum fræðandi og höfðar til nokkuð breiðs barnahóps. Það er greinilegt að unnið hefur verið mikið þrekvirki við talsetningu barnaefnis hér á landi á síðustu árum. Nær undantekningarlaust er um hnökralausa og vandaða tal- setningu að ræða á sjónvarpsefni því er Víkveiji fylgist með í félags- skap dóttur sinnar. Talsetning á Disney-myndunum Alladín og Kon- ungi ljónanna er aftur á móti það góð að hún verður varla betri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.