Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
AND WHEN MY CLIENT FLEP FROM THE 6ARDEN, HE LEFT BEHIND THE LITTLE BLUEJACKETHIS M0THER HADMAPE F0R HIM DID MR.MC6RE60R RETURN IT?N0Í HE U5EP THE JACKET T0 PRE55HI5 5CARECR0W MY CLIENT HA5 5UFFEREP IMMEASURABLT, VOUR HONOR..
13Í
Og þegar skjolstæðingur Skilaði Guðmundur Skjólstæðingur
minn flýði út úr garðinum honum? Nei! Hann minn hefur mátt
skildi hann eftir litla bláa klæddi fuglahræðuna þola ómælanlegar
jakkann sem móðir hans sína í jakkann. þjáningar, herra
hafði saumað á hann. dómari.
THEREFORE, WE ARE
REaUE5TlN6 REA5ÖNABLE
FINANCIAL PAMA6E5,LIKE
MAKBE, HOW ABOUT
Pess vegua förum við fram
á sanngjamar skaðabætur,
eins og kannski — hvað um
150 kr.?
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Hávaðinn
í kirkjunni '
Frá Karli Sigurbjörnssyni:
UNDANFARIN ár höfum við í
Hallgrímskirkju getað glaðst yfir
miklum fjölda fólks sem þangað
kemur til helgra tíða, jafnt á helgum
sem hátíðum. Við vitum að þar ber
margt til og sú mikla hátíðaþröng
sem þar er oft er af ýmsum ástæð-
um. Orgelið mikla á þar mestan
hlut að máli, orgel sem ekki á sinn
líka á landinu í höndum hins frá-
bæra listamanns, Harðar Áskels-
sonar, organista og kórstjóra. Þetta
orgel var gefið kirkjunni af ótal
einstaklingum sem með því tjáðu
kærleika sinn og þakklæti. Hlutverk
orgelsins og kórsins í messunni er
að örva og leiða söng safnaðarins,
hvetja til lofgjörðar. Það er ekki
ofmælt að í Hallgrímskirkju hafi
safnaðarsöngur verið almennari en
víðast annars staðar, bæði á jólum
og um aðra daga, og er það ekki
síst að þakka organistanum, Herði,
sem hefur mikinn skilning á eðli
og eigind helgrar guðsþjónustu og
vill hlut hins biðjandi og lofsyngj-
andi safnaðar sem mestan. Þetta
hefur laðað margan að kirkjunni
og mikill fjöldi fólks á Herði þökk
að gjalda og virðing að tjá. Margir
hafa fyrr og síðar lýst gleði sinni
yfir jólamessunum í Hallgríms-
kirkju og því hvernig söngur fólks-
ins, hljómur orgelsins og listtúlkun
kóranna, Kórs Menntaskólans við
Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórsins,
undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdótt-
ur, sem um árabil hafa sungið við
aftansönginn, og söngur Mótettu-
kórs Hallgrímskirkju við miðnætur-
messuna, heíja saman hugi og anda
til hæða. Þar hefur eitthvað allt
annað en hávaði verið fólki efst í
huga. Ég harma því skrif_ þeirra
Bergnýjar Hannah og Vals Óskars-
sonar sem lýsa óskemmtilegri
reynslu sinni úr jólamessum í Hall-
grímskirkju og vil biðja þau afsök-
unar fyrir hönd kirkjunnar á því
að skuggi hafi fallið á jólahald
þeirra vegna þess sem þau lýsa —
og ég býð þau velkomin aftur til
helgra hátíðá í Hallgrímskirkju.
Orgelið hljómar þar yndislega við
flestar sunnudagsmessur, sem og
við kyrrðarstundir og íhugunar í
hádegi alla fimmtudaga, og við fjöl-
marga tónleika árið um kring og
lyftir hug í hæðir.
KARL SIGURBJÖRNSSON,
sóknarprestur.
Islenskt - já, takk
Svar til Ragnars Þjóðólfssonar
Frá Sigríði Einarsdóttur og Daðey
Steinunni Daðadóttur:
OKKUR langar til að svara Ragnari
þó svo að greinin sé ekki til okkar,
en við svörum fyrir hönd S.D., sjáv-
ar- og jurtasmyrsla S.D. Smyrslið
er nú komið á markað bæði hérlend-
is og erlendis og gefur það norska
smyrslinu ekkert eftir, hvað varðar
gæði og árangur.
Þeir mörgu psoriasissjúklingar
sem hafa prófað smyrslið eru hæst-
ánægðir með það, og einnig þeir sem
hafa bamaexem og sprunguexem.
Smyrslið var gefið á göngudeild í
Bolholti 6 til prófunar, og voru þeir
einnig ánægðir þar, vildu þó ekki
taka smyrslið í umboðssölu. Við
héldum að það ætti að þjóna þeim
sem þurfa á svona raka- og næring-
arsmyrslum að haida. S.D. raka- og
næringarsmyrslið er hrein náttúru-
afurð, án allra aukefna og þ. á m.
rotvarnarefna. Við hefðum haldið
að það væri sama hvaðan gott kæmi.
S.D. hefur fengið margar ábending-
ar um óánægju meðal psoriasissjúkl-
inga, varðandi féiagið. Norska krem-
ið er talið mjög gott, en það er mjög
dýrt samkvæmt upplýsingum. Eins
og áður sagði gefur S.D. smyrslið
því ekkert eftir. A íslandi em náttúr-
an og loftslagið hrein perla. S.D.
smyrslið er búið til úr þeirri perlu,
þorskalýsinu okkar, og tæra og
hreina vatninu og Ijallaplöntum.
Smyrslið er með leyfi til markaðs-
setningar frá Hollustuvernd ríkisins.
SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR,
DAÐEY STEINUNN DAÐADÓTTIR,
SD sjávar- ogjurtasmyrsl,
Grandavegi 2, Reykjavík.
Til frelsis?
Frá Eggert E. Laxdal:
FYRIR nokkru barst mér í hendur
eintak af Bæjarblaðinu, sem gefið
er út í Hveragerði og nágrenni. Þar
var meðal annars grein eftir Mar-
gréti Frímannsdóttur alþingismann
og þar er þess meðal annars getið,
að dæmi væru þess eðlis, að fólk
með sæmilegar miðlungstekjur væri
látið greiða 70 prósent af tekjum sín-
um í skatta. Ég staldraði við þessar
upplýsingar og átti bágt með að trúa
mínum eigin augum. Getur þetta
verið satt? Ég vona að þetta sé mis-
skilningur, því að þetta er ekki annað
en rányrkja af hendi skattyfirvalda
á hendur fólksins í landinu, sem er
að beijast í bökkum með að láta
enda ná saman. Svona og þvílíka
skattheimtu verður að afnema hið
snarasta, svo að fólk geti um fijálst
höfuð strokið og sé ekki kúgað fjár-
hagslega. Er þetta hin fijálshuga
þjóð, sem flýði undan kúgun og
ófrelsi fyrr á öldum? Það hlýtur að
vera einhvern vöm í stjómarskránni
gegn þvílíkri áþján og ef hún finnst
þar ekki, þá verður að koma henni
fyrir, og það snarlega, svo að ríkis-
valdið misnoti ekki vald sitt og arð-
ræni fólkið á landinu með okurgjöld-
um, á hvaða sviðum sem er.
EGGERT E. LAXDAL,
box 174, Hveragerði.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.