Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 29
I MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 29 I » » : » I » I M J I 3 i I I I 3 I 1 3 Tillögur stjórnvalda vegna loftslagsbreytinga ER HANNKYNIÐ að breyta loftslagi jarðar? Þetta er spuming sem verður sífellt áleitnari. Ein- hlítt svar liggur ekki fyrir en æ fleiri vísbendingar eru um að veð- urfar sé að breytast vegna meng- unar og að svokölluð gróðurhúsa- áhrif í lofthjúpi jarðar séu eitt erfiðasta umhverfisvandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Á árinu 1992 náðist samstaða um alþjóðlegan rammasamning um aðgerðir til að koma í veg fyrir alvarlega röskun á loftslagi af mannavöldum. Aðildarríki samn- ingsins eru rúmlega 120 og er ísland eitt þeirra. í lofthjúpi jarðar eru nokkrar lofttegundir, þ.á m. koltvísýring- ur, sem draga í sig hluta af þeirri hitageislun sem jörðin sendir frá sér og hafa þannig syipuð áhrif og gler í gróðurhúsi. Án náttúru- legra gróðurhúsaáhrifa væri með- alhiti jarðar 18 gráðu frost í stað 15 gráðu hita. Röskun á núver- andi jafnvægi getur hins vegar reynst afdrifarík. Nokkrar sveiflur hafa orðið í styrk gróðurhúsalofttegunda í gegnum jarðsöguna og hafa þær tengst umtalsverðum loftslags- breytingum síðustu ármilljónimar. Þær breytingar, sem nú virðast eiga sér stað af mannavöldum, eru hins vegar mjög örar á mæli- kvarða jarðsögunnar, þannig að náttúran og lífríkið ættu erfiðara með að aðlagast umskiptunum. Iðnbyltingin og síaukin brennsla olíu og kola hefur valdið vaxandi uppsöfnun á gróðurhúsaloftteg- undum í andrúmsloftinu. Á sama tíma hefur mikil gróðureyðing átt sér stað og veldur það því að minna binst af koltvísýringi úr andrúms- loftinu í gróðri en áður var. Fari svo sem horfir er búist við að meðalhiti jarðar verði á bilinu 1-3,5 gráðum hærri árið 2100 en hann er í dag. „Svört skýrsla“ um gróðurhúsaáhrif Sameinuðu þjóðirnar settu á árinu 1988 á laggimar alþjóðlegan ráðgjafarhóp til þess að fá yfírsýn yfír þróun loftslagsbreytinga. í desember sl. skilaði hópurinn af sér nýrri skýrslu sem byggð er á niðurstöðum yfir 2.000 vísinda- manna, m.a. frá íslandi. í skýrsl- unni er dregin upp mjög alvarleg mynd af þeim umhverfísvanda sem vaxandi gróðurhúsaáhrif munu valda. í niðurstöðum kemur m.a. fram að: - Styrkur gróðurhúsaloftteg- unda heldur áfram að vaxa þrátt ÍSLENSKT MÁL MEÐ þökkum hef ég þegið bréf sem mér skrifar sá málprúði maður Jón Þórarinsson tónskáld: „Ágæti Gísli Jónsson. Eg hef lesið málræktarþætti þína í Morgunblaðinu á hveijum laugardegi um langt árabil og kann þér miklar þakkir fyrir þá. Oft hefur hvarflað að mér að senda þér línu, einkum ef eitt- hvað hefur farið fyrir bijóstið á mér í málfari fjölmiðla. Stundum hef ég hripað til minnis það sem hefur hneykslað mig þá stund- ina, en bréfaskriftir hafa dregist og miðarnir týnst. Tilefnin eru þó nóg, og hér eru örfá dæmi sem koma upp í hugann. „Að slasast lítilíega" (endur- tekið í útvarpsfréttum nýlega). Þetta er næstum eins og að „deyja dálítið". Maður getur meiðst lítillega, en ef hann slas- ast, þá er það meira en lítið. „Að sætta deilur“ (margend- urtekið í fréttum í haust og eflaust bæði fyrr og síðar). Sam- kvæmt minni málkennd eru deil- ur settar niður, jafnaðar eða leystar, líka má koma á sáttum í deilum og deiluaðila má sætta. en deilur held ég sættist aldrei. „Um glermærina“. Snemma vetrar heyrði ég kynntan oftar en einu sinni sjónvarpsþátt (eða þáttaröð) sem sagður var fjalla um þetta efni. Það er ekki von að vel gangi með „ærina“ (ána) og „kýrina“ (kúna) úr því að svona er farið með „mærina (meyna)! Kosning - atkvæðagreiðsla. Á þessum orðum er skýr munur í mínum huga: Alþingismenn eru kosnir eða kjörnir, og sú athöfn er nefnd kosning. Hins vegar fer fram atkvæðagreiðsla t.d. um sameiningu sveitarfélaga, enda er þar enginn kosinn eða kjör- inn. Fyrr nefnda orðið virðist vera að útrýma hinu síðara í máli fjölmiðla og taka á sig merkingu beggja. Tæplega - nærri. Mér fínnst vera blæbrigðamunur á merk- ingu þessara atviksorða í tengsl- um við tímaákvarðanir, þótt ekki kunni ég að skilgreina hann. Ég mundi t.d. segja og skrifa: „Pilt- urinn var [aðeins] tæplega tví- tugur þegar hann varð fyrir slysi.“ En aftur á móti: „N.N. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 832. þáttur var nærri níræður þegar hann andaðist." Eflaust mætti fínna dæmi sem skýri betur hvað fyrir mér vakir. Mér virðist fjölmiðla- fólk einatt fara gálauslega með þessi orð, en gaman væri að heyra álit þitt um þetta. Furðuleg frétt birtist á bak- síðu okkar góða Morgunblaðs hinn 3. jan. sl. Hún hófst með þessum orðum: „Folatollurinn undir stóðhestinn Orra hefur verið ákveðinn...“ Og síðar: „Mun þetta vera hæsta verð sem sett hefur verið upp fyrir fola- toll á almennum markaði. Um er að ræða 10 pláss hjá hestin- um. ..“ - Orðasambandið verð fyrir toll misbýður málkennd minni, hvað sem um hitt er að segja. - Náskyld þessu er sú hugsunarvilla, sem oft verður vart, að fargjöld séu seld. Hvorki tollar né fargjöld eru seld, og umtal um verð á slíkum gjöldum hlýtur að teljast rugl. Þá kem ég að þætti þínum, hinum 830. í röðinni, sem birtist í dag. Ég er sammála athuga- semdum Þórðar Arnar Sigurðs- sonar um neikvæða eignamynd- un, þykist sjá í hendi minni að þetta orðalag eigi upptök sín í stöðluðum formum sem bók- haldarar noti við rekstrarupp- gjör fyrirtækja. Þar er líklega dálkur sem ber yfirskriftina eignamyndun. Hafi eignir rýrn- að, er sú upphæð sem rýrnunin nemur færð í þennan dálk með mínus fyrir framan. Þannig verður til „neikvæð eignamynd- un“. En vitanlega er þetta ekki mannamál. Hins vegar finnst mér reiði- lestur Þórðar Arnar út af sögn- inni að aftengja hótfyndni ein. Ég sé ekkert athugavert við það, þótt það sem tengt hefur verið sé síðar aftengt, rétt eins og talað er um að ferma skip og afferma, eða aflaga það sem áður hefur verið lagað (lag- fært). Þetta kalla ég sérvisku sem aðeins dregur athygli frá því sem máli skiptir um meðferð tungunnar. Og af því að þessar línur eru skrifaðar þrettánda dag jóla, á þrettándanum, get ég ekki stillt mig um að nefna að mér finnst móðurmálinu ekki hætta búin þótt talað sé um hátíðahöld á sautjándanum (17. júní), en sumir málvöndunar- menn hafa amast mjög við því, að mig minnir. Að lokum þetta, vegna vís- unnar sem þú hefur eftir Gutt- ormi J. Guttormssyni: Guttorm- ur var mikill áhugamaður um tónlist í heimabyggð sinni við íslendingafljót, forystumaður og stundum stjórnandi lúðrasveitar * byggðinni, lék þar á „sóló-korn- ett“ og hugðist meira að segja um skeið leggja sig eftir tón- listamámi, þótt minna yrði úr en ætlað var. Hann hefur því vitað vel hvílíkt afrek það var að komast „upp á q“ með horn- ið! - Eftir hann er til bráð- skemmtileg grein (eða fyrirlest- ur) um tónlistariðkun íslensku frumbyggjanna vestra. Með bestu nýjársóskum og kveðjum." Blessaður sé Jón fyrir bréf þetta. Um nær allt er ég honum hjartanlega sammála. Ég er þó einn í þeirra hópi sem hef amast við að segja „á sautjándanum" um þjóðhátíðardaginn. Auðvitað er ég þá kominn í málfarslegt ósamræmi við sjálfan mig, af því að ég segi hiklaust „á þrett- ándanum". Það er vissulega rétt hjá J.Þ. að móðurmálinu er ekki hætta búin af þvílíku tali. Kannski er þetta einkum um til- finningu og viðhorf. í vitund minni er þrettándinn feginsdag- ur, en þjóðhátíðardagurinn of hátíðlegur, þó gleðidagur sé, til þess að segja „á sautjándanum“ og ekki kveðst Jón sjálfur taka þannig til orða. Umsjónarmaður lætur kyrran liggja um sinn ágreining Þórðar Arnar Sigurðssonar og J.Þ. um „aftengingu", en endurtekur þakkir fyrir gott bréf. Margsinn- is hef ég sagt að bréf og viðtöl eru líftaugar þessara pistla. ★ Hlymrekur handan kvað (dunhent): í ellinni Múrsteina-Mundi mundi að hann drukknaði á sundi, í sundi sem flóði í flóði sem glóði af glóð út á Grímseyjarsundi. fyrir þann alþjóðlega rammasamning sem gerður var með það fyrir augum að draga úr útstreymi gróð- urhúslofttegunda af mannavöldum. — Síðustu árin hafa verið með þeim hlýj- ustu a.m.k. síðan 1860, er áreiðanlegar mælingar hófust, og bendir svæðisbundin dreifíng þeirra til þess að þær séu af manna- völdum. - Yfirborð sjávar hefur hækkað um 10-25 sm á síðastliðnum hundrað árum, að öllum líkindum vegna hlýrra veðurs, sem leitt hefur til hærri sjávarhita og aukinnar bráðnunar jökla. - Útreikningar í veðurfars- líkönum benda til þess að meðal- hiti jarðar muni hækka á bilinu 1 til 3,5 gráður fram til 2100. Raun- hæfasta matið sýnir 2 gráðu hlýn- un sem mun líklega leiða til 50 sm hækkunar sjávarborðs. - Jöklar, aðrir en Suðurskauts- jökullinn og Grænlandsjökull, gætu rýrnað um allt að tveimur þriðju hlutum og hugsanlegt er að hafstraumar geti breyst. Breytingar á hafstraumum - ógnun við íslenska hagsmuni í skýrslu ráðgjafahópsins er ekki sérstaklega vikið að íslandi, en sagt að á norðanverðu Norður- Atlantshafí verði hlýnun líklega ekki eins mikil og annars staðar á sömu breiddargráðum. Þessu valdi breytingar á hafstraumum sem gætu að hlúta vegið upp vax- andi gróðurhúsaáhrif á hafsvæð- um í grennd við ísland. Hafstraumar hafa afgerandi áhrif á lífríki sjávar og það er ekki hvað síst af þessum sökum sem íslensk stjórnvöld hafa fylgst vel með þessu máli. Loftslagsbreytingarnar sem vís- indamennirnir sjá fyrir geta breytt búsetuskilyrðum ýmissa lífvera og þannig valdið mikilli röskun á líf- ríki jarðar. Hætta er á að margar plöntu- og dýrategundir deyi út vegna þess hversu hratt þessar loftslagsbreytingar ganga yfir. Öll skilyrði til matvælaframleiðslu munu breytast mjög og landkostir sumra svæða versna til muna en batna á öðrum. Það eru líka ljósir punktar í skýrslunni og m.a. kemur fram að ef beitt væri hagkvæmustu tækni mætti auka orkunýtni um 10-30% á næstu 20-30 árum. Enn- fremur er bent á að ef beitt væri bestu fáanlegu tækni, væri mögu- legt að auka orkunýtni um 50-60% í mörgum löndum. Þá er sagt að með því að stöðva eyðingu skóga og efla skógrækt, væri á hag- kvæman hátt hægt að binda um 15-30% af þeim koltívísýringi sem mannkynið losar árlega út í and- rúmsloftið. Vaxandi útblástur á fslandi Þrátt fyrir að endurnýjanlegir orkugjafar mæti að mestu leyti þörf Islands fyrir orku til upp- hitunar og rafmagnsframleiðslu, losa íslendingar árlega rúmlega 2 milljónir tonna af gróðuhúsaloft- tegundum. Þessi mikla losun, sem að stórum hluta á rætur að rekja til útblásturs vegna brennslu á bensíni og olíu bifreiða og fiski- skipa, gerir það að verkum að los- un gróðurhúsaloftteg- unda á hvern íbúa á íslandi er áþekk því sem hún er að jafnaði á Vesturlöndum. Þá bendir nýleg orkuspá ! til þess að losun gróð- urhúsalofttegunda á íslandi muni árlega aukast að jafnaði um 5% frá 1990 til 2000, verði ekki gripið til aðgerða. I ljósi þess hve af- leiðingar loftslags- breytinga kunna að Guðmundur verða alvarlegar fyrir Bjarnason alla heimsbyggðina var það mikið lán að nást skyldi alþjóðlegt samkomulag um að- gerðir á árinu 1992 með Ramma- samningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Nú er ljóst að þær aðgerðir sem Rammasamn- ingurinn mælir fyrir um, nægja ekki til að koma í veg fyrir þá alvarlegu þróun sem vísindamenn telja líklegt að nú eigi sér stað. Því var á síðasta ári. ákveðið að hefja samningaviðræður um að styrkja ákvæði Rammasamnings- ins. Aðgerðir ríkisstj órnarinnar Aðild Islands að Rammasamn- ingi Sameinuðu þjóðanna um loft- slagsbreytingar leggur ýmsar skyldur á herðar okkar og því Loftslagsbreytingar gætu valdið mikilli rösk- un á lífríki jarðar, segir Guðmundur Bjama- son, ef mannkynið bregst ekki rétt við upp- söfnun gróðurhúsaloft- tegunda. hefur ríkisstjórnin samþykkt sér- staka framkvæmdaáætlun til að draga úr vexti á losun gróðurhúsa- lofttegunda á íslandi og gera okk- ur betur kleift að búa hér við þær nýju aðstæður sem kunna að skap- ast ef hitastig hækkar. Þær aðgerðir sem ríkisstjómin hyggst beita sér fyrir eru fjölþætt- ar. Má þar nefna hagrænar að- gerðir til að hvetjatil orkusparnað- * ar, m.a. hjá fiskiskipaflotanum, svo og bætta og samræmda upp- lýsingaöflun um eldsneytisnotkun bifreiða. Sumar þessara aðgerða eru nú þegar komnar á fram- kvæmdastig, en aðrar verða tekn- ar fyrir jafnt og þétt á næstu ámm. Á næstu dögum verður því í samræmi við samþykkt ríkis- stjórnarinnar skipuð sérstök um- sjónarnefnd sjö aðstoðarmanna ráðherra, sem hafa mun umsjón með framkvæmdaáætluninni. Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að taka virkan þátt í samningaviðræðum Sameinuðu þjóðanna um að styrkja Rammasamninginn til að draga sem mest úr fyrirsjáanleg- um gróðurhúsaáhrifum. Það verð- ur eitt af forgangsverkefnum næstu missera á sviði umhverfis- mála 'að fylgja eftir fram- kvæmdaáætlun Rammasamnings- ins. Höfundur er umhverfisráðherra. Elskulegir œttingjar mínir og vinir! Hjartans þakklœti sendi ég ykkur fyrir gjafir og kveðjur í tilefni 70 ára afmœlis míns þann 6. janúar sl. Valdimar Fríðbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.