Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
FRÉTTIR: EVRÓPA
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
HELGA Björg HU 7 í heimahöfn.
Nýr rækj ufry stitogar 1 í
eign Skagstrendings hf.
Skagaströnd. Morgunblaðið.
Helga Björg HU 7, nýtt skip í eigu
Skagstrendings hf., kom til heima-
hafnar í fyrsta sinn 17. janúar. Af
því tilefni var bæjarbúum boðið að
koma og skoða skipið og þiggja
veitingar um borð. Helga Björg er
500 tonna rækjufrystitogari sem
keyptur var á síðasta ári frá Græn-
landi. Helgan kemur nú frá Akur-
eyri þar sem allt skipið var yfírfarið
og úr sér gengnir hlutir endumýj-
aðir og því breytt lítillega.
Helga Björg hét áður Betty Bel-
inda og átti heimahöfn í Nuuk á
Grænlandi. Helgan var smíðuð í
Noregi árið 1977 fyrir fyrrverandi
eiganda en endurnýjuð og lengd um
5 metra í Danmörku árið 1985-86.
Allur vélbúnaður, spil og fleira eru
síðan þá nema grandaraspilin sem
sett voru um borð núna á Akur-
eyri. Aðalvél skipsins er 1.800 hest-
ölf af gerðinni Man Alpa og ljósavél-
arnar em tvær Deutz sem em 550
hestöfl hvor. Á vinnsludekkinu eru
tæki sem gera mönnum kleift að
heilfrysta rækju fyrir Japansmark-
að, sjóða og fyrsta fyrir Evrópu-
markað og einnig að lausfrysta fyr-
ir frekari vinnslu í landi.
Hjörtur Sævar
verður með skipið
16 menn munu verða í áhöfn
Helgu Bjargar en skipstjóri er Hjört-
ur Sævar Guðmundsson sem verið
hefur stýrimaður á Örvari HU 21
og fyrsti stýrimaður Stefán Sigurðs-
son en hann hefur verið skipstjóri
á Hrímbak frá Akureyri. Yfírvél-
stjóri er Valur Karlsson og með
honum sem fyrsti vélstjóri verður
Jón Hilmar Indriðason. Bæði Valur
og Jón hafa verið á öðmm skipum
Skagstrendings hf. að undanfömu.
Fer á Flæmingjagrunn
Nú verður Helga Björgin gerð
klár til rækjuveiða og mun halda á
miðin á næstu dögum. Áætlað er
að hefla veiðarnar hér á heimamið-
um en síðar mun skipið fara til
veiða á Flæmingjagrunni. Gylfi
Sigurðsson, stjórnarformaður
Skagstrendings hf., sagði að hann
byndi miklar vonir við Helguna og
að kaupin á henni væru viðleitni
til að auka fjölbreytni í rekstri
Skagstrendings hf.
Sigurður & Júlíus hf.
Viðskiptahúsinu - Reykjavíkurvegi 60 - Hafnarfirði
Símar: 565-5261 og 565-0644 - Fax: 555-4959.
Fullbúnar íbúðir
á frábæru verði
Steniklætt að utan
Viðhaldslétt
Frábær
2ja herb. fbúðir frá kr. 6.350 þús.
3ja herb. íbúðir frá kr. 7.290 þús.
Góðir greiðsluskiimáiar.
Suðurgata Z Og ZA, Hafnarfirði.
Stórglæsilegar 2ja og 3ja herbergja íbúðir á besta stað í bænum (v/Suðurbæjarsundlaugina)
Eigum nokkar 2ja og 3ja herb.
íbúðir til afhendingar stax!
Paavo Lipponen í Eistlandi
Heitir Eystrasalts-
ríkjum stuðningi
N orðurlandanna
Tallinn. Reuter.
PAAVO Lipponen, forsætisráð-
herra Finnlands, segir að Finn-
land og hin norrænu ríkin í Evr-
ópusambandinu, Svíþjóð og Dan-
mörk, muni veita Eystrasaltsríkj-
unum fullan stuðning í viðleitni
þeirra að öðlast aðiid að samband-
inu.
„Finnland og hin norrænu ríkin
munu sjá tii þess að Eistland og
hin Eystrasaltsríkin verði á meðal
þeirra fyrstu, sem hefja aðildarvið-
ræður við Evrópusambandið,“
sagði Lipponen á blaðamanna-
fundi í Tallinn í Eistlandi, þar sem
hann er nú í opinberri heimsókn.
Eystrasaltsríkin Eistland, Lett-
land og Litháen hafa á rúmum
fjórum árum, eftir að þau öðluðust
sjálfstæði eftir 50 ára sovézkt
hemám, unnið að róttækum mark-
aðsumbótum. Ríkin þrjú hafa öll
sótt um aðild að Evrópusamband-
inu og gert við það aukaaðildar-
samninga, svokallaða Evrópu-
samninga. Samningarnir eiga að
flýtá fyrir aðlögun efnahagskerfis
þeirra að innri markaði ESB.
Eistland einna bezt undir
ESB-aðild búið
Eistland er sýnu lengst komið
á þessari þróunarbraut og er eina
ríkið, sem samþykkti aukaaðildar-
samning án þess að biðja um nokk-
urn aðlögunartíma að ákvæðum
hans.
Lipponen sagði á blaðamanna-
fundinum að Eistland væri eitt
þeirra Austur-Evrópuríkja, sem
bezt væru undir Evrópusambands-
aðild búin.
Reuter
ESB tengi frið
og flármuni
HANS Koschnik, fulltrúi Evr-
ópusambandsins í bænum Most-
ar í Bosníu, sem Múslimar og
Króatar deila um, sagði á blaða-
mannafundi í Brussel á fimmtu-
dag að Evrópusambandið ætti
að nota tilboð sitt um að verja
háum fjárhæðum til endur-
reisnar í Bosníu til þess að
tryggja að staðið verði við Day-
ton-friðarsamkomulagið. „Evr-
ópusambandið verður að gera
mönnum ljóst að þeir, sem
hlýða ekki Dayton-samkomu-
laginu fá enga peninga," sagði
Koschnik, sem hér sést með
framkvæmdastjórnarmannin-
um Hans van den Broek, sem
er ábyrgur fyrir samskiptum
ESB og Austur-Evrópu.
Persson telur frest-
un EMU líklega
Stokkhólmi, Frankfurt. Reuter.
GÖRAN Persson, fjármálaráð-
herra og að öllum líkindum verð-
andi forsætisráðherra Svíþjóðar,
sagðist í gær telja líklegt að efna-
hagslegum og peningalegum sam-
runa Evrópuríkja (EMU) yrði fre-
stað vegna efnahagslegs sam-
dráttar í Evrópu.
„Ef niðursveiflan heldur áfram
inn á árið 1997 gæti frestun orðið
niðurstaðan,11 sagði Persson eftir
fund með ESB-nefnd Svíþjóðar.
„Það er margt sem bendir til efna-
hagslegrar niðursveiflu á þessu
ári og ef hún teygir anga sinn
fram á næsta ár er komin upp
algjörlega ný staða hvað varðar
peningalega samrunann.“
Hann sagðist almennt séð vera
jákvæður út í EMU en að nokkur
atriði væru enn óleyst, t.d. hvernig
bregðast ætti við efnahagslegum
áföllum án þess að grípa til gengis-
fellinga. „Þegar fínnskur skógar-
höggsmaður getur hafið störf á
vínekrum Frakklands erum við
komin með hið fullkomna kerfi,“
sagði Persson.
Andvígur frestun
Peter Schmidhuber, sem situr
í bankastjórn þýska seðlabank-
ans, sagðist á fundi hjá efnahags-
ráði Austurríkis í gær telja líklegt
að sex til átta ríki myndu upp-
fylla skilyrðin fyrir þátttöku í
EMU árið 1999 og að hann væri
andvígur því að fresta samrunan-
um. „Frestun myndi einungis
valda óöryggi,“ sagði Schmidhu-
ber. Að hans mati væri vel mögu-
legt að halda áfram líkt og áform-
að ef hinn pólitíski vilji væri fyrir
hendi.