Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 19
ERLEIMT
Maxwell-bræður er niðurstað-
an var Ijós í gær.
Synir
Maxwells
sýknaðir
KEVIN og Ian Maxwell, synir
breska blaðakóngsins Roberts
Maxwells, voru sýknaðir í gær
af ákæru um að hafa svikið
fé úr eftirlaunassjóðum
Maxwell-samsteypunnar til
að bjarga fyrirtækinu úr fjárr
hagsörðugleikum. Málaferl-
um á hendur bræðrunum og
öðrum yfirmönnum sam-
steypunnar er ekki með öllu
lokið.
Mirage-þota
brotlendir
FRÖNSK Mirage 2000-N
sprengjuþota, sem borið getur
kjarnorkuvopn, brotlenti eftir
að hafa flogið á fuglager í
aðflugi að heimavelli sínum
við Marseille í gær. Flug-
mönnunum tókst að bjarga
sér með því að skjóta sér út
fallhlíf. Fullyrt var, að engar
sprengjur hefðu verið um
borð.
Simitis
stokkar upp
COSTAS Simitis, forsætisráð-
herraefni gríska sósíalista-
flokksins, hóf í gær myndun
nýrrar ríkisstjómar, en hann
var kjörinn eftirmaður Andre-
as Papandreou í fyrradag.
Búist var við að a.m.k. sjö af
nánum vinum Papandreou
myndu missa ráðherrastóla
og aðrir ráðherrar yrðu færð-
ir til. Einnig var haft eftir
samstarfsmönnum Simitis að
hann myndi stokka upp
stjórnir ríkisfyrirtækja og
banka.
Ciller fær
umboð
TANSU Ciller, starfandi for-
sætisráðherra Tyrklands, var
í gær falin stjórnarmyndun.
íslamski velferðarflokkurinn
gafst í gær upp við tilraunir
til að mynda ríkisstjórn vegna
skorts á samstarfsflokkum.
Ciller er hægrimaður og Til
þess að mynda stjórn með
Föðurlandsfylkingunni, hin-
um stóra hægriflokknum,
þarf hún að yfirstíga persónu-
legan fjandskap við leiðtoga
flokksins, Mesut Yilmaz.
Látnir lausir
ÞREMUR mönnum sem
handteknir voru á fimmtudag,
grunaðir um að hafa lagt eld
að gistiheimili fyrir útlend-
inga í Ltibeck í Þýskalandi,
var sleppt í gær án þess að
lögð væri fram kæra á hendur
þeim. Tíu manns fórust í elds-
voðanum í gistiheimilinu og
fjórir eru í lífshættu. Ekki er
enn ljóst hvort um íkveikju
var að ræða.
Vill svipta Fergie
heiðurstitli
Washington. Reuter.
DAVID Steel, fyrrverandi leiðtogi
Fijáislyndaflokksins í Bretlandi,
skrifaði grein í blaðið Sun i gær
og hvatti til þess að Sarah Fergu-
son hertogaynja og aðrir yngri
liðsmenn bresku konungsfjöl-
skyldunnar yrðu sviptir réttinum
til að vera ávarpaðir sem „yðar
konunglega hágöfgi."
„ Að ganga undir viðurnefninu
Hans eða Hennar konunglega hág-
öfgi er hástig virðuleikans. Ýmsir
yngri liðsmenn konungsfjölskyld-
unnar hafa þó ekki staðið undir
nafni og komið óorði á heiðurstit-
ilinn,“ sagði Steel.
Sarah Ferguson hertogaynja af
York segir fjandinenn sína innan
bresku hirðarinnar standa á bak
við freguir af meintri skuldasöfn-
un sinni. Sagði hún fregnir þess
efnis bæði ýktar og ónákvæmar.
Hertogaynjan hélt til Washing-
tonborgar í Bandaríkjunum á
fimmtudag ásamt dætrum sínum
tveimur. f ferðinni mun hún sækja
fjáröflunarkvöldverð góðgerðar-
stofnunar, sem hún er verndari
fyrir, í Connecticut í dag.
Breskir fjölmiðlar gerðu í gær
mikið úr kostnaði við ferðalagið
sem þeir reiknuðu út að myndi
kosta 9.000 pund eða 900.000
krónur. Er það lítið í samanburði
við eyðslusemi hennar í fyrra, en
þá sólundaði hún 500.000 pundum,
50 milljónum króna, í sérhönnuð
föt, kampavínsveislur, ferðalög
o.H.
Fjölmiðlar sögðu í gær, að
skuldir Ferguson næmu allt að
þremur milljónum punda, um 300
milljónum króna. Sagt er að erfið-
leikar hennar hafi aukist til muna
eftir að hún skildi að borði og
sæng við Andrew drottningarson,
hertoga af York. Við skilnaðinn
lagði drottningin henni til tvær
milljónir punda.
í nýrri bók um ævi og störf
Elisabetar drottningar, sem biaðið
Times hefur birt kafla úr í þess-
ari viku, er því haldið fram að
drottningin hafi aldrei getað skilið
græðgi tengadótturinnar, sem allt
vildi fá og allt vildi hafa.
Efast um öryggi
Boeing - 777
Washington. Reuter.
FULLTRÚAR bandarísku flug-
málastjórnarinnar (FAA) og
Boeing-verksmiðjanna vísuðu í
gær á bug frásögn vikuritsins
Business Week sem dregur ör-
yggi hreyfla Boeing-777, nýj-
ustu þotu verksmiðjanna, í efa.
Vikuritið segir að brotni blás-
arablað í öðrum hverfihreyfli
777-þotunnar á flugi sé öryggi
hennar verulega ógnað. Blöðin
væru það stór að verulegur
hristingur yrði í þotunni ef eitt
eða fleiri brotnuðu. Stjórnklef-
inn kynni að hristast það mikið
að útilokað væri fyrir flugmenn-
ina að lesa á mælitæki flugvélar-
innar.
Blaðið segir að 24 sinnum
hafi blásarablað í hverfihreyfli
brotnað frá 1990 en þó aldrei í
Boeing-777. Hefur það eftir
starfsmönnum FAA, að þrátt
fýrir að efasemdir um öryggi
blaðanna hefðu verið látnar í ljós,
hefðu Boeing-verksmiðjurnar að-
eins kannað í óverulegum mæli
hvaða áhrif það hefði á flugeigin-
leika ef blað brotnaði á flugi.
Við flugprófanir á þotunni hafí
legið svo mikið á að standast
fyrirfram ákveðnar dagsetningar
að FAA hafi litið framhjá ýmsum
spumingum sem vaknað hafi um
öryggi þotunnar.
Kveðst blaðið byggja niður-
stöður sínar á fjögurra mánaða
rannsókn. Talsmenn bæði FAA
og Boeing sögðu frásögn blaðs-
ins byggjast á órökstuddum til-
gátum ótilgreindra heimildar-
manna og söguburði. Báðir aðil-
ar sögðu, að flugprófanir á Bo-
eing-777 þotunni meðan á smíði
hennar stóð og þar til hún var
tekin í notkun, hefðu verið um-
fangsmeiri og víðtækari en varð-
andi nokkra aðra flugvél.
D A G A R
20.
januar
Opið
A.
febrúar
laugardaga kl. 10-16
ELDHUS
INNRETTINGAR
2 0%
afsláttur
+ 5% staðgreiösluafsláttur
&ui'
ISSKAPUR
kæli- og frystiskápur
ARDO hæö 141sm, breidd 55sm, dýpt 57sm
Tilboðsverð, staðgreitt:
UPP
ÞVOTTAVEL
hæö 82sm, breidd 59,5sm, dýpt 57sm
ARDO
12 manna - 6 kerfi
Tilboösverð, staögreitt:
49.800
B A Ð
INNRETTINGAR
2 O %
|af s I át t u r
+ S°/o staðgreiðsluafsláttur
KLÆÐA
S K Á P A 3
1 2 % afsláttur
INTRA • IFÖ • MORA
STÁLVASKAR
HANDLAUGAR
BLÖNDUNARTÆKI
B-'4«L!Waf s I átt u r
+ 5% staðgreiðsluafsláttur
SCALA
SKELJASTOLAR
Verð áður: 3.830
Tilboðsverð, staðgreitt:
HER NU
Inn
Borgartúni 29, Reykjavík
Sími: 562 7666