Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Sigríður Þórð-
ardóttir var
fædd í Vestmanna-
eyjum 21. mars
1921. Hún andaðist
á Vífilsstaðaspítala
12. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Þórð-
ur Þórðarson for-
maður á Sléttabóli
í Vestmannaeyjum
^og kona hans Guð-
finna Stefánsdóttir.
Systkini Sigríðar í
aldursröð eru Ása
Magnea, dó ung,
Bára, Eyþór, Stefanía og Asi
Markús.
Hinn 13. maí 1944 giftist Sig-
ríður Þóri Kristjánssyni, f. 17.
febrúar 1922, d. 17. apríl 1969.
Hann var sonur hjónanna Krist-
jáns Guðmundssonar og Mar-
gnrétar Þóru Þórðardóttur á
Eyrarbákka. Sigríður og Þórir
bjuggu mestallan sinn búskap
I^IEÐ ÖRFÁUM orðum langar mig
**m þess að minnast kærrar tengda-
móður minnar, en hún hefur nú
kvatt okkur eftir erfíð veikindi. Eg
kynntist Siggu fyrst fyrir rúmum
fímm árum er ég hóf sambúð með
í Brennu á Eyrar-
bakka. Þeim varð
fjögurra barna auð-
ið, sem eru: 1)
Kristján, f. 11.12.
1944, kvæntur Þur-
íði Tómasdóttur og
eiga þau fimm börn
og fjögur barna-
börn. 2) Þórður, f.
11.12. 1944, d. 2.3.
1976, kvæntur Guð-
laugu Jónsdóttur
og eignuðust þau
fjögur börn, en þijú
dóu í frumbernsku.
3) Magnús, f. 16.3.
1950, í sambúð með Elínborgu
Jóhannsdóttur og á hann þijú
stjúpbörn (þar af eitt frá fyrra
hjónabandi) og þijú barnabörn.
4) Eygerður, f. 9.12. 1955, gift
Erlingi Bjamasyni og eiga þau
þijá syni.
Sigríður verður jarðsungin
frá Eyrarbakkakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Magnúsi syni hennar, en gjarnan
hefði ég viljað að kynni okkar hefðu
orðið lengri.
Lífíð hennar Siggu var ekki alltaf
dans á rósum. Á besta aldri missir
hún eiginmann sinn og örfáum árum
síðar tekur Ægir konungur son
hennar frá henni. Þrátt fyrir áföllin
bognaði hún ekki, heldur stóð sem
klettur og var börnum sínum,
tengdabömum og bamabömum,
sem vitinn er vísaði veginn gegnum
lífsins ólgusjó. Sigga var heilsteypt-
ur persónuleiki og kom ávallt hrein
og bein fram við okkur. Hún sagði
ávallt meiningu sína og við vissum
ætíð hvar við höfðum hana. Með
þessum fátæklegu orðum er ekki
hægt að lýsa henni Siggu okkar til
fullnustu en hún var sú manngerð,
sem við öll gátum lært mikið af.
Eftirfarandi ljóðlínur frá Erlu gera
þó betur en langur texti:
Vertu alltaf hress í huga,
hvað sem kann að mæta þér.
Lát ei sorg né böl þig buga.
Baggi margra þungur er.
Treystu því, að þér á herðar
þyngri byrði’ ei varpað er
en þú hefír afl að bera.
Orka blundar næg í þér.
Grafðu jafnan sárar sorgir
sálar þinnar djúpi í.
Þótt þér bregðist bezta vonin,
brátt mun lifna önnur ný.
Reyndu svo að henni’ að hlynna,
hún þó svífi djarft og hátt.
Segðu aldrei: „Vonlaus vinna!"
Von um sigur ljær þér mátt.
Allt lífshlaup Siggu hefur tengst
sjó á einhvem hátt. Faðir hennar
var sjómaður alla tíð og fórst við
Vestmannaeyjar frá fímm bömum
þegar Sigga var einungis tvítug að
aldri. Eiginmaður hennar var einnig
sjómaður alla tíð þar til hann lést
langt um aldur fram. Allir þrír syn-
ir hennar hafa einnig verið sjómenn,
en einn þeirra dmkknaði frá eigin-
konu og ungum syni. Allan starfs-
aldur sinn starfaði Sigga við fisk-
verkun. Fyrst sem ung stúlka í
Vestmannaeyjum og síðan á Eyrar-
bakka eftir að heilsu eiginmanns
hennar fór að hraka. Á sumrin var
hún iðulega yfír unglingunum í
humarverkuninni og ófáir voru þeir
unglingar, sem hún hafði leiðbeint
um hvernig ætti að flokka humarinn
og raða honum síðan í öskjumar.
Hún var dáð og lofuð alla tíð af
þessum unglingum og flest kölluðu
þau hana Siggu ömmu.
Sigga var mjög félagslynd kona,
það var sama hvaða mannamót var
um að ræða, alltaf var hún mætt
og lék á als oddi, jafnvel eftir að
heilsu hennar fór að hraka. Hún
starfaði einnig mikið í félagsmálum
og var meðal annars í Kvenfélagi
Eyrarbakka og var þar í nefnd er
undirbjó og stóð fyrir endurbótum
á kirkju þeirra Eyrbekkinga. Hún
sat í mörg ár í trúnaðarráði verka-
lýðsfélagsins Bámnnar á Eyrar-
bakka og einnig starfaði hún í Slysa-
varnafélaginu Björg á staðnum.
Hún hafði mjög ákveðnar pólitískar
skoðanir og þótti mér oft broslegt
hversu hörð hún var. Þegar pólitík
bar á góma Iét ég það stundum eft-
ir mér að segja við hana að hún
hefði einungis lært fyrsta starf staf-
rófsins og aðeins kennt Magnúsi
syni sínum þann eina staf. Það hefði
í það minnsta nægt þeim í kjörklef-
anum fram til þessa. Sem dæmi um
það hversu ofarlega í huga hennar
stjómmálin voru má nefna að kvöld-
ið fyrir andlátið, þegar við Magnús
sátum hjá henni, ræddi hún einnig
stjómmál líðandi stundar og kom-
andi forsetakosningar.
Siggu var alltaf gott heim að
sækja. Það ríkti góður andi á heim-
ili hennar og þar leið mér vel. Aldr-
ei féll henni verk úr hendi og voru
pijónamir og heklunálin óspart not-
uð. Þeir eru ófáir fætumir, bæði
stórir og smáir sem lopasokkamir
hennar hafa yljað gegnum tíðina.
Sigga bar mikla umhyggju fyrir
börnum sínum, tengdabömum og
barnabörnum og vil ég með þessum
fátæklegu orðum þakka henni
hversu vel hún reyndist mér og
mínum og hversu mikinn áhuga hún
sýndi bömum mínum og bamabörn-
um.
Þessum kveðjuorðum um elsku-
lega tengdamömmu mína vil ég
ljúka með orðum Erlu:
Engan þarf ég óttast voða,
eigi' hin dekkstu þrumuský.
Gegn um lífsins brim og boða
ber mig drottinn faðmi í.
Þegar hinzta brotnar bára,
brýt ég skip við feigðarströnd,
framhaldslíf í fegra heimi
fel ég, guð! í þína hönd.
Börnum Siggu og öðmm ástvin-
um votta ég innilegustu samúð.
Blessuð sé minning um góða
konu.
Elínborg Jóna Jóhannsdóttir.
Margs er að minnast frá langri
ævi og margar myndir koma í hug-
ann þegar kær vinkona er kvödd. Á
minningarmyndum bernsku- og
unglingsáranna er Sigríður Þórðar-
dóttir frá Sléttabóli í Eyjum og síð-
an Brennu á Eyrarbakka áberandi
og ætíð síðan.
Leikir okkar krakkanna í Vest-
mannaeyjum á þriðja og fjórða ára-
tugnum báru svip af atvinnulífinu
og brauðstriti fullorðna fólksins,
en í umhverfi sjávar og sveitar í
Vestmannaeyjum ólumst við upp
Siggurnar á Sléttabóli og Hauk-
felli. Heimilin voru flest barnmörg
og ekki óalgengt a<3 fimm til tólf
krakkar væm í hverri fjölskyldu.
Þar sem munnarnir voru margir
byijuðu böm snemma að létta und-
ir á heimilunum, hvort sem það var
við heyskap, skepnuhald eða fisk-
verkun og í mörgum tilvikum tók
sjósóknin við eftir því sem árunum
fjölgaði.
Við vinkonurnar áttum saman
leyndarmál æskunnar og gerðum
nýjar uppgötvanir daglega. Við-
fangsefnin vom önnur en barna
nútímans, en nýir leikir og ný verk-
efni bættust við með aldri og þroska.
Við ræddum það einhveiju sinni
hvenær vinátta okkar hefði hafíst.
Niðurstaðan var sú að við hefðum
sennilega verið tveggja og fjögurra
ára, að minnsta kosti náði vináttan
lengra en við mundum.
Hugurinn leitar víða er ég nú
kveð vinkonu mína, Sigríði Þórðar-
dóttur. Eftir æsku- og unglingsár í
Vestmannaeyjum skildu leiðir um
tíma er við stofnuðum heimili og
börnin komu til sögunnar. Sigga hóf
búskap í Vestmannaeyjum með eig-
inmanni sínum, Þóri Kristjánssyni
frá Eyrarbakka. Þau fluttu fljótlega
og settust að á Bakkanum þar sem
þau áttu lengst af heima í Brennu.
Sigga og Þórir áttu fjögur myndar-
leg börn, tvíburana Þórð og Krist-
ján, Magnús og Eygerði. Þórður
fórst í sjóslysi kornungur er hann
hafði nýlega stofnað heimili og lífíð
blasti við, og Þórir féll frá langt um
aldur fram er yngri börnin voru enn
á unglingsaldri.
Sá vináttustrengur sem við Sigga
Þórðar fléttuðum sem börn í Eyjum
slitnaði aldrei. Minnisstæðar eru
ferðir í langferðabíl með börnin
austur á Bakka þar sem dvalið var
hjá Siggu og börnum á þeim árum
sem eiginmennimir voru á sjó.
Margt var þá skrafað og skeggrætt
og alltaf var jafn ánægjulegt að
hitta Siggu. Er börnin komust á
legg fjölgaði samvemstundunum á
ný og það var alltaf eins og við
hefðum síðast hist í gær þótt mán-
uðir væm frá síðasta fundi okkar.
Hún reyndist mér alla tíð einstak-
lega vel, aldrei varð okkur sundur-
orða og aldrei féll skuggi á vináttu
okkar á langri leið.
Sigga Þórðar var traust og hlý
manneskja þótt ekki færi hún með
hávaða. Hún var einstaklega
vinnusöm og dugleg og lagði víða
hönd á plóg. Sigga var félagslynd
og vinmörg eins og meðal annars
sást á fjölda heimsókna til hennar
í sjúkdómslegu á Reykjalundi og
Vífilsstöðum, þar sem hún lést
föstudaginn 12. janúar síðastlið-
inn. í lífi hennar skiptust á gleði
og sorgir en aldrei brotnaði hún
eða bugaðist. Hún var fjölskyldu
sjnni stoð og stytta og alltaf átti
hún eitthvað aflögu til að gefa
öðrum.
Stór hópur afkomenda, systkina,
venslamanna og vina kveður Sigríði
Þórðardóttur frá Brennu á Eyrar-
bakka í dag. Ég og fjölskylda mín
vottum börnum hennar og fjölskyldu
allri innilegustu samúð.
Sigríður K. Gísladóttir.
t
ÞÓRKATLA RAGNHEIÐUR EINARSDÓTTIR
lést á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10, Reykjavík, 17. janúar
síðastliðinn.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hulda Stefánsdóttir.
t
Elskuleg móðir mín,
ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR
frá Melstað,
Hásteinsvegi 47,
lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja
miðvikudaginn 17. janúar.
Sigurður Þórir Jónsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR,
Seltúni 6,
Hellu,
andaöist á hjúkrunarheimilinu Lundi aðfaranótt fimmtudagsins
18. janúar.
Útför hennar verður gerð frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshiíð
þriðjudaginn 23. janúar kl. 14.00.
t
Sigríður Ágústsdóttir,
Eyvindur Agústsson, Guðrún Aradóttir,
Kristján Ágústsson, Gerður S. Elimarsdóttir,
Bóel Ágústsdóttir, Viðar Marmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN FABRÍCIUS FRIÐRIKSSON,
Stórholti 1,
Akureyri,
lést 6. janúar sl.
Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey
aö ósk hinnar látnu.
Innilegar þakkir til starfsfólks nýrna-
deildar og 14-G Landspítalans.
Friðrik Fabrícíus Karlsson, Ragna S. Sigfinnsdóttir,
Friðrik Ragnar Friðriksson,
Elfa Rún Friðriksdóttir,
Karl Friðriksson, Eydís Grétarsdótir,
Elín Halldóra Friöriksdóttir,
Sigurbjörg Bergsdóttir.
SIGRIÐUR
-> ÞÓRÐARDÓTTIR
Elsku amma Sigga er dáin.
Þegar við heimsóttum hana á
Vífilsstaði fyrir rúmri viku óraði
okkur ekki fyrir því að þurfa að
kveðja hana svona fljótt. Hún lék á
als oddi og veikindi hennar virtust
svo víðs fjarri.
Það er svo margt sem kemur upp
í hugann þegar við minnumst ömmu
Siggu. Alltaf þegar við heimsóttum
hana í Brennu, hvort sem við vorum
einar á ferð eða með fjölskyldunni,
var alveg öruggt að við færum ekki
með tóman maga út aftur. Hún var
svo nösk á að gauka einhveiju að
okkur sem var alveg ábyggilegt að
okkur fyndist gott. Sérstaklega er
okkur minnisstætt þegar við vorum
að selja Helgarpóstinn forðum. Þá
var Brenna fastur punktur á leið
okkar um þorpið, amma keypti allt-
af af okkur blað og að sjálfsögðu
fengum við einhveija hressingu áður
en haldið var áfram.
Amma Sigga var einstaklega lag-
in í höndunum og hugsaði vel um
að okkur yrði nú ekki kalt á höndum
og fótum. Einnig heklaði hún kjóla
og sokka á dúkkurnar okkar og
seinna kjól handa dóttur Guðfinnu.
Amma fylgdist alltaf vel með öllu
því sem við tókum okkur fyrir hend-
ur, hvemig okkur gekk í skólanum
og hvað við vorum að gera af okkur
í lífinu.
Elsku amma Sigga, söknuður
okkar er mikill. Minning þín mun
lifa áfram í hjörtum okkar.
Guðfinna og Sigríður.
Elsku amma mín, núna ertu farin
til Guðs, hann gætir þín örugglega
vel. Núna ertu komin til afa, sonar
þíns, langömmu og langafa. Von-
andi líður þér vel. Við munum sakna
þín, en svona er lífíð. Ég kveð þig
með þessari litlu bæn.
Haltu í höndina mína,
hjálpaðu vinum á braut,
ljáðu oss ljós til að skína,
svo létt verði tímanna þraut.
(Jóhannes Jónsson)
Kærar kveðjur.
Jóhannes.
Mig langar til að kveðja Siggu
ömmu með þessum erindum:
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Sigurlaug og fjölskylda.
Elsku amma lang. Okkur langar
að kveðja þig með örfáum orðum.
Þú varst alltaf svo ánægð að fá
okkur í heimsókn og áttir alltaf eitt-
hvert góðgæti sem þú laumaðir að
okkur, hvort sem það var heima í
Brennu eða á spitalanum. Dóta-
skúffan í eldhúsinu þínu vakti ávallt
mikla hrifningu okkar og þú varst
vön að segja okkur að þetta væri
gamalt dót frá því að foreldrar okk-
ar voru litlir.
Elsku amma lang, Guð geymi þig.
Ó, Jesú bróðir besti,
og barna vinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott bam gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái að spilla.
(P.Jónsson)
Styrmir Örn, Signý Ósk,
Eva María og Elna María.