Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 7 FRETTIR Erró ekki fengið neinar fregnir af tillögum um nýtingu á Hafnarhúsinu Líst ágætlega á húsið Borgarráð Reykja- víkur um uppsagnir heilsugæslulækna Samráð verði haft við borg- ar yfirvöld við lausn málsins BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt í tilefni af uppsögnum heilsugæslulækna í landinu, þar á meðal nánast allra heilsugæslu- lækna í Reykjavík, að beina þeim tilmælum til heilbrigðisráðherra að við lausn málsins verði haft fullt samráð við borgaryfirvöld. „Heilsugæslu- og heimilislæknar hafa mikilvægu hlutverki að gegna við að annast og byggja upp frum- heilsugæslu og efling hennar er eitt mikilvægasta verkefnið á sviði heil- brigðisþjónustu í landinu. Eðlilegt er að borgaryfirvöld taki þátt í um- fjöllun um frekari uppbyggingu og skipulag heilsugæsluþjónustu í borg- inni. Borgarráð hvetur heilbrigðis- ráðherra og fulltrúa heilsugæslu- lækna til að leita nú þegar sam- komulags til að koma í veg fyrir að uppsagnir taki gildi. Einnig er brýnt að vaktþjónusta á svæðinu falli ekki niður en í það stefnir 1. mars nk. verði ekkert aðhafst. Ef ekki tekst að leysa þessi mál fljótt og með við- unandi hætti er hætta á að óvissu- og upplausnarástand skapist í þjón- ustu heilsugæslunnar við íbúa Reykjavíkur og annarra byggðar- laga,“ segir í samþykkt borgarráðs. Læknar vilja fund með borgarfulltrúum Heilsugæslulæknar hafa óskað eft- ir því við borgarstjórann í Reykjavík, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, að fá að hitta fulltrúa borgaryfirvalda, bæði meiri- og minnihluta, sem fyrst til að gera grein fyrir og svara spurn- ingum um ástæður þess að níu af hveijum tíu heilsugæslulæknum á landinu sögðu upp störfum um síð- ustu mánaðamót. „Við teljum mikil- vægt að borgarfulltrúar geti aflað sér upplýsinga um málið milliliða- laust og gerum ráð fyrir að tveir eða þrír mæti fyrir okkar hönd, sjái ráða- menn Reykjavíkur sér fært að verða við erindinu," segir Katrín Fjeldsted, formaður Félags íslenskra heimilis- lækna, í bréfi til borgarstjóra. -----» ♦ ♦---- Ráðuneytisstjórinn í dómsmálaráðuneytinu Víðtækari lagaheimildir ræddar ENGINN umræða hefur farið fram innan dómsmálaráðuneytisins um hvort rétt sé að rýmka lagaheimildir um hleranir hér á landi, en Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri segir að það verði gert í framhaldi af þeim orðum lögreglustjórans í Reykjavík að lagaheimildirnar séu of þröngar. Samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála er lögreglu, að und- angengnum úrskurði dómara, heim- ilt að beita símahlerunum við rann- sókn sakamála ef grunur ieikur á að refsingin varði a.m.k. átta ára fangelsi. Þessar heimildir hafa verið notaðar 29 sinnum síðan 1. júlí 1992 til ársloka 1995. Lögreglunni er einnig heimilt að hlera samtöl sem eiga sér stað á almannafæri. Ekki er hins vegar heimilt að hlera sam- töl sem eiga sér stað innan veggja heimilis manna. Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, telur rétt að skoða hvort að heimild til slíkra hlerana eigi ekki að vera í lögum. Böðvar segir að símahleranir hafi komið að miklu gagni sem rannsókn- arúrræði í fíkniefnamálum. Fái lög- reglan heimild til að hlera samtöl manna heima hjá grunuðum ein- staklingum sé hægt að ná enn meiri árangri. ERRÓ kveðst ekki hafa fengið neinar fregnir af tillögum sam- starfsnefndar um nýtingu Hafnar- hússins, sem gera m.a. ráð fyrir að hinni umfangsmiklu gjöf lista- mannsins verði fengið þar varan- legt aðsetur á tæplega 800 fer- metra svæði. Hann hafi lítið um þessar tillögur að segja, enda önn- um kafinn við undirbúning sýn- inga. „Eg gaf þessi verk og það er búið, núna vinn ég við aðrar hugmyndir," segir hann. Erró kveðst hins vegar hafa skoðað húsið á sínum tíma ásamt borgarstjóra og verkfræðingi og fundist staðsetning þess við höfn- ina skemmtileg. „Það stendur svo vel, þetta hús, og skemmtilega við gömlu höfnina. Hvernig til tekst hlýtur að velta mikið á þeim sem teikna á húsið að innan, en mér skilst þó að lítið þurfi að gera við það, því það er eins og salirnir séu þegar til. Á Korpúlfsstöðum hefði þurft að gera miklu meira til lagfæringa," segir hann. Stórsýning í undirbúningi Erró er önnum kafinn um þessar mundir við að undirbúa stóra sýn- ingu í Vínarborg í júní og stóra pólitíska sýningu sem sett verður upp í Þýskalandi og fara milli safna næstu tvö ár. Búið er að ganga frá lista yfir verk sem lánuð verða frá Listasafni Reykjavíkur, en alls verða yfir 100 stór málverk á sýn- ingunni í Vín sem hefst 13. júní nk. og stendur í þrjá mánuði. Mikið er í sýninguna lagt, m.a. gefin út 200 síðna sýningarskrá. „Þetta hefur mikið að segja fyrir mig, því að stór nöfn hafa sýnt þarna undanfarin ár,“ segir Erró. Hann er um þessar mundir að vinna að nýjum verkum sem verða á sýningunni, en einnig verður yfir- lit yfir feril listamannsins frá 1965 og fram til samtímans. „Það er búið að negla hvetja mynd niður. Við Gunnar Kvaran fórum yfir málin fyrir hér um bil ári ásamt safnvörðunum í Vín og þá var ákveðið hvaða syrpa yrði í hveijum sal,“ segir hann. Bókaðu þig á fjármálanámskeið Búnaðarbankans! Það er hægt að ná miklum árangri í að lækka útgjöldin án þess að neita sér um alla ánægjulega hluti, ef fólk lætur skynsemina ráða í fjármálunum. Búnaðarbankinn mun standa fyrir röð af námskeiðum um fjármál fyrir alla aldurshópa. Þátttakendur fá vandaðar fjár- málahandbækur sem hafa verið samdar sérstaklega fyrir hvern aldurshóp. Athugið að panta tím því ;eið verið fullbókuð! iikimii.isi.Inan Fjdrmál heimilisins i FJARMÁLAHA SDBÖK ÖftmíNADAIíBANKlNN Fjármál heimilisins Þar er fjallað um ýmis atriði sem tengj- ast heimilisrekstri. Hvernig spara má í útgjöldum, lánamöguleika, ávöxtunarleiö- ir, heimilisbókhald, áætlanagerö, skatta- mál, húsnæðislán, kaup á íbúö o.fl. Verð 2000 kr. (3000 kr. fyrir hjón). Innifalin er vegleg fjármálahandbók og veitingar. Fjármál ungafólksins Nýtt námskeið sem er sérstaklega ætlað fólki á aldrinum 16 - 26 ára. Tekið er á flestum þáttum fjármála sem geta komiö upp hjá ungu fólki í námi og starfi. Verð 1000 kr. Innifalin er Fjármálahandbók fyrir ungt fólk og veitingar. Fjármál unglinga Fjármálanámskeiöið er fyrir unglinga á aldrinum 12 -15 ára. Þar er leiðbeint um hvernig hægt er að láta peningana endast betur, hvaö hlutirnir kosta og ýmislegt varöandi fjármál sem ungling- ar hafa áhuga á aö vita. Þátttakendur fá vandaöa fjármálahandbók. Ath! Ekkert þátttökugjald. Veitingar. Næstu námskeið: Fimmtudag 15. febrúar Þriðjudag 20. febrúar Mánudag 26. febrúar Þriðjudag 27. febrúar Miövikudag 28. febrúar Fimmtudag 29. febrúar Ath! Búnaðarbankinn í Hafnarfirði: Fimmtudag 14. mars Fjármál heimilisins kl. 18 - 22 Nánari upplýsingar um námskeiöin og skráning eru í síma 525 6343. Fjármál heimilisins kl. 18 - 22 Fullbókað Fjármál unga fólksins kl. 18 - 22 Fullbókaö Fjármál unglinga kl. 15 -18 Fjármál heimilisins kl. 18 - 22 Fullbókaö Fjármál unga fólksins kl. 18 - 22 Fjármál heimilisins kl. 18 - 22 BUNAÐARBANKINN -traustur banki!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.