Morgunblaðið - 15.02.1996, Side 13

Morgunblaðið - 15.02.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Á FUNDINN mættu yfir fjörutíu manns og gerðu góðan róm að máli framsögumanna, þótt umræð- ur yrðu á köflum fjörugar. Vaðbrekku, Jökuldal Þjálfunarstöð fyrir hjarta- og lungnasjúkl inga á Suðurlandi Atvinnumálanefndir Jökuldals- hrepps, Hlíðarhrepps, og Tungu- hrepps héldu opinn fund í Brúarás- skóla á dögunum um atvinnumál þessara sveitarfélaga. Atvinnulífið í þessum sveitum hefur verið nokk- uð einhæft fram að þessu, en í þessum sveitarfélögum er nær ein- göngu rekinn sauðfjárbúskapur, einnig er lítilsháttar loðdýrarækt og vísir að smáiðnaði. Á fund atvinnumálanefndanna mættu og fluttu framsögu Gunnar Vignisson, atvinnumálafulltrúi Austurlands, en hann útskýrði starfsemi atvinnuþróunarfélags Austurlands og atvinnuþróunar- sjóð Austurlandds og sagði frá hvaða skilyrði fólk þyrfti að upp- fylla til að fá fyrirgreiðslu hjá þessum stofnunum. Kristófer Ragnarsson, fyrrverandi ferða- málafulltrúi, flutti framsögu um ferðamál og kom meðal annars inná græna ferðamennsku, sem svo er nefnd. Ólafur Dýrmundsson flutti framsögu um vistvænan og lífrænan landbúnað. t Miklar umræður og oft fjörugar urðu að loknum framsöguerindum, sérstaklega var fundarmönnum hugleikin vistvæn framleiðsla á sauðfjárafurðum, enda ekki nema von þar sem sauðfjárrækt er aðal- Mikill áhugi á vistvænni sauðfjárrækt atvinna í þessum sveitarfélögum. Þó nýsköpun í þessu einhæfa at- vinnulífi sé nauðsynleg voru fund- armenn á því að líka yrði að byggja á því sem fyrir er en bæta jafn- framt. Fram kom í máli Ólafs Dýr- mundssonar að nú þessa dagana er að koma út reglugerð hjá land- búnaðarráðherra um vottun á vist- vænni framleiðslu. Einnig kom fram í máli Ólafs að sauðfjárbænd- ur á þessu svæði þurfi sáralitlu að breyta til að fá vistvæna vottun á alla sína framleiðslu. Sauðfjár- bændur á fundinum sýndu þessu máli mikinn áhuga, hver á sinn hátt, sumir höfðu uppi efasemdir um að þetta hentaði þeim og öðrum þótti reglur um vistvæna vottun, sem væntanlegar eru, of vægar og metnaðarlausar til að þær gerðu það gagn sem þeim er ætlað. Þá töldu fundarmenn að nokkuð langt væri í land með að hægt væri að hefja lífræna sauðfjárrækt nema þá í litlum mæli á þessu svæði, a.m.k. til að byrja með. I lok fundarins var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Almennur fundur um atvinnumál, haldinn í Brúarási 31. janúar 1996, skorar á sveitarstjórnir Jökuldals, Hlíðar- og Tunguhrepps að vinna að því að sem flestir framleiðendur í þess- um sveitum fái viðurkenningu á sína framleiðslu sem vistvæna. Jafnframt hvort hægt sé að tengja saman ferðaþjónustu, smáiðnað og vistvænan landbúnað í þessum sveitum.“ Fram kom í máli forsvarsmanna atvinnumálanefndanna að verið er að ýta úr vör rekstri á lítilli pijóna- stofu á svæði þessara þriggja hreppa. Verður hún þannig upp- byggð að markaðssetning verður sameiginleg, en pijónaskapurinn fer fram heima á býlunum og prjónastofan nokkurs konar sam- ræmingaraðili er sér um að afla verkefna og úthluta þeim til þeirra er stunda prjónaskapinn. Einnig kom fram í máli forsvarsmanna atvinnumálanefndanna, að unnið er að því að gera atvinnulífið í þessum sveitum fjölbreyttaratil að skjóta fleiri stoðum undir af- komu í þessum sveitum. Hveragerði - ÁHeilsustofnunNLFÍ í Hveragerði hefur þjálfunarstöð fyrir hjarta- og lungnasjúklinga nýverið tekið tii starfa. HL-stöðin verður rekin til reynslu fram í maí- mánuð og hefur heilbrigðis- og tryggingaráðherra veitt 600 þúsund króna styrk til rekstrar stöðvarinnar þennan tíma. Starfsemi HL-stöðvarinn- ar fer fram í samvinnu við samtök hjartasjúklinga á Suðurlandi en heilsustofn- un leggur til alla aðstöðu, tækjakost og starfsmenn fram í maímánuð. Þorkell Guðbrandsson, sérfræðingur í hjartalækn- ingum, veitir þjálfunar- stöðinni forstöðu. Hann sagði slíkar stöðvar þegar vera starfræktar á Akur- eyri og í Reykjavík og væri gildi viðhaldsendur- hæfingarinnar sem þar fer fram ótvírætt. Þorkell sagði að starfsemi stöðva sem þessarar væri mikil- vægur þáttur í forvörnum á sviði hjarta- og lungnasjúkdóma og þeir sjúklingar sem hljóti þjálfun af þessu tagi haldist lengur vinnufær- ir og einkennalitlir og þurfi því minna á þjónustu heilbrigðiskerfis- ins að halda. Æfingar eru tvisvar í viku, klukkutíma í senn. Hver einstakl- ingur fer í þolpróf áður en þjálfun hefst til að kanna þrek og þol og byggist þjálfunin síðan á því ástandi sem viðkomandi er í. Óli Haraldsson er í forsvari fyrir Samtök hjartasjúklinga á Suður- landi. Hann sagði aðspurður að til- koma HL-stöðvarinnar í Hveragerði myndi gjörbreyta þjálfunarmögu- leikum hjartasjúklinga á Suður- landi. Því þó þjálfun sem þessi hafi staðið til boða í Reykjavík þá sé Hellisheiðin óneitanlega farartálmi og margir sem veigri sér við að sækja þjálfun alla þá leið. ítrekað hafi komið fram óskir um slíka þjálfunarstöð á svæðinu og því sé gleðilegt að sjá þennan draum ræt- ast. Óli sagði það mikið hagsmuna- mál að þjálfunarstöðinni verði tryggður áframhaldandi rekstrar- grundvöllur því að á Suðurlandi séu margir hjarta- og lungnasjúklingar sem án HL-stöðvarinnar myndu ekki njóta þeirrar viðhaldsendur- hæfingar sem þeir þurfi á að halda. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir GUNNHILDUR A. Vilhjálmsdóttir hjúkrunarforstjóri leiðbeinir Óla Har- aldssyni og Bergþóri Pálssyni á þrek- hjólunum. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir Iþrótta- maður árs- ins kjörinn Siglufjörður - Grétar Örn Sveinsson hefur verið valinn íþróttamaður ársins 1995 á Siglufirði. Grétar, sem er 15 ára gamall, er mjög fjölhæfur íþróttamaður. Hann spilar m.a. fótbolta með 4. flokki KS, var valinn í norðurlandsúrval ogtil æfinga hjá U-15 úrvali KSÍ. Grétar er auk þess norður- landsmeistari í einliða- og tví- liðaleik sveina í badminton. Hann spilar einnig körfubolta með ungmennafélaginu Glóa og hefur verið yfirburðarmaður í sínum flokki. Það er kiwanis- klúbburinn Skjöldur á Siglu- fírði sem staðið hefur að vali á íþróttamanni ársins á Siglu- fírði síðan árið 1979. Morgunblaðið/Silli Fékk afreksmanna viður- kenningu Húsavík - íþróttamaður Húsavíkur, Erna Dögg Þor- valdsdóttir, hefur hlotið viðurkenningu úr afreks- mannasjóði Héraðssambands Þingeyinga, en það mun vera einstakt að sjóðurinn heiðri svo ungan íþróttamann, en Erna Dögg er 16 ára gömul. Erna Dögg fær þessa viðurkenningu fyrir frábæra ástundun í íþróttum og árangur í 200 og 400 metra hlaupum þar sem hún setti íslandsmet á síðasta ári. Erna Dögg hefur tekið þátt í mörgum mótum heima og erlendis og með árangri sem er verður viðurkenningar. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins - kvöldskóli - Staöur: Valhöll, Háaleitisbraut 1 - Tími: 19. febrúar til 12. mars. Innritun í síma 568-2900. Mánudagur 19. febrúar: Kl. 19.00-19.30 Skólasetning: Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Kl. 19.30-21.00 Sjálfstæðisstefnan: Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins. Kl. 21.15-23.00 Ræðumennska og fundarsköp: Gísli Blöndal, markaðsstjóri. Þriðjudagur 20. febrúar: Kl. 19.30-21.00 Utanríkismál - ný viðhorf: Björn Bjarnason, menntamála- ráðherra. Kl. 21.15-23.00 Ræðumennska og fundarsköp: Gísli Blöndal, markaðsstjóri. Mánudagur 26. febrúar: Kl. 19.30-21.00 Konur, karlar og sjálfstæði: Dr.Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, dósent. Kl. 21.15-23.00 Skipulag og starfsemi Sjálf- stæðisflokksins. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri sjálfstæðis- flokksins. Þriðjudagur 27. febrúar: Kl. 19.30-21.00 Stjórnskipan og stjórnsýsla: Sólveig Pétursd., alþingismaður. Kl. 21.15-23.00 Sjálfstæðisflokkurinn og hinir flokkarnir: Dr. Hannes H. Gissurarson, dósent. Mánudagur 4. mars: Kl. 19.30-23.00 Ræðumennska og sjónvarpsþjálf- un: Gísli Blöndal, markaðsstjóri, og Björn G. Björnsson, kvik- myndagerðarmaður. Þriðjudagur 5. mars: Kl. 19.30-23.00 Borgarmálin - stefnumótun: Árni Sigfússon, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, Inga )óna Þórðardóttir og Guðrún Zoéga, borgarfulltrúar. Mánudagur 11. mars: Kl. 19.30-21.00 Menntamál: Sigrfður Anna Þórðardóttir, alþingismaður. Kl. 21.15-23.00 Greina- og fréttaskrif: Þriðjudagur 12. mars: Kl. 19.30-22.00 Heimsókn í Alþingi. Starfshættir Alþingis og meðferð þingmála: Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis og Hanna Birna Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokksins. Kl. 22.00 Skólaslit.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.