Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Söng’liátíð í Háskólabíói ELDRI og yngri kórfélagar taka lagið undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar í nýbyggingunni í Skógarhlíð 20. UM ÞESSAR mundir eru liðin sjötíu ár frá stofnun Karlakórs Reykjavíkur. Kórinn var stofnaður af Sigurði Þórðarsyni tónskáldi og 36 söngmönnum í Bárunni í Reykja- vík 3. janúar 1926. Ágúst Böðvars- son landmælingmaður er eini núlif- andi stofnfélagi kórsins, en hann átti níræðisafmæli 3. janúar sl., á sjötugsafmælisdegi kórsins. Sigurður Þórðarson tónskáld stýrði Karlakór Reykjavíkur í 36 ár. 8. apríl 1995 voru liðin 100 ár frá fæðingu Sigurðar og var því seinasta starfsár kórsins helgað minningu hans. Það hefun verið gæfa kórsins að hafa notið leiðsögn afbragðs stjómanda þessi 70 ár. Páll P. Pálsson tónskáld tók við af Sigurði Þórðarsyni árið 1966 og stjórnaði hann kórnum í aldarfjórð- ung Undanfarin fimm ár hefur Frið- rik S. Kristinsson söngkennari stjórnað kómum við góðan orðstír. Söngstarfið í gegnum tíðina hafa okkar bestu einsöngvarar sungið með Karlakór Reykjavíkur. Nöfn Stefáns íslandi og Guðmundar Jónssonar em sam- ofin sögu kórsins. Af öðmm ein- söngvurum má nefna Sigurð Björnsson, Sieglinde Kahmann, Svölu Nielsen, Kristján Jóhannsson, Kristinn Sigmundsson, Signýju Sæmundsdóttur og Sigrúnu Hjálm- týsdóttur svo nokkrir séu nefndir. Margir kórfélagar hafa og sungið einsöng með kórnum, sem dæmi má nefna Gunnar Pálsson, Guð- mund Guðjónsson, Friðbjörn G. Jónsson, Hreiðar Pálmason og Hjálmar Kjartansson. Styrkur kórs- ins hefur þó fyrst og fremst byggst á samheldni og söngáhuga kórfé- laga sjálfra. í sjötíu ár hafa kórfélagar komið sem vorboðar til höfuðborgarbúa, með sína árlegu vortónleika. Um 1.200 manns eru styrktarfélagar kórsins og hafa margir sótt tónleika kórsins í áratugi. Undanfarin ár hafa þessir tónleikar verið fimm að í tilefni af 70 áraaf- mæli Karlakórs Reykja- víkur segir Bjarni Reynarsson frá söng- hátíð kórsins í Háskóla- bíói 17. febrúar. tölu, þannig að hátt á þriðja þúsund manns hlýða að jafnaði á styrktar- félagatónleikana. Á liðnu ári varða að bæta við sjöttu tónleikunum vegna aðsóknar. Vill kórinn á þess- um tímamótum þakka öllum sínum dyggu styrktarfélögum fyrir stuðn- inginn í áranna rás. Styrktarfélagar kórsins eru sá grunnur sem starf kórsins byggir á. Auk þess að syngja á hveiju ári í höfuðborginni hefur kórinn farið reglulega í söngferðir út á land með söngtónleika. I byijun maí í vor er áætluð tónleikaferð um Norðvesturland. Þá hefur kórinn tekið upp þá nýbreytni að halda annað hvert ár aðventutónleika í Hallgrímskirkju. Hafa þessir tón- leikar verið vel sóttir og fengið mikið lof jafnt frá gagnrýnendum sem tónleikagestum. Um þessar mundir er kórinn að ljúka upptökum á geisladisk þar sem Kristinn Sigmundsson, Krist- ján Jóhannsson og Sigrún Hjálm- týsdóttir syngja einsöng með kórn- um. Mun geisladiskurinn væntan- lega koma út næsta haust. Þá er í undirbúningi geisladiskur þar sem kórinn syngur lög eftir Sigfús Hall- dórsson við undirleik Sinfóníu- hljómsveitar íslands undir stjórn Páls P. Pálssonar. Um þessar mundir er kórinn að byggja tónlist- arhús í Skógarhlíð 20. Mikill skort- ur er á góðum tónleikasölum í höf- uðborginni. Kórar þurfa yfirleitt að halda tónleika í kirkjum vegna skorts á tónleikasölum. Karlakórinn leitar nú eftir stuðningi áhugafólks um tónlistarhús til að fullgera „tón- perluna" undir Öskjuhlíðinni. Utanlandsf erðir Enginn íslenskur kór hefur kynnt íslenska söngtónlist jafn víða um heimsbyggðina og Karlakór Reykjavíkur, sem hefur farið í 17 söngferðir til útlanda á starfsferlin- um. Sumar hljómleikaferðimar voru stórvirki á sínum tíma, eins og ferð- irnar til N-Ameríku 1946, þegar haldnir voru 60 tónleikar, og 1960, en þá voru sungnir 39 konsertar. þá má nefna ferð um Miðjarðarhafs- lönd 1953 þegar kórinn söng fyrir Píus VIII. páfa í Vatíkaninu, hina frægu Baltika-söngferð 1967 og fjölmargar ferðir til Norðurlanda og Mið-Evrópu. Á síðastliðnu ári fór kórinn í eftirminnilega söngferð til Færeyja, þar- sem kórfélögum var tekið sem þjóðhöfðingjum af frændum okkar Færeyingum. Sönghátíð í Háskólabíói 17. febrúar í tilefni af 70 ára afmæli kórsins efnir hann til sönghátíðar í Há- skólabíói 17. febrúar nk. kl. 16.00. Á tónleikunum munu margir ein- söngvarar sem sungið hafa með kómum undanfarin ár og þrír kórar heiðra kórinn á þessum tímamótum með söng sínum. Einsöngvararnir eru: Björk Jónsdóttir, Signý Sæ- mundsdóttir, Sigurður Björnsson og Sieglinde Kahmann. Þá mun einn kórfélagi, Ásgeir Eiríksson, syngja einsöng á tónleikunum. Auk Karlakórs Reykjavíkur og eldri fé- laga munu eftirtaldir kórar syngja nokkur lög: Drengjakór Laugarnes- kirkju, Karlakórinn Fóstbræður og Kvennakór Reykjavíkur. Sem dæmi um efnisskrá tónleik- anna má nefna að Sigrún Hjálmtýs- dóttir mun syngja „Draumalandið" eftir Sigfús Einarsson og „íslands- lag“ eftir Björgvin Guðmundsson, Ásgeir Eiríkssoni mun syngja „Nótt“ eftir Áma Thorsteinsson og Sieglinde Kahmann „Wien du Stadt, meiner Traurne" eftir Sieczynski. Þá má nefna að Fóstbræður og Kariakór Reykjavíkur munu syngja saman „Brennið þið vitar“ eftir Pál Isólfsson. Tónleikunum lýkur með samsöng Karlakórs Reykjavíkur og eldri félaga, sem flytja nokkur vin- sæl karlakórslög m.a. „Þér land- nemar “ eftir Sigurð Þórðarson stofnanda Karlakórs Reykjavíkur. Tónleikarnir verða án efa hinir glæsilegustu. Miðasala er í Há- skólabíói og bókaverslunum Ey- mundssonar í Austurstræti og í Kringlunni og í Pennanum í Hallar- múla. Höfundur er formaður Karlakórs Reykjavíkur. SEMF Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra Happdrætti Húsnæðisfélags S.E.M. 1996 Toyota bifreið á kr. 1.440.000 á miða nr. 96154 Utanlandsferðir á kr. 25.000 á miða nr. 9629 47439 53495 90859 Utanlandsferðir á kr. 100.000: 40 8173 22257 23934 33535 40032 52981 72235 84413 94521 390 10229 22316 23943 33720 45794 58359 73893 87629 96227 7163 22234 22891 26621 39533 48774 60894 81563 88001 96694 Vöruúttekt hjá Radíóbúðinni á kr. 75.000: 1723 15122 17951 29965 43077 45115 62824 68028 75867 96409 7139 15936 25123 30356 44392 52917 63284 68932 75995 98176 11168 16532 25920 32634 44479 59383 64399 75855 78255 99729 Vöruúttekt hjá Radíóbúðinni á kr. 50.000: 164 9261 17877 28015 36039 54117 54895 68262 76958 96362 637 9833 17904 29022 37480 45280 54980 68432 77654 96471 1014 9868 20089 29285 38283 50080 57290 70879 82121 97361 1588 10167 20873 29465 41285 50083 57880 70988 83804 98709 2005 11687 21755 29727 42061 50112 58677 71551 84952 99404 2467 11757 22379 31282 42332 50134 60550 72387 85652 99747 4831 11791 22395 32643 42763 50452 60606 72694 86706 6181 12237 24927 32704 42971 50907 62056 73038 87592 6197 14371 26876 32967 43484 51107 62725 73150 89385 6800 15896 27340 33988 43538 51180 63580 73326 89838 7832 15902 27502 34423 43743 53180 66169 75232 90191 8786 16594 27580 36038 44023 54390 67313 76844 93425 Þeir sem hlotið hafa vinning hafi samband isima 568-2121. * If listar yf ir rör Vinna - efni - ráðgjöf Einar Guömundsson pípulagningameistari LAUFBREKKU 20 / DALBREKKU MEGIN - KÚP. SÍMI 554 5633 - BRÉFSlMI 554 0356 Tvísköttun lífeyris- greiðslna eldri borgara UM SÍÐUSTU áramót varfelldur niður 15% skattafsláttur af lífeyris- greiðslum, sem veittur var frá 1. janúar 1995 og hafði þar með verið í gildi í eitt ár. Þessi 15% frádráttur af Iífeyris- greiðslum átti að koma á móti þeirri tvísköttun sem verið hefur á ið- gjaldi til lífeyrissjóða og allir voru sammála um að væri mjög óréttlát og raunar alröng. Frá þvl að staðgreiðsla skatta var tekin upp 1988 greiddu laun- þegar skatt af 4% iðgjaldi sínu til lífeyrissjóðs, en þessi 4% er grunn- urinn undir 40% af lífeyrisgreiðslum sem fólk fær, a.m.k. í almennu líf- eyrissjóðunum. Þegar fólk fékk síð- an lífeyri frá sjóðunum var hann skattlagður að fullu og þar með var aftur verið að skattleggja iðgjald launþegans. Til þess að koma til móts við mikla óánægju almennings með þessa tvísköttun tók ríkissjórnin sig til og fékk sérfræðinga til þess að reikna út hve stór hluti lífeyris- greiðslna væri tvískattlagður og þeir komust að þeirri niðurstöðu að þetta jafngilti um 15% af útborguð- um lífeyri. Þessari 15% frádráttar- heimild var síðan komið á hinn 1. janúar 1995, eins og fyrr segir. Þá vaknar spurningin, af hveiju var þessi 15% frádráttarheimild tekin af ellilífeyrisþegum nú um áramótin? Skoðum málið aðeins. Fyrst um launþega sem eru i starfi Verkalýðshreyfingin hefur verið mjög andvíg þessari tvísköttun og telur þennan 15% frádrátt alls ekki nægjanlegan. Hún hefur krafist þess að iðgjald launþega, eins og iðgjald atvinnurekanda, verði und- anþegið skatti þegar það er greitt til lífeyris- sjóðsins. Ríkisstjórnin ákvað að koma til móts við þessa kröfu og samþykkti að leggja af þessa skattlagningu iðgjaldsins í áföngum, þannig að 50% ið- gjaldsins varð frá- dráttarbært frá 1. apríl 1995, 75% varð frá- dráttarbær 1. janúar sl. og iðgjaldið verður að fullu frádráttarbært 1. júlí nk. Þar með virð- ist vera komin viðun- andi lausn varðandi þá sem eru í starfi og greiða iðgjald til lífeyrissjóða. Þá er að líta á launþega sem hættir eru störfum Hvernig er með þá ellilífeyris- þega sem hættir eru störfum og þar með hættir að greiða iðgjald Aðeins er verið að skerða kjör þeirra, sem minnstu hafa úr að spila, segir Helgi Arnlaugsson. Lækka laun þeirra. til lífeyrissjóðs og farnir að fá líf- eyri frá sjóðunum? Þeir hafa greitt skatt af iðgjaldi sínu frá því að stað- greiðslan var tekin upp, þeirra líf- eyrir var tvískattaður, og vegna þessarar tvísköttunar var talið rétt- látt að setja á þennan 15% frádrátt á útborgaðan lífeyri. Hvað hefur breyst hjá þeim? Er nokkuð sem rétt- lætir þá ákvörðun að fella niður þessa 15% frádráttarheimild? Það hefur hreint út sagt ekkert breyst hjá þess- um ellilífeyrisþegum, sem réttlætir þessa skerðingu. Þeirra staða er nákvæmlega sú sama og þegar tekin var ákvörðun um að koma á þessum 15% frádrætti, enda var ákvörðunin tekin vegna þeirra. Þarna er aðeins verið að skerða kjör þeirra sem minnstu hafa úr að spila, lækka laun þeirra á sama tíma og laun annarra hækk- uðu um áramótin. Hvað er það þá sem fær ráða- menn til þess að draga til baka þá réttlátu og raunar sjálfsögðu ráð- stöfun að leiðrétta þá tvísköttun líf- eyrisiðgjalda sem viðgengist hefur? Spyr sá sem ekki veit. Þótt samið hafi verið við verka- lýðshreyfinguna um lausn fyrir vinnandi fólk til að koma í veg fyr- ir þessa tvísköttun lífeyrisiðgjalda, þá breytir það ekki stöðu þeirra sem þegar eru hættir að vinna. Það er ekkert sem réttlætir að taka aftur upg tvísköttun á laun þeirra. Ég vil því mjög eindregið skora á ríkisstjórnina að endurskoða þessa ákvörðun og koma á aftur þessari 15% frádráttarheimild af lífeyri, varðandi þá ellilífeyrisþega sem hættir eru vinnu. Höfundur fyrrverandi starfsmað- ur Samiðnar. Helgi Arnlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.