Morgunblaðið - 15.02.1996, Page 41

Morgunblaðið - 15.02.1996, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 41 INGIBJÖRG OLGA HJAL TADÓTTIR + Ingibjörg Olga Hjaltadóttir fæddist í Reykjavík 10. mars 1934. Hún lést á Borgarspítal- anum 2. febrúar síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Fossvogskirkju 12. febrúar. ÞAÐ VAR hér í Reykja- vík, nánar tiltekið í Ing- ólfsstræti 21b, þann 10. mars árið 1934, sem mamma leit dagsins ljós. Hún var annað barn foreldra sinna, þeirra Maríu Guðbjargar Olgeirsdóttur og Hjalta Árnasonar. Frumburður ungu hjón- anna var Hörður og fæddist hann 25. september 1932. Þau María og Hjalti gengu í hjónaband í Kaup- mannahöfn árið 1930 en, eins og áður sagði, leigðu þau í Ingólfs- strætinu þegar mamma fæddist. Mamma dvaldi ekki lengi hjá foreldrum sínum. Hún var korna- barn þegar hún lagði upp í sitt fyrsta ferðalag. Ferðafélagarnir voru hinir bestu sem völ var á, Solveig Gísladóttir, móðuramma mömmu, og Hildigunnur Olgeirs- dóttir, móðursystir hennar, og ferð- inni var heitið sjóleiðina til Akur- eyrar. Á Akureyri bjuggu móður- amma og -afi, Olgeir Júlíusson, bakarameistari, og þar var fyrsta heimili mömmu. Solveig, eða amma Solla, var sterk kona. Hún áleit að ömmustúlkan væri betur komin á Akureyri heldur en í Reykjavík, þar sem heimilisfaðirinn í Reykjavík var án atvinnu og fyrir fjölskyldu var að sjá. Á Akureyri naut mamma ástar og umhyggju ömmu Sollu og afa Olgeirs. Heimili þeirra mótaði mömmu, þar lærði hún þau gildi í lífinu sem gerðu hana að fordóma- lausum, víðsýnum og umhyggju- sömum einstaklingi. Þegar mamma var barn að aldri, eða árið 1936, hélt afi Hjalti til Rússlands og lauk þar með hjúskap ömmu Maju og hans. Þá, líkt og fyrr, kom styrkur ömmu Sollu í ljós. Hún hélt sitt heimili og til að afla viðurværis hafði hún gjarnan einn sjúkling á heimilinu. Greiðslur komu til heimil- isins vegna umönnunar sjúklingsins og þannig var afkoma heimilisins tryggð. Eins og gefur að skilja var gestkvæmt á heimilinu á Akureyri, skemmtilegast var þegar amma Maja og Hörður komu í heimsókn, en ijölmargir aðrir ættingjar og vinir komu á heimilið. Ættfræðin var mikið rædd; amma Solla var mjög ættfróð og mamma drakk í sig fróðleikinn. Ættfræðin var hennar áhugamál og í því kom seigla hennar, þolinmæði og vand- virkni vel fram. Ferðalög mömmu urðu fleiri og ' ágúst árið 1943 hélt hún af stað með rútu til Reykjavíkur. Hún var ekki fús að fara í þessa ferð, þá 9 ára gömul, en ekki var hjá því kom- ist. Afi Olgeir á Akureyri var þá orðinn mjög veikur og því var sú ákvörðun tekin að afastúlkan unga skyldi fara til Reykjavíkur. Þessi ákvörðun hefur örugglega verið tek- m m.a. af umhyggjusemi. við mömmu en ferðalagið reyndist henni erfitt. Hún var mjög náin afa sínum og vildi ekkert frekar en að vera áfram á Akureyri. Þegar til Reykja- víkur kom fór hún til móður sinnar, ömmu Maju, sem þá hafði hafíð búskap með seinni manni sínum, Olgeiri Guðmundssyni, og saman höfðu þau eignast soninn Einar Jó- hann þann 27.janúar árið 1942. Mamma var aðeins búin að vera stuttan tíma í Reykjavík þegar afi Olgeir dó. Hann lést á Akureyri þann 6. september árið 1943 og í kjölfarið flutti amma Solla til Reykjavíkur. Erfíður vetur fór í hönd fyrir mömmu og ömmu Sollu, þær voru saman en lentu í húsnæðis- hrakningum og amma sá að búa þurfti mömmu öruggara heimili. Mamma var aðeins tæp tvö ár í Reykjavík, því haustið 1945 hélt hún enn í ferðalag. Nú var ferðinni heitið austur á land, en Sig- rún Árnadóttir, föður- systir mömmu, og maður hennar, Davíð Jóhannesson, sím- stöðvarstjóri á Eski- fírði, höfðu svarað því játandi þegar þess var farið á leit við þau að þau tækju mömmu á heimili sitt. Þau Sigrún og Davíð áttu saman soninn Bolla og fyrir áttu þau Pál, Hauk og Baldur. Þau Sigrún og Davíð unnu strax hug og hjarta þessarar 11 ára gömlu stúlku. Þau veittu mömmu það sem hvert barn þarfnast; ást og umhyggju. Heimili þeirra Sigrúnar og afa Davíðs varð hennar heimili og Sigrún var ein af þessum sterku konum sem áttu svo gott með að veita öryggi og skjól. Þrátt fyrir allt fór góður tími í hönd og Eskifjarðarárin hjá Davíð og Sigrúnu voru góð ár. Á Eski- firði kynntist mamma mörgu góðu fólki og það fólk þekkti hún og umgekkst alla tíð. Akureyri og Eskifjörður voru hennar staðir og á Eskifirði kynntist hún pabba, Héðni Emilssyni. Samkvæmt því sem pabbi segir trúlofuðu þau sig þegar mamma var 11 ára — en mikill vinskapur var á milli heimilis afa Davíðs og Sigrúnar og svo afa Emils og ömmu Margrétar á Eski- firði. Eskiijarðarárin urðu ekki mjög mörg, Sigrún og Davíð fluttu suð- ur, en mamma var í þijá vetur á Eiðum. Henni líkaði vel á Eiðum og bar hún hlýhug til alls starfs- fólks þar, ekki_ síst til Þórarins skólameistara. í viðurkenningar- skyni fyrir vel unnin störf á Eiðum, en mamma var m.a. hringjari þar, fékk hún ljóðabókina „Aldrei gleymist Austurland“ og víst er að í augum mömmu gleymdist aldrei Austurland. í skólafríum vann mamma í Reykjavík og bjó þá hjá ömmu Sollu. Sumarið 1952, eftir að skólagöngunni að Eiðum lauk, vann hún á símstöðinni á Reyðar- firði. Að haustinu hélt hún til Reykjavíkur, leigði sér herbergi í vesturbænum í Reykjavík og hóf störf í Markaðnum. Frá Markaðn- um lá leiðin í Frímerkjahúsið en þar, hjá Davíð fóstra sínum, vann mamma þar til að hún gekk í hjóna- band þann 15. september árið 1956. Þegar hér var komið sögu hafði afí Hjalti stofnað aðra fjölskyldu. Hann gekk að eiga Sigríði Friðriksdóttur og með henni eignaðist hann Nönnu, Elínu, Hrönn og Hrefnu. Mömmu þótti mjög vænt um systk- ini sín, bræður og systur, og þó að samvistir þeirra systkinanna yrðu litlar var alltaf sterk taug á milli þeirra. Reykjavíkurárin hennar mömmu, þegar hún var frí og fijáls, ein- kenndust af lífsgleði og heilbrigði. Hún starfaði í skátahreyfingunni, var í þjóðdansafélaginu, lagði rækt við ættingja sína og vini og stofnun heimilis var ekki langt undan. Þrátt fyrir það að hugur mömmu hafi staðið til þess að mennta sig sem hjúkrunarkona, eins og það hét þá, þá skipti það hana meira máli að vera sjálfstæð og ekki að vera upp á aðra komin. Stofnun heimilis var stórt skref og í hennar huga var alla tíð ljóst að hún vildi, fyrst og fremst, búa börnum sínum ör- uggt heimili. Þau mamma og pabbi voru mjög samtaka um þetta. Heim- ilið og afkoma fjölskyldunnar skipti þau öllu máli og þannig var það í þau tæplega 40 ár sem þau héldu heimili. Fyrsta heimili mömmu og pabba var hjá ömmu Margréti og dóttirin Margrét fæddist þeim 13. janúar 1957. í desember 1957 brann heimili mömnm og pabba í Skeijafirðinum. Þá fluttu þau litlu fjölskylduna sína í herbergi til ömmu Maju og í maí 1958 var end- urbyggingu á húsinu lokið og flutti þá unga parið í húsið aftur, ásamt þeim Aðalsteini Björnssyni og Jó- hönnu Árnadóttur. Stuttu seinna, eða í júlí það sama ár, fæddist þeim annað stúlkubarn. Mamma vildi að stúlkan yrði látin heita Solveig María, en amma Solla kom með breytingartillögu: Láttu hana heita Maríu Solveigu, ég veit að þú gleymir mér ekki þó mitt nafn sé á eftir — og stúlkan var vatni aus- in og látin heita nöfnunum í þeirri röð sem amma Solla stakk upp á; mamma gleymdi aldrei ömmu Sollu. Sketjafjarðarárin, í sambýli við Alla, Jóhönnu og Rósu voru góð ár. Pabbi og Alli létu sér detta ýmislegt í hug og mamma og Jó- hanna kinkuðu kankvísar kolli. Sög- urnar um það þegar pabbi hringdi og sagði: Ingibjörg, það er vörubíll sem þarf að komast í Hafnarfjörð, geturðu ekki keyrt hann þangað? Mamma hugsaði „ung var ég gefin Njáli“ og keyrði vörubíl í fyrsta sinn, eða þá þegar Kvistur KÓ 13 var smíðaður, eða þá þegar mamma fór út að kvöldi til og pabbi átti að taka jólakökuna úr gúndapottin- um, pabbi sofnaði frá jólakökunni og við lá húsbruna í annað sinn — þetta eru allt ljúfar sögur um ungt fólk í baráttunni um brauðið. Háaleitisbrautin var næsti við- komustaður fjölskyldunnar. Þar var keypt stór og rúmgóð íbúð og þang- að flutti fjölskyldan um miðjan sjö- unda áratuginn. Ekki leið á löngu þar til þriðja barn mömmu og pabba fæddist, þau eignuðust son þann 20. apríl 1965. Mamma, og allir aðrir í fjölskyldunni, glöddust mik- ið, sonurinn var skírður í höfuðuð á tengdapabba mömmu, Emil Birni. Mamma bar ávallt hlýjar tilfinning- ar til tengdaföður síns og þótti vænt um að geta látið barnið sitt bera nöfnin hans. Áður en Emil fæddist var talsvert rætt um það hvað nýi fjölskyldumeðlimurinn ætti að heita, ef hann yrði strákur átti hann auðvitað að heita Emil Björn en ef hann yrði stelpa átti nafnið auðvitað að vera Sigrún. Fjórða barn mömmu og pabba var einnig strákur, fæddur þann 13. júní 1967, hann fékk nafn langafa síns, Magnúsar á Reyðarfirði, fimmta barnið var enn einn strákur- inn, fæddur 17. mars 1969, strákur- inn gat auðvitað ekki heitið Sigrún, en Davíð komst næst Sigrúnarnafn- inu og því fékk sonurinn ungi nafn- ið Davíð. Frá Háaleitisbrautinni lá leiðin í Fossvoginn. Mömmu var aldrei um svona búferlaferðalög en í Kúrland- inu tóku við 17 góð ár. Hennar starfsvettvangur var innan veggja heimilisins og lagði hún allt sitt í það að annast fjölskylduna, eigin- mann, böm, móður og skyldmenni. Helga í Kúrlandinu var sá besti nági'anni sem hægt var að hugsa sér og þótti mömmu innilega vænt um hana. Heimilislífið í Kúrlandinu var fjörugt; húsið fullt af bömum og vinir barnanna voru alltaf vel- komnir og sennilega væri nú nær að tala um félagsheimili frekar en venjulegt heimili. Starfi pabba fylgdi líka oft og tíðum mikill gestagang- ur, en þó aldrei eins og þegar pabbi vann hjá Viðlagasjóði við uppgjör tjónanna eftir gos í Eyjum. Mamma tók þessu sem sjálfsögðum hlut; hún opnaði heimili sitt og bætti bara á sig þeim störfum sem þurfti. Heimil- ið, fjölskyldan og ættingjar voru númer eitt, mamma var númer tvö, þijú eða fjögur. Eftir að börnin fóru að fljúga úr hreiðrinu kom í ljós að vinir barnanna vildu ekki missa tengsl við mömmu. Nokkrum sinn- um hringdu vinirnir i gamla síma- númerið og mamma sagði: Heyrðu, nú hefur þú hringt í vitlaust númer, nýja númerið er .... en þá sagði vin- urinn: „Nei, nei ég ætlaði ekkert að hringja í hann, mig langaði bara að tala við þig“! Þrátt fyrir að vinskap- ur unga fólksins hafl fjarað út var það svo að nokkrir vina okkar barn- anna héldu áfram að vera vinir mönnnu og það var mannna sem sagði okkur fréttirnar af þessum æskufélögum okkar. Haustið 1986 var enn lagt í ferða- lag, mamma og pabbi höfðu þá selt húsið í Kúrlandi og keypt hús á Ártúnsholtinu. Nokkur tími leið áður en mömmu fannst hún virkilega eiga heima í Bröndukvíslinni. Fjölskyld- an hafði enn stækkað, tengdabörnin voru orðin fimm. Mamma taldi það sína hamingju hvað tengdabörnin hennar voru gott og gæfusamt fólk, hún leit á fimmmenningana sem sín eigin börn og fannst þeir góð við- bót við fjölskylduna. Ættfræðin var oft rædd og mamma þekkti vel til ættar og uppruna þriggja tengda- barnanna og ekki spillti það nú fyr- ir. Á þessum árum voru barnabörn- in orðin þijú og þau Héðinn, Guð- rún og Ingibjörg nutu þess öll að vera hjá ömmu Ingibjörgu. Mamma var enn, eins og þegar hún stofnaði sitt eigið heimili, með það að leiðar- ljósi, að búa börnum sem öruggast skjól og þess vegna fannst henni sjálfsagt að barnabörnin væru hjá henni á meðan foreldrarnir geystust um í atvinnulífinu. Mamma var allt- af meira fyrir það að hugsa um aðra og hjálpsemi og umhyggja voru eiginleikar sem prýddu hana. Hún rétti hjálparhönd svo lítið bar á og vildi tæpast kannast við það að hún hefði lagt einhveijum lið. Árin í Bröndukvíslinni urðu ekki mörg, aðeins einn tugur. Eftir sjö ár þar var enn lagt í ferðalag og nú var ferðafélaginn sá sem maður óskaði síst. Ólæknandi sjúkdómur hafði knúið dyra og nú eins og löng- um fyrr var ferðin ekki umflúin. Persónuleiki mömmu — æðruleysi, hugprýði, seigla og víðsýni — kom í ljós nú eins og oft fyrr. Hún taldi sig hafa haft það gott; hún var þakk- lát fýrir svo margt og gleymdi aldr- ei því sem gert hafði verið fýrir hana. Hún vildi að við hin héldum áfram að lifa lífínu, hún sagði að sér liði betur ef hún vissi að við öll héldum áfram að færast eitthvað í fang, hún vildi engar breytingar sín vegna og vildi helst af öllu að pabbi héldi sínu striki í starfí og leik. Hún fylgdist með okkur öllum og átti enga ósk heitari en að okkur fam- aðist vel í lífínu. Hún hélt áfram að styrkja okkur og umvefja okkur ást og umhyggju þó að hún sjálf væri alveg farin að heilsu. Henni þótti verst að geta ekki passað yngstu bamabömin; þau Helga, Grétar, Örnu og Gunnar, og þrátt fyrir að ein ættfræðibók hafí litið dagsins ljós átti mamma enn eftir að ganga frá að minnsta kosti þremur til við- bótar. Þegar mamma og pabbi áttu sína síðustu stund saman að kvöldi 1. febrúar ræddu þau um ferðalag. Pabbi var búinn að skipuleggja það að mamma kæmi heim og hún vildi ekkert frekar en að fara heim. Ann- ar febrúar var fallegur dagur; veðr- ið var milt og.kyrrt, geislar vetrar- sólar lýstu og vermdu. Þennan dag lagði mamma upp í sitt hinsta ferða- lag. Ferðalaginu með ferðafélagan- um slæma var lokið og hún öðlaðist hvíld eftir langt og strangt ferðalag. Fjölmargir samferðamenn gengu með mömmu þessa sjúkdómsgöngu og á enga er hallað þó að nöfn Eddu frænku og Hrannar séu nefnd. Þær voru mömmu, og okkur hinum, stoð og styrkur. Minningin um mömmu mun lifa með okkur. Við höfum svo margs góðs að minnast og það sem hún kenndi okkur höfum við að leiðar- ljósi í lífinu. Börnum okkar og barna- þömum segjum við sögur um ömmu Ingibjörgu, líkt og mamma sagði okkur sögur um ömrau Sollu og Sigrúnu og Davíð. í gegnum mömmu fengum við að kynnast þessu sterka fólki og í gegnum okkur fá barnabörnin að kynnast ömmu Ingibjörgu. Blessuð sé minning hennar. María Solveig Héðinsdóttir. Mig langar í fáum orðum að minnast Ingibjargar Olgu Hjalta- dóttur, eða mömmu hennar Mæju eins og hún var oftast kölluð. Ingibjörg var alveg sérstök kona og það var mikið lán fyrir ungling að hafa fengið að kynnast henni. Þegar ég kynntist Maríu Solveigu vinkonu minni bjó fjölskyldan í Kúrlandi 4. Frá fyrstu kynnum mínum af þessari stóru fjölskyldu var mér tekið mjög vel og tíðar heimsóknir taldar sjálfsagðar. Það var sama hvenær dags komið var í Kúrlandið, alltaf hafði Ingibjörg tíma aflögu til að spjalla við gest- inn, bjóða upp á hressingu og leysa úr vanda sem skólastúlkur stóðu frammi fyrir. Ingibjörg átti ekki hvað minnstan þátt í að skapa sérstaklega vinalega og samheldna fjölskyldu. Það sem ég sá til daglegra starfa hennar snérust þau öll um fólkið hennar, hvort heldur var eiginmann, börn, barnabörn eða aðra fjölskyldumeð- limi. Ef Ingibjörg gat aðstoðað eða glatt var hún tilbúin að leggja sitt af mörkum. Eitt af aðal áhugamálum Ingi- bjargar varættfræði. Ég kom aldrei að tómum kofanum þegar ættir og uppruna manna bar á góma. Hún „ átti stóran þátt í að auka áhuga minn á þessum fræðum, aðstoðaði við að ganga aðgengilega frá ættar- skrá sem ég vann að fyrir mörgum árum og hvatti mig til nákvæmni í öllum vinnubrögðum. Þegar ég kom í Kúrlandið með væntanlegan eiginmann minn fannst Ingibjörgu ekki verra að hann var borinn og barnfæddur Austfirðingur. Vegna tengsla henn- ar við Austurland og áhuga hennar að kynnast fólki tókust strax með henni og Herði góð kynni. í hvert sinn er þau hittust tóku þau upp létt spjall um menn og málefni sem tengdust Austfjörðum. Við vinkonurnar áttum börnin okkar á svipuðum tíma og allt frá fæðingu Gunnars sýndi Ingibjörg honum vináttu og hlýju. Hún taldi það alveg sjálfsagt að gæta hans og bæta honum í hóp barnabarna sinna sem áttu hjá henni gott og öruggt athvarf. Árin hafa liðið, en alltaf hef ég og fjölskylda mín átt góðan vin þar sem Ingibjörg var. Við getum seint fullþakkað fyrir þá vináttu og trygglyndi sem Ingibjörg og Héðinn hafa sýnt okkur í yfir tuttugu ár frá því að fundum okkar bar fyrst saman. Fanný Gunnarsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auftsýnda samúft og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föftur okkar, tengdaföftur, afa og lang- afa, EVERTS ÞORKELSSONAR, Bárustíg 10, Sauðárkróki. Sigrún Ólöf Snorradóttir, Jens Evertsson, Ingibjörg Stefánsdóttir, Snorri Evertsson, Stefanía Jónsdóttir, Jóhanna Evertsdóttir, Gylfi B. Geiraldsson, Stefán Evertsson, Oddný S. Matthíasdóttir, Karlotta Evertsdóttir, Sverrir Elefsen, Tómás Evertsson, Adena Tefere, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.