Morgunblaðið - 15.02.1996, Side 44

Morgunblaðið - 15.02.1996, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ ÓLÖF AÐALHEIÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR + Ólöf Aðalheiður Friðriks- dóttir fæddist á Selabóli í Önundarfirði 7. nóvember 1914. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 23. janúar siðastliðinn og fór útför- in fram frá Akureyrarkirkju 8. febrúar. Kveðja frá Sam-Frímúrara- reglunni á Akureyri Arabíska skáldið Kahlil Gibran komst svo að orði um dauðann: „Hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið." Nú hefur Ólöf Friðriksdóttir, okkar kæra reglusystir, horfið inn í sólskinið. Hún hafði ekki gengið heil til skógar og sagðist vera tilbú- in að mæta kalli sínu. Hún tók veik- indum sínum með æðruleysi og traust trú hennar á höfund lífsins veitti henni styrk til þess að horfa óttalaus fram á veginn. Ólöf gekk í Sam-Frímúrararegluna í júní 1950 og var því búin að starfa þar í rúm 45 ár. Hún átti sæti í stjóm reglunn- ar hér á fandi í mörg ár og var heiðursfélagi í stúkunni Gimli. Störf Ólafar einkenndust af trúmennsku, kærleika og þrautseigju. Hún var ávallt reiðubúin að taka á sig störf í þágu reglunnar. Það var okkur mikil gæfa að eiga slíka systur. Hún trúði á trúarbrögð viskunnar og kærleikans sem gefa lífinu þá fegurð sem hún dáði svo mjög. Með listrænum hæfileikum sínum átti hún auðvelt með að túlka fegurðina á sinn skapandi hátt. Hún hafði þá skoðun að engin trú væri sannleik- anum æðri og setti sér það mark- mið í lífinu að leita sannleikans. Dagsverki mikilhæfrar konu er lok- ið, það verk var vel unnið og mun- um við systkinin í Sam-Frímúrara- reglunni á Akureyri minnast þess með þakklæti alla tíð. Þú áttir mikið af þoli og þreki og þorðir að höggva á vanans bönd. Þú flaugst á væng hinnar fomu spekL um furðuheima og undralönd. Þú áttir söngva og sól í hjarta, er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. Þú auðgaðir heim að orku og snilli, lést öðrum skína þinn mikla dag, og velferðarmálum vannstu hylli með víðsýni þínu og glæsibrag. (Grétar Fells.) Ástvinum Ólafar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Við kveðjum hana með söknuði og virð- ingu og óskum henni fararheilla til ódáinsheima. Jóna Fjalldal, Margrét Guðmundsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. ATVIN N U A UGL YSINGAR Framreiðslunemi Sölumaður óskast Veitingastaður í miðbænum óskar eftir að ráða frískan og duglegan mat- reiðslumann og einnig traustan og duglegan framreiðslumann strax. Svör sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 21. febrú- ar, merkt: „Veitingastaður - 4006“. Hótel Saga ehf. óskar eftir framreiðslunem- um til starfa strax. Þurfa að vera duglegir og tilbúnir til að vinna mikið. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri á milli kl. 13.00-16.00, ekki í síma. Öflug og vel rekin fyrirtækjasala óskar eftir að ráða hörkuduglegan og afkastamikinn sölumann sem þarf að geta hafið störf strax. Reynsla æskileg. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. sem fyrst, merktar: „Sölumaður - H 1996“. WtÆKOAUGL YSINGAR A TVINNUHUSNÆÐI Til leigu við Suðurlandsbraut mjög gott skrifstofuhús- næði, sem skiptist t.d. í 60, 120, og 150 fm stærðir, og verður innréttað að óskum leigu- taka. Upplýsingar í síma 562 2991 á skrifstofutíma og í síma 893 4628 á kvöldin og um helgar. Athafnafólk á Hellu og nágrenni! Viltu reka verslun eða þjónustu í nýjum versl- unarkjarna á Hellu? Leitað er að samstarfsaðilum, sem hafa áhuga á að kaupa aðstöðu í nýjum verslunar- kjarna við Dynskála á Hellu. Þeir, sem hafa áhuga, hafi samband við Aðalheiði Högnadóttur á umboðsskrifstof- unni, Hellu, í síma 487 5165. - Borgeyhf. Aðalfundarboð Aðalfundur Borgeyjar hf. verður haldinn á Hótel Höfn, Hornafirði, fimmtudaginn 22. febrúar 1996 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um hækkun hlutafjár. Hluthafar eiga forkaupsrétt að hinu nýja hlutafé í samræmi við 5. gr. samþykkta félagsins, og skulu tilkynna stjórn félags- ins innan fjögurra vikna frá aðalfundi, svo fremi sem tillaga um hlutafjárhækkun verði samþykkt, hvort þeir neyti forkaups- réttar síns. Frá 15. febrúar liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, fundargögn skv. 4. mgr. 88. gr. laga nr. 2 frá 1995. Stjórnin. Hjallasókn Aðalsafnaðarfundur Boðað er til aðalsafnaðarfundar í Hjallasókn í Kópavogi sunnudaginn 18. febrúar nk. Fundurinn verður haldinn í Hjallakirkju að aflokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 11.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Samþykktir fyrir Hjallasöfnuð. Önnur mál. Ársreikningur og tillögur að samþykktunum liggja frammi í dag, fimmtudag, á skrifstofu- tíma kirkjunnar kl. 10.00-17.00. Sóknarnefnd. Fundarboð Aðalfundi Ósvarar hf., sem halda átti laugar- daginn 17. febrúar nk., er aflýst. Aðalfundur félagsins verður þess í stað hald- inn fimmtudaginn 29. febrúar 1996 kl. 17.30 á Hafnargötu 80-96, Bolungarvík. Dagskrá: - Venjuleg aðalfundarstörf. - Tillaga stjórnar um hækkun hlutafjár um krónur 140.000.000 með áskrift nýrra hluta. - Tillaga um breytingu á 1. gr. samþykkta félagsins. - Tillaga um breytingu á samþykktum félags- ins til samræmis við lög nr. 2/1995. Á fundinum verður borin upp tillaga frá stjórn um hækkun á hlutafé félagsins um kr. 140.000.000 með áskrift nýrra hluta. í tillögu stjórnar er gert ráð fyrir að um áskriftarrétt hluthafa fari eftir 7. gr. samþykkta félagsins. Miðað er við að frestur hluthafa til að nota forgangsrétt sinn til áskriftar verði tvær vikur frá tilkynningu til hluthafa um ákvörðun um hækkun hlutafjár og að áskrift fari fram á skrifstofu félagsins. Tillögurnar, ásamt þeim gögnum sem getur í 2. mgr. 33. gr. laga nr. 2/1995, munu liggja frammi til athugunar fyrir hluthafa á skrif- stofu félagsins, Hafnargötu í Bolungarvík, minnst viku fyrir aðalfundinn. Hluthöfum er boðið til formlegrar opnunar á frystihúsi félagsins laugardaginn 17. febrú- ar nk. kl. 14.00, þar sem kynntar verða þær miklu breytingar á fyrirtækinu, sem unnið hefur verið að undanfarna mánuði. Bornar verða fram léttar veitingar. Stjórnin. Samtök um vestræna samvinnu - Varðberg Félögin Samtök um vestræna samvinnu og Varöberg halda sameigin- legan hádegisfund í Skála, Hótel Sögu, í dag, fimmtudaginn 15. febrú- ar, og hefst fundurinn stundvíslega kl. 12.00. Raeðumaður fundarins verður Jamie Shea, talsmaður Atlantshafs- bandalagsins, og mun hann ræða um friðargæslu NATO í Bosníu. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Stjórnirnar. Smfl auglýsingar I.O.O.F. 5 = 1772158 = FR I.O.O.F. 11 = 17715028'/2 = Kirkjukvöld Landsst. 5996021519 VIII Hvítasunnukirkjan Vöivufelli Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Láttu sjá þig, þú ert innilega velkominn. ^ Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Israelskvöld kl. 20.30 í umsjá Knut Gamst. Allir velkomnir. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28 Hvernig get ég nálgast Guð og ræktaðtrú mína? Fræðslukvöld Biblluskólans kl. 20.30. Leiðbeinandi: Ulrich Parzany. Aögangur ókeypis. Allir velkomnir. Dagsferð sunnud. 18. feb. Kl. 10.30 Landnámsleiðin, 3. áfangi, Stóru-Vogar, Vatns- leysuvlk. Dagsferð sunnud. 18. feb. Kl. 10.30 Skiðagönguferð, Jósepsdalur og nágrenni. Útivist. Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði Félagsvist í kvöld, fimmtudags- kvöldið 15. febrúar. Byrjum að spila kl. 20.30 stundvíslega. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Helgarferð 17.-18. febr. Þorra- og vættaferð í Biskupstungur Góð gisting í Úthlíð. Fjölbreytt skíðagöngu- og gönguland. Fararstjóri Gestur Kristjánsson. Upplýsingar og farm. á skrifst. Sunnudagsf erðir 18. febr. Kl. 10.30 að Gullfossi í klaka- böndum. Skíðagöngurkl. 10.30 og 13.00. Ferðafélag íslands. Pýramídinn - ______ andleg miðstöð Mlðlun Vilt þú kynnast sjálfum þér? Hver ert þú? Hvaða hæfileik- um ert þú búin? Hver er næmni þín? Námskeiö til að rækta og læra á næmni, æðri skynjanir, áruhjúp- inn, sköpun, sjálfs- styrkingu og sjálfs- tjáningu. 17. og 18. febrúar nk. verður haldið námskeið i Pýra- mídanum, Dugguvogi 2. Leiö- beinandi verður Ragnheiður Ól- afsdóttir, aðstoðarmaður Ellen Sveinsdóttir. Bókanir i símum 588-1415 og 588-2526. Pýramídinn, Dugguvogi 2.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.