Morgunblaðið - 15.02.1996, Side 48

Morgunblaðið - 15.02.1996, Side 48
18 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ' Dýraglens VUHÖU' fúMM ©1995 Tribune Media Sovices, Inc. All Rights Reseived. n-i2 cd*4rht-t Grettir (/nOM£>/fc£>U I FFrtR AÉ> MfFA FiLUNUM, <3ÓÐt? Ljóska TWIS ISMV REPORT ON ‘'WOUI TO MAKE TOUR D06 HAPPY" ~zc— OBVlOUSLY, a warm 0EDAND RE6ULAR MEALS ARE VERY IMPORTANT.. BDT A C0L0RIN6 BOOK AND A NEU) BOX OF CRAV0N5 MAKE MV D06 VERY HAPPY.. Þetta er ritgerðin mín um: „Hvernig þú getur gert hundinn þinn ánægðan.“ Augljóslega er hlýtt En litabók og nýr litakassi rúm og reglulegar gera hundinn minn mjög máltíðir mjög mikil- ánægðan ... vægar. YES, MAAM..MV D06 IS A LITTLE PIFFERENT.. Já, kennari... hund- urinn minn er svolítið öðruvísi... BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang:lauga@mbl.is Til óljóðabanans GG Frá Tryggva V. Líndal: ÉG HEYRÐI utan úr bæ, að Guð- mundur Guðmundarson hefði skrif- að enn eina ádrepuna sína gegn órímuðum ljóðum á íslandi. (Mbl. 3.2. 1996.) Þar eð hann virðist því vera orðinn skeleggasti málsvari rímaðra ljóða, af þeim sem ekki láta eigin Ijóð tala, vil ég nú svara honum að nokkru, sem væri hann fulltrúi alþýðumanna. Mín reynsla af þeim sem hæst láta yfir ágæti rímaðs kveðskapar, er að skynbragð þeirra á bókmennt- ir er yfirleitt minna en hjá þeim sem kunna vel við bæði bundin og óbundin ljóð. Jafnframt vill það brenna við, að ötulustu ferskeytlu- bændur nútímans kunna lítið að meta hinn viðameiri bundna kveð- skap gullaldarskáldanna eða forn- skáldanna íslensku. Að ekki sé talað um að þeir geti lesið sér til gagns bundin ljóð á öðrum málum en ís- lensku. Ef þeir lesa slík ljóð, þá er gjarn- an einblínt á formið eitt og sér, og innihaldið látið mæta afgöngum. Jafnframt vill svo vera að slíkir menn eru oft fullir óþols gagnvart háfleygum rökræðum yfirleitt. Enda vakir lítið annað fyrir mörgum þeirra en að valta yfir öll skáld sem upp úr grasi rísa, sínum eigin vísna- búskap til ímyndaðs framdráttar. Gagnvart slíkum mönnum fylltust Fjölnismenn örvæntingu. Rímvinir eru gjarnir á að bera fyrir sig „söng“ rímaða kveðskapar- ins. En þar er átt við ýmiss konar „söng“, eftir því hver sá er sem talar: Upprunalega var átt við það „brageyra“ sem menn öðluðust í gömlu bændamenningunni af að hlusta á kveðskap sem var „þulinn“ eða „kveðinn" af munni fram. En sá skáldskapur hefur reynst nútíma- fólki lítt til eftirbreytni, af svipuðum ástæðum og þjóðlög þess tíma: Þessi form hafa viljað þvælast óþarflega mikið fyrir því inntaki sem nútíma- fólk þarf að koma áleiðis í listsköpun sinni. Menningarinntak nútímans er nefnilega um flest miklu flóknara, umfangsmeira, nákvæmara, tíma- bundnara og vandmeðfarnara er ljóðaefni gamla bændasamfélagsins var. Stuðlanna þrískipta grein var kærkomið ítarefni í kyrrstöðusamfé- iaginu ásamt öðrum formfléttum og raddbeitingum, þar sem efni ljóð- anna var venjulega nauða hvers- dagslegt án þeirra. í dag er enda ekki ort eins og þá, þótt enn megi hafa gaman af hinu liðna. Önnur tegund Önnur tegund af rímuðum kveð- skap er í hagyrðingaþáttum dag- blaða. Er þar oftast um að ræða nokkurs konar púsluspil, meira ort af skynsamlegu viti en andagift. Þar er um að ræða eina af mynd- birtingum lágmenningar nútímans, fremur en arftaka munnbókmennt- anna. Áhersla rímþjóðar nútímans á „syngjanleika" er stundum studd tilvísurium til söngtexta allskonar: Gott ljóð þarf að vera formbundið til að hægt sé að syngja það. En þá er átt við söng af því nútíma- íegra tagi sem við tileinkuðum okk- ur ekki, frá útlöndum, fyrr en fyrir rúmri öld. Er meðal ferskeytlufíkill- inn víst síst fróðari um slíka tónlist en um munnbókmenntir bænda- menningarinnar. Hefur víst enda alltaf mátt syngja ólögulega texta, ef víðsýni og metnaður voru til stað- ar að öðru leyti. Fjórða tegundin af rímuðum kveðskap er sú sem oftast birtist í Lesbók Morgunblaðsins. En sá kveðskapur er arftaki bundinna ljóða borgmenningarskálda á fyrri hluta okkar aldar, fremur en fer- skeytlan. Þó virðast Lesbókarhöf- undar rímaðs efnis oft ekki hafa þróað list sína nógu langt til að árekstrar verði þeim ljósir milli forms og innihalds. Þeir eru þó enn til sem geta náð góðum lágmarks- árangri í listsköpun sinni með því að nota bundið ljóðform eingöngu. En í flestum tilfellum hafa menn fyrst getað þroskast eftir að þeir brutust út úr skurn formfestunnar, eða sneiddu alveg hjá henni, lengst af._ í fimmta lagi má nefna ýmis fjöl- þjóðleg bundin ljóðform sem hafa reynst nógu sveigjanleg til að þrengja ekki um of að hinni auknu rýmisþörf nútímans fyrir efnið. Þar má nefna sonnettuna og ýmis form ríms og bragliða hjá enskumælandi þjóðum. Þó virðist jarðvegur þessa enn vera grýttur hjá enskumælandi þjóðum. Þó virðist jarðvegur þessa enn vera grýttur hjá rímþjóðinni íslensku, sem krefst síns íslenska höfuðeinkennis; stuðla og höfuð- stafa. En fá nútímaskáld nota efni sem dafnar við svo sérsniðinn stakk. „Nútímaljóð" I sjötta og síðasta lagi eru „nú- tímaljóðin“. Þeirra víðlesnasti vett- vangur er í Lesbók Morgunblaðs- ins, en kröfuharðasti útbreiddi vett- vangur þeirra er í Tímariti Máls og menningar. Þessi ljóð hafa að miklu leyti hefðbundið myndmál og líking- ar, en ráða við miklu flóknari blæ- brigði í myndmáli, hugmyndum, takti og hljómi orða, vegna frelsis frá ríminu. Koma þau áhrif t.d. frá tónlist og kvikmyndum, en ekki nema að hluta frá hefðbundnum skáldskap. Einnig þykir kurteisi að geta gripið til ríms til skrauts. Þeir vinir rímsins, sem hafna slíku, gera það á líkum forsendum og þeir hafna heimspeki, óhlutbund- inni myndlist eða fræðum sem þeir þekkja lítið til; sem rýrum, óáhuga- verðum eða framandi. Þó er óhætt að fullyrða að mátulega víðsýnir menn, sem kunna að meta inni- haldsríkan kveðskap yfirleitt, telji að skáldlist nútímans nái oftast hærra í óbundnum en bundnum ljóðum. Ég vil að lokum gefa Guðmundi Guðmundarsyni góðfúslegt leyfi mitt til að gagnrýna mín ljóð sér- staklega, en ég hef verið hvað kappsamastur manna við að birta listræn óbundin ljóð í Lesbók Morg- unblaðsins, síðustu þrettán árin. TRYGGVIV. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.