Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rækjuverð lækkar um 10-13% á skömmum tíma „VERÐ á unninni rækju hefur lækkað að meðaltali um 10-13% frá því að það var hæst í nóvem- ber, en lækkunin er minnst á stærstu rækjunni og meiri á þeirri minni,“ sagði Tryggvi Finnsson, formaður Félags rækju- og hörpu- diskframleiðenda. Rækjuverð hækkaði verulega á síðustu tveimur árum, en frá miðju ári 1994 og til loka síðasta árs nam hækkunin 58%. í fyrra nam heildar- útflutningsverðmæti rækjuafurða um 15,5 milljörðum, en þar af var verðmæti pillaðrar rækju um 10 milljarðar. Ef verð helst svipað út þetta ár og það er nú, þá gæti lækkun á útflutningsverðmæti pill- aðrar rækju numið allt að einum milljarði króna. Tryggvi sagði að vinnslan væri ekkert farin að örvænta enn. Þó væri ástæða til að hafa áhyggjur af þvi, að nægar rækjubirgðir væru til, kaupendur ættu von á frekari lækkun verðs og héldu því að sér höndum með birgðakaup. Kostnaður við birgðimar færðist því af auknum þunga yfir á vinnsl- una. „Ef litið er til lengri tíma, eða ársins alls, þá er búist við að fram- leiðsla og neysla verði svipuð og verið hefur. Rækjuveiðin er kvóta- bundin og fyrirséð að mestu hver aflinn verður, en að vísu eru þar einhver skekkjumörk vegna veiði á Flæmska hattinum. Núna hefur verið óvenju góður vetur og engar frátafir vegna veðurs, veiði mjög góð og verksmiðjumar unnið kvót- ann hraðar upp en áður. Kvóti verður því búinn um mitt sumar, sem yfirleitt hefur verið mesti framleiðslutíminn." Langstærstu rækjumarkaðir ís- lendinga era í Danmörku og Bret- Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson ÞAÐ var mokveiði hjá Þor- steini GK í Öxarfirðinum í vikunni. í þessu hali komu 3 tonn af rækju upp úr sjó. landi. „Markaðurinn er mjög við- kvæmur," segir Tryggvi. „Reynsl- an sýnir að á meðan verðið var sífellt að lækka á áranum fyrir 1994 voru ekki alltaf fyrir því markaðsleg rök og ekki heldur þegar það rauk upp í fyrra og 1994.“ Tryggvi sagði að aukin fisk- neysla, t.d. í Bretlandi í kjölfar umræðu um riðu í nautgripum, myndi ef til vill einnig þýða aukna sölu á rækju, en rækjan væri þó öðravísi vara, sem kæmi ekki í stað steikurinnar. Auk pillaðrar rækju selja íslend- ingar rækju sem er fryst um borð í toguram og seld hrá til Japans. Verð á þeim afurðum hefur verið stöðugt. Hins vegar hefur verð hækkað á rækju, sem frystitogarar sjóða og frysta um borð og selja á Evrópumarkað. Helga Bachmann leikur stórbrotna persónu margbrotin Lék með þríbrotið kinnbein HELGA Bachmann leikkona hef- ur síðustu daga leikið í þremur leiksýningum þríkinnbeinsbrotin með glóðarauga, sem nær frá augabrún niður á háls. Helga leikur stórt hlutverk í leikritinu Þijár konur stórar, sem frum- sýnt var í Tjarnarbíói sl. sunnu- dagskvöld. Helga segir að leikrit- ið fjalli um þijár stórbrotnar konur, en ein þeirra sé margbrot- in. Hún segist tileinka konunum þessi beinbrot. Helga vaknaði aðfaranótt föstudags sl. og ætlaði fram á baðherbergi. Hún sagðist hafa verið syfjuð og þreytt og ekki komist lengra en að fótagaflinum á rúmi sínu. „Þar féll ég með bravúr með vinstra kinnbeinið á fótagaflinn. Mér varð svo mikið um að ég lagðist bara útaf aftur og sofnaði. Eg vaknaði síðan um morguninn við skelfingaróp mannsins míns. Hann vissi í fyrstu ekki hvers slags óféti þetta var sem lá við hliðina á honum því ég var stokkbólgin og með kolsvart glóðarauga, eitt það myndarlegasta sem ég hef séð. Þetta glóðarauga er núna komið niður á háls og á því fram- tíð. fyrir sér.“ Helga sagði að það hefði ekki komist annað að í huga sínum en að halda áfram við það verk- efni sem hún hefði verið að vinna að undanfarna mánuði, að leika í Þremur konum stórum. Hún hefði því leikið á lokaæfingu um kvöldið og á frumsýningu á sunnudag. Á laugardag lék hún einnig í Tröllakirkjunni sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu. „Ég áttaði mig á því eftir að ég var búin að jafna mig að lok- inni frumsýningunni, að það var ekkert kinnbein öðru megin í andlitinu. Þá fannst mér kominn tími til að láta taka af mér mynd. Það kom í Jjós að ég var þríbrot- in og kinnbeinið hafði fallið inn í kinnina. Læknarnir gerðu gat ofan við eyrað og fóru með lítið tæki á stærð við penna inn fyrir og fundu kinnbeinið og skelltu því með smelli inn á milli bein- • anna. Ég verða að segja að ég dáist að því góða og hæfileika- ríka starfsfólki sem tók á móti' mér á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Ég verð því ævinlega þakklát.“ Þurfti hálfa dós af farða Eins og nærri má geta þurfti förðunarmeistari að leggja tals- vert á sig til að fela marblettinn fyrir frumsýninguna. Helga sagði að það hefði þurft hálfa dós af farða á kinnina. Þetta hefði hins vegar tekist mjög vel Morgunblaðið/Þorkell HELGA ber sig vel þrátt fyrir að kinnin sé aum og glóðaraugað sé stórt. því að förðunarmeistarinn hefði fengið sérstakt hrós leikhúsgesta og það hefði hún átt skilið. Helga sagðist ekki láta þetta óhapp stöðva sig og myndi því leika í næstu sýningu á Stórum konum á skírdag. 4 kærðir fyrir nauðg- un á Egilsstöðum Einn mann- anna var staddur á Akureyri EINN fjögurra manna á Egilsstöð- um, sem 17 ára stúlka hefur kært fyrir nauðgun, hefur sýnt fram á við yfirheyrslur að hafa verið stadd- ur á Akureyri þegar nauðgunin er sögð hafa átt sér stað. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins þykir ýmislegt benda til þess að fleiri mannanna ijögurra geti fært sönn- ur á fjarvist sína. Krafa um gæsluvarhald yfir mönnunum fjórum, sem sýslumað- ur á Seyðisfirði hafði lagt fram í Héraðsdómi Austurlands, var dreg- in til baka eftir yfirheyrslur yfir mönnunum, sem hafa allir verið látnir lausir. Að sögn Lárusar Bjarnasonar sýslumanns er málið hins vegar ekki fullrannsakað. Nauðgunin var kærð til lögreglu af barnaverndarnefnd á Egilsstöð- um um helgina og í framhaldi af því lagði stúlkan fram kæru hjá lögreglu þar sem mönnunum fjór- um, sem eru á þrítugsaldri, var gefið að sök að hafa nauðgað henni á víðavangi á Egilsstöðum um það bil hálfum mánuði áður. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafði stúlkan far- ið í læknisskoðun nokkru áður og ætti áverkavottorð læknis að liggja fyrir byggt á skoðun nokkru eftir að meint nauðgun átti sér stað. Ekki ástæða til gæsluvarðhalds Mennirnir vora yfírheyrðir eftir að kæra barst, m.a. fyrir héraðs- dómi þegar gæsluvarðhaldskrafan var þar tekin fyrir. Þeim var öllum sleppt úr haldi á sunnudag. Lárus Bjarnason sýslumaður sagði að krafan hefði í upphafi verið lögð fram til þess að leitast við að stað- festa grunsemdir þær sem rann- sóknin beindist að. Við athugun á málavöxtum hefðu komið fram atr- iði sem urðu til þess að síður hafi þótt ástæða til að halda mönnunurn í gæsluvarðhaldi. Forsætisráðherra svarar skilyrðum kennara um stuðning við flutning grunnskólans / Kennarar segja svör stjórnvalda ófullnægjandi Tryggingastofnun Landlæknir rannsaki ávísanir 11 lækna TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur sent landlækni beiðni um að ávísunarvenjur 11 lækna, heilsu- gæslulækna og sérfræðinga, verði skoðaðar sérstaklega. Þessi beiðni kemur í framhaldi af því að fyórir menn á þrítugsaldri, sem grunaðir eru um umfangsmikil tryggingasvik í tengslum við svið- sett umferðarslys, hafa játað við yfirheyrslur hjá lögreglu að hafa svikið út tryggingabætur á grund- velli læknisvottorða um áverka sem mennirnir segjast hafa gert sér upp. Mennirnir fiórir höfðu um 1,1 milljón króna út úr Tryggingastofn- un auk greiðslu lækniskostnaðar. Ólafur Ólafsson landlæknir sagð- ist hafa fengið bréf tryggingaráðs. „Ég hef hafið athugun og óskað eftir nánari skýringum læknanna,“ sagði landlæknir. Hann sagði að farið yrði ofan í vottorðin og sér- fræðingar kallaðir til ef þurfa þyki. Hann kvaðst reikna með að athug- unin tæki nokkrar vikur. EIRÍKUR Jónsspn, formaður Kennarasambands íslands, segir að svar ríkisstjórnarinnar við bréfi kennara frá 18. mars sl. sé ófull- nægjandi og kennarar komi ekki að vinnu við flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga við svo búið. Eiríkur hefur verið boðaður á fund í verkefnisstjórn um flutning grunn- skólans í dag, en hann segist ekki ætla að mæta á fundinn. Davíð Oddsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sig um viðbrögð kenn- ara. „Ég tel að það hafí í raun verið óþarft að senda kennurum þetta bréf því að okkar aðgerð fólst i þeirri yfirlýsingu að frumvarpið yrði ekki lagt fram, sem var krafa kennara. Þeir fóru síðan að hengja einhver viðbótarskilyrði á þessa kröfu. Það geta þeir gert í það óendanlega," sagði forsætisráðherra. Eftir að Davíð Oddsson gaf þá yfirlýsingu á Alþingi að ríkisstjórnin myndi ekki knýja í gegn frumvarp um breytingar á Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins í andstöðu við samtök opinberra starfsmanna lýstu kenna- rasamtökin því yfír að fulltrúar þeirra myndu taka þátt í undirbún- ingi að flutningi grunnskólans frá rlkí til sveitarfélaga að' uppfylltum nokkrum skilyrðum. Skilyrðin lúta að lífeyrisréttindum kennara, frum- varpi um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda og um samnings- rétt kennara. Sveitarfélögin skrifuðu kennurum bréf fyrir helgi og féllust á skilyrð- in. Forsætisráðherra skrifaði kenn- urum bréf í gær þar sem segir að ríkisstjórnin muni beina þeim tilmæl- um til nefndar, sem vinnur að samn- ingu frumvarps um Lífeyrissjúð starfsmanna ríkisins, að hún yfirfari og finni sameiginlega forsendur við mat á lífeyrisréttindum, að tillögur um breytingar miðist við að verð- mæti lífeyrisréttinda verði óbreytt á heildina litið og að tillögur um breyt- ingar feli ekki í sér skerðingu á þegar áunnum lífeyrisréttindum sjóðsfélaga. Varðandi skilyrði kennara um frumvarpið um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda vísar forsætisráðherra til bréfs Sambands íslenskra sveitarfélaga til kennara- samtakanna. Þá segir forsætisráð- herra í bréfinu að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því að frumvarp um stéttarfélög og vinnudeilur verði að lögum. Það skerði ekki samningsrétt samtaka kennara. Ófullnægjandi svör Eiríkur sagði. að kennarar hefðu sett það skilyrði að þeir hefðu áfram óskert réttindi til að byggja ofan á núverandi lífeyrisréttindi. Þessu skil- yrði væri ekki svarað í bréfi forsætis- ráðherra. Af því væri ekki hægt að draga aðra ályktun en þetta yrði ekki tryggt. Hann sagði það ekki nægja kennurum þegar stjórnvöld vísa í bréf sveitarfélaganna varðandi frumvarp um réttindi og skyldur kennara. Með þvi kæmu þau sér undan þvi að gefa upplýsingar um þeirra afstöðu. Eiríkur sagðist ósam- mála því mati forsætisráðherra að frumvarpið um stéttarfélög og vinnudeilur skerði ekki samningsrétt kennara. Með ákvæði um viðræðuá- ætlun og tengireglu væri verið að þrengja samningsréttinn. „Það er búið að boða mig á fund í verkefnisstjórninni á morgun P dag], en ég mun ekki mæta. Fáurn við ekki skýrari svör frá ríkisstjórn- inni munum við, forystumenn kenn- ara, ekki leggja til við fulltrúaráð °g stjórn kennarasamtakanna að við tökum þátt í flutningi grunnskól- ans,“ sagði Eiríkur. Eiríkur sagðist gera ráð fyrir að kennarar myndu óska eftir fundi með stjórnvöldum um málið og knýja á um skýrari svör.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.