Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sigurður Valgeirsson ráðinn dagskrárstjóri RÚV Togarinn Vydunas kom til Litháens í gærmorgun „Vil auka leikið efni“ SIGURÐUR Val- geirsson, ritstjóri Dagsljóss, hefur verið ráðinn deild- arstjóri innlendrar dagskrárdeildar ríkissjónvarpsins. Sextán sóttu um stöðuna, en á fundi útvarpsráðs í gær fékk Sigurður fjög- ur atkvæði, Helgi H. Jónsson frétta- maður tvö atkvæði og Bryndís Schram, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, eitt atkvæði. „Dagsljós hættir í apríl og ég tek við starfinu í mai eða júni, eftir nánara samkomulagi, en býst við að ég fari að fylgjast með deildinni fljótlega og kynna mér starfsemi hennar betur,“ sagði Sigurður í samtaji við Morgunblaðið í gær. „Ég á erf- itt með að fullyrða nú hvaða áherslur ég ætla að hafa í starfi, en þó er ljóst að dag- skrárdeildin þarf meira fé og mig dreymir um að auka leikið efni.“ Sú gagnrýni hef- ur heyrst að svo mikill kostnaður sé við Dagsljós að lítið svigrúm sé til ann- arrar dagskrár- gerðar. Sigurður, sem hefur stjórnað Dagsljósi frá upp- hafi haustið 1993, sagði að Dagsljós tæki um 20% af ráðstöfunarfé deildarinnar, en ekki 60-70% eins og sumir vildu halda fram, og því væri vissulega svigrúm til annarra verka. Hann sagði að eftirsjá væri í starfi ritstjóra Dagsljóss, en sér þætti jafnframt spennandi að taka við nýja starfinu. íslendingamir funda með lögmanni LITHÁÍSKI togarinn Vydunas kom til hafnar í Klaipeda í Litháen í gær. íslensku skipveijarnir fjórir funduðu með lögmanni við komuna til Litháens. Sjómannasamband íslands hefur engin afskipti haft af máli litháíska togarans Vydunas, sem kallaður var heim til Litháen af eiganda sínum, Búnaðarbankanum í Litháen. Hólm- geir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjó- mannasambandsins, segir að áhöfn togarans Anyksciat, sem einnig er í eigu Búnaðarbankans í Litháen og liggur við festar í Hafnarfjarðarhöfn, hafi verið í sambandi við fulltrúa Sjómannasambandsins. „Ég veit ekki annað en þar sé allt eins og það á að vera. Áhöfn togar- ans hafði samband við okkur. Það dróst greiðsla til þeirra upphaflega og því var öllu kippt í liðinn. Eg veit ekki annað en að eins og samn- ingar þeirra eru, hafi verið staðið við skuldbindingar útgerðarinnar," sagði Hólmgeir. Fyrirtækið Sog hf. í Þorlákshöfn hefur gert út Anyksciat, samkvæmt leigusamningi. Hólmgeir sagði að einhver töf hefði orðið á því að kost- ur yrði settur um borð í skipið en þau mál hefðu verið í lagi undanfar- ið. „Ég talaði síðast við áhöfnina í gær og það voru engar kvartanir um slíkt,“ sagði Hólmgeir. Hann sagði að kjarasamningar lit- háísku áhafnarinnar væru ekki sam- bærilegir við kjarasamninga ís- lenskra sjómanna. „Við skiptum okk- ur ekkert af því hvernig samningar hafa verið gerðir við áhöfnina. Eina sem okkur kemur við er það sem snýr að launagreiðslum til mannanna og aðbúnaði þeirra," sagði Hólmgeir. Höfðu samband við fjölskyldur sínar Vydunas kom til hafnar í Klaipeda í Litháen um hádegisbilið í gær. Sigurður Grétarsson hjá Úthafsaf- urðum hf., sem gerði út Vydunas, segir að íslensku sjómennirnir fjórir sem voru í áhöfn skipsins hafi farið beint á fund lögfræðings sem starf- ar hjá annarri stærstu lögmanna- stofunni í Litháen. Þeir hafi hringt í fjölskyldur sínar. Sigurður átti von á því að lögð yrði fram kæra í þessu máli, þá líklega á hendur eigendum skipsins. Borgarstj órnarflokkur sjálfstæðismanna setur fram framtíðarsýn Skuldir Reykjavíkurborgar stefna í 16,7 milljarða Morgunblaðið/Þorkell BORGARFULLTRÚAR sjálfstæðismanna við upphaf ráðstefn- unnar sem þeir efndu til á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi. ÁRNI Sigfússon borgarfulltrúi sagði á ráðstefnu borgarstjómarflokks sjálfstæðismanna að fylgdi R-listinn óbreyttri fjármálastefnu yrðu skuldir borgarsjóðs Reykjavíkur 16,7 millj- arðar í lok kjörtímabilsins. Óbreytt stefna þýddi að skuldir meðalfjöl- skyldu hækkuðu um 217 þúsund á kjörtímabilinu. Á ráðstefnunni var lagt fram mat sjálfstæðismanna á áhrifum fjármála- stefnu R-listans á fjárhag Reykjavík- urborgar til næstu 10 ára. Við þessa úttekt var sérhver útgjaldaþáttur skoðaður með tilliti til íbúaflölgunar, breytinga á aldurssamsetningu, fram- vindu í þjónustu og framkvæmdum það sem af er kjörtímabilinu, breyt- ingum á málaflokkum síðustu 2 ár og líklega þróun miðað við þau loforð sem R-listinn hefur gefið. Gengið er út frá því að skatttekjur aukist um 2,2% milli ára og laun hækki árlega um 2%. Ekki eru tekin með í úttekt- ina allar yfirlýsingar R-listans, svo sem um byggingu tónlistarhúss, byggingu yfirbyggðrar sundlaugar o.fl. Niðurstaða úttektarinnar er að skuldir borgarsjóðs verði 16,7 millj- ENN eru fimm starfsmenn eldhúsa Landspítala frá vinnu vegna salmon- ellusýkingarinnar sem rakin er til seinasta bolludags, auk þess sem vit- að er um að nokkrir einstaklingar utan Ríkisspítala glími enn við sýking- una, að sögn Ingólfs Þórissonar, að- stoðarframkvæmdastjóra Ríkis- spítala. Ríkisspítalar hafa óskað eftir aðstoð ríkislögmanns við að skoða bótarétt þeirra, en í athugun er að krefla Samsölubakarí, sem bakaði ijómabollur með salmonellusýkingu, um bætur. Margir þeirra sem eru enn fjarver- andi eru orðnir einkennalausir en vinna á deildum þar sem tryggt þarf að vera að smit eigi sér ekki stað, svo sem í eldhúsi. 121 greinstmeð salmonellu Ingólfur segir ekki öll kurl komin til grafar í málinu en fyrstu áætlanir geri ráð fyrir að tjónið nemi nokkrum milljónum króna, jafnvel milljónatug. Hann segist gera ráð fyrir að nokkra mánuði taki að kanna til hlítar bóta- rétt, þar sem málið sé flókið í marga arðar í lok kjörtímabilsins árið 1998, en samkvæmt fjárhagsáætlun þessa árs verða skuldirnar 13,2 milljarðar. Árni sagði athyglisvert að skuldir borgarinnar héldu áfram að aukast þrátt fyrir að R-listinn hefði lagt á holræsagjald og aukið arðgreiðslur borgarfyrirtækja í borgarsjóð. Guð- staði en fullvíst sé orðið að Samsölu- bakarí beri ábyrgðina. Karl G. Kristinsson, sérfræðingur á sýkladeild Landspítala, segir að eftir að sýkingin kom upp hafi deildin rann- sakað á fjórtánda hundrað saursýna, sem sé ríflega þúsund fleiri sýni en venjulega á þessum árstíma. Þessi mikla aukning sé talin tengjast hóp- sýkingunni nær alfarið. Alls hafa 121 greinst með sýkingu af völdum salm- onellu frá upphafi þéssa faraldurs, þar af 24 utan Ríkisspítala en sumir þeirra tengjast þó deildum hans óbeint. Sýktir fá spurningalista „Það er erfiðara að segja með sein- ustu tilvikin hvort um er að ræða rún Zöega borgarfulltrúi benti á að frá árinu 1994 hefðu tekjur Reykja- víkurborgar aukist um tvo milljarða, þar af um einn milljarð vegna betra árferðis. Tekjur Reykjavíkurborgar frá 1990-1994 hefðu hins vegar að- eins aukist um 600 milljónir. Á ráðstefnunni kom einnig fram sýkingu frá þeim sem sýktust áður eða hvort sýkingin tengist bolludegin- um beint, en þó eru hlutfallslega fleiri einstök tilvik af völdum smits manna á milli. Afar fáir greinast nú og þeir dagar sem enginn greinist eru orðnir fleiri en hinir, þannig að þetta er loks- ins að fjara út,“ segir Karl. Sýkingavarnanefnd Landspítala mun á næstunni senda út spurninga- lista til allra þeirra sem hafa greinst með sýkingu af völdum salmonellu. Þar er spurt hvaða einkenni fólk fékk, hversu mikið það veiktist, hve- nær, hver áhrif veikindanna voru og hversu lengi fólk var frá vinnu. Karl segir þessa könnun gerða í vísindalegum tilgangi og til lærdóms hörð gagnrýni á stefnu R-listans í atvinnumálum. Vilhjálmur Þ. 'Vil- hjálmsson borgarfulltrúi sagði að R-listinn hefði í síðustu kosningum gefið mjög stór loforð í atvinnumál- um. Forystumenn hans hefðu sagt að R-listinn gæti ekki sætt sig við atvinnuleysi og gegn því yrði ráðist af krafti. í stefnuskrá listans hefði verið talað um að R-listinn setti at- vinnumálin á oddinn. Vilhjálmur sagði því árangursleysi stjórnenda borgarinnar í atvinnumálum áber- andi. Atvinnuleysi í Reykjavík hefði aukist um 1,5% frá febrúar 1994 á sama tíma og atvinnuleysi á höfuð- borgarsvæðinu hefði minnkað um 23%. Árni sagði að stefna sjálfstæðis- manna í fjármálum borgarinnar væri skýr. Þeir vildu lækka skatta, minnka skuldir og bæta þjónustu við borg- arbúa. Þessum markmiðum vildi flokkurinn ná með því að endurskoða markmið, efla atvinnulíf og einfalda í borgarrekstri. ./ Árni sagði að sjálfstæðismenn ætl- uðu sér að afnema holræsagjaldið, en með því móti lækkuðu skattar á hveija fjölskyldu um 10-30 þúsund. fyrir heilbrigðisstarfsmenn í framtíð- inni, auk þess sem hún gæti hjálpað til við að áætla kostnað af hópsýk- ingu sem þessari. „Spurningalistinn er fyrst og fremst hugsaður til að læra af fyrir komandi tíma, faraldsfræði og hegð- un þessarar bakteríu sem við erum stöðugt að læra meira um,“ segir hann. Heilbrigðisyfirvöld leita ennþá að ástæðunni fyrir því að sýkingin barst í rjómabollur Samsölubakarís, en sú leit hefur ekki borið árangur enn sem komið er.“ Komið hefur fram að þrifnaði var verulega ábótavant í fyrirtækinu, og birti það auglýsingu í Morgunblaðinu í gær þar sem segir m.a. að hin alvar- legu óþægindi sem stór hópur fólks hefur orðið fyrir vegna sýkingar af völdum ijómabolluáts séu þungbært áfall fyrir fyrirtækið. Eru allir við- komandi beðnir afsökunar. Kröfum heilbrigðisyfirvalda um aðgerðir og úrbætur hafi verið fylgt eftir og sé framleiðsla fyrirtækisins komin í eðlilegt horf. Sýkn- aðir af seladrápi HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur sýknað tvo menn á ísafirði af ákæru um að hafa í óleyfi fellt um 40 útseli í landi Skjaldarbjarnarvíkur á Ströndum haustið 1993 og tekið úr þeim kjálkana í óþökk og óleyfi landeigenda og vald- ið þeim og aðilum sem fengið höfðu heimild til að nytja sel á jörðinni miklu fjárhagstjóni. I ákærunni segir að af þessu hafi hlotist veruleg spjöll á selalátrum í landi Skjaldarbjarnarvíkur. Blóðug hræin hafi verið skilin eftir í látrunum þar sem selur hafi ekki kæpt síðan að hausti. Eftir að kærur hagsmuna- aðila lágu fyrir yfirheyrði lög- regla á ísafirði mennina tvo, sem eru á sextugsaldri, vegna gruns um verknaðinn, sem þeir hafa alla tíð neitað að hafa framið. Lagt var hald á um 80 sels- kjálka í fórum þeirra en þá seli sögðust þeir hafa skotið við Bolungarvík. Meðferð og varsla sýna ómarkviss í niðurstöðum dómsins seg- ir að með hliðsjón af eindreg- inni neitun mannanna við rannsókn og meðferð málsins sé varhugavert að telja sannað að þeir hafí verið við selveiðar í Skjaldarbjarnaivík. Enginn hafi séð til þeirra og eina sönnunargagnið um hið gagnstæða sé niðurstaða DNA-rannsóknar þar sem ein- ungis tveir af fjórum selshaus- um sem sagðir eru fundnir á vettvangi samrýmdust kjálk- um sem haldið sé fram að haldlagðir hafi verið hjá ákærða. „Meðferð og varsla allra þeirra sýna sem hér skipta máli var ómarkviss og handa- hófskennd allt fram til þess er óskað var eftir DNA-rann- sókn. Þá var rannsókn málsins að öðru leyti ábótavant,“ segir í dómsniðurstöðu. Þar segir einnig að meta verði framburð kærenda máls- ins í ljósi fyrri illdeilna þeirra við annan ákærðu um ællað seladráp og í Ijósi líkamsárás- ar eins kærenda á annan hinna ákærðu. Fimm enn frá vinnu á Landspítala vegna salmonellusýkingar Ríkislögmaður skoðar bótarétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.