Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SVONA Benni minn, varstu ekki búinn að drekka kakóið þitt? Skylt að boða til sveitarfundar í Reykhólahreppi Ákvarðanir hrepps- nefndar standa FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur hafnað kröfu þriggja íbúa í Reykhólahreppi um að ógilda ákvarðanir hreppsnefndar vegna þess að ólöglega hafi verið að þeim staðið. Ráðuneytið tekur hins veg- ar undir kröfur íbúanna um að efna beri til almenns borgarafund- ar vegna þess að tilskilinn fjöldi íbúa krafðist þess. í kæru þremenninganna sem rituð er 14. janúar er vakin at- hygli ráðuneytisins á því að 107 íbúar í hreppnum hefðu með bréfi 29. desember krafist borgara- fundar um málefni hreppsins og þá sérstaklega fyrirhugaða sölu hitaveitu Reykhóla en ekki hefði verið orðið við kröfunni. í úr- skurði ráðuneytisins kemur fram að hreppsnefnd Reykhólahrepps sé skylt að halda almennan sveit- arfund á grundvelli umræddra undirskriftalista. Hins vegar er bent á að almennur borgarafund- ur hafi verið haldinn daginn áður en umrædd ósk, kom fram. 10 lokaðir fundir í annan stað kæra íbúarnir það sem þeir telja ólöglegar ákvarðan- ir hreppsnefndar þar sem ekki hafi verið rétt staðið að fundum nefndarinnar. í því sambandi er nefndur fjöldi lokaðra funda. Ráðuneytið hafnar því að ógilda ákvarðanir hreppsnefndar á þess- um grundvelli. Fram kemur í úrskurðinum að frá 31. október til 30. desember hélt hreppsnefndin 10 lokaða fundi, auk eins reglulegs fundar í mánuði. í úrskurðinum er á það bent að mikill vandi hafi steðjað að sveitar- sjóði Reykhólahrepps undanfarna mánuði. Hafi hreppsnefnd þurft að grípa til ýmissa ráða við að leysa úr þeim, m.a. sem varða einkamál manna og viðskiptamál hreppsins. Ráðuneytið telur það ekki óeðlileg vinnubrögð að fjalla fyrst um úrræði í fjárhagserfið- leikum sveitarfélagsins á lokuðum fundum og telur það samræmast lögum og reglum. Fagnar sveitarfundi Einn kærenda, Burkni Dóm- aldsson kennari og húsvörður við Reykhólaskóla, segist sætta sig við niðurstöðu ráðuneytisins, eins og málin séu vaxin. Hann fagnar því sérstaklega að hreppsnefnd sé nú gert skylt að halda strax opinn sveitarfund um sölu hita- veitunnar. Guðmundur H. Ingólfsson, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir að oddviti hreppsins hafi áhuga á að boða sem allra fyrst til sveitarfundar. Ekki sé búið að ákveða tímann. Orkubú Vest- fjarða hefur áhuga á að halda kynningarfund þegar það tekur við hitaveitunni og segir Guð- mundur að sú hugmynd hafi kom- ið til tals að halda þessa tvo fundi sama kvöldið til hagræðis fyrir íbúana. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness vegna Einarsreits Greiðsla bæjarins hækkuð HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur kveðið upp þann dóm að bæjarsjóður Hafnarfjarðar skuli greiða Einari Þorgilssyni & Co. h.f. rúmar 18 millj- ónir auk dráttarvaxta vegna eign- arnáms á Einarsreit við Reykjavík- urveg. Bærinn hefur áður greitt rúmar 16,1 milljón vegna lóðarinn- ar. Að sögn Guðmundar Benedikts- sonar bæjarlögmanns hefur bæjar- ráð Hafnarfjarðar ákveðið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Upphaf málsins má rekja til þess að árið 1991 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að taka Einarsreit eignarnámi og greiða eigendum lóð- arinnar rúmar 16 milljónir sam- kvæmt ákvörðun matsnefndar eign- arnámsbóta. Samkvæmt mati undir- matsnefdar er heildarverðmæti lóð- arréttinda og mannvirkja rúmar 21,8 millj. Eigendur Einarsreits fóru fram á að skipuð yrði yfirmatsnefnd, sem komst að þeirri niðurstöðu að verð- mæti eignarinnar væri 37,4 millj. I niðurstöðu dómsins segir að ekkert komi fram í málinu sem hreki niðurstöður yfirmatsgerðar um verð- mæti lóðarréttinda og húseigna á Einarsreit. Ljóst sé að þeir hafi lagt mikla vinnu í matið og aflað sér ítar- legra gagna og hafi skýrt á fullnægj- andi hátt þær aðferðir sem þeir not- uðu til að komast að niðurstöðu. Rétturinn fellst á matsaðferðina og byggir alfarið á forsendum yfirmats- gerðar. Bæjarsjóði beri samkvæmt því að greiða stefnanda rúmar 18 millj. með dráttarvöxtum auk málskostn- aðar. Gunnjóna Jensdóttir og Sigríður Jóhannsdóttir Hjúkrunarráðgjöf handa fólki með þvagfæravandamál GUNNJÓNA Jensdóttir og Sigríður Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingar eru nýkomnar frá námi við Háskólann í Gautaborg í Svíþjóð, útskrifaðar sem uroterapeutar, fyrstar íslend- inga. Þær eru með öðrum orðum hjúkrunarráðgjafar fyrir fólk með þvagfæravandamál. Nám þeirra hófst í janúar 1995 og stóð í þijár annir og lauk með rannsókn á sjaldgæfum sjúkdómi í þvagblöðrunni sem nefnist Int- erstitial Cystitis. Þær könnuðu heilsutengd lífsgæði hjá sjúklinga- hópnum og munu kynna niður- stöðurnar í maí. - Hver var aðdragandinn að því að þið fóruð utan í nám? „Við höfum verið að vinna við þvagfærarannsóknir undanfarin þijú ár, m.a. við þvagflæðis- og blöðruþrýstingsmælingar. Við höfðum áhuga á að auka við þekk- ingu okkar og bæta hjúkrun ein- staklinga með þvagfæravanda- mál, því þetta er mikill vandi og oft dulinn. Einnig að betrumbæta og þróa þessar rannsóknir. Námið er samnorrænt og nú hafa um 90 Norðurlandabúar út- skrifast með þetta starfsheiti og geta unnið sjálfstætt við þetta. Það er draumur okkar að hér verði hægt að starfrækja móttöku svo fólk með t.d. þvaglekavanda- mál geti komið til okkar, en slíkar móttökur eru til víða erlendis. Á svona móttökum starfa þvagfæra- og kvensjúkdómalæknar, sjúkra- þjálfar og hjúkrunarráðgjafar, en reiknað er með að um 10% þjóðar- innar eigi við þvaglekavandamál að stríða.“ - Hver eru einkennin? „Fólk sem kemur í rannsóknir skilur kannski ekkert í því af hveiju það getur ekki pissað og tæmt blöðruna, og okkar hlutverk er að vera ráðgjafar þeirra við greiningu og meðferð i samráði við lækni. Bráða- og álagsþvagleki er dæmi sem konur þekkja. Þær þurfa ekki annað en hósta, hoppa, hnerra eða hlæja þá missa þær þvag. Hæsta tíðni þessa þvagleka er hjá konum á miðjum aldri, og þær kaupa dömubindi í miklu magni. En það eru til sérstök bindi ætluð fyrir þvagleka, og þær sem eiga við erfitt vandamál að stríða sem ekki er hægt að laga, geta fengið Tryggingastofnun til að vera með í að greiða bindin eða önnur hjálpartæki. Oft reynir fólk að bjarga sér með þessi vandamál og telja þau eðlileg, en það er ýmislegt hægt að gera og svona vandi ætti ekki að hafa áhrif á lífsgæði fólks.“ - Eru sálfræðilegar ástæður fyrir því að börn pissa undir? „Nei, það eru ekki talin tengsl ► Gunnjóna Jensdóttir er fædd í Reykjavík árið 1955. Hún er hjúkrunarfræðingur frá Hjúkr- unarskóla íslands árið 1977 og starfaði á handlækninga- og þvagfæraskurðdeild Landspít- alans til 1993 er hún hóf þar störf við þvagfærarannsóknir og nýrnasteinbrjót. Eiginmað- urinn er Karl Snorrason og eiga þau þijú börn. Sigríður Jóhannsdóttir er fædd árið 1952 í Reykjavík og er hjúkrunarfræðingur frá Hjúkrunarskóla íslands 1974. Hún hefur starfað hjá Ríkisspít- ölunum frá útskrift og við þvag- færarannsóknir og nýrnastein- bijót frá 1993. Hún er gift Bald- vini M. Frederiksen og eiga þau þijú börn. þar á milli lengur. Foreldrar þurfa að passa að börn sem pissa undir á nóttinni fari reglulega á klósett- ið yfir daginn og tæmi blöðruna, vegna þess að þessi börn virðast sofa fastar en önnur. Ef þau eru þreytt eftir daginn eru líka meiri líkur á að þau pissi undir. Það er ekkert óeðlilegt við þvagfæri barnanna, heldur eldist þetta af þeim á kynþroskaaldri. Önnur börn bleyta sig yfir dag- inn og þurfa hjálp til að læra að stjórna blöðrunni, en fyrst þarf að útiloka að um einhvetja þvag- færasjúkdóma sé að ræða. I stað þess að barnið ákveði hvenær það vilji pissa, tekur blaðran völdin og stjórnar lífi barnsins. Hér þarf blöðruþjálfun og að kenna barninu að halda í sér.“ - En hvernig er þvagvandi karla? „Þegar þeir eldast stækkar blöðruhálskirtillinn og þrengja fer að. Vandi karla er í raun öfugur við vanda kvenna. Hjá konunum verður blaðran slöpp með aldrin- um en karlar eiga erfiðara með að koma þvaginu frá sér, kallast það flæðishindrun. Slöpp buna, tíð þvaglát, vakna á næturnar og erfitt að byija að pissa eru helstu einkenni karla.“ - Hver er staða ykkar núna faglega? „Við höfum nú meiri þekkingu og hæfni til að greina vandamál og segja til um hvemig á að meðhöndla þau. Það eru þrír þvagfærá- skurðlæknar á Landspítalanum og við erum að svipast um eftir sjúkraþjálfa til að skapa góðan hóp til að hjálpa fólki með þvag- færavandamál. Við höfum undanfarin ár unnið við þvagfærarannsóknir og nýrna- steinbijótinn, og núna verður þetta eining á spítalanum og von- umst við til að geta veitt fólki með þvagfæravandamál aukna og betri þjónustu. Ekki sálrænt að pissa undir á nóttinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.