Morgunblaðið - 28.03.1996, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
GUÐNI Emilsson hljómsveitarstjórnandi og Peter Máté píanóleikari á æfingu fyrir tónleikana í
Háskólabíói í kvöld.
Fyrstu tónleikar ungs íslensks hlj ómsveitarstj óra á íslandi
Draumur að rætast
GUÐNI EMILSSON er ungur
hljómsveitarstjórnandi sem starfar
sem aðalstjórnandi sinfóníuhljóm-
sveitar æskunnar við háskólann í
Tiibingen í Þýskalandi; í kvöld
mun Guðni stjórna Sinfóníuhljóm-
sveit íslands í fyrsta sinni en ein-
leikari verður Peter Máté, píanó-
leikari. Guðni sagði í samtali við
Morgunblaðið að þetta hafi verið
draumur sinn að koma heim að
stjórna sinfóníuhljómsVeitinni.
„Og nú hefur þessi draumur ræst
og ég er mjög ánægður. Það er
alveg sérstök tilfinning að vera
komin hingað heim eftir tíu ára
útiveru og_ fá að vinna í þessu
verkefni. Ég er mjög þakklátur
fyrir það.“
Einfaldlega gæðahljómsveit
Guðni hóf tónlistarnám hjá föð-
ur sínum fimm ára gamnall og
síðan í Tónlistarskóianum í
Reykjavík. Tvítugur að aldri hélt
hann til náms í Þýskalandi og út-
skrifaðist frá tónlistarskólanum í
Trossingen með píanóleik og
hljómsveitarstjórn sem aðalnáms-
greinar. Guðni hefur hlotið náms-
styrki frá Richard Wagner stofn-
uninni í Bayreuth, úr sjóði sem
stofnaður var í minningu um
franska hljómsveitarstjórann Jean
Pierre Jacquillat og styrk úr Her-
bert von Karajan sjóðnum. Hann
hefur sótt námskeið hjá ýmsum
þekktum hljómsveitarstjórum.
Aðspurður sagði Guðni að Sin-
fóníuhljómsveitin væri greinilega
í góðu formi. „Hljómsveitin er
mjög góð, fólkið er mjög elskulegt
og viljugt til að vinna og spila.
Það er mjög góður tónn í hljóm-
sveitinni, þetta er einfaldlega
gæðahljómsveit.“
Skoðanakönnun um efnisskrá
Efnisskrá tónleikanna er sam-
sett af þekktum verkum en hún
varð til með þeim hætti að efnt
var til skoðanakönnunar meðal
tónleikagesta GRÆNU tónleikar-
aðarinnar og var niðurstaða henn-
ar að nokkru leyti látin ráða efni-
svali. Á efnisskránni eru þættir
úr Carmen eftir Bizet, Cavalleria
Rusticana eftir Mascagni, Karelia
svítu eftir Sibelius, Píanókonsert
nr. 21 eftir Mozart, Rómeó og
Júlía eftir Tsjajkofskíj, úr Arlesi-
enne svítum nr. 1 og 2 eftir Biz-
et, Píanókonsert nr. 1 eftir Tsjaj-
kofskíj og Finlandia eftir Sibelius.
Einleikari á tónleikunum verður
Peter Máté, píanóleikari, sem
fæddur er í Tékkóslóvakíu en hef-
ur verið búsettur hér á landi frá
árinu 1990. Kynnir á tónleikunum
verður Hinrik Ólafsson.
Wagner og
íslensk fomrit
RICHARD Wagner félagið
á íslandi, Félag íslenskra
fræða og Norræna húsið
héldu kynningarfund síð-
astliðið þriðjudagskvöld
um tengsl Richards Wagn-
er og tónsmíða hans við
íslenskar bókmenntir. Fjór-
leikur Wagners, Niflunga-
hringurinn, sækir efni sitt
að verulegu leyti til ís-
lenskra fornbókmennta.
Öfugt við það sem flestir
hafa löngum talið eru tengsl
Hringsins við þýska Niflungaljóðið
lítil sem engin. Á fundinum var
leitast við að skýra á hvern hátt
skáldið nýtti sér hið íslenska efni
við sköpun Hringsins. Framsögu-
menn voru þrír, Árni Björnsson,
Þorsteinn Gylfason og Jóhannes
Jónasson.
í tísku að vinna
úr fornsögunum
Árni Björnsson fjallaði um nor-
rænar fornsagnir í Þýskalandi fyrir
daga Richards Wagner og
benti á að Wagner hefði
ekki verið fyrstur Þjóðveija
til að nota íslenskar forn-
sagnir sem efnivið í skáld-
verk þótt enginn hafi gert
það með jafnmiklum glæsi-
brag og hann. Wagner var
þvert á móti uppi á tímum
þegár það var mjög í tísku
að vinna úr þessum efni-
viði. Sá fyrsti til að nota
hinn íslenska sagnaarf í
verk sín að einhveiju ráði var skáld-
sagna- og leikritahöfundurinn, Fri-
edrich de la Motte-Fouqué barón,
en hann tók miklu ástfóstri við ís-
lenska menningu og gaf fyrstur út
íslendingasögu í þýskri gerð, Gunn-
laugs sögu. Kvaðst Árni telja að
Motte-Fouqué hafi fyrstur vakið al-
menna athygli á íslenskum fornbók-
menntum í Þýskalandi. Wagner
nefnir hann samt hvergi sem áhrifa-
vald á Hringinn en að mati Árna
er hann undir augljósum áhrifum
af verkum Motte-Fouqué.
Árni
Björnsson
Þér kæra
sendi kveðju
TONLIST
Gcröarsafni
SÖNGTÓNLEIKAR
Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jónas Ingi-
mundarson fluttu íslensk söngverk.
Þriðjudagurinn 26. mars 1996.
SEM forleik við tónleikana greindi
Jónas frá því, að þar sem á morgun
(miðvikudag) væru 100 ár liðin frá
fæðingu Þórarins- Guðmundssonar,
ætluðu hann og Sigrún að hefja tón-
leikana með því að syngja Þér kæra
sendi kveðju, sem þau og gerðu með
glæsibrag. Þar næst hófust tónleik-
arnir, en á efnisskránni var 21 lag
eftir 20 tónskáld og lætur nærri að
allir meiri háttar sönglagahöfundar
væru þarna á skrá. Tónleikarnir hóf-
ust með Draumalandinu eftir Sigfús
Einarsson og þar fylgdi á eftir
Vöggukvæði eftir Emil Thoroddsen
og Svanasöngur á heiði eftir Sigvalda
Kaldalóns. Lög þessi voru vel sung-
in, en í Svanasöng á heiði var of
mikið „rubato", þ.e. breytilegur
hraði, svo að undirleikurinn, sem er
mjög hrynbundinn, varð fyrir vikið
nokkuð slitróttur.
Vögguvísan fræga, eftir Jón Leifs,
við kvæði Jóhanns Jónssonar, var
of hratt flutt og vantaði þá sérkenni-
legu þagnarró, sem einnkennir kvæð-
ið og Jón Leifs náði að tónklæða á
meistaralegan máta, svo fáum mun
verða kleift að gjöra þar á nokkra
bót. Þijú lög er tengjast hestum voru
næst á efnisskránni en það voru lög-
in Sprettur eftir Sveinbjörn Svein-
björnsson, Jarpur skeiðar eftir Pál
ísólfsson og Á Sprengisandi eftir
Sigvalda Kaldalóns. Útfærsla Jónas-
ar og Sigrúnar á lagi Sigvalda er
ekki samkvæmt frumgerð tónskálds-
ins og er frekar ósmekklegt, rétt
eins gerist í dægurlögum, að hækka
lagið skyndilega um hálftón. Slík
breyting, sem mun vera komin til
vegna hljómsveitarraddsetningar
Páls P. Pálssonar, er vonandi gerð
með leyfi rétthafa.
Sex lög eftir höfunda, sem allir ’
eiga það sameiginlegt að vera búsett-
ir í Kópavogi, voru næst á efnis-
skránni, en þar fór fyrst hið bráðfal-
lega lag Sigfúsar Halldórssonar,
Söknuður, og þá næst lag eftir Ingi-
björgu Þorbergs, við texta eftir Hjört
■ Pálsson, er nefnist Eins og söngur
fiðrildanna, ágætt lag sem undirrit-
aður minnist ekki að hafa heyrt fyrr.
Litla barn eftir Fjölni Stefánsson og
Gamalt ljóð eftir Þorkel Sigurbjöms-
son eru gamlir kunningjar, en Vor
eftir Jónas Ingimundarson, við kvæði
eftir Jóhann Hjálmarsson^ ágætt lag,
hefur ekki heyrst oft, e'n forspilið
minnir svolítið á Eric Satie. Kópa-
vogsþættinum lauk svo með því
bráðsmellna lagi, Yfirlýsing eftir
Hjálmar H. Ragnarsson, við kvæði
eftir Magneu Matthíasdóttur. Öll voru
þessi lög vel flutt og bar þar hvergi
skugga á, eins vera ber í Kópavogi.
Eftir hlé var byijað á söngverki
eftir Tryggja M. Baldursson, Gömul
ljósmynd, við kvæði eftir Sveinbjörn
I. Baldvinsson, fallegt en svolítið lit-
að af „impessionisma" og minnti á
köflum á Puceini. Jónas Tómasson
yngri var næstur með innilega og
hljóðláta vögguvísu, Róa, róa ramb-
inn, við kvæði eftir Nínu Björk Árna-
dóttur og þá Atli Heimir Sveinsson,
með sinn gamansama og frábæra
lagaflokk, sem nefnist Lög fyrir
börn, við kvæði eftir Matthías Jo-
hannessen. Jeg elsker dig, kvæði
Magdalene Thoresen, sem Jón Þórar-
insson tónklæddi meistaralega og
það fræga lag Jórunnar Viðar, Ungl-
ingurinn í Skóginum, voru frábær-
lega vel flutt og sama má segja um
þijú síðustu lögin, er voru Síðasti
dansinn eftir Karl 0. Runólfsson,
Maður hefur nú eftir Gunnar Reyni
Sveinsson, bæði mjög vinsæl lög og
að síðustu nær óþekkt en ágætt lag
eftir Loft Guðmundsson ljósmynd-
ara, sem nefnist Biðilsdans.
Sú venja, að nauðsynlegt sé að
blanda saman erlendu og íslensku
efni, hefur verið rofin og nú í nokkur
skipti hafa íslenskir söngvarar boðið
upp á efnisskrá, þar sem eingöngu
eru flutt íslensk söngverk. Þetta
merkir að úrtak íslenskra söngverka
er orðið svo stórt, að þar er um margt
að velja, bæði er snertir stíl og efni-
stök. Söngskrá Sigrúnar og Jónasar
spannaði hundrað ára tímabil, en þar
fer fyrstur Sveinbjörn Sveinbjömsson
og yngstur tónhöfunda á þessum tón-
leikum mun vera Tryggvi M. Baldurs-
son. I heiid voru þetta skemmtilegir
tónleikar, kærkomin kveðja til þeirra
sem unna góðum söng, þar sem bæði
var leikið með alvöruna og gaman-
semina af þeirri leikni og listfengi sem
ávallt hefur einkennt tónflutning Sig-
rúnar og Jónasar.
Jón Ásgeirsson
Morgunblaðið/Þorkell
ÞORSTEINN Gylfason og Jóhannes Jónasson ásamt gestum í
Norræna húsinu.
Minnir á Whitman
Þorsteinn Gylfason fjallaði um
braglist Wagners og sagði að
hátturinn á Hringnum væri leiddur
af fornyrðislagi og ljóðahætti með
hliðsjón af málahætti. Þorsteinn
sagði að Wagner hefði annars farið
fijálslega með bragformið og nefndi
sérstaklega ofstuðlun sem er algeng
í Hringnum en þar hafi Wagner
haft nóg af fyrirmyndum úr ís-
lenska kveðskapnum. Þorsteinn
sagði Wagner hafa verið mikið
skáld en hann hafi ekki verið í ess-
inu sínu í Hringnum nema þar sem
hann orti í anda hins rómantíska
skáldskapar síns tíma, svo sem
finna má dæmi um í feigðarboði
Brynhildar. Sagði Þorsteinn að í
þessum rómantísku þáttum Hrings-
ins minnti Wagner nokkuð á banda-
rískt samtímaskáld sitt, Walt Whit-
man.
Jóhannes fjallaði að endingu um
tilurð Hringsins en árið 1848 hafði
Wagner lagt þetta verkefni niður
fyrir sér, hann skrifar þá kunna
grein sína um Niflungagoðsögnina
sem varð leiðarbók hans við samn-
ingu handritsins að Hringnum. Upp-
haflega ætlaði Wagner aðeins að
semja eina óperu byggða á þessu
efni en þær voru orðnar fjórar þegar
upp var staðið og mynduðu sameig-
inlegan hring.