Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 19 MATUR 96 Kj öti ðnaðarmenn keppa innbyrðis KJ ÖTIÐNAÐ ARMENN hafa í mörgu að snúast þessa dagana því þeir eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir innbyrðis fagkeppni sem haldin verður í apríl á sýningunni MATUR 96 í Smáranum. Sveinar og meistar- ar keppa þar með hinar ýmsu fram- leiðsluvörur og nemar í iðninni keppa um fjölbreyttan skurð og úrvinnslu á lambaskrokkum. Sýndar verða verðlaunavörur úr keppni Meistarafélags kjötiðnaðar- manna en æðsti titillinn þar er Kjöt- meistari ’96. Það eru ekki mörg ár síðan kjötiðnaðarmenn hófu að keppa með framleiðsluvörur sínar en árangurinn hefur verið góður sem kom m.a. í ljós þegar þeir kepptu síðast í Herning í Danmörku og fengu 8 gullverðlaun, 17 silfurverð- laun og 10 bronsverðlaun en í allt sendu þeir í keppnina 41 tegund af kjöti og fiski. „Það er fróðlegt fyrir fólk að koma á sýninguna og sjá og fylgjast rneð hvað til dæmis nemar geta unnið úr einum skrokki. Síðast þegar keppt var voru það milli tuttugu og þrjátíu tegundir kjötrétta sem vinningshafa tókst að útbúa úr einum skrokki", segir Sólmundur Oddsson kjötiðnað- armeistari. Nemarnir úrbeina og framsetja á svæðinu og hver nemi hefur tvo tíma ti! að ljúka verki sínu. Fituna á að grilla með kjötinu Margir eru þegar farnir að taka út grillið pftir vetrarhlé og sumum finnst það engu líkt að fá fyrstu grilisteikina með hækkandi sól. - Hvað ráðleggur Sólmundur les- endum á grillið? „Það er full ástæða til að hæla íslenska nautakjötinu núna þegar miður skemmtilegar fréttir berast um kúariðu í Bretlandi. Hérlendis hefur fólk ekkert að óttast því sjúk- dómurinn hefur ekki fundist í ís- lenskum nautgripum. Hingað til lands hefur ekki verið heimilt að flytja inn hrátt nautakjöt og alltaf hefur gilt, innflutningsbann á lifandi búpeningi.. Þá má nefnda- að hormónagjafir eru í engum tilvikum notaðar hér- lendis svo vitað sé.“ Hann segir að íslenskir bændur hafi tekið miklum framförum í fóðr- un íslenskra nautgripa og náð upp gæðum með vel holdfylltum og feit- um nautgripum. Hann mæiir því að þessu sinni með nautasteik á grillið. - Hvernig á þá að velja sér góða steik? „Það er um að gera að spyija sér- fræðinginn í kjötborðinu hvort kjötið sé vel hangið og búið að ná fullri meyrnun og sé fítusprengt. Fitan á síðan endilega að vera á steikinni á meðan kjötið er steikt. Þegar það er komið á diskinn geta þeir sem vilja síðan skorið fituna frá eins og bein- Breskir tilboðs dagar 27.-31. mars Sumarkjólar áður kr. 5.990,- nú kr. 3.990,- Allar peysur áður kr. 5.990,- nú kr. 2.990,- Gallajakkar áður kr. 5.990,- nú kr. 3.990,- Gallaskyrtur áðurkr. 4.990,- núkr. 2.490,- Síö sumarpils áðurkr. 3.990,- núkr. 1.990,- (fimm litir) Leggings áður kr. 1.990,- nú kr. 790,- Bolir áðurkr. 1.990,- nú kr. 790,- - SÍMI 552 6860 - SÍMI 568 9980 in.“ Sólmundur segir að liturinn segi oft til um af hve gamalli skepnu kjöt- ið er. „Oft er fita af eldri skepnum gulleit og kjötliturinn er dekkri en af ungnauti." Nautasteik á grillið Vel fitusprengt kjöt af ungnauti eins og entre cote (hryggvöðvi með fiturönd), beinlausar framhryggjar- sneiðar með fiturönd, kótilettur, eða T-beinssneiðar. Sneiðar eiga að vera eins og hálfs til tveggja sentimetra þykkar. Kryddið með salti og pipar, hvítlauksdufti ef vill, kryddlegi eða svokallaðri grillsósu (barbicue). Sólmundur segist ráðleggja fólki að krydda nokkrum klukkustundum fyrir eldun og helst nota húðað salt en það er salt sem virkar ekki fyrr en við ákveðið hitastig og dregur því ekki kjötsafann til sín. Steikingin fer fram á gas- eða kolagrilli. Grillið er hitað vel og kjöt- ið steikt í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Hitinn er lækkaður eða grindin á kolagrillinu er hækkuð. Steikinni er snúið við nokkrum sinnum og síðan þarf fólk að fylgjast með hversu vel það vill hafa kjötið steikt. Hljómflutningstæki með útvarpi, segulbandi og 3ja diska spilara. 2x25 wött. Áður 32.998 .998 Halogensett í innréttingar og loft. 12 wött. Þrír kastarar, 20 wött, snúra og spennibreytir. 3.650 aoeins Vinkilslípari 115 mm, 550 wött með öryggishlíf. Kjarakaup? Lógmúla 6, simi 568-4910 Óseyri 5, Akureyri, sími 462-4964.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.