Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ __________________________________FRÉTTIR___________________________________ Samanburður á launum verslunar- og skrifstofufólks á íslandi og í Danmorku Ráðstöfunartekjur eru 4-33% hærri í Danmörku en hér m m ■■ LaunasamanDurour samKvæmi k araKonnunum heildarl. mism. ísland mism. (iftqvinna i Afqreiðsla á kassa 1994! Daranöfk ísland Meðalmánaðartekjur 138.000 61.700 124% 85.100 62% | Tekjuskattur 49.300 800l 6063% 10.200 383%! Félagsgj., lífeyrissj. og atvinnutrygg. 10.500 3.100 239% 4.300 144% | Til ráðstöfunar 78.200 57.800 35% 70.600 11%| Til ráðst. miðað við kaupmáttarjöfnuð 73.700 57.800 28% 70.600 4% | Fjöldi yfirvinnutíma á viku 0 ~~Ö| 7,9 I Símavarsla 1994 i Meðalmánaðartekjur 168.500 : 82.200 105% 91.500 84% Tekjuskattur 65.000 9.000 622% 12.800 408%| Félagsgj., lífeyrissj. og atvinnutrygg. 10.800 [ 4.100 163% 4.600 135% Til ráðstöfunar 92.700 69.100 34% 74.100 25% | Til ráðst. miðað við kaupmáttarjöfnuð 87.400 69.000 27% 74.100 18% | Fjöldi yfirvinnutíma á viku 0 0 2,7 | I .. ■ • I Sölustörf á ferðaskrifstofu 1994! Meðalmánaðartekjur 221.600 I 94.000 136% 105.600 110% j Tekjuskattur 94.700 13.800 586% 18.400 415%] Félagsgj., lífeyrissj. og atvinnutrygg. 11.300 j 4.700 I 140% 5.300 113% | Til ráðstöfunar 115.600 75.500 53% 81.900 41%j Til ráðst. miðað við kaupmáttarjöfnuð 108.900 75.500 I 44% 81.900 33% | Fjöldi yfirvinnutíma á viku 0 0 ? I \ \ I Gjaldkerar og bókarar 1994 Meðalmánaðartekjur 192.200 106.350 81% 124.700 54% | Tekjuskattur 78.200 18.700 318% 26.100 200% | Félagsgj., lífeyrissj. og atvinnutrygg. 11.000 j 5.300 I 108% 6.200 77% | Til ráðstöfunar 103.000 82.400 ' 25% 92.400 11%] Til ráðst. miðað við kaupmáttarjöfnuð 97.000 j 82.300 18% 92.300 5% [ Fjöldi yfirvinnutíma á viku 0 0 3,7 I Heimild fyrir Danmörk: Kjarakönnun danska vinn Heimild fyrir island: Könnun Kjararannsóknarnefi jveitendasambandsins. idar og Kjarakönnun VR. Fyrsta skrefið í undirbúningi kjarasamninga segir formaður VR RÁÐSTÖFUNARTEKJUR dansks- verslunarmanns eru 4-33% hærri en verslunarmanns á íslandi þegar tillit hefur verið tekið til greiðslu tekjuskatts og annars frádráttar, auk mismunandi verðlags í löndun- um tveimur. Verslunarmaðurinn á íslandi þarf auk þess að vinna tals- vert lengur fyrir tekjunum heldur en starfsbróðir hans í Danmörku og er launamunurinn á bilinu 18% til 44% eftir starfsgreinum ef ein- göngu er tekið mið af launum fyrir dagvinnu. Munurinn er hins vegar miklu meiri ef eingöngu er litið til grunn- launa verslunarmanna hér og í Dan- mörku, þar sem hærri skattar þar en hér á landi verða til þess að jafna ráðstöfunartekjumar. Meðalgrunn- laun samkvæmt kjarasamningum félags verslunar- og skrifstofufólks í Danmörku (HK) eru tæpar 140 þúsund krónur á mánuði á sama tíma og meðalgrunnlaun verslunar- fólks hér á landi samkvæmt kjara- samningum Verslunarmannafélags Reykjavíkur eru rétt tæpar 60 þús- und krónur. Til viðbótar koma launa- tengd gjöld sem eru hlutfallslega hærri hér á landi heldur en í Dan- mörku eða að meðaltali 37% hér samanborið við 25% í Danmörku. Kostnaður dansks vinnuveitanda vegna launa, þegar bæði er tekið tillit til launa og launatengdra gjalda, er frá því að vera 70% og upp í yfir 100% hærri heldur en kostnaður íslensks vinnuveitanda. Laun í fjórum starfsgreinum Þessar upplýsingar koma meðal annars fram í könnun sem Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur, hef- ur unnið fyrir VR á launum verslun- ar- og skrifstofufólks á íslandi og í Danmörku. Gerður er samanburð- ur á launum afgreiðslufólks, fólks sem starfar við símvörslu, við sölu- störf á ferðaskrifstofum, svo og gjaldkera og bókara og stuðst við tölur úr kjarakönnun danska vinnu- veitendasambandsins annars vegar og tölur Kjararannsóknarnefndar hins vegar nema þegar um sölu- störf á ferðaskrifstofum er að ræða, en þá er stuðst við ársgamla kjara- könnun Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Verðlag er að meðal- tali nokkru hærra í Danmörku en á íslandi og hefur verið tekið tillit til þess í framangreindum niður- stöðum, auk þess sem í könnun Eddu Rósar er gerð grein fyrir fyrir- vörum í samanburðinum varðandi áunninn lífeyrissparnað, mismun- andi atvinnutryggingar og ólíka skattlagningu fjármagnstekna. 138 þúsund kr. fyrir afgreiðslustörf Fram kemur meðal annars að meðalmánaðartekjur í Danmörku fyrir afgreiðslu á kassa eru 138 þúsund krónur, en 61.700 kr. á Islandi og er munurinn 124%. Mun- urinn á ráðstöfunartekjum fyrir dagvinnu verður hins vegar 28% þegar tekið hefur verið tillit til skattgreiðslu og mismunandi verð- lags í löndunum. íslenski verslunar- maðurinn vinnur hins vegar að meðaltali yfirvinnu tæpar átta klukkustundir á viku og þegar tillit hefur verið tekið til þess munar 4% á ráðstöfunartekjum afgreiðslu- fólks hér og í Danmörku. Saman- tekið jafngildir þetta því að vinnu- vikan sé einum degi lengri hér en í Danmörku. Mismunur ráðstöfun- artekna dagvinnulauna fólks við símvörslu er 27%, en 18% ef miðað er við heildarlaun. Munurinn er 44% hjá sölufólki á ferðaskrifstofum en lækkar í 33% ef miðað er við heild- arlaun. Munurinn er minni á laun- um gjaldkera og bókara eða 18% þegar samanburður er gerður á dagvinnulaunum, en fer niður í 5% þegar miðað er við heildarlaun hér. A blaðamannafundi í gær þar sem skýrslan var kynnt var einnig greint frá samanburði á ráðstöfun- artekjum afgreiðslufólks í smásölu- verslun í nokkrum löndum heims, samkvæmt launakönnun alþjóða- samtaka verslunar- og skrifstofu- fólks. Þar kemur fram að laun hér eru hærri en á Grikklandi, Spáni, Kýpur og Fiiippseyjum. Laun í Finnlandi eru ívíð hærri en hér á landi og ennþá meiru munar þegar litið er til ráðstöfunartekna í Bret- landi, Frakklandi, Belgíu, Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi og Hollandi. Jafna þarf þennan mun Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sagði að þessi skýrsla um mis- mun á launum verslunar- og skrif- stofufólks á íslandi og í Danmörku væri fræðilegasti samanburður sem gerður hefði verið hér á landi á þessu sviði. Skýrslan hefði verið kynnt á fundum með fulltrúum starfsgreina í félaginu, en þetta væri fyrsta skrefið í undirbúningi félagsins fyrir gerð næstu kjara- samninga, sem væru lausir um ára- mót. Stefna yrði að því að jafna þennan mun sem væri á launum hér og landi og annars staðar og til greina kæmi að gera samninga til lengri tíma en hingað til hefði tíðkast ef samkomulag yrði um það stefnumið að gera það í áföngum, en útgangspunktur væri að jafn- framt því að jafna þennan mun yrði sá stöðugleiki varðveittur sem náðst hefði í íslensku efnahagslífi. Tryggingaráð um húsnæðisvanda Tryggingastofnunar Húsnæði stofnunar- innar ófullnægjandi •• Oryggi skólabarna við Nesjaskóla Gagnrýna Vegagerðina fyrir seinagang TRYGGINGARAÐ hefur samþykkt samhljóða harðorða ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að minn- ast 60 ára afmælis Tryggingastofn- unar ríkisins með því að bæta úr brýnum húsnæðisvanda stofnunar- innar. í ályktun tryggingaráðs segir að húsnæði Tryggingastofnunar full- nægi ekki kröfum um aðgengi fatl- aðra, aðkomu bifreiða, aðstöðu starfsfólks og geymslurými. Erfíð- leikum sé bundið að sækja þjónustu til stofnunarinnar og talsvert óhag- ræði hljótist af því að stofnunin starfi á Qórum stöðum á höfuðborg- arsvæðinu. „Aðgengi viðskiptavina stofn- unarinnar fullnægir hvergi nærri nútímakröfum sem gerðar eru um aðgengi hreyfihamlaðra og aðkomu fólks á bifreiðum. En þær munu fáar stofnanir hins opinbera sem hreyfihamlaðir eiga jafn oft erindi í og einmitt Tryggingastofnun ríkis- ins. Það er miður, og í raun niður- lægjandi, að einmitt sú stofnun sem ætti að vera til fyrirmyndar um aðgengi fatlaðra skuli vera jafn illa í stakk búin til að sinna þjónustu við þá,“ segir í ályktun trygginga- ráðs. Tryggingastofnun verður 60 ára 1. apríi nk. í mörg ár hefur verið rætt um að stofnunin fengi nýtt húsnæði, en ekkert orðið úr fram- kvæmdum. Tryggingaráð bendir á að Tryggingastofnun sé sú stofnun ríkisins sem falið sé að ráðstafa mestu fjármagni úr ríkissjóði. Það sé afar mikilvægt að fylgst sé vei með hvernig þeim fjármunum sé varið. Til að svo geti orðið verði að þúa vel að stofnuninni. Ályktun tryggingaráðs hefur verið send forsætisráðherra, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, for- seta Alþingis og formanni heilbrigð- is- og trygginganefndar Alþingis. BÆJARSTJÓRI Hornafjarðar og bæjarfulltrúar gagnrýna Vegagerð- ina fyrir seinagang við gerð hraða- hindrunar og gangbrautar á þjóð- veginum milli Nesjaskóla og íþróttahúss sveitarinnar. Umdæm- isverkfræðingur Vegagerðarinnar á Reyðarfirði segir að nauðsynlegt hafi verið að leysa úr ágreiningi um fyrirkomulag framkvæmdanna áður en út í þær væri farið en hann segir ekkert til fyrirstöðu af hálfu Vegagerðarinnar að gera þetta í vor. Undanfarin ár hefur verið rætt um nauðsyn þess að hægja á um- ferðinni og koma upp góðri gang- braut milli Nesjaskóla og íbúða- hverfisins í Nesjum, þar sem íþróttahús skólans er. Sveitarstjórn- in óskaði upphaflega eftir göngu- braut í göngum undir hringveginn og hefur verið með aðrar hugmynd- ir um lausnir en Vegagerðin. Kom máiið til umræðu í bæjar- stjórn Hornafjarðar þegar rætt var um skólamál og öryggi vegna fyr- irhugaðs aksturs yngstu skóla- barnanna frá Höfn í Nesjaskóla. Sturlaugur Þorsteinsson bæjar- stjóri segir í samtali við Morgun- blaðið að Hornafjarðarbær hafi ósk- að eftir ráðstöfunum og Vegagerðin lofað þeim en síðan gerðist ekkert. „Þetta gefur mér tilefni til að hug- leiða hlutverk Vegagerðarinnar og samskipti við bæjarfélögin þar sem þjóðvegurinn fer í gegn. í þessu tilviki er um viðkvæmt umhverfi að ræða, mikið öryggismál þar sem börnin eru stöðugt að fara yfir þjóð- veg og ég tel að stofnunin verði að taka tillit til óska sveitarstjórnar- manna,“ segir hann. Ágreining þurfti að leysa fyrst Einar Þorvarðarson, umdæmis- verkfræðingur Vegagerðarinnar á Reyðarfirði, segir að ágreiningur hal'i verið um málið milli sveitar- stjórnar og Vegagerðarinnar. ' Heimamenn hefðu viljað fá tvær göngubrautir yfir veginn en Vega- gerðin talið eina nægja. Heimamenn hefðu þá viljað hafa brautina á milli skólans og íþróttahússins en Vegagerðin ekki getað fallist á það vegna nálægðar við heimkeyrsluna að skólanum. Niðurstaðan væri sú að sveitarfélagið færði héimreiðina ? frá. Einar mótmælir því að dráttur á framkvæmdum sé Vegagerðinni að kenna. Fyrst hafi þurft að fá niðurstöðu í málið. Nú sé hún feng- in og telur hann ekkert því til fyrir- stöðu að Vegagerðin hefjist handa við verkið með vorinu, að því til- skyldu að Hornafjarðarbær færi heimreiðina um leið. Auk göngubrautar verður gerð umferðareyja og hraðahindranir. Einnig verða afmarkaðar göngu- leiðir að göngubrautinni og hún upplýst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.