Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Strætið sýnt í fokheldu leikhúsi á Selfossi Vel heppnuð sýningí hráu umhverfi Selfossi. Morgunblaðið. TIL AÐ ná athygli fólks er kjörið að setja upp leiksýningu í húsi sem er umtalað. Þetta gerðu nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands sem sýna Strætið í fokheldu húsnæði Arsala eða í kvikmynda- og leikhús- sal Selfossbíós. í leikskrá segja forsvarsmenn sýn- ingarinnar að vitað sé að fullbúið verði húsið mikil lyftistöng fyrir menningarlíf á Suðurlandi og víst er að nemendumir sönnuðu það með sýningu sinni á Strætinu. Verkið sómdi sér vel á gráu ófrágengnu leik- sviðinu og undirstrikaði hinn harða raunveruleika og hörkuna í sam- skiptum fólksins. Jafnframt skáru sig úr atriðin þar sem blíðan og umhyggjan voru undirtónn. Áhorfendur tóku verkinu vel og fognuðu leikurunum innilega. Ljóst er að hið unga leiklistarfólk í Fjöl- brautaskólanum hefur unnið afrek með hinum unga leikstjóra sínum, Ólafi Jens Sigurðssyni, sem þreytti frumraun sína sem íeikstjóri í þessu verki. Það var ótrúlegt hve húsið iifnaði við og hve vel sýningin féll að um- hverfinu með einföldum aðgerðum, vinnupöllum, múrsteinum og gang- stéttarhellum þannig að áhorfandan- um fannst hann hafa hið magnaða Stræti fyrir augunum. Stgerð leik- sviðsins gaf leikurunum líka mikla möguleika á að láta hlutina ganga upp. Hinir ungu leikarar stóðu sig vel í verkinu. Að öðrum ólöstuðum átti Guðmundur Karl Sigurdórsson stór- leik í hlutverki Scullery. Einnig áttu þær góðan þátt þær Guðbjörg Am- ardóttir í hlutverki Helenar og Jó- hanna Ýr Jóhannsdóttir í hlutverki Carol. Það átti vel við leikarana að taka á í verkinu þegar það gerði kröfur um hraða og spennu milli persóna. Fijálslegur leikur þeirra gaf verkinu gildi og stelpurnar á strætinu gáfu lifandi yfirbragð með framkomu sinni á göngunum fyrir sýninguna og í hléinu. Þetta var góð sýning. Þriðji viðburðurinn í húsinu Leikhúsið í Ársölum á Selfossi er með stærsta leiksvið utan höfuðborg- arinnar. Gert er ráð fyrir snúnings- sviði og salurinn tekur 400 manns í sæti. Strætið er þriðji viðburðurinn í húsinu, þar var settur upp einþátt- ungurinn Svart og silfrað árið 1990 og Tolli hélt málverkasýningu fyrr í vetur sem frægt er orðið. Þetta ásamt öðru hefur aukið umtal um notagildi hússins og nú er svo komið að unnið er að því að finna leiðir til þess að klára það og koma því í notkun með öflugum hót- elrekstri en Hótel Selfoss er í öðrum hluta hússins. Óhætt er að taka und- Morgunblaðið/Sig. Jóns. LEIKARAR í lok sýningar Strætisins á stærsta leiksviði utan Reykjavíkur. STÚLKURNAR á Strætinu tóku á móti gestum á göngunum. ir með hinum ungu leikurum í leik- skrá þar sem þeir setja fram þá ósk að þessir viðburðir verði upphaf að glæsilegri sögu þessa menningarhúss Sunnlendinga. Leiklistinni á landsbyggðinni væri mikill fengur að því að fá í gagnið leikhúsið í Ársölum. Það gæti þjónað sem samnefnari fyrir áhugaleikhópa af öllu landinu og dregið að áhorfend- ur frá höfuðborgarsvæðinu jafnt sem af Suðurlandi enda ekki nema 40 mínútna akstur frá Reykjavík til Selfoss sem er helsta vaxtarsvæðið á Suðurlandi. Vel mætti hugsa sér að yfirvöld menningármála legðu því lið að gera húsið að veruleika sem framlag til áhugaleikhópa og alhliða menningar- starfsemi. Hið stóra leiksvið og 400 manna áhorfendasalur býður upp á að nota húsið sem tónlistarhús, leik- hús, kvikmyndahús og fyrirlestrar- sal. Lyftu Grettistaki Unga fólkið vílaði ekki fyrir sér að takast á við uppsetningu verksins í fokheldu húsinu og aðrir sem hugsa um þetta hús þurfa að hafa kraft þeirra í huga þegar framtíð þess er mótuð. Þau höfðu gaman af því að takast á við uppsetninguna, að flytja verkið og skapa gleði með starfi sínu fyrir sjálfa sig og aðra. Þau sönnuðu að það er hægt að lyfta Grettistaki ef viljinn er fyrir hendi. Ólöf sýnir í Smíðar & skart NÚ stendur yfir sýning á mál- verkum Ólafar Oddgeirsdóttur Sem er listamaður mánaðarins að þessu sinni í gallerí Smíðar & skart á Skólavörðustíg 16a. Á sýningunni eru verk unnin á tímabilinu 1995-1996 og eru þau unnin með blandaðri tækni, olíu og vaxi á striga. Ólöf lauk námi frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árið 1994 úr málaradeild. Sýn- ingin stendur til 19. apríl og er opin á verslunartíma, virka daga frá kl. 11 til 18 og laugar- dagafrákl. 11 tU 14. VORBOÐI TONLIST Borgarleíkhús KÓRAR Flytjendur Gradualekór Langholts- kirkju, Kór Öldutúnsskóla og Skólakór Kársness. Stjórnendur Jón Stefánsson, Egill Friðleifsson og Þórunn Björnsdóttir. í EFNISSKRÁ er ekkert að finna um það hvað tilefnið var að þrír ágætir unglingakórar hittust þetta þriðjudagskvöld og sungu fyrir að- standendur og annað áhugafólk. Kannske þarf tilefnið heldur ekki að vera annað en að koma saman og syngja og það gerðu þessi kórar svo sannarlega. Saman sungu þeir og hver í sínu lagi sungu þeir og oftast merkilega hreint. Einsöngv- arar komu fram úr röðum kóranna og ekki bara það heldur einnig hljóðfæraleikarar og léku á flautu, píanó, fiðlur og selló. Þessir þrír kórar eru vafalaust i hópi þeirra sem fremstir standa í uppeldi barna- og unglingakóra og hljóta stjómendur kóranna að eiga þar mestan heiðurinn. Tvennt er þessum kórum sameiginlegt, allir eru þeir skólakórar, og aðallega eru þeir skipaðir stúlkum. Ólíkur er söngstíll kóranna og jafnvel ólík raddbeiting. Ekki skal farið út i neinn samanjöfnuð á kórunum þó að viðurkennast verði að Öldutúns- kórinn, með sinn Egil í farar- broddi, er langelsti kórinn, og um leið með mesta reynsluna og það sýndi kórinn t.d. í laginu eftir Arne Mellnás, sem Agli tókst að láta kórinn útfæra meistaralega og efa ég að nokkur unglingakór annar hérlendur hefði leikið það eftir, enda verður Egill að teljast Nestor unglingakóra landsins, eins og er. Mikils virði er það starf sem unnið er í þessum bama- og ungl- ingakómm og svo heppin emm við að eiga stjórnendur sem stýra kunna þessum hópum, en að vinna með börnum, í þessum geira, er ekki öllum stjómendum gefið og mætti margverðlauna þá fyrir. Miklar framfarir hafa orðið í söng þessara kóra og má það einnig þakka tónlistarskólunum, sem full- bókaðir eru tónlistarnemendum á ýmsum aldri, allir verða jú ekki atvinnutónlistarmenn og það starf skilar sér á svo feiknmörgum svið- um, m.a. í betri kórum. Kórarnir hófu söng sinn samein- aðir og þeir enduðu tónleikana einn- ig með því að syngja allir saman og þá nægði ekki bara einn stjórn- andi heldur komu þau öll þrjú, Þór- unn, Jón og Egill og gerðu jákvæð- ar tilraunir til að stjórna saman, hvert með sínu sniði og uppátækjum og þar með lauk fallegum og ánægjulegum tónleikum. Ragnar Björnsson Tíðindalítil tilbrigði MYNPLIST Gallcrí Grcip MÁLVERK Kristín Blöndal. Opið kl. 14-18 alla daga nema mánud. til 31. mars. Að- gangur ókeypis. ÞAÐ eru gömul sannindi og ný, að þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Spurningar um lífið og tilveruna og tilganginn með þessu öllu saman hafa brunnið á mönnum - listamönnum jafnt sem öðrum - frá ómunatíð. Sú staðreynd að enn er spurt og leitað svara er vísasta ábendingin um að svörin hafa ætíð verið ófullnægjandi, og verður vísast svo um ókominn aldur. Þessi tilhneiging mannsins til að leita svara við því sem aldrei verður svarað til hlítar er einn helsti drif- kraftur andlegrar leitar á sviði lista, heimspeki og trúarbragða. Árangur- inn getur hins vegar aðeins orðið með tvennu móti - ferskt, sjálfstætt framlag sem bætir einhverju við umræðuna, eða klisjukennd endur- tekning á því sem þegar hefur kom- ið fram. Kristín Blöndal útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1992, og hélt fyrstu sýningar sínar veturinn 1994. Kvenímyndin og hlut- verk konunnar var frá upphafi helsta viðfangsefni hennar. Svo er enn á sýningunni nú, en hér er þessi um- fjöllun sett í ögn víðara samhengi við þær almennu spurningar um lífið og tilveruna, sem nefndar eru að ofan; yfirskrift sýningarinnar er „Til- brigði". Þessar spurningar eru nefndar í inngangi sýningarskrár, og hljóma kunnuglega: „Hver erum við? Hvað er það sem gerir okkur að því sem við erum? Hvað setur okkur ramma og bindur okkur þeim böndum sem oft virðast óslítanleg? ...“ sígild við- fangsefni, sem fyrr segir. Þær hugmyndir um svör sem birt- ast í myndunum virka því miður þröngar og tíðindalitlar. Titla sína sækir listakonan til tónlistarinnar, en myndmálið í stærstu verkunum byggir á ímynd konunnar og þrosk- uðum ávöxtum, klassískum táknum fyrir hverfulleika blóma lífsins. í raun er ekki gert annað með þessar ímyndir en að sýna þær, í sumum myndanna undir rómönskum boga, sem virðist tilraun til að gefa þeim ómarkvissan helgisvip. Stóru málverkin virka þannig blóðlaus og án lífsmarks, þrátt fyrir titlana („forte“, „pianissimo"), og gera lítið með þær spurningar sem listakonan varpar fram. Mesta lífið er að fínna í nokkrum fígúrum (nr. 15-22) sem hafa verið settar upp í botnlanga rýmisins; flöktandi kerta- ljós varpar skugga þeirra á afmark- aða myndfieti, sem segja má að minnsta hreyfing geti hjálpað þeim að brjótast út úr. Þessi verk eru vel heppnuð og tilvísun þeirra til spurn- inga listakonunnar um bönd og ramma er ljós. Það er sjaldan ástæða til að ræða verðmyndun listaverka á vettvangi sem þessum, en hins vegar hlýtur að vekja furðu þegar ungt og lítt þekkt listafólk verðleggur sín verk með svipuðum hætti eða hærra en listamenn með áratuga starf að baki. Menntun tryggir ekki reynslu ein og sér, og stærð og gæði eru einnig sitthvað; hið endanlega verð lista- verka hlýtur þó ætíð að vera einka- mál þess sem selur og þess sem kaup- ir, ef áhuginn er nægur. Eiríkur Þorláksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.