Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 53 i Kasparov mistækur, Anand heillum horfinn SKÁK Amstcrdam, 22. mars — 1. apríl: 10. OG SÍÐASTA VSB STÓRMÓTIÐ Búlgarinn Topalov sigraði Gary Kasparov í fyrstu umferð VSB stór- mótsins í Hollandi, sem líklega verður sterkasta skákmót ársins. FJÖRLEG taflmennska hefur einkennt upphafið á stórmóti hol- lensku sparisjóðanna, VSB mót- inu, því tiunda og síðasta í röð- inni. Það kreppir mjög að topp- skákmönnum þessa dagana því stórmótum fer fækkandi. Tilburg mótin luku göngu sinni í fyrra og ekkert Linares stórmót fer fram í ár. Þá hefur atvinnu- mannasambandið PCA misst stuðning Intel stórfyrirtækisins. Setja margir það í samhengi við að Kasparov gekk til samninga um að tefla einvígi við tölvu IBM, „Djúpblá". IBM er í beinni og óbeinni samkeppni við Intel. Sú skammsýni Kasparovs að kljúfa FIDE árið 1992, fyrir eilítið hærri verðlaunasjóð, hefur reynst honum og öðrum toppskákmönn- um dýrkeypt. FIDE tók þó foiystu í sjálfseyðingarkeppninni í síðasta mánuði með því að samþykkja að heimsmeistaraeinvígi samtakanna færi fram í Bagdad. Nú bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig hróður skáklist- arinnar verði lækkaður ennþá meira, því lengi getur jú vont versnað. Við setningu þessa síð- asta í röð VSB mótanna varaði einn bankastjóra skákmenn ein- mitt við og sagði að slíkar ákvarð- anir gætu orðið til þess að vest- ræn fyrirtæki vildu ekki leggja nafn sitt við skák. Þessar hörmungar skjóta mjög skökku við, því allt bendir til þess að útbreiðsla skákarinnar sé sí- fellt að aukast um allan heim. Staðan eftir fjórar umferðir á VSB mótinu er þessi: 1.-5. Kasparov, Kramnik, Lautier, Short og Topalov 2‘A v., 6. Gelf- and 2 v., 7.-9. Piket, Seirawan og Timman 1 'A v. 10. Anand 1 v. Innbyrðis viðureign tveggja stigahæstu skákmanna heims, Kasparovs og Kramniks, gæti ráðið úrslitum. Þeir eru jafnir og efstir á lista FIDE með 2.775 stig, en Karpov er þriðji með 2.770. Við skulum líta á stórkostlegan sigur Topalovs yfir Kasparov í fyrstu umferð. PCA-heimsmeist- ÞÓRLEIFUR Karl Karlsson, Akureyrarmeistari. arinn lagði snemma út í djarft peðsrán og fékk þrönga stöðu. Grófur afleikur í 16. leik gaf svo Búlgaranum kost á að leika ridd- ara upp í borð hjá Kasparov og það reyndist vinningsleikur. Stuttu síðar varð Kasparov að gefa drottninguna fyrir tvo menn og síðan innbyrti Topalov vinn- inginn hægt og örugglega: Hvítt: Veselin Topalov Svart: Gary Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6 6. Bc4 - e6 7. Bb3 - Rbd7 8. f4 - Rc5 9. 0-0 - Rcxe4 10. Rxe4 - Rxe4 11. f5 - e5 12. Dh5 - De7?! Eftir þetta lendir svartur í mik- illi klemmu. Tveimur umferðum síðar á mótinu endurbætti Nigel Short taflmennsku Kasparovs og lék 12. - d5. Topalov svaraði með 13. Hel - Bc5 14. Hxe4 - Bxd4+ 15. Be3 - 0-0 og brá síð- an á það ráð að fórna skiptamun. Eftir 16. Hxd4I? exd4 17. Bxd4 - f6 18. Bc5 - He8 hafði hann talsverðar bætur, en þegar upp var staðið reyndust þær ekki duga. Short vann um síðir. 13. Df3 - Rc5 14. Rc6! - Dc7 15. Bd5 - a5 16. Bg5 - Ha6? 17. Rd8! - f6 18. Rf7 - Hg8 19. Be3 - g6 20. Rg5 - Hg7 21. fxg6 - Hxg6 22. Bf7+ - Dxf7 23. Rxf7 - Kxf7 24. Bxc5 - dxc5 25. Hadl - Be7 26. Hd5 - Bg4 27. De4 - Kg7 28. Hfdl! - Bxdl 29. Hxdl - He6 30. Df5 - Kf7 31. Hel - b6 32. h4 - Hg7 33. Kfl - Bd6 34. Kf2 - Bc7 35. Kf3 - Ke7 36. He4 - Kf7 37. Hg4 - He7 38. Ke4 - Hxg4+ 39. Dxg4 - Bd8 40. a4 - Kf8 41. c3 Hg7 42. Dc8 - Ke8 43. De6+ - Kf8 44. g4 - Hf7 45. h5 Hg7 46. h6 - Hg6 47. Dd5 - Be7 48. Kf5 - Hxh6 49. Db7 - e4 50. Db8+ - Kf7 51. Dxb6 - e3 52. De6+ - Ke8 53. Dxe3 - Hg6 54. De4 - Hg5+ 55. Kf4 - Kd7 56. Db7+ - Ke6 57. Dc8+ - Kf7 58. Dc7 - h5 59. gxh5 - Hxh5 60. Dxa5 - Bd6+ 61. Ke4 - f5+ 62. Kd5 - Be7 63. Dc7 - Hh6 64. a5 - Hd6+ 65. Ke5 - Hf6 66. Dc8 og svartur gafst upp. Skákþing Akureyrar Skákþingi Akureyrar 1996 lauk seint í febrúar. Keppendur voru alls 34. Atta kepptu í efsta flokki. Þar var um jafna keppni að ræða, sem lauk með því að Þórleifur Karl Karlsson varð Ak- ureyrarmeistari annað árið í röð. Röð efstu manna: 1. Þórleifur Karl Karlsson 5 v. 2. Rúnar Sigurpálsson 4 v. 3. -4. Smári Ólafsson 4 v. 3.-4. Jón Björgvinsson 4 v. 26 kepptu í yngri fokkunum. Tefldar voru 9 umferðir í einum flokki en verðlaun veitt fyrir ýmsa aldursflokka. Verðlaunahafar voru: 13-15 ára: 1. Jón Áki Jensson 7'A v. 2. Sverrir Arnarsson 7 v. 3. Eggert Gunnarsson 6 v. 10-12 ára: 1. Egill Örn Jónsson 7'A v. 2. Stefán Bergsson 5'A v. 3. Halldór B. Halldórsson 5 v. 9 ára og yngri: 1. Hjálmar Freyr Valdimarsson 4'A v. 2. Ragnar Sigtryggsson 4 v. 3. Sigúróli Magni Sigurðsson 3 v. Stúlknaflokkur: 1. Stella Christensen 5 v. 2. Anna Kristín Þórhallsdóttir 4 v. 3. Inga Kristín Jónsdóttir 3 v. Hraðskákmót Akureyrar 1996: 1. Rúnar Sigurpálsson 14 v. af 14! 2. Þórleifur K. Karlsson 12‘A v. 3. Ólafur Kristjánsson 11'A v. Margeir Pétursson Landhelgisgæsla íslands minnist 7 0 ára afmælis LANDHELGISGÆSLAN verður 70 ára á þessu ári. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti svo sem með sögusýningu í sumar og út- komu afmælisbókar. Sérstök afmælisnefnd hefur verið sett á laggirnar hjá Landhelgis- gæslunni til að annast undirbúning- inn og hana skipa Helgi Hallvarðs- son skipherra, Stefán Melsted lög- fræðingur og María Sólbergsdóttir fjármálastjóri. 1 afmælisbókinni, sem unnið er að um þessar mundir, verður stiklað á stóru í sögu Landhelgisgæslunnar en einnig verður fjallað ítarlega um starfsemina í dag. í bókinni verður mikill fjöldi ljósmynda. Ritstjórar verksins eru Helgi Hallvarðsson og Guðjón Arngrímsson hjá Athygli og þeim til aðstoðar er Sigurgeir Guðjónsson, sagnfræðingur. FRÁ vinstri: Helgi Hallvarðsson, María Sólbergsdóttir, Sigur- geir Guðjónsson, Stefán Melsted og Guðjón Arngrímsson. Fjölmennu Evrópumóti í parakeppni lokið ATVINNUSPILARINN, bókmenntafræðingurinn, vindlapúarinn og mathákurinn Paul Chemla nældi sér í enn einn Evróputitilinn I Monte Carlo í síðustu viku. Frakkar og Austurríkis- menn meistarar Brlds Montc Carlo EVRÓPUPARAKEPPNI Evrópumót í parasveitakeppni og paratvímenningi í Monte Carlo í Mónakó dagana 18.-23. mars EVRÓPUMÓTINU í parakeppni og parasveitakeppni lauk í Monte Carlo um síðustu helgi og það er varla hægt að segja að úrslitin þar hafi komið á óvart. Engir íslenskir spilarar tóku þátt í mótinu að þessu sinni en alls spil- uðu 84 sveitir í parasveitakeppninni. Sigurvegari varð frönsk sveit undir stjórn Veronique Bessis, en með henni spiluðu Michel Bessis, Paul Chemla og Catherine Saul. Saul og Bessis hafa verið í franska kvenna- landsliðinu um árabil og eru núver- andi Evrópumeistarar í sveitakeppni kvenna; og Paul Chemla þarf ekki að kynna fyrir bridsáhugamönnum, Tvímenninginn unnu Maria Er- hard og Franz Kubak frá Austur- ríki, en þau eru bæði vel þekkt, Er- hard er Ólympíumeistari kvenna í sveitakeppni og Kubak hefur lengi verið í austurríska landsliðinu. 320 pör tóku þátt í tvímenningnum. Bessis spilaði úrslitaleikinn við þýska sveit skipaða Sabine Auken og Daniele von Annin, sem eru heimsmeistarar kvenna í sveita- keppni; og Georg Nippgen og Klaus Reps, sem báðir eru landsliðsmenn í opnum flokki. Úrslitaleikurinn var nokkuð happdrættiskenndur, enda aðeins 24 spila langur. Frakkarnir unnu nokkuð öruggan sigur, 73-55, en það var þó ekki fyrr en í síðustu spilunum sem þeir náðu forustunni. Þetta var eitt af lokaspilunum: Suður gefur, allir á hættu Norður ♦ KG10843 ¥6 ♦ 106 ♦ 10875 Austur ♦ Á65 V73 ♦ Á87 ♦ ÁK942 Suður ♦ D2 ¥ DG108542 ♦ KDG5 *- I opna salnum sátu Veronique og Michel Bessis AV og Reps og von Armin NS. Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta pass 2 spaðar dobl 3 hjörtu 3 grönd/ Norður sýndi 5-8 punkta og langan spaða með 2 spöðum en Michel Bess- is taldi að austur ætti spaðastopp og skaut á 3 gi'önd. Von Armin hefði getað fórnað í 4 hjörtu en reiknaði allt eins með því að 3 grönd færu niður. Frakkarnir reyndust hins vegar eiga auðvelda 9 slagi og fengu 600. Við hitt borðið sátu Auken og Nippgen AV og Chemla og Saul NS: Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta pass 1 spaði 2 lauf 2 hjörtu 3 grönd pass pass ' 4 hjörtu dobl/// Nú ákvað Saul að fórna, en Þjóð- veijarnir hefðu getað náð spilinu tvo niður með því að upphefja hjartaníu vesturs. Vestur spilaði raunar út spaða og Sabine tók á ás og spilaði meiri spaða. Sagnhafí drap og spil- aði hjartadrottningu og inni á kóng reyndi Nippgen að koma Sabine inn á lauf. Saul trompaði og spilaði hjartagosa og nú þurfti Nippgen að spila tígli á ás austurs og fá spaða í gegn. En hann spilaði aftur Iaufi, sem er illskiljanlegt, svo Saul slapp 1 niður og græddi 9 impa. Besta spilið Sabine Auken og Georg Nippgen náðu svo ekki að veija Evrópumeistr- aratitil sinn í tvíménningnum og end- uðu í 10. sæti. Sabine fékk þó nokkra sárabót því hún hlaut sérstök verð- laun fyrir besta spil mótsins. Norður ♦ ÁKG102 ¥ K654 ♦ K105 ♦ 5 Austur ♦ D63 ¥108 ♦ ÁG62 ♦ 10832 Suður ♦ 875 ¥ ÁG932 ♦ D8 ♦ ÁKG Sabine spilaði 4 hjörtu í suður og vestur spilaði út spaðaníunni, sem var greinilega annaðhvort einspil eða tví- spil. Sabine stakk upp ás og tók tvisv- ar tromp og þegar það féll snérist spilið um hvort slagimir yrðu 11 eða 12. Sabine sá að ef hún fyndi út hvor andstæðingurinn ætti tígulás gæti hún sett upp svokallaðan Mortonsg- affal með þvi að spila tígli á rétt háspil. Ef vömin myndi hoppa upp með ás væri hægt að henda spaðatap- aranum niður í tígulslag og ef tígulhá- sjpilið héldi slag gæti sagnhafí tekið ÁK í laufi og hent tígli, trompað lauf, tekið spaðakóng (ef vestur átti tígul- ás) og spilað sig út á tígli. Sá and- stæðingur sem færi inn væri endaspil- aður. En hvar var tígulásinn? Eina vís- bendingin sem Sabine sá var að vest- ur hafði ekki spilað út'tígli og var því líklegri til að eiga ásinn. Hún spilaði því tígli að heiman á kónginn en austur drap með ás og spilaði laufi. En Sabine lét það ekki á sig fá. Hún stakk upp ás, trompaði Iauf, og tók öll trompin og laufkónginn og henti þremur spöðum í borði. Og í þriggja spila endastöðu lenti austur í víxlþvingun þegar norður átti S. K og T. 105, sagnhafi S. 87 og T. D en austur þurfti að henda frá S. D6 og T. G6. Guðm. Sv. Hermannsson Vestur ♦ 97 ¥ ÁK9 ♦ 9432 ♦ DG63 Vestur ♦ 94 ¥ D7 ♦ 9743 ♦ D9764
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.