Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.03.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1996 33 AÐSEMPAR GREIIMAR Vandamál eða ástæðu- laus ótti? Eyjólfur Sturlaugsson A UNDANFORN- UM 10-15 árum hef- ur orðið mikil fólksfækkun í mörg- um sveitum um land allt. Fjölmargar blóm- legar sveitir hafa á hverju ári þurft að sjá á eftir fólki yfirgefa heimabyggðina eða æskuslóðirnar. Ekkert bendir til að botni þessarar þróunar sé náð þrátt fyrir að sum ár fækki minna en áður eða það kunni að íjölga eitt árið eitt- hvað lítillega. Þessar byggðir eru byggðar- lög landbúnaðar, þar sem hlutur hefðbundins búskapar er stærstur. Samdráttur í landbúnaði og þá sérstaklega erfiðleikar í sauðfjár- rækt hafa leikið þessar byggðir grátt. Tekjur lækka og lífsafkoman Meirihluti íbúa í sveitunum, segir Eyjólfur Sturlaugs- son, er duglegt og óeigingjarnt fólk. verður sífellt erfiðari og erfiðari. Endurnýjun á býlum verður sjald- gæfari og meðalaldur bænda hækkar stöðugt. Félagslíf, sem fyrir tveimur áratugum stóð með blóma, fer nú mjög dvínandi og erfiðlega gengur að fá fólk til fé- lagsstarfa. Þetta eru ekki nokkur kreppuár í sveitum heldur er þetta að verða margra ára hnignun. Svo mörg eru kreppuárin orðin að ungl- ingar á þessum svæðum hafa ekki alist upp við öðruvísi ástand en hnignun öll sín uppvaxtar ár. Eg spyr mig stundum hvort meira en áratuga hnignun, sem heijar á sömu sveitirnar, geti hugs- anlega haft í för með sér neikvæð; ar afleiðingar á uppvöxt barna. í því sambandi hafa nokkrar áleitnar spurningar leitað á mig: • Börn og unglingar, sem alast upp í hnignun, sjá ekki mannlega athafnasemi birtast í nýbygging- um, nýsköpun eða fjölgun búpen- ings. Hver verður skilningur þeirra á framförum og velmegun og hvernig þroskast þeirra eigin at- hafnasemi og framfaraþrá? • Hvaða afleiðingar hefur það fyr- ir sjálfsmynd unglinga og ung- menna í sveitum að hlusta á þjóðfé- lagsumræðuna ár eftir ár fjalla á neikvæðan hátt um landbúnað, bændur og sveitir? • Hvaða áhrif hefur það á uppvöxt barna að menntun þeirra verður oftast að miðast við að flytja að heiman, því atvinnutækifæri eru svo fá á heimaslóðum? • Flestallur samanburður við byggðarlög í uppgangi verður nei- kvæður, t.d. samanburður á þjón- ustu, afþreyingu, vel- megun, vöruverði og íbúaþróun. Hvaða áhrif hefur það á trú ungmenna á getu eigin byggðar- lags til að standa sig í framtíðinni? • Hvernig áhrif hefur endurtekin afkomu- skerðing hjá fjölskyld- um á uppeldisaðstæð- ur barna þegar til lengdar lætur? Ekki er mér kunnugt um nein- ar rannsóknir, sem kunna að gefa svör við ofangreindum spurn- ingum. Hins vegar held ég að þarna kunni að vera vandamál á ferð sem lítill gaumur hefur verið gefinn undanfarin ár. Trygg afkoma, örugg búseta og bjartsýni á framtíðina eru lykil- atriði til hagsældar í hverri fjöl- skyldu. Þegar ekkert þessara at- riða er til staðar árum saman og skarðið fyllt með óvissu og ótta er að mínu mati full ástæða til að huga að uppvaxtarskilyrðum þeirra barna sem fæðast inn í þess- ar aðstæður. Mér er heldur ekki kunnugt um að heilu starfsstéttirnar hafi átt í sambærilegum erfiðleikum við þá sem bændastéttin á í núna. En sannarlega er tilefni til þess að vinna að greiningu á félagslegum erfiðleikum þessarar stéttar og vinna að úrræðum fyrir hana. Þeg- ar fólk missir atvinnuna missir það ekki bara tekjur heldur hrynur afkomugrundvöllur þess. Það er opinberlega viðurkennt að atvinnu- lausir eigi oft í andlegum og félags- legum erfiðleikum. Þeir eiga því oft kost á úrræðum, fyrir utan atvinnuleysisbæturnar, þá standa oft til boða námskeið og átaksverk- efni. Þótt atvinnugrundvöllur bænda hafi svo gott sem hrunið í sumum tilvikum ber ekkert á sam- bærilegum félagslegum úrræðum. Þetta þýðir að afkomuvandi bændastéttarinar er ekki talinn mjög alvarlegur af samfélaginu og ráðamönnum og félagslegur vandi bænda er ekki talinn vera til stað- ar. Þrátt fyrir kreppu árum saman er meirihluti þeirra íbúa, sem eftir eru í sveitunum, duglegt og óeigin- gjarnt fólk, sem reynir að búa komandi kynslóð betri framtíð. Þolinmæði og þrautseigja einkenn- ir þessa íbúa, sem eiga sér þá ósk heitasta að brátt fari að rofa til og sveitirnar blómstri að nýju af athafnasemi og framförum. Vonandi eru þessar vangaveltur mínar sprottnar af ástæðulausum ótta og ekki séu hér vaxandi vandamál á ferð. En því meir sem ég hugsa um þessi mál, því stærra verður spurningarmerkið í huga mínum. Höfundur er kennari við Líiugn- skóla í Dalasýslu. Qpecjar tslenski ostuzinn er kominn 4 ostabakkann, þerjar, hann kóvónm niMamevðina - b/reWnr eða ðþípsteiktm - eða er einfplðleeja settur beint t munninn , % '?X\ ' K. tssæzzzM ABT-BAÐÞIUUR . I ■ .•• • 'í' ' i M.í- ■ Irt. Stórglæsilegar amerískar flísabaöþiljur í miklu úrvali á hreint ótrúlega lágu verði! Stærð 122x244 cm. Þ.ÞOR6RÍMSSON &CO Ármúla 29, 108 Rvík., símar 553 8640 og 568 6100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.